Tíminn - 20.03.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.03.1983, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 20. MARS 1983 5 óbrigðulli en þau eru í reynd. Sannleikurinn er sá • að læknisfræði telst ekki til nákvæmra vísinda, eins og t.d. eðlisfræði, þar sem skýringar á tilteknu ferli og forsagnir um þetta ferli haldast tryggilega í hendur. Enda þótt þekking okkar á starfsemi mannslíkamans hafi vaxið hröðum skrefum á undanförnum áratugum er enn langt i land að við vitum orsakir allra sjúkdóma og hvernig ráða á bót á þeim; enn fremur er þekking á verkan lyfja mjög af skornum sk'ammti. í rauninni eru það miklar ýkjur þegar sagt er að læknar lækni fólk. Nær sanni er að þeir aðstoði náttúruna við að lækna sjúkdóma, séu m.ö.o. miliigöngumenn. „Læknirinn er þjónn og túlkur náttúrunnar", sagði Hippokrates, faðir læknis - fræðinnar, réttilega forðum. Og Ambroise Paré, frægasti skurðlæknir Frakka á 16. öld, sagði um sjúklinga sína: „Ég skar. guð læknaði." Sams konar skilningur kemur fram hjá Jóni Péturssyni, sem var fjórðungslæknir á Norðurlandi 1775-81, svo enn sé vitnað til fornra rita: „Ekki er að vanþakka það, að nógar séu frásagnir hér vor á meðal um ýmisleg lækningafurðuverk sem gerð skuiu hafa verið í fornöld með því að græða hættuleg sár á skemmri tíma en náttúrlega er mögulegt, jafnvel setja svartan bóg á hvíta sauðkind og hvítan á svarta og fleiri þvílíkar hégiljur", skrifar Jón í Lxkningabók sína. „Þess- um hjátrúarþjónum vildi ég hafa það í eyra sagt: að handlækniskúnstin gerir minnst til að græða sár, en það er náttúran sjálf, sem hér á mestan hlut að. Það eina sem mannleg íþrótt kann þar við að gera er: að ryðja þeim hindrunum úr vegi sem bægja sárum frá að gróa; ber því að taka sérhvern framandi hlut burt úr sárinu, hvort heldur það er járn, tré, bein eða hvað annað sem er, svo fram sem það er mögulegt, ogfyrst þar á eftir skal binda um sem áður er sagt." „Læknirinn í líkamanum“ Hvort sem við köllum þetta læknandi og græðandi afl guð , eins og Paré, eða náttúru, eins og Hippokrates og Jón Pétursson, cða eitthvað annað, skiptir ekki máli. Við skiljum það ekki fremur en lífið sjálft en við vitum að það býr í lifandi líkama, og mætti kalla það „lækninn í líkamanum"; í því er ekki fólgin nein tilgáta um hvers eðlis það sé. Hversu slvngur sem þessi læknir í líkamanum er kemur það oft fyrir að hann getur ekki læknað hjálparlaust eða ekki svo fljótt og vel sem æskilegt væri, og þá er aðstoð góðs, menntaðs læknis ómetanleg. Sem dæmi unt hið síðara má nefna græðslu beinbrota og sára. Læknirinn í líkaman- unt græðir þau að vísu einn, en oftast mundu beinin gróa skakkt ef ekki væri búið um þau í réttum skorðum, og lækningin tæki lengri tíma. Og ef skurðir eru ekki hreinsaðir, saumaðir og varðir sýklum tekur græðslan miklu lengri tíma og árásir sýkla gætu þar að auki valdið hættulegri sýkingu sem.læknirinn í líkamanum gæti ef til vill ekki ráðið hjálparlaust við. Oft endranær gctur það riðið á lífinu að læknirinn í líkamanum fái hjálp nægilega snemma, t.d. að grefti sé hleypt út í tæka tíð, að gert sé við sprungið innyflasár, að utanlegsfóstur sé tekið o.s.frv., en jafnvel þá tekst lækningin ekki nema læknirinn í líkamanum sé fær um að vinna sitt hlutvcrk, gera við skemmdir sem gröftur hcfur valdið, græða skurðina sem læknir hefur gert o.s.frv. Hlutverk læknisins er að búa til skilyrði þess að læknirinn í líkamanum geti notið sín, aðstoða hann í baráttunni við sjúkdóm- ana. En þetta hlutverk er svo mikils varðandi að vart verður það metið um of né heldur hið annað hlutverk læknisins, heilsuverndarstarfsemin á öllum sviðum, en hún miðar jöfnum höndum að því að verja sjúkdómum og gera lækninn í líkamanum