Tíminn - 04.03.1983, Side 11

Tíminn - 04.03.1983, Side 11
FÖSTUDAGUR 4. MARS 1983 FOSTUDAGUR 4. MARS 1983 Hnakkur með öllu. Verð frá kr. 7.500.- Vönduð vinargjöf Allt til reiðbúnaðar Þoryaldur wmmm Guöjonsson hnakkaR Söðlasmíðameistari, Einholti 2 - inngangur frá Stórholti - sími 24180. íslenskum hestum sæma best íslensk reiðtygi Við höfum opið frá 8-18 á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum. Vöruafgreiðsla innanlandsflugs Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli, verður lokuð um helgar frá 1. marz. Alla aðra daga opnum við kl. 8 og lokum kl. 18. Síminn okkar er 27933 FLUGLEIDIR Gott fótk hjá traustu félagi OSA fþróttir Knattspyrnu- úrslít ■ Fyrir mistök féllu út í blaðinu í gær úrslit í UEFA Evrópukcppninm, þcg- ar önnur úrslit úr Evrópukcppnunum voru birt. En þau konia hcr: Roma-Benfica Bohemian Prag-Dundee Utd Kaiserslautcrn-Univ. Craiova Valencia-Anderlccht Einnig voru þrír lcikir í ensku knatt- spyrnunni í fyrrakvöld, Stoke sigraði Man. Utd. á heimavelli 1-0, og Norwich sigraði Watford 3-0. Þá gerðu Man. City og Everton markalaust jafntefli. Dregið í heimabingói ■ Ein fjáröflunarleiða íþróttafélags fatlaðra er heimabingóið margfræga. Á dögunum var dreginn út aukavinn- ingur í heimabingóinu, scm var for- láta hljómflutningstæki frá Sharp. Vinninginn hlaut Ingi Þorbjörnsson Safamýri 81 Reykjavík. Næst verður drcginn út aukavinningur 17. mars. Iþróttir Umsjón: Samúel Örn Erllngsson ■ Ingi Þorbjörnsson og kona hans taka við hljómtækjunum frá Hcima- bíngói. Körfuhátíð á Austfjörðum ■ Um helgina verður mikil körfu bollahátíð á Eskifírði. Mótið verður á morgun laugardag. Hátíðin verður tvíþætt, hraðmót nteð þátllakendur ÍME, SE, og Þórs frá Akurcyri, en þeim er boðið sérstaklega til keppninn- ar. I'egar þessu hraðmóti er lokið, verður slórleikur milli Únalsliös ÚÍA og Þórs frá Akureyri. Hátíðin hefst klukkan 11 árdegisámorgun. Mikiölif er nú i körfuknattleik eystra, eins og þaö framtak aö bjóða Akureyringum austur ber vitni um. ÍME. íþróttafélag Menntaskólans á Egilsstöðum, hefur nú nýlega tryggt sérsæti í úrslitakeppni annarrar deiidar í körfu, og verður áreiðanlega gaman fyrir Austfírðinga að sjá hvernig þeirra mönnum rciðir af gegn stórliðinu Þór úr fyrstu deild, þaðan sem Austfírðingar árciðanlega ætia Firmakeppni í borðtennis ■ Borðtennissambarfd íslands mun halda árlcga fyrirtækja og stofnana- keppni sína í Borðtennissal O Johnson og Kaabcr Sætúni 8. 8.-11. ntars. Hefst keppnin klukkan 18 alla dagana. 8.9. og 10. mars verður keppt í riðlum, og verða 4-6 lið í hverjum riðli og leika þau öll saman innbyrðis. Þann II. verður úrslitakeppni milli efstu liða í riðlum. Tveir leikmenn kcppa frá hverju fyrirtæki, en þó mega fyrirtæki senda fleiri cn eitt lið. Þátttökutilkynningar berist í síma 41486, 85714, og 81810. Austri sigraði ■ Austri frá Eskifírði sigraði í Aust- urlandsmótinu í innanhússknattspyrnu í meistarallokki karla en mótið var Italdið á Reyöarfiröi um siðustu liclgi. Austri sigraði erkióvin sinn Þrótt frá Neskaupstað