Tíminn - 26.03.1983, Blaðsíða 20

Tíminn - 26.03.1983, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)775-51 4 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bila til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag abriel pHÖGGDEYFAR H y OJv a r a h I u 11 r. s.-mi 365i o. ■ wmm „VIRÐINGARLEYSI GAGNVART KONUM” — segir Sigríöur Dúna, efsti maður á lista kvenna- framboðs í Reykjavík ■ „Viö -mötaij5luflv„þessflri afgreiðslu'-. út'varpsraðs ,<harð- lega," sagði Sigríéír0;". únh Ukjósendur ■5ÍI imsonnunj á landinu öllut Uessi ákvörðun Kristmundsdóttir efsti maður á lista kvennalistans í Reykja- vík, þegar Tíminn spurði hana álits á þeirri ákvörðunm út- varpsráðs að takmarka tíma kvennalistans í fjölmiðlum fyr- ir kosningarnar, miðað við flokkana fintm. „Við bjóðum fram ( þr«m kjördffimum og í þeim kjör- ráðs er vanviróa við þessa kjós- endur sem með þessum haetti er meinað að kynna sér alla frambjóöcndur jafnt. Að ckki sé minnst á það virðingarlcysi gagnvart konum sem kemur fram í þessari ákvörðun. Hún segir meira en mörg orð um það hvað við erum að berjast. “ Útvarpsráð ákvedur kosningadagskrána: KVENNAUSTINN EKXI MED f LOKMIMRÆÐUNUM ■ „Útvarpsráð ákvað á fundi sínum í gær, fyrirkomulag í sjónvarpi og hljóðvarpi vegna alþingiskosninganna 23. apríl n.k. Hvað sjónvarpið áhrærirþá , fara fyrst fram í sjónvarpssal. svokallaðar framboðskynningar 11.12. og 13. apríl. Þessir þættir verða eftir kvöldfréttir og hefjast um kl. 20.40 hvert kvöld. Þar fær hver flokkur sem býður fram í öllum kjördæmum að- stöðu til kynningar í 20 mínútur hver flokkur. Kvennalistinn fær 15 mínútur. I öðru lagi verða í sjónvarpi svonefndir kjördæmafundir, þar verða hringborðsumræður, ein klst. fyrir hvert kjördæmi. Þessir fundir verða á dagskrá frá 16. til 20 apríl. Allir listar sem bjóða fram í hverju kjördæmi verða með. Loks var ákveðið að föstu- daginn 22. apríl, kvöldið fyrir kosningar skyldu fara fram hringborðsumræður í sjón- varpssal þar þátttaka fulltrúar flokkanna fimm sem bjóða fram í öllum kjördæmum. Hlutur hljóðvarpsins verður með þeim hætti að þar munu fulltrúar flokkanna svara spurn- ingum, en spyrjendur verða frá ríkisútvarpinu. Þessir þættir verða á dagskrá eftir kvöldfréttir og standa í 20 mínútur hver. Fulltrúi kvennalistans kemur fram í þessum þætti, en með skertum tíma eins og í framboðs- kynningunni í sjónvarpi. Eining var um þessa tilhögun í útvarps- ráði. - JGK RAÐSINS ER RONG’’ — segir Haukur Ingibergs- son, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins ■ „Eg er þeirrar skoðunr að þessi ákvörðun útvarpsráðs sé röng,“ sagði Haukur lngi- bergsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, ísamtali við Tímann í gær, er hann var inntur álits á þeirri ákvörðun útvarpsráðs að útiloka Kvennaframboðið frá hring- borðsumræðum formanna stjórnmáiaflokkanna í bcinni útsendingu úr sjónvarpssal þann 22. aprii n.k. „Kvennaíramboðið býður fram í þeim kjördæmum þar sem mikill meirihluti þjóðar- innar býr, og samtök þessi eru landssamtök, sem hafa, að því er mér skilst starfsemi í fleiri kjördæmum en þeim þremur þar sem boðið verður fram,“ sagði Haukur, „en það er eftir sem áður staðreynd, að í þeim kjördæmum sem Kvenna- framboðið býr, er meirihluti þjóðarinnar, og þeir kjósendur þurfa að taka afstöðu til Kvennaframboðsins. