Tíminn - 01.02.1983, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1982
15
menningarmál
Áhrifamikil persónusaga
úr Þýskalandi nasismans
ÞYSKALAND NAFOLA MOÐIR:
Leikstjóri og höfundur handrits: Helma
Sanders-Brahms. Aöalhlutverk: Eva
Mattes, Ernst Jacobi, Elisabeth Stepa-
nek. Vestur-þýsk, 1980. Sýnd í Regn-
boganum á kvikmyndahátíð.
■ Kvikmyndahátíðin hófst í Regnbog-
anum á laugardaginn með sýningu
vesturþýskrar kvikmyndar, sem ber
íslenska hcitið Þýskaland náföla móðir
og dregur nafn sitt af kvæði, sem Brecht
orti um Þýskaland eftir valdatöku nasista
árið 1933. Höfundur myndarinnar,
Helma Sanders-Brahms, var viðstödd
frumsýninguna og sagði þar, að í þessari
kvikmynd væri hún að reyna að segja
sögu síðari heimsstyrjaldarinnar ekki
frá sjónarmiði þeirra scm stjórnuðu,
drápu og kenndu öðrum að drepa,
heldur út frá reynslu þeirra sem þjáðust.
Og hún velur þá leið að segja sögu
móður sinnar, og að hluta til sjálfs sín,
því hún fæddist á heimsstyrjaldarárun-
um. En um leið hefur lýsingin á
lífsreynslu móðurinnar víðtækari skír-
skotun um afstöðu almennings í Þýska-
landi þess tíma til nasistanna og
glæpaverka þeirra.
Móðirin Lene leikin af Evu Mattes,
verður ástfangin af ungum manni, Hans
(Ernst Jacobi), sem ekki er í nasista-
flokknum. Vinur hans, Ulrich, er það
hins vegar og hyggst komast langt. Hann
er hrifinn af systur Lene, Hanne
(Elisabeth Stepanek), en hittir brátt
aðra stúlku innan flokksins og ákveður
að kvænast henni til að bæta enn stöðu
sína. Lene og Hans giftast rétt áður en
heimsstyrjöldin skellur á og hafa því
verið saman í aðeins fáeina daga þegar
Hans er kallaður í herinn og sendur til
Póllands.
Hans er svo í hernum öll stríðsárin,
en kemur heim í leyfi einstaka sinnum
og þau eignast dóttur, sem verður að
megininntakinu í lífi Lene. Að sjá hana
vaxa skiptir mig meira máli en öll þessi
stríð, segir hún eitt sinn við Hans. Þær
mæðgurnar lenda í miklum erfiðleikum,
einkum eftir að hús þeirra er eyðilagt í
loftárás og þau leggja land undir fót. En
vegna þrautseigju Lene tekst þeim að
lifa hörmungarnar af, og svo kemur
friðurinn. Hans kemur bráðlega heim,
og endurreisnin hefst. Þá eiga konurnar,
sem eins og Lena höfðu þurft að lifa á
eigin dugnaði og kænsku í fimm ár, að
gerast „venjulegar*- húsmæður á ný, en
karlmennirnir að taka þátt í efnahags-
uppbyggingunni. Lene á mjög erfitt með
að aðlagast þessum breytingum, hún
lamast öðru megin í andlitinu, vanskap-
ast og missir brátt löngunina til að lifa.
En dóttirin bjargar henni frá því að
fremja sjálfsmorð, og eins og Sanders-
Brahms orðaði það á frumsýningunni,
Lene lifir enn.
Segir margt um
þýsku þjóðina.
Með þessari persónusögu úr Þýska-
landi nasisma og heimsstyrjaldar, sem
ein út af íyrir sig 'er oft á tíöum
áhrifamikil og átakanlcg og stundum
snilldarlega útfærð, tekst höfundinum
um leið að segja svo ótalmargt um þýsku
þjóðina. Þannig er Ulrich gott dæmi um
tækifærissinnana, sem komust til áhrifa
innan Nasistaflokksins og beittu þá valdi
sínu óspart, en sem þóttust hvergi hafa
komið nærri nasistum að stríðinu loknu
(Ulrich talar með fyrirlitningu strax að
stríðinu loknu um „þessi nasistafífl"!) og
komast svo til áhrifa á nýjan leik í ríki
Adenauers á meðan Hans, sem þurfti að
berjast á vígstöðvunum öll stríðsárin og
er mun hæfari maður, er látinn sitja
eftir. Einnig tekst að sýna vel, að í raun
og veru hefur alltof lítið breyst, t.d. með
því að varpa ljósi á ríka ættingja Lene.
Höfuð þeirrar fjölskyldu starfaði í
flugmálaráðuneytinu á Hitlerstímanum,
en snéri sér síðan að stjórn kirkjusamfé-
lags eftir stríðið og hafði sýnilega ekkert
misst hvorki af auði sínum né völdum.
Hinir ríku voru áfram ríkir, tæki-
færissinnarnir komust enn til áhrifa.
