Tíminn - 01.02.1983, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1982
9
á vettvangi dagsins
Oddný Guðmundsdóttir:
Fækkar fornum véum
(Brot úr handriti)
FYRRI HLUTI
■ íslenzk kona kom heim eftir dvöl í
Bandaríkjunum og var að handfjalla
eigur sínar, þegar ég tók eftir undarlegri
þurrku. sem hún lagði frá sér. Þessi
þvottaklútur, eða hvað það nú átti að
heita, var úr grófu, gisnu efni, eins og
algengt er. En sumt var einkennilegt við
þennan klút.
Á þurrkuna var prentuð mynd af
Lincoln, prýdd þjóðfána Bandaríkj-
anna, ásamt mannréttindayfirlýsingu
hans 19. nóvember 1863, eftir sigurinn
við Gettysburg og hefst þannig:
„Fyrir fjörutíu og sjö árum stofnuðu
forfeður vorir nýtt þjóðfélag á þessu
meginlandi, þjóðfélag reist á frelsi og
helgað þeirri skoðun, að allir menn séu
fæddir jafnir - ",
Ávarpinu lýkur með ósk og bæn um,
að góður Guð láti frelsi og jafnrétti
aldrei undir lok líða.
Og þurrkið þið nú, húsmæður góðar,
skúmið úr skotunum og flugnadritið úr
gluggakistunum. Til þess er klúturinn.
íslendingar eiga lög til verndar þjóð-
fánanum okkar. Fáni er annað og meira
en léreftsdúkur. Hann er tákn þess, að
við eigum land okkar. Og vilji einhver
efa það, getur hann látið tákn tala og
óvirt fánann.
Fyrirmyndir um verndun tákna eru
nógar í sögu þjóðanna. „t>ú skalt ekki
leggja nafn Guðs þíns við hégóma",
hljóðar eitt af boðorðum gyðinga. En
boðorðin voru kjarni lögmálsins, eins og
stjórnarskrá er kjarni laga.
Stundum vöknum við harkalega við
það, að lög og reglur vantar, þegar til á
að taka. Þá segjum við undrandi:
Hvernig gat líka nokkrum manni dottið
í hug að banna það, sem er alveg
tilgangslaust að brjóta? Löggjafinn
bannar fyrst og fremst það, sem hann
hcldur, að einhver sjái sér hag í að
brjóta, eða að ástríður geti leitt hann til
að brjóta.
Löggjafinn, sem setti reglur um
fánann, gerði ekki ráð fyrir, að nokkur
allsgáður maður færi að skeyta skapi
sínu á þjóðsöngnum. Það hefðu þótt
fáránlegar getsakir á þeim tímum.
Nú er þó svo komið, að Alþingi
verður að vega það og meta, hvernig
taka beri kærum um afskræmingu þjóð-
söngsins á almannafæri, að yfirlögðu
ráði margra manna.
Og þingmenn segja, sem er, að
reglurnar vanti og ráðgera að semja þær,
áður en fleira gerist.
Þjóðsöngurinn einn varð, að vísu,
ekki fyrir barðinu á hávaðamönnunum.
Ljóðlínurnar, „Eg vil elska mitt land
eru skeyttar við nýjan tilbúning, heldur
óhrjállegan, undir laginu.
Með réttu stærum við okkur af
málfrelsi og ritfrelsi. En nú er það að
verða íþrótt að tefla á tæpasta vaðið,
ögra löggjafanum á takmörkum lög-
brotsins og níðast á þeim trúnaði, sem
mannréttindalöggjöf sýnir okkúr. Stingi
einhver upp á því, að löggjafinn taki til
sinna ráða, þegar orðbragð er orðið
helzt til sóðalegt, heyrist hljóð úr horni,
eitthvað á þá Ieið: 0, vei. Ætlar nú
harðstjórn að múlbinda listamenn? Písl-
arvotta sannleikans!
Það er engu líkara stundum, en að
lítilfjörlegir sóðar ætlist til að vera taldir
nteö þeim mönnum, víðs vegar um
heim, sem meinað er að tala, en tala
samt, og leggja allt að veði. („Vér
eplin," sögðu hrossataðskögglarnir.)
