Tíminn - 04.03.1983, Síða 9
FOSTUDAGUR 4. MARS 1983
þingfréttir
9
menningarmál
Þórarinn Sigurjónsson
Sykurverk
smidjan
hagstæd
Alíar líkur benda til þess
■ Þórarinn Sigurjónsson beindi eftir-
farandi fyrirspurn til iðnaðarráðherra
um sykurverksmiðju: „Hvað veldur því
að frumvarp um sykurverksmiðju í
Hveragerði, sem lagt var fram í lok
síðasta þings en hlaut ekki afgreiðslu þá,
hefur ekki verið lagt frani á þessu þingi?
Og í öðru lagi. Hefur verið unnið áfram
að athugunum á hagkvæmni sykurverk-
smiðju í Hveragerði og hvað hefur
komið í Ijós í þeim athugunum?"
Fyrirspyrjandi sagði að þarna væri um
að ræða verulegt atvinnuspursmál, sem
við vildum gjarnan vita hvernig hefði
þróast hjá ráðuneytinu eða hvað hefur
verið unnið að því að koma þessari
hugmynd til framkvæmda og hvers vegna
hefur frumvarp ekki komið á borð
þingmanna, sem þó var búið að ræða í
fyrstu umræðu á síðasta þingi?
Hjörleifur Guttormsson minnti á að
frumvarpið sem fram kom í fyrra hafi
falið í sér heimild til handa ríkissjóði að
ríkissjóður tæki þátt í hlutafélagi, er
reisti og ræki sykurverksmiðju í Hvera-
gerði og leggja fram í því skyni 40% af
hlutafé, enda verði hlutafé félagsins
30% af stofnkostnaði verksmiðjunnar.
Síðan sagði iðnaðarráðherra:
Stofnkostnaður sykurverksmiðju mið-
að við núverandi gengi er um 400 millj.
kr. Hér er því um stóra framkvæmd að
ræða og vissulega nauðsynlegt að vanda
vel ákvarðanatöku. Umfangsmiklar at-
huganir höfðu farið fram á þessu máli
áður en frv. var flutt hér á háttvirtu
síðasta þingi, en þegar það var hér til
umræðu komu fram skiptar skoðanir um
ýmsa þætti málsins, m.a. varðandi fram-
tíðarþróun á sykurverði, notkun nýrra
sætiefna sem svo eru kölluð í stað sykurs
og varðandi sölumöguleika á afgangs-
melassamjöli eða restmelassamjöli eins
og það hefur líka veri kallað til landbún-
aðar, til fóðurnota fyrir kvikfé. Meðal
aðila sem leitað var umsagnar hjá um
þetta mál var Félag ísl. iðnrekenda og
það lagði til, að óvilhallir sérfræðingar
yrðu fengnir til að kanna þetta mál nánar
og málið var ekki afgreitt - hlaut ekki
afgreiðslu í hæstv. iðnaðarnefnd þessar-
ar deildar á síðasta þingi. Vegna þeirra
aths. og ábendinga, sem fram höfðu
komið um málið, þá taldi iðnaðarráðu-
neytið rétt að beita sér fyrir frekari
skoðun mála og skrifaði 23. ágúst bréf til
Iðnþróunarsjóðs og fór þess á leit við
sjóðinn að hann gengist fyrir sjálfstæðri
úttekt á fyrirhugaðri sykurverksmiðju.