Jafnframt sýnir höfundurinn hið
hrikalega áhugaleysi og afskiptaleysi um
örlög gyðinga, sem virðist hafa einkennt
svo óteljandi Þjóðverja, í einu atriði
myndarinnar, sem segir nteira en langar
bækur. Lene er að sauma út og segir allt
í einu við systur sína, að sig vanti rauðan
þráð, sem aðeins sé hægt að kaupa í
verslun Ducksteins, svo hún verði að
fara út og kaupa hann. En þau eru farin,
svaraði systir hennar, þau voru gyðingar.
Þau gyðingar? segir Lene undrandi. En
þau voru svo göinul. Það breytti engu
um að þau voru gyðingar, svarar
systirin. En ég verð að fá rauða þráðinn,
segir þá Lene! Það var allt og sumt sem
skipti máli, að fá rauðan þráð í útsaum.
Örlög gyðinganna voru algjört auka-
atriði.
Þetta, og svo örfá atriði snemma í
myndinni þegar verið er að taka gyðinga
sem búa rétt hjá Lene, eru hins vegar
einu atriðin sem fjalla um gyðingaof-
sóknirnar, og hlýtur það að vekja ýmsar
spurningar. Kannski það sé skoðun
höfundar að „venjulegt" fólk í Þýska-
landi hafi ekkert vitað um hvað varð af
gyðingum. Aldrei kemur fram að Hans,
sem m.a. var á austurvígstöðvunum,
segði orð um þær ógnir sem hann sá og
Litla Ida. Leikstjóri: Laila Mikkelsen.
Aðalhlutverk: Sunniva Lindekleiv, Lisa
Fjeldstad. Norsk/sænsk, 1981. Sýnd í
Regnboganum á kvikmyndahátíð.
■ Það er athyglisvert, hversu margar
myndanna á Kvikmyndahátíðinni að
þessu sinni tengjast með einhverjum
hætti atburðum síðari heimsstyrjaldar-
innar. Norsk/sænska myndin um Idu
litlu er ein þeirra, og eins og Þýskaland
náföla móðir segir hún söguna frá öðrum
sjónarhóli en venja er til, og sýnir
hvemig syndir hinna eldri koma niður á
saklausum börnunum.
Aðalpersóna myndarinnar er lítil
stúlka, Ida, sem er send til móður sinnar
í þorp nokkurt í Norður-Noregi á
stríðsárunum. Landið er hernumið af
Þjóðverjum, og rétt utan við þorpið er
herbækistöð og fangabúðir. Margar
fjölskyldur hafa misst ástvini í hendur
hernámsliðinu; föður, bróður, son,
dóttur, eða þá móður. Haturshugur er því
almennur í garð þýsku hermannanna,
eins og skiljanlegt er, og í garð þeirra
sem hafa samneyti við þá.
Og í því liggur ógæfa Idu litlu, því hún
kemst fljótlega að því í þorpinu, að
móðir hennar er útskúfuð fyrir að vinna
fyrir Þjóðverja og halda við einn þeirra.
Óg hún verður sjálf fyrir þessari út-
skúfun, þótt hún sé aðeins saklaust barn.
Jafnvel í sunnudagaskólanum, þar sem
svartklæddir guðsmenn tala fjálglega um
kærleika og fyrirgefningu, færa allir sig
frá henni. Hún er einangruð og þrátt
tók kannski þátt í. En kannski var þetta
bara eins og hjá stúlkunni í ævintýrinu,
sem Lene segir dóttur sinni í lok
stríðsins og sem á að vera eins konar
dæmisaga um þýsku þjóðina og stríðið,
að hinir ógnvænlegu atburðir hafi bara
veriö draumur. Og margt er til í því, að
ýmsir af stríðskynslóðinni þar í landi
vildu ekki ræða þau mál við börn sín og
barnabörn eins og það hefði aðeins verið
illur drauntur, martröð, en ekki ægilcgur
veruleiki.
Frábær atriði
Lömun móðurinnar eftir stríðið er
byggð á persónulegri reynslu móður
höfundarins, en er í leiðinni dæmigcrð
fyrir örlög þýsku þjóðarinnar, sem var
fyrst eftir stríðið vansköpuð þjóð í
augum umheimsins, en hin nýja kynslóð
hefur tileinkað sér önnur viðhorf,,
annan lífsstíl, og því bjargað henni, í
það minnsta að mestu leyti frá útskúfun
vegna glæpa Hitlerstímans.
Þýskaland náföla möðir er mjög vel
gerð mynd og vel leikin. Sum einstök
atriði cru hreinlega frábær, svo sem eins
■ Ida litla situr ein í sunnudagaskólanum.
fyrir ítrekaðar tilraunir hennar til að
eignast einhvern vin tekst það ekki.
