Tíminn - 04.03.1983, Qupperneq 8

Tíminn - 04.03.1983, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 4. MARS 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrimsson og Atli Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavík.Sími: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsímar: 88387 og 86392. Verð í lausasölu 15.00, en 18.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 180.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Alþingi og álmálið ■ Frumvarp Hjörleifs Guttormssonar og félaga hans um einhliða hækkun orkuverðsins til álbræðslunnar í Straums vík setur að einu leyti algert met í þingsögunni. Það er meira að þykkt og þyngd en nokkurt annað frumvarp, sem lagt hefur verið fram á Alþingi til þessa dags. Eins og oft áður hefur verið sagt hér í blaðinu, getur það orðið óhjákvæmilegt, að íslensk stjórnarvöld freisti þess að hækka orkuverðið einhliða, ef engar viðunandi lagfæringar fást í viðræðum við forráðamenn álbræðslunn- ar. Slíkri aðgerð getur þó fylgt mikil og margvísleg áhætta, sem vel verður að vega og mcta áður en ráðist er í hana. Þá áhættu getur eigi að síður þurft að taka. Ef blaðað er gegnum öll þau mörgu og mikiu fylgiskjöl, sem fylgja frumvarpi Hjörleifs Guttormssonar og félaga hans kemur eitt mest áberandi í ljós. Það er ekki á minnsta hátt hægt að sannfærast um, að búið sé að reyna samningaleiðina til hlítar. Þetta er þó undirstaða þess, að forsvaranlegt sé að ráðast í svo áhættusama aðgerð og einhliða hækkun orkuverðsins til álbræðslunnar er. Það er sorgarsaga Hjörleifs Guttormssonar, að í öll þau fjögur árv sem hann hefur verið iðnaðarmálaráðherra, hafa næstum öll samskipti hans við álbræðsluna lent í þjarki um skattgreiðslu félagsins. Það er út af fyrir sig góðra gjalda vert, að Hjörleifi Guttormssyni hefur tekizt að leiða í dagsljósið sitt af hverju, sem álfélagið virðist hafa óhreint í pokanum í sambandi við skattamálin. Þetta mátti hins vegar ekki verða til þess, að tíminn eyddist nær eingöngu í þjark um þetta, því að þetta deilumál átti strax að ganga til viðkomandi dómstóla og útkljást þar. Reyndin hefur orðiðsú, að vegna þessa þjarks um skattamálin, hefur orkuverðið sama og gleymzt og engri hækkun verið komið fram á því. Þetta er hin stóra sök Hjörleifs Guttormssonar í álmálinu. Vegna þessara óheppilegu og forkastanlegu vinnu- bragða, hafa fjögur ár liðið, án þess að nokkur hækkun hafi fengizt á orkuverðinu. Enginn aðili hefur grætt meira á þessum vinnubrögðum en álbræðslan. Það skiptir orðið tugum milljóna króna, sem hún hefur hagnazt á þessu. Hjörleifur Guttormsson og félagar hans gera sér eðlilega grein fyrir því, að hlutur hans má ekki lakari vcra. Það er þrautalendingin hjá þeim, þegar tveir mánuðir eru eftir til þingkosninga og þingstörfum er að ljúka, að flytja frumvarp um einhliða hækkun orkuverðsins. Að því leyti er hér farin rétt leið, að málum er skotið til Alþingis. Það er nú Alþingis að taka ákvörðun um áframhaldið, þótt lítill frestur sé til þingloka. Eins og áður hefur verið bent á hér í blaðinu, væru það eðlileg viðbrögð Alþingis, að taka málið í sínar hendur og láta reyna á sem styztum tíma á samningaleiðina til þrautar. Takist hún ekki, er fyrst kominn grundvöllur fyrir einhliða aðgerðir, sem geta reynzt óhjákvæmilegar að lokum. Um þetta mál þarf að skapa þjóðareiningu eins og í landhelgismálinu, því að álhringurinn er ekkert lamb að leika við. Iðnaðarmálaráöherra hefur gefizt upp við samningaleiðina og skotið málinu til Alþingis. Nú er það þess að reyna að skapa sem mesta samstöðu um málið. Það myndi ekki bæta hlut Hjörleifs, ef Alþýðubandalagið hafnaði slíkri samstöðu. , Þ.