Stjórn Iðnþróunarsjóðs samþykkti að
verða við þessari beiðni og samdi um
það við sænskan verkfræðing með sér-
þekkingu á þessum málum að nafni
Arne Gabrielsson að hann tæki saman
greinargerð um þróun sykurverðs og
verð á melassa. Verkfræðingur þessi
kom í heimsókn til íslánds í nóv. s.l. eftir
að hafa unnið að málinu og átti hér
viðræður við ýmsa aðila. ítarleg skýrsla
lá fyrir frá honum um málið í byrjun jan.
s.l. og hafa fulltrúar frá Iðntæknistofn-
un, Iðnþróunarsjóði, og iðnaðarráðun.
yfir hana farið. Nú í byrjun þessa mánaðar
voru síðan þessum sænska aðila sendar
nokkrar fyrirspurnir og aths. vegna þess-
arar skýrslu sem frá honum var komin
og er svars að vænta alveg á næstunni við
þessum fyrirspurnum og verður þá hægt
að fá skýrari mynd varðandi hagkvæmni
sykurverksmiðju i Hveragerði. f>ær
fyrirspumir hef ég með höndum og að
ég best veit var um þetta mál haft samráð
við frumkvæðisaðila þessa máls, Áhuga-
félag um sykuriðnað, sykurverksmiðju í
Hveragerði.
Það var einnig óskað eftir áliti frá
Búnaðarfélagi íslands varðandi notkun
á þessum svokallaða restmelassa eða
afgangsmelassa sem fóðurs. Með bréfi
dags. 7. jan. 1983 til Iðnþróunarsjóðs
sendi búnaðarfélagið greinargerð frá
Jóni Arnasyni fóðurráðunaut um þetta
atriði og ég leyfi mér að vitna hér orðrétt
í niðurlag greinargerðar þessa:; sérfræð-
ings og tek fram, að það er orðrétt
tilvitnun, en þar segir með leyfi hæstv.
forseta:
„Innlend blöndun á nautgripafóðri er
um það bil 20 þús. tonn þannig að í
þessar blöndur ætti að vera hægt að
koma 4 þús. tonnum af restmelassa-
mjöli. Sauðfé ætti auk þess aðgeta tekið
við töluverðu magni af mjölinu, því það
ætti að geta verið gott fóður með lélegum
heyjum, ef það á annað borð ést“ eins
og þetta er orðað. „Ekki er gott að gera
sér glögga grein fyrir því magni sem
sauðfé gæti torgað, en það ætti þó að
geta verið um það bil 3500 tonn á ári.
Nokkurt magn af restmelassamjöli ætti
einnig að geta nýst í fóðri svína og
hrossa. Þessar tölur um nýtingu restmel-
assamjöls eru allar byggðar á þeim
forsendum, að ekki séu nein vandkvæði
að koma fóðrinu í skepnurnar. Það er
samtímis rétt að undirstrika, að þekking
á þessu fóðri er mjög lítil og að þörf er
á að fóðrunarvirði þess verði betur
kannað hið bráðasta. Fyrst þegar veru-
legar meiri rannsóknir hafa farið fram er
hægt að segja nokkuð með vissu um
notkun melassamjöls sem fóður.“
Þctta er orðrétt tilvitnun í hluta úr
greinargerð Jóns Árnasonar fóðurráðu-
nauts.
í þeim athugunum sem nú liggja fyrir
er talið að verð á hrásykri muni haldast
lágt til ársins 1985 a.m.k. Gerir það
vissulega hagkvæmni sykurverksmiðju
óvissari en áður var talið. Heildarniður-
stöður vegna þessa máls munu liggja
fyrir innan hálfs mánaðar að ég best veit
og verða þær þá aðgengilegar fyrir háttv.
fyrirspyrjanda og ég tel eðlilegt, að þær
verði þá sendar háttv. iðnaðarnefnd
þessarar deildar sem fjallaði um frum-
varp til laga um sykurverksmiðju á
síðasta þingi. Það er rétt að undirstrika,
að ríkið hefur ekki haft forgöngu um
þetta verkefni, hefur ekki ætlað sér að
vera þar meiri hluta aðili, þó að það hafi
stutt mjög að athugun málsins og borið
fram frumvarp til aðaflaheimilda tilað'
leggja fram fé til slíkrar verksmiðju, éf
ákvörðun yrði um hana tekin og þá sem
minni hluta aðili. Frumkvæði í þessu
máli hefur verið í höndum áhugafélags
um sykuriðnað og áhugafélag þetta hefur
átt þess kost að fylgjast með vinnu að
málinu frá því að það lá fyrir í frumvarps-
formi hér s.l. vor og að ég best veit, þá
er formaður þessa félags háttv. fyrir-
spyrjandi, sem hefur sýnt þessu máli
mikinn áhuga og ber það eðlilega fyrir
brjósti og ég vænti, að þessi svör veiti
nokkra úrlausn varðandi hans fyrir-
spurn.
