Tíminn - 04.03.1983, Side 1
Dagskrá rfkisf jölmiðlanna — sjá bls. 13
FJÖLBREYTTARA
OG BETRA 8LAB!
Föstudagur 4. mars 1983
52. tölublað - 67. árgangur
Samkomulag fulltrúa þriggja þingflokka í atvinnumálanefnd:
NY SEX MANNA SAMNINGA-
NEFND TAKI VIÐ ALMALINU
— viðræðurnar við Alusuisse verði þannig teknar úr höndum iðnaðarráðherra
■ Samkvæmt tillögu þeirri,
sem samþykkt var í atvinnumála-
nefnd sameinaðs þings í gær, þá
verða álviðræður og framhald
samskipta íslands og Alusuisse
tekin úr höndum Hjörleifs Gutt-
ormssonar, iðnaðarráðherra, en
þessi tillaga gerir ráð fyrir, að
sett verði á laggirnar 6 manna
nefnd, með einum fulltrúa frá
hverjum stjórnaraðila og stjórn-
arandstöðuaðila og einum frá
Landsvirkjun, og nefndin kjósi
sér síðan sjálf formann. Það
voru 6 fulltrúar í atvinnumála-
nefnd, þ.e. fulltrúar Framsókn-
arflokks, Alþýðuflokks og Sjálf-
stæðisflokks, sem samþykktu
þessa tillögu gegn atkvæði full-
trúa Alþýðubandalagsins, Garð-
ars Sigurðssonar. Reiknað er með
að þingsályktunartiUagan verði
lögð fram á morgun, og að hún
verði samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum nema al-
kvæðum Alþýðubandalagsins.
Hjörleifur Guttormsson, iðn-
aðarráðherra var í gær spurður
af blaðamanni Tímans, hvort
hann liti ekki á samþykkt þessar-
ar tillögu sem vantrauststillögu
á hann og svaraði hann: „Ég met
það mál og tjái mig um það fyrst
þegar slíkt liggur fyrir. Það hafa
heyrst raddir áður á meðal
þingmanna um að það ætti að
flytja vantraust á mig og ég er
reiðubúinn að standa frammi
fyrir slíkri tillögu hvenær sem
er.“
Þessi tillaga var samþykkt í
atvinnumálanefnd eftir að þing-
flokkar höfðu fundað og fjallað
um tillöguhugmynd þriggja ráð-
herra frá því á ríkisstjórnarfundi
í gærmorgun. Það voru þeir dr.
Gunnar Thoroddsen, Svavar
Gestsson og Steingrímur Her-
mannsson sem þar viðruðu hug-
myndir þess efnis að álviðræðu-
nefndin yrði skipuð fimm
mönnum, þ.e. frá stjórnaraðil-
um og stjórnarandstöðu, einn
frá hvorum, og iðnaðarráðherra
fengi að tilnefna formann ncfnd-
arinnar. Þessari hugmynd
höfnuðu þingflokkar Framsókn-
arflokks.Sjálfstæðisflokks og AI-
þýðuflökks svo á þingflokks-
fundum í gær, og ákváðu að
standa eftir sem áður að þeirri
tillögu sem þegar beið afgreiðslu
nefndarinnar. Svavar Gestsson,
formaður Alþýðubandalagsins,
sagði í samtali við Tímann að
ráðherrar Alþýðubandalagsins
myndu leggja áherslu á að farið
yrði eftir ráðherratillögunni og
ekki Ijá öðru máls.