Þ. skrifad og skrafad Fargjöldin til rannsóknarlögreglu ■ Verðlagsstofnun, rann- sóknarlögregla ríkisins og væntanlega brátt saksóknari ríkisins að ógleymdum borg- arfógeta fjalla nú um hvað kostar í strætó. Borgarstjóri vill fá að ráða gjaldinu, stjórn SVR, borgarráð, borgar- stjórn og væntanlega forstjóri strætisvagnanna leggja sitt til málanna. í borgarstjórn er ekki einhugur en meirihlut- inn lætur Davíð ráða. Á skömmum tíma hafa far- gjöldin hækkað og lækkað á víxl, en þessa vikuna er verð- lagið fremur stöðugt. Pað kostar tíkall í strætó, og hvort sem það er of mikið eða of lítið er það einkar hagkvæm upphæð fyrir farþega og blessaða bílstjórana. Borgar- stjóri harðneitar sínum bestu viðskiptavinum um afsláttar- kort og athugar rannsóknar- lögreglan það mál nú niður í kjölinn. Það fargjaldastríð sem borgarstjóri hefur efnt til með einsýni og ráðríki er nú komið á það stig að veltast á milli hinna lögvísustu em- bætta og sér ekki fyrir endann á hvernig því reiðir af. Fáist lausn er ekkert vísara en að borgarstjórinn skeleggi finni upp ný ráð til að flækja málin á nýjan leik og koma sér upp heilögu fargjalda- stríði. En þeir sem málið snýst raunverulega um eru ekki spurðir, það eru farþegar strætisvagnanna. Þeir borga það sem upp er sett og eiga ekki annarra kosta völ. I öllum þeim rannsóknum sem fram fara hjá opinberum embættum ætti einhver lög- fróður að athuga hvort sú tilhögun Strætisvagna Reykjavíkur að neita að gefa til baka þegar farþegar hafa ekki tiltæka nákvæma upp- hæð til að setja í baukinn, heyrir ekki undir ólögmæta viðskiptahætti. Þann tíma sem fargjaldið kostar sléttar 10 krónur, eins og nú er, , skiptir þetta ekki miklu máli. En þegar fargjaldið kostaði 6 krónur eða 8 krónur, jafnvel 12 krónur á tímabili, sáu margir á eftir hærri upphæð í baukinn en fengu ekki til baka. Þetta fyrirkomulag hefur viðgengist í fjölda ára eða áratugi en er jafn ósvífið og ósanngjarnt fyrir því. Spumingin er hvort viðskipta- hættir sem þessir styðjast við einhverja lagaheimild eða ekki. Vonandi tekst borgar- stjóra með aðstoð rannsókn- arlögreglunnar að komast niður á sanngjarnt og löglegt fargjald og að vanhugsuðum skyndiákvörðunum linni, svo að við sem strætisvagnana notum og bílstjórarnir sem aka okkur þurfum ekki að vera háðir duttlungum borg- arstjóra og lagaskýringum verðlagsstjóra frá degi til dags. Gunnar í framboð? Menn velta nú mjög fyrir sér hvort Gunnar Thor- oddsen forsætisráðherra muni gefa kost á sér til fram- boðs í næstu kosningum. Hann mun þá að sjálfsögðu fara fram á eigin lista í Reykjavík, sínu gamla kjör- dæmi. Hann sagði á fundi með ungum framsóknar- mönnum í gær, að Gunnar Thoroddsen væri margbúinn að spyrja forsætisráðherra þeirrar spurningar hvort hann myndi gefa kost á sér eða ekki og væri svarið óráð- ið enn. En formaður stjórnar- skrárnefndar á enn eftir að leggja fram stjórnarskrár- frumvarp sitt og hlýtur að gera það á næstu dögum þar sem skammt er til þing- lausna. Það yerður að segjast eins og er að það er ólíkt Gunnari Thoroddsen að leggja fram svo viðamikið mál og hverfa síðan frá því. Gunnar hefur lagt metnað sinn í að Ijúka endurskoðun stjórnarskrárinnar og er í hæsta máta ólíklegt að hann láti við svo búið standa. Enda er tæpast neinn véfréttabrag- ur á svörum forsætisráðherra á fyrrgreindum fundi, sem sagt var frá í Tímanum í gær: Staðan nietin „Mér er það ákaflega sárt að gera einhverja að munað- arleysingjum, það verð ég að játa. Varðandi framboð, þá hef ég ekki tekið ákvörðun , um það mál, og bíð eftir að sjá hvernig ýmis mál þróast á næstu dögum" sagði dr. Gunnar Thoroddsen, for- sætisráðherra á fjölmennum hádegisverðarfundi með ung- um framsóknarmönnum í gær, þegar einn fundar- manna, spurði hann hvort það yrði ekki