Þórarinn Sigurjónsson þakkaði ráð-
herra fyrir svör hans um þetta verk-
smiðjumál eða sykuriðnað hér á landi,
og sagði síðan: Fyrir máli þessu er
verulegur áhugi í Suðurlandskjördæmi
og þá sérstaklega í Hveragerði, þar sem
við höfum nægilega orku til þess að nota
til þeirra hluta sem gert er ráð fyrir að
nýta til sykurverksmiðju. Þetta er eins
og ég áðan minntist á ákaflega þýðing-
armikið, að þarna gæti verið hægt að
auka vinnu innanlands og draga úr
gjaldeyrisnotkun. Þetta er staðreynd, að
þetta er hægt að gera með þessum
hugmyndum sem þarna koma fram að
fullvinna sykurinn hér á landi. Og þá
sérstaklega er það nú hagstætt af því að
við eigum ódýra orku, sem við ekki
nýtum.
Það kom fram í svari ráðh., að þessi
skýrsla eða þessar athuganir og hug-
myndir, sem lágu hér fyrir á síðasta
þingi, hafa verið sendar þessum sænska
verkfræðingi og hann hefur gefið skýrslu
um þetta mál, en það hefur verið óskað
eftir ennþá frekari skýringum á ein-
stökum liðum hennar eins og fram kom
hjá ráðh., svo að þaðerekki fullkannað
ennþá, hvernig þetta mál stendur, en ég
legg ákaflega mikið upp úr því að þessu
verði hraðað svo sem hægt er. Þetta er
búið að vera lengi hér í athugun hjá
háttvirtu Alþingi og iðnaðarráðuneyti
og mér finnst nú alveg sérstaklega ganga
illa að fá niðurstöður í þetta mál. Það er
ekki mín meining a.m.k., að þetta verði
drifið í gegn, ef þetta sýnist óhagstætt,
en þar sem allar líkur hafa bent til þess
að þetta væri mjög hagstætt og gott mál,
þá finnst mér nú að óeðlilega seint gangi.
Og þess vegna hvct ég mjög til þess að
þessum niðurstöðum, sem væntanlega
liggja fyrir áður en langt líður verði þá
komið til áhugafélagsins um sykuriðnað
og síðan verði þá gengið í það að fá þetta
frumvarp sem allra fyrst hér fram á
Alþingi.
Eg held að á þessu stigi málsinssé það
mjög nauðsynlegt að þetta geti gengið
fyrir sig eins og ég sagði, vegna þess að
þarna eru miklar líkur að þarna sé bæði
um að ræða verulegan gjaldeyrissparnað
og færða vinnu inn í landið auk þess, sem
ég held því fram og hef gert það áður,
að þarna er um að ræða að ekki yrði
hætta að þó sykurverð breytist verulega,
þá er melassinn, sem unnið er úr í
þessari verksmiðju eða yrði unnið úr,
hann er nokkuð í samræmi við sykurverð
í heiminum og mundi þess vegna lækka
til samræmis við sykurverðið á hverjum
tíma og sveiflast ákaflega líkt. Það er
sem sagt ekki meira um það að segja, en
ég legg mikið áherslu á það að þessu máli
verði hraðað eins og hægt er.