sem færastan um að inna af hendi sitt lækningastarf. Huglæknar geta læknað starfræna sjúkdóma Þrátt fyrir allar framfarir í greiningu sjúkdóma og lækningu leitar fjóldi sjúklinga læknishjálpar án árangurs, oft hjá hverjum lækninum á fætur öðrum. Það er skiljanlegt að sjúklingar sem ■ Sjúkrahús og læknastofur eru búin nákvæmum lækningatækjum og vel þjálfuðu og menntuðu starfsfólki. Þekking á líffærastarfsemi manna er nauðsynleg til að aðstoða náttúruna við að lækna alvarlega vefræna sjúkdóma. Þá dugir ekki handayfírlagning eða fyrirbæn huglæknis. ■ Sú aðstoð sem menntaður læknir veitir sjúkling byggist að umtalsverðu leyti á því að sjúklingurinn treysti lækninum og trúi á aðferð hans. Þessi læknir sem uppi var fyrir daga nútíma læknisfærði hafði ekkert að bjóða sjúklingum sínum annað en athygli og gott viðmót. (Eítir málverki Gerits van Brekelaunkam í Louvre-safninu í París). þannig er ástatt fyrir kjósa oft að leita á náðir undralækna af ýmsu tagi, neyta kynjalyfja (svo sem Bramalífselixírs eða Kvöldvorrósarolíu) cða nota kynjatæki (svo sem Voltakross). Það kemur fyrir að þessir sjúklingar hljóta óvæntan hata, eins og könnunin á rcynslu íslendinga af huglækning- um o.fl. er vísbending um. En hvernig stendur á því að fyrirbænir og handayfirlagningar gcta læknað sjúkdóma sem læknisfræði stendur ráð- þrota gagnvart? Fyrst er þess að geta að rannsóknir benda til (þ.á.m. fyrrnefnd ísl. könnun), að huglækningar og aðrar utangarðsleiðir í lækningum takist oftast þegar um starfstruflanir líffæranna er að ræða, en ekki verulegar skemmdir í líffærum, þ.e. þegar um starfræna sjúkdóma er að ræða en ekki vefræna. Slíkar starfstruflanir eru mjög algcn'gar. Margvíslegustu orsakir geta verið valdar af þeim. Þeim er það yfirleitt sameiginlegt að þær stafa af truflunum í sálarlífinu sem eiga stundum raunar rót sfna að rekja til ástands líkamans - svo scm ofþreytu af langvinnu erfiði um megn fram eða slekju af langvinnu iðjuleysi, sem er engu síður skaðlegt - en sjálfur stafar sjúkdómurinn þó af þeim sálrænu truflunum scm þetta veldur. Starf- rænir sjúkdómar geta líka stafað af áhyggjum, kvíða cða ótta í einhverri mynd. Margoft cr óttann að rekja til mikillar umhugsunar um líkamann og hin ósjálfráðu störf líffæranna. Mikilvæg líffæri og líffærastarfsemi, s.s. hjarta og æðar, mcltingarfæri, innrensliskirtlar o.fl. eru óháð viljanum, en því næmari fyrir geðshræring- um. Það er margreynt að það getur verið óhollt að beina athyglinni að störfum þeirra og vcldur meiri ogminni truflunum á þeim. Ef maðurtemur sér að vera sí og æ að athuga hjartslátt sinn og æðaslátt fer sjaldan hjá því að einhvern tíma verði hann eða þykist verða var við einhverja smávegis óreglu. Þetta veldur honutn geig: „Skyldi eitthvað vera að hjartanu?" hugsar hann. Sú hugsun veldur hjartslætti; hjartslátturinn magnar geiginn, hann verður að ótta, og smám saman verður maðurinn sannfærður um að alvarlegur hjartasjúkdómur gangi að sér og fer að finna til hinna og þessara sjúkdómseinkenna er hann heldur eða veit að hjartasjúkdómi fylgja. Mörg fleiri dæmi mætti nefna en þetta nægir til að sýna að slíkar starfstruflanir eiga langoftast, ef ekki ævinlega, rót sína í sálarlífinu, og verður þá auðskilið að lækning þeirra vcrður einnig fyrir sálarleg áhrif. Lykill að lækningu: traust eða trú Enn vcrður að geta þess að starfrænir sjúkdóm- ar eru þráfaldlega í för með líffærasjúkdómum og valda oft meiru um sjúkdómseinkenni en líffæra- skemmdirnar. Ef starfræni sjúkdómurinn batnar fyrir einhver sálarleg áhrif þá hverfa auðvitað þau sjúkdómseinkenni sem af honum stöfuðu, og sjúklingnum léttir meira eða minna, þótt líffæra sjúkdóinurinn haldi áfram. Hvers konar sálarleg áhrif hjálpa í