hálfnapurlegt fyrir stuðningsmenn hans hér í Reykjavík að verða skildir eftir eins og pólitískir munað- arleysingjar, ef forsætisráð- herra færi ekki fram í sér- framboð í komandi kosning- um. í framhaldi þessarar spurn- ingar var forsætisráðherra spurður að því, hvort ekki hefðu aukist líkurnar á sér- framboði hans, eftir að niður- stöður í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins á Reykjanesi lægju fyrir. Forsætisráðherra svar- aði á þessa leið: „Því er ekki að neita að þessi prófkjör sem hafa farið fram á vegum Sjálfstæðisflokksins, þau vekja migtil umhugsunar. Ef maður lítur t.d. yfir prófkjör- ið í fjórum kjördæmum, - í fyrsta lagi þar sem mínir samstarfsmenn, Pálmi Jóns- son og Friðjón Þórðarson komu báðir út með glæsilega sigra og hins vegar á Reykja- vík og Reykjanes þar sem aðalleiðtogar stjórnarand- stöðunnar, formaður og þing- flokksformaður, fengu þá út- komu sem kunn er, þá hefur það auðvitað allt sín áhrif, þegar metin er staðan í stjórnmálunum." Trúarbrögð og stjórnmál í íran og Mið-Ameríku ■ ÞAÐ eru nú rétt liölega fjögur ár frá þv: aö Kómení komst til valda í Iran. Ferill keisarans, sem þá hafði flúið í útlegð, var blóöugur, en Kóniení og handbendi hans hafa stráð svo um sig líkunuin um allt landiö, að ógnarstjórn kcisarans bliknar í sainanburöi. Kómení og islamska „lýöveldiö" hans er dæmigcrt fyrir þaö, sem gerist þegar ofstæki í trúmálum og stjórnmáium blandast saman. Þaö hefur oft gerst í tímans rás og engin ástæöa til aö ætla annaö, en svo veröi einnig í framtíöinni. í slíku þjóöfélagi verða jafnt trúarlegir sem stjórnmálalegir andstæöingar hins nýja rétttrúnaðar fyrstu fórnarlömbin. I íran hefur þetta m.a. bitnað á sértrúarsöfnuöum eins og bahaiuin, en margir úr þeirra rööuni hafa verið teknir af lífl, oft eftir hryllilegar pyntingar. Vcruleg óvissa ríkir uni framtíöarþróun mála í Iran. Kómeni er sjálfur oröinn gamall og sennilega elliær. Hann hefur staðið í styrjöld við Iraka, sem hefur kostaö þjóðarbúið mikið á sama tíma og olíuverð lækkar og offramleiösla á olíu gerir vart við sig. Efnahagslíflð í landinu er því í lamasessi ekki síður en annaö. Hins vcgar kann vel aö vera að einræði hinnar nýju stjórnar lifl áfram þótt Kómení deyi; þaö er síöur en svo reynslan að einræðisstjórnir líöi undir lok þótt einn einræðis- herra komist undir græna torfu. Þaö eru margir sem vilja komast í hans stað, en spurningin er auövitað hvort þeir hafl jafn góö tök á fáfróðum almúganum í landinu og Kómení erkiklerkur. ANNAR trúarleiötogi, sem kannski er ekki viö hæfl aö nefna í sömu grein og fjallað er um Kómení, verður nokkuð í fréttunuin á næstunni. Það er páflnn i Róm, sem ætlar aö heiöra ýmsa slátrara í Mið-Ameríku með nærveru sinni á næstunni. Ferð hans hófst á flmmtudaginn ng stendur í átta daga. Hann mun m.a. hcimsækja Haiti, sem undanfarna áratugi hefur þótt hvaö óhugnanlegasta dæmiö um villimanns- lega einræðisstjórn, en breski rithöfundurinn Graliam Greene gaf lesendum sínum ódauölega mynd af því þjóöfélagi í skáldsögu sinni Trúöarnir. Páflnn mun jafnframt koma til E1 Salvador, þar sem harövítug borgarastyrjöld er háð, og til Nicaragua, þar sem umdeild Sandinistastjórn er viö völd. Talsmenn páfa hafa lagt á það áherslu, að för páfa sé farin til þess að hvetja til friðar og sátta. Hins vegar er auövitaö augljóst mál, aö stjórnvöld á hverjum stað munu reyna aö nota heimsóknina í þágu eigin hagsmuna, og því miður eru það víðast hvar hagsmunir einræðis og kúgunar. Auk þess fer ekki á inilli mála, að heimsókn páfa mun kosta fólk í þessum fátæku löndum mikla fjármuni, sem betur væri varið til að fæða og klæða örsnauðan lundslýðinn. -Starkaöur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.