Magnús H. Magnússon lagði einnig
orð í belg og taldi að framlagning
frumvarps um sykurverksmiðju í Hvera-
gerði á síðasta þingi hafi aðeins verið
gerð til að draga athygli Sunnlendinga
frá þeirri valdníðslu sem fólst í því að
ákveða steinullarverksmiðju á Sauðár-
króki en ekki í Þorlákshöfn. Hann
skoraði á iðnaðarráðherra að flýta þeirri
athugun sem hann var að lýsa.
Carlo Ginzburg: The Cheese and the
Worms. The Cosmos of a Sixteenth -
Century Miller
Routledge & Kegan Paul 1982.
177 bls.
Árið 1599 var malarinn Domencio
Scandella, kallaður Menocchio frá þorp-
inu Friuli tekinn af lífi í Rómaborg
samkvæmt boði Clemens VII páfa og
rómverska rannsóknarréttarins. Honum
var gefið að sök að hafa villst af réttri
leið trúarinnar.
Mál Menocchios var á margan hátt
sérstakt. Hann var virtur maður í þorpi
sínu og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörf-
um. Villa hans fólst í því að hann var
þrætugjam um trúarbrögðin, æsti sig
upp er þau bar á góma, og hélt þá
gjarnan fram öðrum skoðunum um
Athyglisverð saga
16. aldar málara
sköpun og tilurð heimsins en kirkjunnar
menn töldu réttar. Meginkenning Men-
occhios. ef svo má að orði kveða, var í
því fólgin, að í upphafi hefði heimurinn
verið úr hlaupkenndu efni, líkastur osti.
I þann ost hefðu síðan komist ormar, er
síðan hefðu orðið að englum himinsins.
Eins og vænta mátti féllu þessar
skoðanir lítt í kramið hjá lærðum
mönnum kaþólsku kirkjunnar og verður
þá að gæta þess, að um þetta leyti átti
kirkjan í hinum mestu brösum vegna
upphlaups mótmælenda norður á Þýska-
landi. Kirkjunnar menn voru því enn
viðkvæmari en endranær fyrir öllum
skoðunum, sem flokkast gátu undir
andmæli gegn réttri trú.
Menocchio var kvaddur fyrir róm-
verska rannsóknarréttinn, sem yfir-
heyrði hann nær samfellt um tveggja ára
skeið. Þar lét karl engan bilbug á sér
finna en varði mál sitt af þeirri leikni að
jafnvel hinir lærðustu hcfðu mátt vcra
stoltir af. Hann var sendur aftur heim í
þorp sitt, en hóf þá fljótt aftur kíf og
þrætur um trúna við nagranna sína og
svo fór að lokum, að hann var handtek-
inn að nýju, dæmdur til dauða og
brenndur á báli.
Höfundur þessarar bókar, Carlo Ginz-
burg er prófessor í sögu síðari alda við
háskólann í Bologna. Hann rakst af
tilviljun á skjöl um mál Menocchios er
hann var að kanna sögu mótmælenda-
hóps, sem staríaði á Ítalíu um svipað
leyti og réttarhöldin fóru fram. Hann
segir sögu Menocchios út frá málsskjöl-
unum og sýnir fram á, á mjög athygl-
isverðan hátt, að, Menocchio hafi ekki
einungis verið sérvitringur í andstöðu
!við réttar kenningar kirkjunnar heldur
einnig og ekki síður fulltrúi merkilegrar
alþýðumenningar. Réttarhöldin yfir
honum megi því, öðrum þræði a.m.k.
skoða sem árekstur tveggja menningar-
heima, hins lærða og liins leika.
Þetta er á allan hátt nijög athyglisverð
og fróðleg bók, sern opnar lesandanum
sýn til suðurevrópskrar alþýðumenning-
ar á 16. öld og sýnir þá andlegu strauma,
sem þá fóru um og hrifu hugi margra
þcirra, sem ekki gátu fallist á allt það,
sem þeim var sagt að trúa.
