Tíminn - 25.01.1983, Síða 12

Tíminn - 25.01.1983, Síða 12
ERU TAUGAR OG VÖÐVAR YFIRSPENNT? ■ Þennan langa og erfiða vetur hafa enn fleiri orðið fórnarlömb stöðugrar tauga- og vöðvaspennu en endranær, sem veldur þeim margvíslegum óþæg- indum. Hún getur komið fram í stirðu lundarfari, hækkuðum blóðþrýstingi og ýmsum öðrum kvillum. Verkir koma fram hingað og þangað, þó án þess að læknir geti staðfest að um sjúkdóm sé að ræða. Vinnuþrekið minnkar og svefnleysi kann að segja til sín. Kínverjar virðast hafa þekkt þessi einkenni fyrir 2000 árum. Læknirinn Hua Tó gaf þessum óþægindaeinkennum nafnið „Meinin eitt hundrað". Til að vinna gegn þeim ráðlagði hann „Æfingu tígursins“ og „Öndun himinsins." í hinum fjarlægu Austurlöndum er enn þann dag í dag farið eftir ráðum læknisins. „Æfíng tígursins“ og „Öndun himinsins“ Þessi samsetta æfing fer fram á eftirfarandi hátt: Standið með fætur aðskilda, annan þeirra aðeins framar hinum. Beygið efri hluta líkamans, látið höfuðið síga og snúið andlitinu til hliðar. Teygið handleggina aðeins fram og kreppið hnefana laust. Með góðum vilja er hægt að ímynda sér, að maður sé kominn í stöðu tígrisdýrs, sem býr sig undir að stökkva. Þegar komið er í þessa stöðu, á að draga andann djúpt að sér og halda honum niðri í sér, rétta úr sér og snúa andlitinu aftur fram. Á sama tíma er handleggjum lyft rúmlega í höfuðhæð. Þegar hingað er komið, er komið að mikilvægasta atriðinu. Nú á að „gleypa" andann, sem haldið hafði verið niðri. Þ.e.a.s.: Með lokuðum munni lætur maður einfaldlega sem hann sé að kyngja. Um leið eru hnefarnir opnaðir. Nú er andað frá sér. Það að „gleypa" andann á þennan hátt, kemur mörgum undarlega fyrir sjónir. Það getur orðið þeim til hjálpar að grípa til hugarflugsins og ímynda sér, að þegar andinn er „gleyptur“, fari hann niður og safnist saman í maganum, (en þar er skv. gamalli trú Kínverja það, sem þeir nefna „Haf andans“) og staldri þar við áður en hann heldur sína leið. Þesa æfingu á að gera 7 sinnum hvern morgun. Samspil öndunarinnar og hreyf- ingarinnar, einbeitingin að öðru atriðinu og slökunin, sem fylgir hinu, hafa innan skamms tíma merkjanleg áhrif. ■ Staða tígursins, sem tilbúinn er að stökkva. Aðalatriðið í æfingunni er að „gleypa“ andann rétt. Æfing gegn svefnleysi Til að vinna gegn svefnleysi geymir kínversk heilsufræði líka gott ráð. Það felst í æfingu, sem gera á í rúminu að kvöldi. Þá er legið rólega og afsiappað á bakinu. Dragið djúpt að ykkur andann gegnum nefið, haldið niðri í ykkur andanum og „gleypið" hann síðan, eins og áður er lýst. Einbeitið ykkur eingöngu að „gleypingunni", þó án þess að fara að spenna vöðvana. Gerið þessa æfingu 10 sinnum og hafið ekki hugann við annað en ferð „andans“. Gætið þess, að Iíkaminn sé fullkomlega afslappaður. Árþúsunda reynsla stendur að baki þessum æfingum, sem kynslóð eftir kynslóð hafa verið endurbættar. Þó að árangurinn komi kannski ekki strax í Ijós, skaða þær þó ekki, og allt er betra en að leita til róandi lyfja eða áfengis til að veita taugum og líkama nauðsynlega hvíld. Hérna er það viðkomandi sjálfur, sem getur haft áhrif til góðs með því eingöngu að beita líkama sínum rétt og viljakrafti. barna hosur Efni: I hnota hvítt og 1 hnota grænt garn (eða litir að vild). Sokkaprjónar nr. 2. Mál: Fótlengd u.