Tíminn - 20.03.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.03.1983, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 20. MARS 1983 SJÓNVARPSKETTIR SEM ■ Leikarínn Anthony Andrews sem Sebastian Flyte, ■ Jeremy Irons leikur Charles Ryder, höfuðsmann í breska liernum ■ Diana Quick fer með hlutverk Júlíu Flyte John Gielgud leikur Edward Ryder. Sýningar á Ættaróðalinu eftir Evelyn Waugh hefjast sunnudaginn 27. mars: HLOTIÐ HAFA VERÐ- LAUN OG FÁDÆMA LOF ■ Claire Bloom fer með hlutverk lafði Marchmain. Framhaldsmyndaflokkur I 11 þáttum um „fólk sem býr í höll- HVER VAR ‘ óðalsins. um og hefurengar áhyggjurnema þær sem eru sjálfskaparvíti” EVELYN WAUGH? ■ Ættaróðalið byrjar í sjónvarpinu 2,7. mars n.k. ■ „Ég er að skrifa yndisfagra bók um afskaplega ríkt og fallegt eðalborið fólk, sem býr í höllum og hefur engar áhyggjur nema þær sem eru sjálfskaparvíti; það eru púkar kynhvatar og drykkju- skapar. Þetta er þó hvort tveggja léttbært samanborið við vanda- málin nú á dögum“ skrifaði rithöfundurinn Evelyn Waugh í bréfi til lafði Dorotheu Lygon um þær mundir sem hann var að semja bókina Brideshead Revisited. Eftir bókinni hef- ur Granada sjónvarpsstöðin breska gert framhaldsmyndaflokk í ellefu þáttum fyrir sjónvarp. Þeir voru frumsýndir í Bretlandi haustið 1981, og sýndir í Bandaríkjunum í fyrra, og hafa hlotið fjölda viðurkenninga og vcrðlauna. og fádæma lof gagnrýnenda. Islenska sjón- varpið hefur nú tekið þessa þætti til sýningar og verður sá fyrsti á dagskránni sunnudaginn 27. mars n.k. Hafa þættirn- ir hlotið nafnið Ættaróðalið í íslenskri þýðingu Óskars Ingimarssonar. Sagan um Ættaróðalið hefst vorið 1954. Charles Ryder, velmetinn málari sem nú er höfuðsmaður í breska hernum, kemur ásamt herdeild sinni til nýrra bækistöðva. Þær reynast vera Bri- desheadkastali, staður þar sem hann átti Ijúfar og síðar sárar stundir á æskurárun- um. Hann lætur berast með minningun- um meira en tvo áratugi aftur í tímann þegar hann var ungur námsmaður í Oxford. Þar stofnar hann til náinnar vináttu við Sebastían Flyte, yngri son Marchma- in lávarðar á Brideshead. Sebastian býður Charles með sér til Brideshead- kastala og þeir eiga þár saman margar: ánægjustundir. Charles kynnist svo fjöl- skyldunni, lafi. Marchmain, dætrum hennar Júlíu og Kordelíu og eldri bróður Sebastíans, Brideshead lávarði. Ættfað- irinn, Marchmain lávarður hefur hins vegar yfirgefið heimilið og býr með ástkonu sinni í Feneyjum. Charles verð- ur sem heillaður af þessu fólki þrátt fyrir viðvaranir vina sinna. Þó undrast hann oft þann áhrifamátt sem kaþólsk trú virðist hafa yfir gerðum þess og skoðun- um. Sebastían óttast að ættingjar sínir taki Charles frá sér. Ótti hans er ekki ástæðu- laus því að Charles fellir hug til Júlíu systur hans. Þeir vinirnir heimsækja Marchmain lávarð í Feneyjum. Ástkona hans Cara. varar Charles einnig við að ánetjast Marchmainfjölskyldunni. Eftir heimkomu þeirra fara skuggahliðarnar á þessu glæsta lífi að koma betur í ljós. Sebastían verður æ vínhneigðari og Charles er að nokkru kennt um. Júlía giftist framagjörnum stjórnmálamanni og loks er Charles útskúfað úr þessum hópi. Hann snýr sér að málaralist og öðlast frama á því sviði. Síðar hittir Charles Júlíu aftur en trúin er þeim enn fjötur um fót. Lengra verður þráðurinn ekki rakinn af sögu þessara glæsimenna og kvenna sem áttu blómaskeið sitt milli tveggja heimsstyrjalda. Höfundurinn lýsir þess- ari forréttindastétt sem spilltri og glat- aðri en þeir eiga helst uppreisnar von sem halda fast við fornar dyggðir. tryggð og trúfestu. ást og mannkærleika eða bjargast vegna einlægrar trúar. ■ Evelyn Waugh, höfundur Ættar- óðalsins, er fremur lítt þekktur hér á landi, a.m.k. hafa verk hans ekki veríð íslenskuð til þessa. Hann fæddist 28. október 1903 í úthverfi Lundúna, og var yngri sonur virts bókaútgefanda. Eldrí bróðir hans varð einnig ríthöf- undur. Evelyn var sendur í Lancing menntaskólann í Sussex þar sem