Tíminn - 20.03.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.03.1983, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 20. MARS 1983 ■ Huglækningar hafa þær lækningar verið nefndar þegar sjúklingar hljóta eða telja sig hljóta bata fyrir aðstoð ólæknislærðs manns með handa- yfirlagningu, fyrirbænuin eða sambandi við fram- liðið fólk. Um lækningar af þessu tagi eru skiptar skoðanir. Sumir telja þær til marks um óþekkta dularkrafta eða forsjón æðri máttarvalda; aðrir áh'ta þær hindurvitni sem stafi af ályktunarskekkj- um, trúgimi og sefjun. 1 þessari grein eru reifaðar efasemdir um huglækningar, og rök leidd að þeirri skoðun að huglækningar séu ekki dulrænt fyrir- bæri í viðteknum skilningi þess hugtaks. Jafnframt er varað við hættum sem starfsemi huglækna getur haft í för með sér. Huglækningar hafa þekkst frá örófi alda. Til þeirra teljast töfralækningar meðal frumstæðra þjóðflokka og kraftaverk heilagra manna. Með aukinni þekkingu á sjúkdómum og líkamsstarf- semi manna hefur lækningum af þessu tagi hnignað, og þær skipa allt annan sess en fyrr. Aftur á móti hafa framfarir í læknisfræði og vísindum ekki bundið enda á huglækningar, og enn eru þær í talsverðu áliti, jafnvel með upplýstu fólki. Hér á landi hafa verið gerðar umfangsmiklar rannsóknir á viðhorfi manna til huglækninga og reynslu af þeim og þær birtar á bók dr. Erlends Haraldssonar Þessa heirns og annars (Bókaforlag- ið Saga, 1978). Niðurstöður eru í fæstum orðum þessar: Af hverjum hundraö mönnum kváðust fjörtíu og cinn hafa leitað til huglæknis, rúmur helmingur kvenna og um fjórðungur karla. Um helmingur þessa fólks leitaði aðeins einu sinni eða tvisvar til huglæknis og nær hehningur aðeins til éins huglæknis.Af þessu fólki höfðu 32% einungis leitað til huglæknis vegna eigin veikinda, 29% einungis vegna veikinda annarra og 39% bæði vegna veikinda sinna og annarra. Úr þessum hóp ■ Huglæknir að starfi á lækningasamkomu. Ef lækning á að takast verður sefjunin að vera sterk, og sjúklingurinn að bera fulit traust til læknisins. Er unnt að lækna sjúkt fólk með handayfírlagningu eða fyrirbænum? Hér eru reifaðar efasemdir um huglækningar, fjallað um eðli læknisstarfs og því haldið fram að oftrú á dulrænum lækningum geti reynst hættuleg leituöu því alls 71% fólks til huglæknanna vegna eigin veikinda og 68% vegna veikinda annarra. Hvað um bata? Nítíu og einn af hundraði telja að förin til huglæknis hafi verið til nokkurs gagns. Töldu 34% að afskipti þeirra af huglækni hefðu verið til mjög mikils gagns og 57% að hún hefði verið gagnleg. Aðeins 9 af hundraöi töldu starf- scmi huglækna einskis nýta, en cnginn taldi hana hafa orðið til skaða á einn eða annan hátt. Frekari viðtalskönnun við eitt hundrað manns sem leitað höfðu til huglækna letddi í Ijós að tíðast var meðferð þeirra fólgin í hjálp sem fengin var „að handan" fyrir miðilssamband. Næst tíðast, cn um helmingi sjaldnar, var meðferðin fólgin í bæn. en oft fór bæn og miðilssamband saman. Handayf- irlagning cða einhvcrs konar líkamleg meðferð var fátíð, aðeins 7 slík tilfclli af þeim eitt hundrað sem könnuö voru. Margir fá bata af huglækningum Af þessum hóp töldu 40 sig hafa hlotið fullan bata af huglækningunni, 14 verulegan, 18 nokkurn. en 28 engan bata. Af þeim 72 sem