í úrsiitaleik 5-4.1 kvenna- flokki sigraöi Höttur, lagði Súluna 7-2. Þá sigraði Valur frá Keyðarfírði í 3. flokki pilta, sigraöi Þrótt í úrslitaleik 4-2. ISRAELSMENN NADIIJAFNTEFU — gegn okkur í gærkvöld 22-22 eftir „harmleik” í síðari hálfleik ■ Islcndingar gerðu jafntefli við Isra- elsmenn í b keppninni í handknattlcik Hollandi í gærkvöld 22-22. Það voru Israclsmenn sem náðu jafntefli gegn Islcndingum, sem voru yfir allan leik- inn, nema rétt síðast. Eftir að ísraels- menn höfðu náð boltanum einum færri, og einu marki undir síðast í leiknum, skoruöu þeir, jöfnuðu 22-22, og í einu sókninni sem eftir var skaut Alfreð Gíslason í stöng, og draumur- inn var úti. Þetta jafntefli gegn ísraelsmönnum var grátlegt, (slcndingar höfðu yfirspil- að ísraelsmennina allan leikinn, sér- staklega fyrri hluta fyrri hálfleiks, og höfðu yfir bæði 7-1 og síðar 10-2. Furðulegt að halda ekki haus með slíkt forskot, og sést á þessu veikleiki liðsins, senr sé sá að halda ekki út með forystu. Þetta er búið að gerast æ ofan í æ í þessari keppni, fyrst héldum við jöfnu gegn Spánverjum, og létum þá skora 5 mörk í röð allt í einu, náðum 7 marka forustu gegn Belgum, en létum þá jafna, þó okkur tækist síðan að sigra með þremur mörkum. En íslendingar geta þó þakkað fyrir að hafa ekki tapað nema einu stigi í leiknum, það er bara það sem liggur fyrir núna að sigra í þeim leikjum sem eftir eru, þó það verði líklegast erfið- ustu leikirnir. Alfreð Gíslason var góður í leiknum í gær, skoraði 8 mörk, Þorbergur skoraði 5, Jóhannes Stefánsson 2, Bjarni Guðmundsson 2, Kristján Ara- son 2, Sigurður Sveinsson 2 og Hans Guðmundsson 1. í markinu stóðu Brynjar Kvaran og Einar Þorvarðar- son. „Spilið datt niður“ ■ „Strákarnir spiluðu stórkostlegan handbolta fyrri hluta fyrri hálfleiks" ■ Sigurður Sveinsson skaut Búlgari í kaf í fyrrakvöld, og átti tvö mörk í gærkvöld. Fékk þó lítið að spreyta sig í síðari hálfleik. ÍR bikarmeistari? — dregið f fjögurra liða úrsiitum f körfurmi í ■ Dregið hefur verið í fjögurra liöa úrslitum hikarkeppni Körfuknattleiks- sambands íslands. Drátturinn fór Bikarmótin á skfðum: VEÐURFAR SVEKKIR NORÐLENDINGA ■ Umhelgina varhaldiðpunktamót skíðamanna á Akureyri. Mótið átti að fara fram á Húsavík, en sökum snjó- leysis var það flutt til Akureyrar. Á laugardeginum spilltu veðurguðir nokkuð fyrir gangi mótsins, cn seinni dag þess var veður ákjósanlegt til keppni. Á laugardag var keppt í stórsvigi kvenna og svigi karla. Eftir fyrri ferð í stórsviginu hafði Guðrún H. Kristjánsd. bestan tíma á eftir hénni kom nafna hennar Magnús- dóttir og þriðja var Ásta Ásmundsdótt- ir. í síðari umferð keyrði Guðrún J. Magnúsdóttir best allra og sigraði, önnur varð Guðrún H. og þriðja varð Ingigerður Júlíusdóttir, frá Dalvík, en hún náði öðrum besta brautartíma í seinni ferð. I svigi karla var keppnin mjög jöfn og spennandi. Eftir fyrri ferð hafði Daníel Hilmarsson, Dalvík, nauma forystu á þá Guðmund Jóhannsson, frá ísafirði, og Erling Ingvason Akur- eyri. í seinni ferð náði Guðmundur að komast