Er ekki svolítið varasamt að ögra
almenningsálitinu takmarkalaust og
ögra löggjafanum, þar til hann lætur til
sín taka um boð og bönn? Þá getur verið
að fleira fljóti með í bannfæringuna en
aulalcgt klám lítilla skálda.
Þá getur komið hljóð úr horni, þaðan
sem sízt var búizt við. Og lítum nú aftur
til Bandaríkjanna: Það voru ekki
skynsamir og greinargóðir fulltrúar al-
mennings. sem risugegn sorpmyndasýn-
ingum. Slíkir menn eru oftast hlédrægir.
Það voru trúarofsamenn, sem notuðu
sér víðtæka óánægju, sem var fyrir
hendi, gerðu úr múgæsingu og tókst í
uppnáminu að láta sígildan skáldskap og
vísindarit fylgja Löðrinu í fordæm-
inguna.
íslenzkir Löðurvinir hafa aðeins lítil-
lega tíundað þær bókmenntir, sem
eyðilagðar voru. Löðrið er þeim svo
innilega hjartfólgið, að annað kemst
ekki að. Enda telja þeir, að það sé
stórmerk þjóðfélagsádeila, einstök
mannþekking, frábær fyndni, listaverk
meðal kvikmynda, málsvari minni-
hlutahópa og margt fleira, aðdáunar-
vert.
Og þeir, sem voru ánægðir með
Reagan. tala nú bara kuldalega um
hann. Hann vildi banna Löður.
Ég er ekki með þessu Löðurbanni, þó
að mér þyki myndin bjánaleg. Og ekki
er ég ánægðari með Reagan, þó að
honum leiðist Löður. Ég er nefnilega
i hallarþaki poppmenningarinnar. En
það er hlegið kalt. og „gamanið er
grátt", eins og á Glæsivöllum.
Gálgahúmor er innflutt tízkuorð, sem
notað er til að réttlæta illkvittni og
óhrjállegan munnsöfnuð. Orðið er í
sjálfu sér mikillar merkingar, táknar
það, að maður tekur dauða sínum með
æðrulausum gamanyrðum. „Veit ég
það, Sveinki", sagði frelsishetjan Jón
Arason síðast orða við landa sína, þegar
þeir höfðu komið honum í klær harð-
stjórans. Fleiri slík andlátsorð geymir
sagan.
Undarleg misnotkun er það. að kalla
marklaust fleipur og klúryrði gálgahú-
mor.
„Gálgahúmor" blekiðjunnar er oftast
í því fólginn, að menn gera sér upp
hundakæti út af alvarlegum hlutum, til
þess að koma sér hjá að taka afstöðu og
langt nef. Hamingjan, ástin, dauðinn,
átakanleg örlög barna, meðfædd ógæfa
vanheilla manna. Allt gefur þetta ástæðu
til að hlæja vel og lengi og láta sér líða
vel. finnst G.H.F.
Og þó hefði ég fremur brosað að
veslingunum í Löðri, en því óhugnan-
lega og hættulega ofsatrúarfólki, sem
við sáum á skjánum. Getur ekki verið.
að mesta kampakætin virðist af
Löðurvinum. ef þessi froðufellandi sam-
kunda tckur völdin í sínar hendur einn
góðan veðurdag og bannar fleira en
Löðrið eitt?
Ég minntist á afskræmingu þjóðsöngs-
ins. En þá má jafníramt nefna þá
undarlegu áráttu að niðra mætum
mönnum sögunnar. Bókinenntirnar eru
í hættu fyrir afskræmingu. Mörgum
þykir ný „túlkun" á gönrlum leikritum
ganga langt. En löngu fúnir snillingar
t iat; '*
■ Löður: íslenskir Löðurvinir hafa aðeins lítillega tíundað þær bókmenntir sem eyðilagðar voru. Löðrið er þeim svo
innilega hjartfólgið að annað kemst ekki að. Enda telja þeir, að það sé stórmerk þjóðfélagsádeila, einstök mannþekking,
frábær fyndni, listaverk meðal kvikmynda, málsvari minnihlutahópa og margt fleira, aðdáunarvert.
hrædd um, að hann laumi á bannlistann
einhverju, sem mérersárt um. Þeir.sem
hlakka til að fá bersögli sína bannaða,
ættu að hugleiða, að bann getur dregið
margt mcð sér í kjölfarið.