Líf hennar er martröð, sem tekur þó
enda um stund þegar henni er komið
fyrir á bóndabæ þar í grenndinni hjá
skilningsríku fólki. En þegar stríðinu
lýkur og friði er fagnað er hún send til
baka til móðurinnar, sem er tekin af
þorpsbúum og vanvirt fyrir samlag sitt
við Þjóðverja. Og þegar Ida litla hefur
puntað sig og skreytt sig norskum fánum
til að taka þátt í fagnaði friðarins hittir
hún fyrir þröngsýnina og hatrið í mynd
konunnar í sunnudagaskólanum, sem
ber guðsóttan utan á sér eins og svarta
kápu en felur mannvonskuna í hjartanu.
dóttur sína mitt í loftárás, eða þá annað
atriði síðar í stríðinu, þegar Lcne hlustar
á þýska útvarpið tengja saman unt
talstöðvar heri Þýskalands víða um
heim, þar sem hermenn sameinast í að
syngja jólasálm, en í honum miðjum
kemur loftárás og Lene og aðrir Þjóð-
verjar í kringum hana þurfa að flýta sér
í loftvarnarbyrgin og allt, m.a. hús Lcnc
er í rúst á cftir. Fallandi gengi þýska
hersins var ckki hægt að sýna með
áhrifameiri hætti en þessu atriði. Ýmis
fleiri frábær atriði af þessu tagi eru í
myndinni, sem hefur djúp áhrif á
áhorfandann þótt hún vcki jafnframt
upp ýmsar spurningar um Þýskaland
nasismans sem ekki er svarað. En þá
komurn við aftur að því, að þetta er fyrst
og frcmst persónusaga þeirra, sem
heima sátu í hildarleiknum mikla og
þjáðust. - ESJ
CWÍffííTIRSflj
Elías Snæland Jónsson skrifar um kvikmyndir ‘3
Hún slær Idu litlu fyrir þá ósvífni að vilja
fagna sigrinum og rífur af henni norsku
fánana, og Ida kemst þannig að raun
um, að friðurinn er ekki fyrir hana.
í þessari mynd er frásögnin öll látlaus
og blátt áfram, og fremur verið að sýna
atburðina, staðreyndirnar, en að fella
einhverja dóma. Hún dregur ekki úr
ógnum hernámsins, en sýnir jafnframt,
að stundum var hatrinu, sem það
skapaði, beint að þeim sem saklausir
voru.
Sunniva Lindekleiv heitir telpan sem
leikur Idu litlu og er hreinlega ótrúlegt
hversu vel hefur tekist að nýta leikhæfi-
leika hennar. -ESJ
Aðvörun
Fellini
Hljónisveitaræfíiigiii,
Leikstjóri: Federico Fell-
ini. Aðalhlutverk: Baldu-
in Baas, Clara-Colosinio,
Eiizabeth Labi. ítölsk/
frönsk/vesturþýsk, 1978.
Sýnd í Regnboganum á
Kvikniyndahátíöinni.
- (
■ Þessi ntynd ítalska meistarans Fell-
ini er stutt og upphallega gerð fyrir
sjónvarp. Hún er því um ýmislégt ólík
öðrum myndum hans, byggist mikið á
samræðum og gerist öll á sama staðn-
um - í kirkju. þar sem sínfóníuhljóm-
sveit er að æfa verk eítir Nino Rota.
I
Ljóst er að Hljómsvfcil^ræfingin cr
dæmisaga hjá Fellini unt ítalskt jijóð-
félag nútímans. í hljómsvcitinm ríkir
mikið Irjálsræði einstaklinganna and-
stætt því. scm áður var, þegar allir
hlýddu stjórnandanum Itvað scnt hon-
tun datt í hug að gera (skírskotun til
Mussolinis); Það eru mjög ólík sjón-
armið j-hljómsveitinni; hver hópur
heldur fram mikilvægi og ágæti sinna
hijóðfæra. Brátt^æsist lcikurinn og
hljóöíæráleikararnir fara að bcina
spjótum sínum að stjórnandanum og
cndar það með allshcrjar uppreisn og
stjórnleysi, scnt ckki tckur enda íyrr
en gall kirkjunnar brotnar. Þá leita
ntcnn til stjórnandans á ný.'en nú er
hann orðinn annar, talar til hljóöfæra-
leikaranna með fastskum tilburðum og
á þýsku (!), en þcir Itlýöa í auðntýkt.
Sent sagt; ef stjórnleysið heldur áfram
. á Ítalíu þá tekur einræðið við. Það er
boðskapurinn.
Allar myndir eftir Fcilini eru að
sjátfsögðu forvitnilcgar, og það eru
ntítrgir laglegir þætti í Hljómsveitar-
æfingunni. Eins og oftast áður hcfur
Fellini tekist að finna ýmsar sérkenni-
legar pcrsónur, sem hann nýtir vel.
Þetta getur hitts vcgar engan vcginn
talist stórbrotiö verk.ogboöskapurinn
cr auðvitað ekki sérlega fruntlegur.
Eiginlega minnir HljómsveitaraTingin
einna helst á vel gerða'smásögu innan
um stóru skáldsögurnar á Kvik-
myndahátíðinni.
-ESJ.
i >
■ Á hljómsvcitafæfingu Fellinis.
Regrtboginn:
Hljómsveitar-
æfingin
Regnboginn: Ida litla
og lýsingin á því, þegar Lcne fæðir
Þýskaland náföla móðir & &
Ida litla í hatursheimi