framfyrir Daníel og stutt á eftir þeim kom Erling. Tímamismunur milli þessara þriggja manna var einungis hálf sekúnda. Síðari dag keppninnar var keppt í stórsvigi karla og svigi kvenna. í stórsvigi karla sigraði Guðmundur Jóhannsson nokkuð örugglega. Hann hlaut bestan tíma þátttakenda í báðum umferðum, annar varð Elías Bjarna- son og þriðji Daniel Hilmarsson. í svigi kvenna var keppnin aftur á móti tvísýnni. Eftir fyrri fcrð hafði Ingigerður Júlíusdóttir, Dalvtk, bestan tíma, önnur var Nanna Leifsdóttir og þriðja Hrefna Magnúsdóttir. I síðari umferð náði Nanna Leifsdóttir bestum tíma og nægði það henni til sigurs, önnur varð Ingigerður Júlíusdóttir og þriðja Guðrún H. Kristjánsd. MCFIELD FLOGINN! ■ Bandaríski körfuknattieiksmaður- inn Robert McField, sem leikið hefur með fyrstu deildar liði Þórs á Akureyri í vetur, mun ekki leika fleiri leiki með liðinu. Ástæðan er sú að í gær kvaddi hann Island, og hélt til Bandaríkjanna með Flugleiðavél. Þegar Þórsarar ætluðu að ná í McField á æfingu í gær, komu þeir að auðri íbúð hans. Hann hafði skilið eftir bréf þar sem í stóð að kona hans væri veik, og þyrfti hann því skyndilega að fara heim. McField sagði í bréfinu að kona sín væri sér meira virði en körfuknattleikur, og teldi hann burt- förina því skyldu sína. McField óskaði liðinu góðs gengis. Ljóst er að missir McFields er mikill fyrir Þór, þeir eiga eftir fjóra deildar leiki, og standa nú í baráttu um silfurverðlaunin í deildinni. Þá eiga Þórsarar eftir bikarleik við Valsmenn, sem fresta þurfti fyrr í þessari viku, og mun verða leikinn á Akureyri á fimm- tudag. _ ^kureyri/SÖE ■ Robert McField er floginn frá Þórsurum, og hætt við að þeim reiði heldur illa af í leikjum þeim sem eftir eru. Það undarlega veðurfar er hefur verið hér í vetur, hefur gert skíða- áhugamönnum gramt í geði. Nú ersvo komið sökum snjóleysis að skíðaíþrótt er ekki stunduð hér á Norðurlandi nema á Dalvík og Akureyri. Þó er það Ijóst að skíðamenn á þessum tveimur stöðum þurfa fljótlega að snúa sér að einhverju öðru ef ekki verður breyting á veðráttu. Fab svona: Þór/Valur-Keflavík ÍS-ÍR Það bendir því margt til þess að það verði Valsmenn eða Keflvíkingar og ÍR ingar sern leika til úrslita í bikar- keppninni, þó svo að óvænt úrslit geti sett strik í reikninginn. Þó verður að telja, ef tekið er mið af leik ÍR við fyrstu deildar meistara Hauka í átta liða úrslitum, að ólíklegt sé að fyrstu deildarliðin ógni Val eða ÍR að gagni. Einnig skal sú tilgáta verða látin fjúka hér, að ef eitt lið sigrar tvöfalt í körfunni verður það Valur, en Kcflvík- ingar gætu náð öðrum titlinum, og það er klárt að erfitt verður að leika við ÍR inga í úrslitum, þar eð ÍR ingar sjá þar sína einu von um titil. SÖE sagði Hilmar Björnsson landsliðsþjálf- ari eftir leikinn. „Svo datt þetta allt smám saman niður. Markvörðurinn fór að verja hjá ísrael, og menn fóru að skjóta í stangirnar og vera taugaó- styrkir. Vörnin varð smám saman léleg, og það var í heild voðalegt að tapa þessari góðu byrjun niður. En nú verðum við bara að horfa