Tíminn - 04.03.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.03.1983, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 4. MARS 1983 5, Steingrímur Hermannsson: ER EKKI STIMPILL í HENDI ALBERTS Hart deilt um flugmálastjóra á Alþingi ■ - Ég er enginn og verð ekki gúmmí- stimpill í hendi Alberts Guðmundssonar eða nokkurs annars, sagði Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra á Al- þingi í gær, en þar var hart deilt á hann fyrir að veita Pétri Einarssyni stöðu flugmálastjóra. Albert á sæti í flugráði, og taldi hann eins og flestir ræðumenn að umsögn ráðsins um hverjum ætti að veita embættið hefði átt að ráða gjörðum ráðherra. En Steingrímur sagði það ótvírætt á valdi ráðherra að veita em- bættið og væri hann ekki bundinn af umsögn flugráðs, þótt því bæri að mæla með umsækjendum í stöðuna. Það er kunnara en frá þurfi að segja að nýverið skipaði samgönguráðherra Pétur Einarsson varaflugmálastjóra í stöðu flugmálastjóra en flugráð hafði eindregið mælt með Leifi Magnússyni í stöðuna. Friðrik Sóphusson hóf máls á stöðuveitingunni utan dagskrár í samein- uðu þingi í gær og stóðu umræður yfir í rúml. tvær klukkustundir. Þeir sem til máls tóku auk frummælanda voru Albert Guðmundsson, Skúli Alexandersson, Garðar Sigurðsson, Arni Gunnarsson, og Magnús H. Magnússon. Þeir gagn- rýndu allir mjög stöðuveitinguna og töldu að fara hefði átt eftir umsögn flugráðs og skipa Leif Magnússon. Mikið var lesið upp úr blöðum um það sem skrifað hefur verið um málið undanfarna daga og óþarft að endurtaka það. Steingrímur Hermannsson sagði að engar brygður væru bornar á vald hans til skipa flugmálastjóra. Alls bárust 11 umsóknir um stöðuna og voru þær sendar flugráðsmönnum til athugunar. Ég fór yfir þessar umsóknir, sagði sam- gönguráðherra, og það vakti athygli mína í þessum umsóknum eru margar frá einstaklingum sem tvímælalaust eru vel hæfir til þess að gegna embætti flugmálastjóra. Flugráð mælti með Leifi en engar umsagnir bárust um aðra umsækjendur, og gerði samgönguráð- herra athugasemd við að ekki hafi verið fjallað sameiginlega um umsóknirnar á fundi flugráðs, og vel hefði getað komið til greina hjá flugráði að benda á fleiri en einn sem hæfan umsækjanda. - Ég tel óeðlilegt, sagði Steingrímur, og dreg það ekki til baka að flugráð í heild sinni fari ekki yfir umsóknirnar og fjalli ekki um þær í stað þéss að mæla með einum umsækjanda umræðulaust. Steingrímur sagðist hafa farið vel yfir umsóknirnar og ýmsir aðilar sem við flugmál starfa hafi sent sér umsagnir um bæði Pétur Einarsson og Leif Magnússon og mæltu aðilar ýmist með Pétri eða Leifi. Hann kvaðst hafa kannað í ráðu- neytum og víðar hvernig mönnum hafi líkað störf Péturs Einarssonar þau ár sem hann hefur starfað hjá flugmála- stjórn og sem varaflugmálastjóri og hafi hann eindregið hlotið þau ummæli að störf hans hefðu verið óaðfinnanleg og hin besta regla á störfum hans öllum. - Min niðurstaða varð því sú, sagði Steingrímur, að það væri ekki rétt að ganga fram hjá Pétri Einarssyni. Það hafa ekki komið fram þau rök í málinu sem réttlættu það að ganga fram hjá manni sem skipað hafði stöðu varaflug- málastjóra í tvö og