nem- endur voru aldir upp í trú og aga. Evelyn var snemma trúhneigður en að öðru leyti var hann uppreisnargjarn. í Lancing skrifaði hann t.d. leikrit um undirokun skólapilta og hélt dagbók sem er fyrir ýmsa hluti merkileg. Hún er eina reglulega dagbók, sem varð- veist hefur frá skólaárum merks rit- höfundar og í henni birtust þættir, sem síðar einkenndu skrif Waughs, stílsnilld, efahyggju, yfirsýn og kald- hæðni. Frá Lancing hélt Evelyn Waugh til Oxford þar sem hann hafði hlotið styrk til að nema sagnfræði við Hert- ford College. Þar kynntist hann helstu menningarvitum háskólans, sem marg- ir hverjir voru af auðugum aðalsættum og tók mikinn þátt í félagslífi þeirra. Sum þau kynni, sem Waugh stofnaði til á skólaárunum í Oxford, entust ævilangt, t.d. vinátta hans við Beauc- hampfjölskylduna á Madresfield, sem margir telja að sé fyrirmynd Marchma- infjölskyldunnar á Brideshead. Að loknu háskólanámi var framtíðin óviss. Næstu fjórum árum eyddi Waugh í föðurhúsum og kannaði ýms-. ar leiðir til að ala önn fyrir sér. Hann hóf nám í prentiðn, velti fyrir sér að gerast kaþólskur prestur, byrjaði á skáldsögu og reyndi fyrir sér í blaða- mennsku. Tvo vetur var hann við kennslu, en var rekinn fyrr drykkju- skap og óspektir. Loks fitlaði hann við smíðanám. Árið 1928 náði hann sér á strik. Hann heitbast Evelyn Gardner, sem var dóttir lávarðar, og þótti þá sýnt að sú atvinna, sem þeim væri helst sam- boðin, væri ritstörf. Fjórum mánuðum eftir hjónavígsluna kom fyrsta skáld- saga hans út, Decline and Fall, sem vakti töluvert fjaðrafok. Tveimur árum síðar kom út Vile Bodies sem hlaut enn betri viðtökur. Um líkt leyti slitnaði upp úr hjónabandinu. Waugh tók skilnaðinn mjög nærri sér og kemur beiskja hans skýrt fram í næstu verkum. Næstu sjö árin var hann á sífelldum ferðalögum við Miðjarðar- hafið, í Afríku og í Suður-Ameríku. Afraksturinn af þessu flökkulífi urðu nokkrar ferðabækur og síðan skáldsag- an A Handful of Dust sem talin var besta bók hans fram að því. Árið 1930 snerist Waugh til ka- þólskrar trúar, en það telur hann hafa verið mikilvægustu ákvörðun, sem hann tók á ævinni. 1937 kvæntist hann á ný Lauru Herbert, sem einnig var kaþólskrar trúar og af aðalsættum. Þau settust að á óðalssetri í Gloucester og eignuðust saman börn. Lífið var komið í fastar skorður en þá braust styrjöldin út og Waugh lét skrá sig til herþjónustu, þá 36 ára að aldri. Hann barðist í Norður-Afríku og á Krít og var gerður að höfuðsmanni. Síðan tók við aðgerðalítið tímabil sem reyndi mjög á þolinmæði Waughs. hann féll í ónáð hjá yfirmönnum sinum vegna hirðuleysis um aga og reglur. Loks virtist rofa til í árslok 1943. Waugh var sendur til þjálfurnar í fallhlífarstökki sem gaf von um virka herþjónustu á ný. Svo fór að hann braut bein í fæti við æfingar og varð að hætta. Waugh var nú orðinn fertugur og vonir hans um frekari hetjudáðir og frama í hernum mjög farnar að dofna. Hann hafði fengið hugmynd að nýrri skáldsögu og fór fram á sex mánaða leyfi til ritstarfa. Það var veitt og Waugh settist að á rólegu gistihúsi í Devon og hóf að rita Brideshead Revisited (Ættaróðalið). Að verki loknu var hann sendur til Júgóslavíu til aðstoðar skæruliðum Títós hershöfð- ingja. Þar lenti Waugh í flugslysi og fékk eftir það lausn frá herþjónustu. Eftir stríð gerðist hann mjög af- kastamikill við ritstörfin og kom hver bókin út á eftir annarri. Síðasta skáld- saga hans var Sword of Honor sem byggðist á reynslu hans af her- mennsku. Heilsu Waughs fór hrak- andi. Hann þjáðist af þunglyndi og svefnleysi. Svefnlyf og stöðug áfeng- isneysla bætti ekki úr skák. Börnin voru farin að heiman, samkvæmislífið hafði misst aðdráttaraflið. Allt var á fallanda fæti nema gæði verka hans, sem áttu þó erfiðar uppdráttar en áður. Síðasta bók hans A Little Lcarn- ing var upphaf ævisögu sem honum auðnaðist ekki að Ijúka. Evelyn Waugh lést af hjartaslagi á páskadag árið 1966.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.