fram á veginn, og sigra Frakka, ef við gerum það, þá erum við uppi." Úrslitin og staðan: ísland-ísrael Belgía-Holland Frakkland-Búlgaría Frakkland 3 ísland 3 Holland 3 ísrael 3 Belgía 3 Búlgaría 22-22 23-22 20-18 2 1 0 62-55 5 2 1 0 <71-66 5 1 1 1 57-51 3 1 1 1 55-61 3 1 0 2 61-68 2 3 0 0 3 65-70 0 B-riðill: Svíþjúð-V-Þýskaland Ungverjaland-Spánn Tékkóslóvakía-Sviss V-Þýskaland Tékkóslóvakía Ungverjaland Sviss Svíþjóð Spánn 15-18 20-19 25-14 3 2 1 0 51-47 5 3 2 0 1 64-51 4 3 2 0 1 66-61 4 3111 53-63 3 3 1 0 2 60-63 2 3 0 0 3 60-69 0 UMSE áfram ■ UMSEsigraðiBjarmaígærkvöid í bikarkeppninni í blaki í sveiflu- kenndum leik 3-2. Leikurinn var leikinn á heimavelli Bjarma, í Ýdölum. Úrslit hrinanna voru: 15-9, 4-15, 7-15,15-7,15-4. bestur Frá Magnúsi Ólafssyni í Hollandi: ■ Frestuðumleik Stuttgart og Hertha Berlin í þýsku bikarkeppninni í knatt- spyrnu lauk með 2-0 sigri Stuttgart í vikunni. Ásgeir Sigurvinsson var enn einu sinni besti maðurinn á vellinum, og þurftu þýskir fjölmiðlar enn að grípa til stóru lýsingarorðanna. Stuttgart er nú komið í fjögurra liða úrslit í bikarkeppninni ásamt Köln, Dortmund eða Bochum og Fortuna Köln eða Borussia Múnchengladbach. Norðurlandamót unglinga íbadminton: fSUND HEFUR KEPPNI f DAG — Unglingalandslidið hélt utan ígærmorgun ■ í gærmorgun (þ.e. 3.03), héldu átta íslenskir unglingar utan áleiðis til Uppsala í Svíþjóð, til þátttöku á Norðurlandamóti unglinga sem hefst í dag og lýkur á sunnudag. Keppnin verður tvíþætt: annars veg- ar fer fram landsliðakeppni og hins vegar einstaklingskeppni. í landsliða- keppninni leika allir við alla og á ísland sinn fyrsta leik við Norðmenn fyrir hádegi í dag, en leikur síðan gegn Finnum, Dönum og Svíum síðdegis, þannig að álagið verður mjög mikið. í einstaklingskeppninni verða mótherj- arnir ýmist danskir eða sænskir og varla þarf því að búast við að okkar fólk sæki þar gull í greipar. Þau Þórdís • Edwald og Pétur Hjálmtýsson eiga þó möguleika á sigri í fyrstu umferð í einliðaleik, Þórdís fær norska stúlku sem andstæðing og Pétur lendir á móti finnskum pilti. N.M. unglinga er hlut- fallslega jafn sterkt mót og N.M. fullorðinna og hefur árangur okkar hingað til á þeim mótum orðið frekar lítill, og einu leikirnir sem unnist hafa eru gegn finnskum eða norskum mót- herjum. Liðið sem heild er þó mjög sterkt, ætti ef allt gengur upp að geta unnið góðan sigur á Finnum, en þeir eru orðin auðveld bráð fyrir A-landslið okkar nú orðið. Um leikinn gegn Norðmönnum skal óspáð um úrslit og Ijóst er að allt getur þar gerst. Um Dani og Svía þarf vart að fjölyrða. Þessar þjóðir hafa algera yfirburði yfir hinar Norðurlandaþjóðimar og hafa ávallt haft. Islenska unglingalandsliðið var ný- lega valið. Við höfum mjög sterkum unglingum á að skipa um þessar mund- ir og erfitt er að velja úr sltkum hópi það lið sem allir verða á eitt sáttir um. B.S.I. valdi sex keppendur til fararinn- ar en T.B.R. ákvað að senda tvo til viðbótar. Liðið er þannig skipað: Indriði Björnsson, TBR Ólafur Ingþórsson, TBR Þórhallur Ingason, IA