hlutu ein.hvern bata kváðu 60 batann hafa haldist til þess dags þegar viðtal fór fram, aðeins í 7 tilvikum var uin skammvinnan bata að ræða. Af þessum 100 manna hóp töldu semsagt 77 það hafa verið gagnlegt að leita huglækningar, og er sú tala heldur lægri en fra.m kom í frumkönnuninni, en þar höfðu 91% talið gagnlegt að lcita huglæknis. Fyrirfram höfðu 15 gert sér mjög jákvæðar vonir um árangur af huglækningu, 41 gert sér jákvæðar vonir, en 44 ekki gcrt sér neinar vonir um árangur af huglækningu áður en til hennar kom. Þeir sem höfðu oröið fyrir trúarlcgri reynslu, lásu í Biblf- unni og voru nokkuð eða mjög trúaðir, höfðu í ríkari mæli en aðrir menn hiotið bata. Þar eð lýsingar viðmælenda í könnuninni á sjúkdómum sínum voru stundum óljósar tóku aðstandendur hcnnar það ráð að skipta þeim aðeins í tvo flokka. í fyrri flokkinn settu þcir sjúkdóma sem sennilegt þótti að hefðu verið mjög alvarlegs cðlis (krabbamein, hjarta- og æðasjúk- ■ dómar, heila- og nýrnasjúkdómar). í seinni flokk- inn settu þeir sjúkdómalýsingar sem ekki þóttu eins skýrar og í mörgum tilvikum ekki jafnalvar- legs eðlis (farsóttir, gigt og bakverkir, afleiðingar slysa, sjúkdómar í öndunarfærum, andlcgir erfið- ■ Sautjándu aldar huglæknir, hinn frægi íri Valentine Greatakes, að störfum. leikar o.fl.). Þéssir tveir flokkar urðu ámóta fjölmennir. Batinn reyndist verulega tíðari í síðari fiokknum (85%), en 56% hjá þeim fyrri. Könnunin segir ekkert um hvernig bati fékkst Hér er ekki ætlunin að fara ofan í saumana á þessari könnun á viðhorfum fólks og reynslu af huglækningum; kannski gefst tilefni.til þess síðar. Ástæðá er þó til að bcnda á að þessar niðurstöður segja ekkert um það hvernig batinn' raunverulega fékkst. Könnunin sýnir huglægt mat þessara. sjúklinga á bata sínum, eirís og dr. Erlendur Haraldsson viðurkennir á- fyrrnefndri bók. Könnunin hefði orðið miklu forvitnilegri, og um leið marktækari, ef raunveruleg sjúkrasaga við- mælenda þcirra hefði verið athuguð og rætt við lækna, hjúkrunarfólk og venslamenn sjúkling- anna. Eins er hin lauslega flokkun sjúkdómanna aðfinnsluverð, því hún skiptir miklu máli í þessu sambandi. Athuga ber að eitt af því sem ræður skiptingunni er óskýr frásögn sjúklinganna. Skortur sjúklinganna á vitneskju um það hvað aó þeim gekk hlýtur að rýra álit á batasögu þeirra. Huglæknar segjast að jafnaði hafa yfirnáttúrleg- an lækningakraft sinn úr handanheimum eða frá guði. Stundum segjast þeir ekki vita hvaðan krafturinn komi. Yfirleitt segja þeir að það séu ekki þeir sjálfir sem lækni; þcir séu aðeins milligöngumenn. Þeir fullyrða nær aldrei að um lækningu verði að ræða, það komi í Ijós í tímans rás hvort krafturinn hafi haft áhrif eða ekki. Ef lækning tekst ekki er það ekki þeirra sök: Krafturinn sem þeir miðla, og ráða þó ekki yfir, hefur bara ekki birst. Aðstæður hafa kannski verið óheppilegar, tíminn rangur eða traust sjúkl- ingsins á lækningunni ekki nægileg. Ef huglækning mistekst er ekki unnt að kalla neinn jarðneskan mann til ábyrgðar. Lækningar jafnt hjá frómum mönnum sem svikurum Huglæknar stunda iðju sína af misjöfnum hvötum. Sumir einfaldlega vegna köllunar til að láta gott af sér leiða, aðrir hafa fengið vitrun í draumi eða séð sýnir á annan hátt sem urðu tildrög lækningastarfseminnar. Til