Skólasaga og
minningarrit
Sigrun Hrafnsdóttir:
Húsmæðraskólinn á Hallormsstað 1930-
1980.
Afmælisrit.
Reykjavík.
Bókaútgáfan Þjóðsaga.
■ Þetta er falleg bók, ekki bara vegna
þess hve æmargar myndir af ungum
konum eru þar birtar, þó það sé auðvitað
bókarskraut, heldur er hún merk og
falleg saga vel sögð.
Það er alveg rétt sem Vilhjálmur
Hjálmarsson segir í formála: „í þessu riti
er leitast við að segja sögu húsmæðra-
skólans á Hallormsstað án málaleng-
inga.“ Þetta hefur tekist vel. Og það er
ekki alltaf á þessum tímum sem sögur
eru sagðar án málalenginga.
Þegar þessi bók er lesin saknaar
maður þess að ekki er til neitt aðgengi-
legt yfirlitsrit um kvennaskóla og húsm-
æðrafræðslu á íslandi. Þar er þó merkur
þáttur menningarsögunnar.
Það er skemmtileg tilviljun að þetta
afmælisrit Hallormsstaðaskóla kemur út
um síðustu áramót því að á þessu ári eiga
hjónin sem skólann stofnuðu aldaraf-
mæli, Sigrún Pálsdóttir Blöndal og
Benedikt Blöndal maður hennar voru
bæði fædd 1883. Minningarrit skólans er
minningárrit þeirra. Minningu þeirra
ber að varðveita. Samstarf þeirra bar
ávexti. Og þegar telja skal merkustu
konur íslenskar á þessari öld þá verða
tæpast margar nefndar á undan Sigrúnu
Pálsdóttur Blöndal.
Færi ég að finna að þessari sögu þá
yrði það svo ómerkilegur sparðatíningur
að það yrði sögunni til lofs, Nefna mætti
að Ingvar Pálmason er kallaður einn af
þingmönnum Austurlands 1927. Hann
var það auðvitað en hann var annar af
þingmönnum Sunnmýlinga. Vel hefði
farið á því að getið er um tillögur
Halldóru Eggertsdóttur í sambandi við
skólann að hún var námsstjóri hús-
mæðrafræðslu, en þess er getið undir
mynd á allt öðrum stað í bókinni. Svo er
það ofurlítið ýkt að kalla Vilhjálm
Einarsson heimsmeistara í þrístökki.
Vel mega sögumenn una sínum hlut
þegar annað meira verður ekki að
fundið.
Með þessu á ekki að segja að hér sé
komin bók hafin yfir mannleg mistök
svo sem prentvillur. Þegar litið er yfir
nemendaskrá sem á að vera í stafrófsröð
er Sigríður Björnsdóttir milli Sesselju og
Sigfríðar og Sigríður Sigurðardóttir milli
tveggja Sigrúna. Þegar þetta er borið
saman við skólaspjöld sést að þær heita
Sigfríður og Sigrún og eru á réttum
stöðum í skránni en rangnefndar.
Hitt er verra ef nemendaskrain er
gloppótt. Vilhjálmur Hjálmarsson segir
í inngangsorðum: „Auk þess hef ég senn
verið kvæntur einni úr hópi Hallorms-
staðameyja í hálfa öld. En það er mín
saga“.
Það er þó ekki einkamál Vilhjálms í
svo ríkum mæli að ekki eigi að nefna
konuna í nemendaskránni.
Þetta afmælisrit er heimild um 50 ára
skólastarf og raunar yfirlit um aðdrag-
anda þess. Birtar eru myndir af 50
kennurum skólans og getið um upphaf
þeirra og örlög. Því er þetta merk bók
og fróðleg. Kennaratalið hefur Ásdís
Sveinsdóttir á Egilsstöðum gert.
H.Kr.
f ' >
■j?. ,, í 1 'SSSfSWSs.
1 llulldór Kristjáns-
son skrifar uni bækur