Elísabet Þórðardóttir TBR Inga Kjartansdóttir TBR Þórdís Edwald TBR Pétur Hjálmtýsson TBR Guðrún Júlíusdóttir TBR Fararstjóri verður Hrólfur Jónsson landsliðsþjálfari en hann hefur þjálfaé unglingalandsliðið samhliða A-lands- liðinu í vetur með góðum árangri. Liðið er væntanlegt heim 7. mars. ■ Unglingalandsliðið í badminton, sem hélt til Svíþjóðar í gær. Frá vinstri Hrólfur Jónsson landsliðsþjálfari, Ólafur Ingþórsson, Guðrún Júlíusdóttir, Pétur Hjálmarsson, Þórhallur Ingason, Elísabet Þórðardóttir, Inga Kjartansdóttir, Indriði Bjömsson og Þórdís Edwald. Islandsmót íJúdó M Fyrsti hiuti íslandsmótsins í judo verður næstkomandi laugardag 5. mars í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Keppnin hcfst kl. 15. A laugardaginn verður keppl í öllum þyngdarflokkum karla sjö að tölu. Allir bestu judomenn landsins keppa. Annar hluti íslandsmótsins verður svo laugardaginn 19. niars einnig í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Innanhússknatt- spyrnumót KR ■ Vegna fjölda áskorana hefur Knattspyrnudeild KR ákvcðið að i halda firma- og félagshópakeppni i innanhússknattspyrnu. Til þessa hafa aðcins starfsmenn fyrirtækja verið löglegir í slíkum keppnum, en nú er komið til móts við hina fjölmörgu félagshópa, sem æfa knattspyrnu reglulega sér til gamans, en hafa ekki átt kost á að keppa í móti. Keppnin fcr fram í íþróttahúsi KR, stærri sal.dagana 14., 17., 21., 24., 25. og 28. mars næstkomandi. í hverju liði skulu vera 4 leikmenn og allt að 3 skiptimenn. Leikmaður má þóeinung- is leika með einu liði í keppninni. Þátttökutilkynningar þurfa að berast eigi síðar en miðvikudaginn 9. mars til framkvæmdastjóra Knattspyrnudeild- ar KR, Steinþörs Guðbjartssonar (s. 27181), sem veitir allar nánari upplýs- ingar um keppnina. Byggingahappdrætti Fram ■ Dregið var í bvggingahappdrælti Frain hjá borgarfógela 15. febrúur síðastliöinn. Þessi númer komu upp: 1. vinningur: nr. 1116 2. vinningur: nr. 1052 3. vinningur: nr. 1565 4. vinningur: nr. 1307 5. vinningur: nr. 3753 óLvinningur: nr. 2011 7. vinningur: nr. 2270 Vinningshufar eru bcönir að hafa samband við Knultspyrnufélagið Frum, Safamýri 28, síini 34792, virka daga milli kl. 13 og 15. Stjörnuhlaup FH ■ Þriðja stjörnuhlaup FH í vetur verður á laugardaginn, og hefst klukk- an 14.00 við Lækjarskóla í Hafnarfírði. Keppt verður í 5 flokkum. Þeir eru: Karlar vegalengd 8 km., knnur vega- lengd 5 km., drengir 3 km., og drengir og telpur 2 km. Öllum er heimil þátt- taka í hlaupinu, og er trimmfólk og keppnisfólk hvalt til að mæta. 18. landsmót UMFÍ ■ Ákveðiö hefur verið að 18 lands- inót UMFÍ verði haldið 13-15. júlr 1984 í Keflavík og Njarövík. Lands- mótsnel'nd cr aö vinna í málinu, ng eru nefndarmenn 10 með varamönnum. Formaður landsmótsnefndar er Þór- hallur Guðjónsson UMFK, Sigurbjörn Gunnarsson UMFK er gjaldkeri, og Oddgeir E. Karlsson UMFN ritari. Upplýsingar um starfíð gefa þeir og aðrir langsmótsnefndarmenn, en landsmótsnefnd hefur pósthólf 131, 230 Kcflavík.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.