- AB Sjá nánar bls. 2 og 3,
■ Þær hafa sannað gildi sitt við erfiðar aðstæður, frönsku þyrlurnar, sem landsmenn hafa fengið að kynnast undanfarið. Eins og sjá má á
baksíðu blaðsins í dag fóru þyrlurnar í útsýnisflug yfír nágrenni höfuðborgarinnar í gær og þessi mynd er tekin af annarri þeirra nokkru
eftir að þær hófu sig til flugs af Reykjavíkurflugvelli. (Tímamynd Árni)
Samninganefndin frá 1975 svar-
ar ásökunum idnadarrádherra:
NETTÓHAGNAÐUR
ÍSLENDINGA UM
6,5 MILLI. DALA
■ „Eins og tölur liggja nú
fyrir hefur tekjuaukning af
raforkusölu vegna þessara
samninga oröiö 24.9 millj-
ónir dollara fram til ársloka
1982, en lækkun skatttekna
^ 18.4 milljónir dollara, svo
nettóhagnaður Islendinga |
í beinum greiðslum hefur
numiö 6.5 milljónum doll-
ara,“ segir m.a. í greinar-
gerð þeirra Ingólfs Jónsson-
ar, Jóhannesar Nordal og
Steingríms Hermannssonar
vega álsamninganna frá
1975. |
Iðnaðarráðherra hefur
mjög vegið að þeim samning-
um að undanförnu, og hafa
því ofangreindir menn tekið
saman greinargerð um
málið, en þeir sömdu við
Alusuisse 1975 um hækkun
á raforkuverði, breytt
skattaákvæði og stækkun ál-
versins í Straumsvík. Síðar
í greinargerðinni segir:
„Pannig hafa samanlagðar
skatttekjur og tekjur af raf-
orkusölu orðið meira en 9
milljón dollurum hærri á
árunum 1981 og 1982 en
þær hefðu orðið samkvæmt
upphaflegu samningunum.
Allt útlit er fyrir, að niður-
staðan verði svipuð á þessu
ári.“
- AB
Greinargerðin verður birt I,
i heild í blaðinu á morgun.
Hæstiréttur hækkaði skaðabæturnar um fimmtung:
„BEST AD MÁLIÐ ER IÍR SÖGUNNI”
segir Einar Bollason, eftir að dómur Hæstaréttar lá fyrir f gær
■ „Frekar vildi ég sleppa
skaðabótunum og hafa losn-
að við að ganga í gegnum
þessa lífsreynslu, en hins
vegar gleðst ég yfir því að
skaðabæturnar hækka að-
eins frá undirrétti. Það er
nokkurs konar staðfesting
Hæstaréttar á því óréttlæti
sem átti sér stað. Best af
öllu er þó að nú eru þessi
mál úr sögunni,“ sagði Ein-
ar Bollason, kennari, eftir
að Hæstiréttur hafði dæmt
honum og þeim Valdimar
Olsen, Magnúsi Leopolds-
syni og Sigurbirni Eríkssyni'
skaðabætur fyrir að hafa
verið gert að sitja saklausir
í gæsluvarðhaldi um margra
mánaða skeið vegna rann-
sóknar á svokölluðum Geir-
finnsmálum árið 1976.
Einar fær samkvæmt dómi
Hæstaréttar sem kveðinn
var upp í gær 236.500 krón-
ur með dómvöxtum frá 10.
maí 1976. Magnús Leo-
poldsson og Valdimar Olsen
frá 220.000 krónur hvor
með vöxtum frá sama tíma
og Sigurbjörn Eiríksson fær
190.000 krónur, einnig með
vöxtum frá 10. maí 1976.
Að sögn Einars Bollason-
ar hækkaði Hæstiréttur
skaðabæturnar sem honum
voru dæmdar í undirrétti
um fimmtung. Bjóst hann
við að fá nálægt 700.000
krónum þegar upp yrði
staðið. Má þá reikna með
að þeir Valdimar og Magnús
fái milli 670 og 680 þús.
krónur hvor, en Sigurbjörn
Eiríksson eitthvað minna.
Tveir Hæstaréttardómar-
ar, Þór Vilhjálmsson og
Gaukur Jörundsson,
skiluðu sératkvæði í málun-
um. Töldu þeir að fjór-
menningunum bæri hærri
upphæð, frá 230 til 270 þús-
und krónur, en vexti ætti
ekki að greiða nema frá og
með dómsuppkvaðning-
unni, eða gærdeginum.
Bæturnar verða greiddar
úr ríkissjóði.
- Sjó