eru líka þeir sem stunda huglækningar, eða undralækningar af öðru tagi, i fjárgróðaskyni og hafa verið afhjúpaðir fyrir svik og blekkingar. Það er eftirtektarvert að sjúklingar sem leita til huglækna, sem staðnir hafa verið að svikum, hljóta engu síður bata en hinir sem leita til huglækna sem virðast stunda lækning- ar af göfugum hvötum einvörðungu. Frægt er dæmið um undralæknana á Filippseyjum sem mikið voru (fréttum fjölmiðla fyrir tæpum áratug. Enda þótt sannað hafi verið óyggjandi að þeir beittu blekkingum telur fjöldi manna sig hafa hlotið bata eftir meðferð hjá þeim. í þeim hóp eru m.a. nokkrir íslendingar. Og enn heldur fólk áfram að kosta rándýr ferðalög til Fiiippseyja í von um bata á sjúkdómum sem Iæknavísindi nútímans geta ekki læknað. Þannig er örvænting manna höfð að féþúfu. Huglækningar nærast á trúgirni almennings Orsakir þess að huglækningar þrífast enn virð- ast mega telja fernar. í fyrsta lagi nærast huglækn- ingar á trúgirni almennings og ríkri hneigð mannfólksins til að láta blekkjast. í öðru lagi stafa þær af þeirri áráttu fólks að laðast að öllu sem er dularfullt. í þriðja lagi sækja huglækningar afl til algengrar rökskekkju, þeirrar ályktunar að þegar tveir atburðir fara hvor á eftir öðrum, þá sé hinn fyrri ætíð orsök hins síðari. í fjórða lagi er um að ræða skort almennings á vitneskju um hlutverk, framfarir og getu læknisfræðinnar. Um fyrst talda atriðið er varla ástæða til að fara mörgum orðum. Af trúgirni og sefjunarmætti höfum við ótal dæmi úr sögunni, og væntanlega hver og einn af eigin reynslu eða kynnum af öðrum. Ástæður þessa vitum við aftur á móti minna um. Þekking okkar á sálarlífi mannfólksins er enn mjög frumstæð, en rannsóknir í sálarfræði hafa leitt í ljós hve skilningarvit okkar og minni eru brigðul og hve mjög vilji okkar til að trúa getur bieytt skynjun okkar og reynslu. Um aðlöðunarmátt „dularfullra" atvika gildir svipað. Þar geta menn einnig litið í eigin barm. Við hneigjumst til að hugsa um atburði sem við vit- um ekki af hverju stafa eða verða af óvanalegri hendingu. Þessi aðlöðunarhneigð hefur marga kosti, t.a.m. fyrir framfarir vísindanna, en þegar hún er agalaus verður hún til þess að rugla fólk í ríminu og skekkja mynd þess af raunveruleikan- um. Fylgni atburða segir okkur ekkert um orsakir. Enda þótt tveir atburðir fari hvor á eftir öðrum, þá þýðir það ekki að hinn fyrri sé jafnan orsök hins síðari. (Á latínumáli heitir þessi gamla rökskekkja post hoc ergo propter hoc). Svo er auðvitað stundum, en engan veginn ævinlega. Enda þótt sjúklingi batni eftir meðferð hjá huglækni þarf það ekki að vera meðferðin sem er orsök batans. Sama gildir auðvitað um sjúkling sem hlýtur bata hjá menntuðum lækni. I öðru tilvikinu er hins vegar yfirleitt unnt að grafast fyrir um það hvað raunverulega gerðist í líkama sjúklingsins vegna þekkingar okkar á líffærum og líffærastarfsemi. I hinu tilvikinuríkirvanþekking- in að eilífu. Vanþekking á eðli læknisstarfs Skortur almennings á vitneskju um hlutverk, framfarir og getu læknisfræðinnar er um margt eðlilegur. Læknar eiga sjálfir nokkra sök á því að hjúþa iðju sína leyndardómi, og eins gefa þeir einatt í. skyn að fræði þeirra séu öruggari og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.