þ.b. 8 cm. Prjónafesta: 17 lykkjur slétt prjón samsvara 5 cm Það er byrjað að ofan. Fitjið upp 58 lykkjur með græna garninu og deilið þeim niður á fjóra prjóna. Nú er prjónað í hringi x 4 umf. brugðnar með grænu, 4 umf. sléttar með hvítu, endurtakið frá x einu sinni enn. Síðan 4 umf. br. með grænu. Nú er skipt yfir á hvítt garn og stroff, 2 sl., 2 br., þar til komnir eru 2 '/2 cm. Nú er prjónuð ein umferð með gatamynstri, þ.e. x prjónið 2 1. saman, sláið upp á, endurtakið frá x út alla umferðina. Prjónið nú 4 umf. br. með grænu og 4 umf. sl. með hvítu. Kistin: Takið nú 26 lykkjurnar í miðjunni á sérprjón og prjónið fram og aftur til skiptis 4 prjóna grænt og 4 prjóna hvítt, brugðið og slétt, eins og áður. Um leið er felld af ein lykkja á hvorum enda í hverri hvítri rönd. Prjónið 10 rendur í allt og þá eiga að vera 16 lykkjur eftir á prjóninum. Nú takið þið upp 20 lykkjur í hvorri hlið (þá ■ Skýringamynd: Lykkjuspor eða samansaumaðar lykkjur. Saumið frá réttunni í lausu lykkjurnar, stingið nálinni í gegnum 2 lykkjur á öðru stykkinu, síðan í gegnum 2 lykkjur á hinu stykkinu. Allar lykkjur eru saumað- ar á þann hátt, að nálinni er stungið niður i gegnum þá lykkju, þar sem garnið var dregið upp í fyrra spori, og upp í lykkjuna við hliöina. eru samtals 88 lykkjur á prjónunum) og prjónið nú aftur 4 umf. grænt, 4 umf. hvítt og 4 umf. grænt. Sólinn: Hann er hafður alhvítur. Setjið 10 lykkjur fyrir miðju tástykkinu og 10 lykkjur fyrir miðju hælstykkinu á prjóna nr. 2. Á hinum prjónunum eru prjónaðar 2 1. sl. saman í byrjun og lok hvers prjóns. Það er gert þannig, að í upphafi prjóns eru prjónaðar 2 1. sl. saman framan frá, en í lok prjónsins er prjónaðar 2 1. sl. saman aftan fr (snúnar). Endurtakið þessar úrfelling; í hverri umferð 9 sinnum. Saumið a síðustu lykkjurnar, sem eftir eru, sama með lykkjuspori, lykkju fyrir lykkju (sj meðfylgjandi skýringamynd). Þá e hekluð snúra, sem dregin er í gegnut gatamynstrið og á endana saumaði fastir dúskar. Ekta svissneskt ostafondue ■ Frá höfuðlandi ostsins, Sviss, er komin eftirfarandi uppskrift að osta- fondue. Uppskriftin er fyrir fjóra: Nuddið með hvítlauksgeira aö innan pott úr leir eða smíðajárni. Hellið í pottinn 4 dl þurrt hvítvín og látið það sjóða (þá rýkur alkóhólið úr þeim en keimurinn verður eftir). Hellið nú út i 600 g af fínt rifnum osti og hrærið í allan tímann. Bætið út í 2 tsk. kartöflumjöl, sem hrært hefur verið upp mcð 2 msk. kirsch (eða annað ókryddað brennt vín), hrærið. Malið yfir Ijósan pipar í piparkvörn, 2-3 hringi, og paprikuduft milli fingurgóma. Setjið pottinn yfir sprittlogann og nú er allt tilbúið að „fonda“. Brauð- bitum er dýft á löngum göffium ofan í ostahræruna og etnir með góðri lyst. Með Fondue er gott að drekka hvítvín, en einnig er ágætt að hafa te með. Endast sokka- buxurnar illa? ■ Allar konur þekkja það, að þegar þær ætla að grípa til sokka- buxna, sem jafnvel eru nýjar eða svo gott sem, reka þær sig á, að komið er á buxurnar lykkjufall. Sokkabuxur eru dýrar og ergilegt, þegar þær eru ónýtar eftir litla sem enga notkun. Okkur hefur verið bent á ráð til að gera sokkabuxur endingarbetri, og er það sagt óyggjandi. Þar er mælt með því að væta sokkabuxurnar, þegar þær eru nýjar, stinga þeim í plastpoka, sem lagður er í frystinn. Þegar þær eru frosnar, eru þær teknar út og látnar þiðna og þorna. Nú eiga þær að endast mun betur en annars hefði verið.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.