hálft ár. Ég vil vekja athygli á því að Leifur Magnússon sem einnig hafði gegnt þessari stöðu, vissu- lega meðágætum, yfirgaf flugmálastjórn og tók sér annað starf. Það er að mínu viti ekkert sjálfgefið að hann geti krafist þess að koma til baka og taka við stöðu flugmálastjóra. Ég vil taka fram að ég hef alls ekkert á móti Leifi, en tel hinsvegar að með tilvísun til þess ágæta vitnisburðar sem Pétur Einarsson hefur fengið hjá öllum, hefði verið í hæsta máta ódrengilegt að ganga fram hjá honum. Steingrímur sagðist taka undir nýleg ummæli Alberts Guðmundssonar, þar sem hann segir, að hann vilji taka fram að Pétur Einarsson hefur gegnt stöðu varaflugmálastjóra með ágætum og flug- málastjóra í ágætu samstarfi við flugráð. Steingrímur tók fram að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem ráðherra er gagnrýndur fyrir skipan í embætti. M.a. gerðist það 1953 að þáverandi dóms- og kirkjumálaráðhera Bjarni Benediktsson var gagnrýndur mjög harðlega fyrir skipun í kennara- og prófessoraembætti. Þá var borin fram á hann vantrauststil- laga. Síðan las ráðherrann upp kafla úr svari Bjarna: „Um enga af þessum stöðum er því haldið fram, að ég hafi ekki haft vald til að ráðstafa henni eins og ég gerði. Hinu hefur verið hreyft að ég hafi ekki fylgt tillögum þeirra aðila sem tillögurétt áttu um veitinguna. Það er rétt, en ef það væri skylda að fylgja ætíð tillögum þeirra sem tillögurétt eiga væri veitingavaldið vitanlega ekki hjá ráðherranum, heldur hinum sem tillögu- réttinn fá. Það að ráðherra hefur sam- kvæmt skýlausum ákvæðum laga á- kvörðunarvaldið fær honum bæði rétt og skyldu til að kanna hvert mál sjálfur og veita stöðuna eftir því sem hans eigin sannfæring segir til um en ekki einhverra annarra. Ef hann bregst þessari skyldu sinni hefur hann sýnt að hann er ekki hæfur til að gegna því mikilvæga embætti sem honum hefur verið veitt. Vald hans er þá ekkert annað en stimpill sem aðrir geta sett á sínar gerðir til staðfestingar. Eg hef aldrei verið slíkt verkfæri í annarra höndum og verð það aldrei." Ég vil leyfa mér að gera þessi orð Bjarna að mínum, sagði Steingrímur. En margir ræðumanna höfðu sakað hann um valdníðslu og kváðu svo sterkt að orði að aldrei hefði önnur eins embættisveiting átt sér stað á íslandi. Einnig minnti Steingrímur á er Björn Þórðarson skipaði Sigurbjörn Einarsson dósent á móti vilja guðfræðideildar há- skólans. Steingrímur var spurður hvort hann hafi skipað Pétur vegna þess að hann er framsóknarmaður. - Nei, svaraði ráð- herra, en ég læt hann ekki gjalda þess heldur, né heldur hins að hann hefur gegnt störfum sínum hjá flugmálastjórn óaðfinnanlega að allra dómi. SEDRUSHysGosi bðkunv amskrok eba stotu. Fast 1 stóll meb háumJot- ýmsum staerbum. Sötasettmebbáumebal^ veika. ..„ im vel meb farin notub sðfasett thugib- 9'6 to sann_ r ii SEDRUSHUSGOGN, Suðavogi 32, s. 84047. STOR- GLÆSI/ LEG ASKRIFENDA GETRAUN! Drögum 24. mars 198| □AIHATSU CHA 1983 Nú er stóra tækifæri að vera með Aðeins skuldlausir áskrifendur geta tekið þátt í getrauninni. Getraunaseðlarnir birtast í laugardagsblöðunum ■ Síðumúla 15, Fteykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.