Málfrelsi á leiksviði Forngrikkja varð
einu sinni að banna, vegna þess, að
opinskátt níð um ákveðna menn var
orðið hóflaust.
Það er víst talin staðreynd, en ekki
fullyrðing tóm, að fyndni sé að hverfa
jafnt í ræðu sem riti. Kímnigáfan, þessi
farsæla hneigð til að létta lífið með leik
í hugsun og orðum, virðist oft haldast í
hendur við mildi og ástúð. Kímni og
reiði fara ekki saman. Eina konan í
fornsögunum, sem vareiskulega kímin,
tók móðgunum með beiskjulausum gam-
anyrðum, hvatti aldrei til hefnda - en
gat heldur ekki lifað af vonbrigðin í
gleðivana andrúmslofti hetjurembings-
ins.
Er þá aldrei hlegið nú á dögum? Jú,
víst er hlegið. Og það svo, að undir tekur
■ Abraham Lincoln: Mynd hans á
þvottaklút.
til að láta halda, að þeir séu karlar í
krapinu. Það á ekkert skylt viðæðruleysi
hetjunnar.
Fáir hafa orðið jafn innilega hryggir
út af óförum Löðurs og Guðmundur
Heiðar Frímannsson í Degi 24. scptem-
ber. Hann segist, „ásamt þorra þjóðar-
innar", stunda Löður, þó svo að hann
vanræki flest annað sjónvarpsefni. „Og
má mikið á ganga, svo að út af bregði.
-. Þetta er svo óviðjafnanlega gaman:
Það er hæðzt að hlutum, sem öllum eru
mikilvægir: hjónabandinu, kynlífinu,
lífshamingjunni, dauðanum, kynvillu og
örlögum barna. Það er þakkarvcrt,
þegar einhverjum tekst að fá mann til
að hlæja áhyggjulaust að hlutum eins og
þessum."
Þar næst segir frá illum látum ofsa-
trúarmanna og hvernig þeir geta haft
óvænt áhrif á stjórnmálin. „Raunar
sýndi Sjónvarpið stórskemmtilegan þátt
um þennan hóp manna."
Gálgahúmorinn er hér alls ráðandi.
Allt sjónvarpsefni er fánýtt, nema þetta,
þar sem öllum helgum dómum er gefið
■ Jón Sigurðsson: Hvað eftir annað
hefur verið vikið að því, að hann sé
óþarflega vel þokkaður og nauðsyn beri
til að þefa uppi einhverja bresti hans og
gera heyrumkunna.
eiga bágt með að rísa upp og malda í
móinn: Þetta voru aldrei mín orö.
Skopstæling á Nyja-testamentinu eftir
sænskan rcyt'arahöfund er kölluð
gálgahúmor. Að efast um sagnfræði
Biblíunnar er ekki nýtt, og að efast um
almættið cr jafn gamalt trúnni sjálfri.
Hvorugt er nýjung reyfarahöfunda.
Við erum misjafnlega trúuð og höfum
leyfi til að láta það í Ijós. En þcssi
óburðugi tvífari guðspjallanna, scm
kom á krcik í íslcnzkum hippabúningi,
er hvorki sagnfræði né greindarleg rök
gegn trúarbrögðum. Þetta eru blátt
áfram undirmálsbókmcnntir, til þess
gerðar að ófrægja sígild fornrit, „Ijóðrit-
in fjögur," cins og Óskar Wildc ncfnir
guðspjöllin.
Og þcssa ómynd, poppmáls- tcsta-
mentið, eiga börn að lesa. Kynngi-
mögnuð frásögn guóspjallanna hlýtur að
vekja hryggð og reiði barnsins, um lcið
og það skilur, aö þarna var að gerast
sagan eilífa, þcgar mannfjöldinn hímir
■ Þorstcinn Erlingsson: ...höfundur
dregur ekki dul á, að hann ætli sér að
klóra af honum þann ljóma, sem leikur
um minningu hans.
■ Oddný Guðmundsdóttir
hljóður, meðan illvirkjar misþyrma
göfugasta manninum.