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að þessi ákvörðun útvarpsráðs er í samræmi við vinnureglur sem útvarpsráð hefur áður unnið eftir, þannig að cg skil að sumu leyti þess afstöðu.^g Jardstöð við hlið Skyggnis: INOTKUN A NÆSTUNNI ■ Nýja jarðstöðin er eign Pósts og síma, en verður leigð varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli að minnsta kosti fyrst um sinn. ■ „Það er erfitt fyrir okkur að fullyrða nokkuð um hvenær jarð- stöðin verður tekin í gagnið, en þessu miðar mjög vel, svo ég býst við að hún verði tilbúin til notkunar einhvern tíma á næst- unni, líklega innan tveggja mán- aða,“ sagði Jón Þóroddur Jónsson, verkfræðingur hjá Pósti og síma, þegar hann var spurður um hvenær jarðstöðin, sem stofnunin er að reisa við hlið Skyggnis, og verður leigð varnar- liðinu á Keflavíkurflugvelli fyrst um sinn a.m.k. yrði tekin í notkun. - Hvað er stöðin stór miðað við Skyggni? “Loftnetið er 13 metrar í þvermál, en Skyggnir er 32. Flatarmál Skyggnis er um 900 fermetrar, en þessi er um 150 fermetrar," sagði Jón Þórodd- Að sögn Jóns Þóroddar er jarðstöðin nýja eign Pósts og síma að öllu ley.ti, en hins vegar verður hún eingöngu notuð til móttöku á sjónvarpsefni fyrir varnarliðið til að byrja með. Hann sagði að bandarískt sjón- varpsefni frá Intelsat gervihnetti, myndi fara um jarðstöðina 24 tíma í sólarhring, og því yrði sjónvarpað til varnarliðsmanna eingöngu. - Sjó dropar Skólameistar- inn upprætti „Heimilis- friðinn“ ■ Vegna gruns um að nem- endur Fjölbrautarskólans á Sauðárkróki sem dveljast í heimavistinni hefðu hjá sér hassplöntur til ræktunar á her- bergjum sínum, gekk skóla- meistarinn nýlega i öll herbergi og gerði þar upptæk öll grun- samleg blóm. Dagur á Akureyri segir að grunurinn hafi aðallega beinst að einni tegund blóma, sem vægðarlaust var upprætt, þrátt fyrir eindregin mótmæli nem- enda. Var sýnishorn af því sent suður til ræktunar, en að rann- sókn lokinni kom í Ijós að hér var ekki um hassplöntu að ræða, heldur blóm sem til eru á nær hverju heimili og nefnast „Heimilisfriður.“ Má því segja að skólameistarinn hafi farið með „Heimilisfriðinn“ í heimavistinni. Á eina fulla ■ Jón gamli lá á banasæng- inni og var að stúta sig á brennivíni, þegar presturinn kom að vitja hans hinsta sinni. „Svo þetta er þá eina hugg- unin þín á banasænginni,“ sagði prestur. „O, sei, sei, nei,“ sagði Jón. „Ég á aðra fulla undir rúminu.“ Fleiri dreymir þunglega en Karvel ■ Bolvíkingar hafa sem kunnugt er lyft Karvel Pálma- syni í söðulinn sem þingmanni til þessa og mun hann enn treysta á atfylgi þeirra. En fleiri eiga mikið undir velvild og miskunn Bolvíkinga komið en Karvel. Svo er nefnflega mál með vexti að þar á bæ hafa þeir ákveðið að kjósa um í leiðinni hvort hundahald verði leyft í Bolungarvík eða ekki og er það því við orð haft vestra að fleiri en Karvel hafi nú þungar draumfarir og beri kvíðboga fyrir kjördegi. Krummi ... ...segir: ÁFRAM UNIPOOL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.