hvert sinn, fer eftir skaphöfn sjúklings og hugarstefnu sem ræður því til hvers konar lækninga hann getur borið traust og trú. Það má svo að orði kveða að hinir sálrænu cða starfrænu sjúkdómarséu lokaðir inni i dularheimum sálarlífsins. Eini lykillinn að þeim er traustið eða trúin. Sá einn sem hefur þann lykil getur náð til þcssara sjúkdóma og unnið á þeim. cn hitt skiptir minna máli hvort handhafi hans er menntaður heknir. huglæknir, annars konar skottulæknir, kynjalyf, kynjatæki eða ein- hverjar aðrar lækningahégiljur. Þó allir læknar viti hve sálarjeg áhrif valda miklu um upptök sjúkdóma og lækningu er hætt við að margir þeirra vanmcti þau ósjálfrátt og geri minna úr sálrænum sjúkdómum cn rétt er, gleymi því að í augum sjúklingsins er starfrænn sjúkdóm- ur engu léttari en raunverulcgur líffærissjúkdóm- ur, enda mun hann sjaldnast geta greint þar á milli. Enn oftar mistekst lækningin vegna þess að sjúklinginn vantar það traust á lækninum sem þarf til þess aö sálarlcg áhrif frá honumgeti kontið að gagni. Margt á huldu um bata Huglækningar á alvarlegum líffærasjúkdómum cru ntun fátíðari en á starfrænum sjúkdómum, og ntörg dæmi um slíkar undralækningar scm ncfnd eru í afþrcyingarritum og bókum sálarrannsókn- armanna rcynast við nánari athugun ýkt eða spunnin upp. Svo er t.d. um kraftaverkasögur frá Lourdes í Frakklandi og víðar. Ástæðulaust er þó að véfengja að alvarlegir sjúkdómar hafi horfið eftir heimsókn huglæknis cða cftir bænir hans. Slíkt hcfur líka ntarg oft gerst án þess að nokkur lækning mcnntaðs ntanns Itafi veriö rcynd cða huglæknar kontiö við sögu. Þaö scm verið er að draga í efa hér er að bænir og handayfirlagningar huglækna séu orsakir bata. I þcssunt sjaldgæfu tilvikum vitum við cinfaldlcga ckki hvað hefur gerst í mannslíkamanum, og það er frumstæð ályktunarvilla að þakk’a huglækningum bata í suntum tilvikum, meðan við vitum ekki skýringar á hliðstæðum bata -í öðrum tilvikum. í þessu sambandi vegur það líka þungt á metunum að aldrci hefur vcrið leitt í Ijós að frá huglæknuin stafi nein mælanleg orka, og hafa þó sálarrann- sóknarmenn og dulsálfræðingar leitað slíkrar orku í nteira cn öld. Varað við oftrú á huglækningum í þcssari grcin hafa verið settar fram margs konar cfasemdir um huglækningar, og því haldið fram að á cndanum séu þær ekki „dularfullar" í viðteknum skilningi, hcldur megi skýra þær á sama hátt og við þykjumst gcta skýrt aðrar sálrænar lækningar. Ýmsar lækningar á sjúkdóm- um eru enn óskýrðar, enda þekking okkar á líffærastarfsemi mannslíkamans mikil takmörk sett. Hins vegar cr engin ástæða til að halda að læknisfræðileg þekking haldi ekki áfram að vaxa og þroskast, og í framtíðinni ráðunt við ekki við ýmsar gátur sent nú virðast óleysanlegar. Á mcðan við búum að vanþekkingu um þessi mikilvægu efni kjósa sumir að leita til trúarbragða eða hindurvitna. Þeir um það. Hér er ekki lagt til að starfsemi huglækna verði bönnuð, en rík ástæða er til að vara við oftrú á henni sem getur haft skclfilegar afleiðingar, svo sem í því dæmi að starfrænn sjúkdómur er læknaður fyrir sálarleg áhrif og sjúkdómseinkenni hverfa án þess að hinn vefræni sjúkdómur læknist. Þá er voðinn vís. Eru huglæknar og samherjar þeirra reiðubúnir að axla þá ábyrgð? - GM. ■ (Hcimildir: Mjög er stuðst við háskólafyrir- lcstra Sigurjóns Jónssonar læknis „Kynjalyf og kynjatæki" í Samtíð og sögu IV (1948) en það er eitt hið skynsamlegasta og rökfastasta scm um þessi efni hcfur verið ritað hér á landi. Einnig: William Nolen: „Psychic Healing" í Science and the Paranormal (1981) ; Erlendur Haraldsson: Ijessa heims og annars (1978) ; Jonathan Miller: The Body in Question (1978) o.fl.).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.