Gervitestamentið greinir frá atburð-
unum í kæruleysistón. í stuttu máli er
okkur sagt, að Jesú þótti Jóhannes
skírari „forvitnilegur". Svo tók hann við
sjálfur, safnaði um sig fólki til að gera
byltingu og hertaka Musterið, en gáði
þess ekki að vopna liðið, því hann bjóst
við, að tíu þúsund cnglar kæmu í tæka
tíð og réðust á Rómverja. „En það
komu engir englar, af því að það eru
ekki til neinir englar."
Kæruleysisleg frásögnin veldur því,
að barninu verður nokkurn veginn sama
um það, scm cr að gerast. Málfarið er
steindauður tilbúningur, sem á víst að
vcra við barnahæfi, en þó blandað
slanguryrðum. TilgangUr bókarinnar
viröist sá að vara okkur við að treysta
englunum um of! Og nú vitum við til
hvcrs Norræni þýðingarsjóðurinn er.
Það tíðkast mjög í minningabókum
núorðið, að menn úthúði samferðafólki
sínu, lifandi og dauðu, cinkum þó
dauðu, ekki sízt forcldrum sínum og
systkinum. Mörgunt lescndum þykir
þctta þarfavcrk, cnda hlífi höfundarnir
ckki sjálfum sér. Og satt er þaö, að
mikið kveina þeir yfir brcyskleika
holdsins. Játningar þeirra gefa ekki cftir
iðrunarsálmum fyrri alda, nema hvað
nýju höfundarnir iðrast cinskis, sízt
ódrengilcgra ástamála.
Lesendur margir játa íjálgir, að þeir
hafi hina mcstu unun af skrifum þessum,
því að þau þjóni sannleikanum. Efast
ckki um ncitt, þó að ckki séu fleiri en
einn til frásagnar.
Ekki er mér neitt illa viö sannleikann
yfirleitt. En cigi hann ckki annað erindi
en að skemmta skrafskjóðum, er hans
erindi lítið. Helzt má engum hlífa. Þcss
cr skcmmst að minnast, að sveinsstauli
nokkur sænskur, á sextugs aldri, vakti
óvænt eftirtckt mcð því að úthúða
foreldrum sínum, scm hafa þótt öndvcg-
ismenn.
Kaldhamraður gálgahúmorinn sættir
sig ckki við, að menn cigi sér helga
dóma, hvort scm það nú cr sönglag eða
virðing fyrir mætum mönnum genginna
kynslóða. Hvað eftir annað hefur vcrið
vikið að því, að Jón Sigurðsson sé
óþarflcga vcl þokkaður og nauðsyn beri
til að þefa uppi einhverja bresti hans og
gera heyrumkunna. Sumir íslendingar í
Höfn nefna hús hans „The House of Gay
Johany." Þykir þeim líklega Jónsnafnið
of hcfðbundið og of íslenzkt orðið í
aldanna rás, þrátt fyrir framandi upp-
runa. Nú er reynt að sanna það upp á
Jón, að hann hafi sinnt ýmsu kvabbi og
boðið löndum sínum heim í því skyni að
efla fylgi sitt. Þykir það líklegra, en að
hann hafi tekið sárt til svangra íslend-
inga. En alkunn er sú háttvísi hans, að
hann hafði „opið hús“ í stað þess að
segja hverjum einstökum, að honum
væri heimill matur.
Þá mun mörgum Þingeyingum minnis-
stæð úttekt Þorsteins Thorarensens á
mannorði Péturs á Gautlöndum. (Gró-
andi þjóðlíf). Öllu lakari útreið fær þó
Jón í Múla. Sami höfundur dregur ekki
dul á, að hann ætli sér að klóra af
Þorsteini Erlingssyni þann ljóma, sem
leikur um minningu hans.
Raunar er ósanngjarnt að gera hvern
einstakling ábyrgan fyrir þcim anda,
sem svífur yfir vötnunum hverju sinni.
Þorsteinn Erlingsson gaf íslenzkum
börnum Sólskríkjuna. Nafni hans gaf
bömum okkar tíma Einhenta bandittann
í þýðingu. Hér á sjálfur aldarandinn hlut
að máli.