Tíminn - 26.03.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.03.1983, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 26. MARS 1983 Útgetandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gfsli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrimsson og Atli Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útiitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð i lausasölu 15.00, en 18.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 180.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Skýjakljúfar án undirstöðu ■ Tveir stjórnmálaflokkar, Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðubandalagið, hafa birt kosningastefnuskrár, sem um flest eru keimlíkar. Um þær má óhætt segja, að þær einkennist af samkeppni um fögur loforð. Flokkarnir ætla að efla hvers konar framfarir til sjós og lands. fleir ætla að auka og bæta hvers konar þjónustu. Þeir ætla að tryggja næga atvinnu og , batnandi lífskjör. Vandi þjóðarinnar og vandi kjósenda er ekki mikill, ef dæmt er eftir þessum stefnuskrám. Það þarf ekki annað en að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða Alþýðubandalagið, þá breytist allt og batnar af sjálfu sér. Fví miður er málið ekki svona einfalt. íslendingar búa við margvíslegan vanda í efnahagsmálum eins og raunar allar þjóðir um þessar mundir. Það ríkir mikil efnahags kreppa í heiminum, sem hefur í för með sér margvísleg óhagstæð áhrif á viðskiptakjör.Til viðbótar hefur komið tilfinnanlegt aflaleysi. Loðnuveiðar hafa dregizt saman að mestu og þorskveiðar verulega. Þessum erfiðleikum til- viðbótar kemur svo það, að verðbólga er mikil og fer vaxandi. Hún mun leiða til stöðvunar og atvinnuleysis, ef ekki verður tekið ákveðið í taumana. Takist ekki að ná taumhaldi á verðbólgunni, eru öll hin fögru loforð í stefnuskrám flokkanna hreinustu skýjaborgir. Þau minna á mann, sem þykist geta reist skýjakljúf, án þess að hugsa nokkuð um undirstöðuna. Það er sameiginlegt með stefnuskrám Sjálfstæðisflokks- ins óg Alþýðubandalagsins, að þar er forðast að minnast á nokkuð, sem er líklegt að ráða bót á verðbólguvandanum í náinni framtíð. Þessir tveir flokkar þykjast m.ö.o. geta reist skýjakljúfa án undirstöðu. Kjósendur ættu að forðast að láta blekkjast af slíku. Þeir eiga að krefjast skýrra svara af flokkunum um það, hvernig þeir ætli að snúast gegn verðbólguvandanum með raunhæfum aðgerðum strax á næsta þingi og þingum. Þar gildir ekki að benda á aðgerðir eða framkvæmdir, sem ekki koma í gagnið fyrr en eftir nokkur ár eða áratugi, eins og ný álver. Það verður að vera aðgerðir, sem koma til framkvæmda strax. Kjósendur eiga ekki að dæma flokkana eftir sjónhverf- ingum heldur því, sem þeir þora að leggja til um tafarlausar aðgerðir. Það veltur á þessu, hvort kosningarn- ar leiða til endurreisnar eða upplausnar. Mesta vígbúnaðar- kapphlaup sögunnar ■ Ótrúlegt er annað en að mörgum hafi brugðið við þá tilkynningu Reagans forseta, að stjórn hans hyggist koma upp geislavirku varnarkerfi út í geimnum. Tilgangur þess verði að eyðileggja eldflaugar með kjarnavopn. Svar Rússa við þessu verður vafalítið hið sama og alltaf áður. Það er að keppa við Bandaríkin í tækniþróuninni. Rússnesk kjarnorkusprengja fylgdi í kjölfar bandarísku sprengjunnar, rússnesk eldflaug í kjölfar bandarísku eldflaugarinnar og þannig koll af kolli. Vafalaust mun rússneskt geislavirkt varnarkerfi út í geimnum fylgja á eftir því varnarkerfi, sem Reagan hyggst koma upp. Miklar líkur benda til að hér geti verið að hefjast mesta vígbúnaðarkapphlaup sögunnar, sem endi með því að eitra allt andrúmsloftið. Þ.Þ. skrifað og skrafað Konur í pólitík. Það kemur líklega úr óvæntri átt í málgagni Fram- sóknarflokksins að fara að hæla konum á Alþingi, því flokkur sá hefur ekki átt því láni að fagna um árabil að eiga fulltrúa af þeirri tegund þjóðfélagsþegna kjörna full- trúa á löggjafarsamkund- unni. Samkvæmt prófkjörum og skoðanakönnunuin og hvað þetta nú allt heitir eru ekki líkur á að úr þessu rætist í bráð. Sá er hér hripar hefur lent í þeirri aðstöðu að fylgj- ast með störfum Alþingis um tveggja ára skeið og er mis- hrifinn af því sem þar fer fram, en það verður að segj- ast eins og er, að þær örfáu konur sem þar starfa eru í engu eftirbátar fulltrúa af hinu kyninu og undirbúa og flytja sín mál af engu minni þekk- ingu og einurð en sú karla- samkunda er þar situr fyrir. Þær Salóme Þorkelsdóttir, Guðrún Helgadóttir og Jó- hanna Sigurðardóttir hafa síður en svo kastað rýrð á svokallaða virðingu Alþingis en sá karlpeningur sem þar ræður ríkjum, og enn síður setur stofnunin ofan þau tímabil sem Sigurlaug Bjarnadóttir hleypur í skarð- ið fyrir þá Matthías Bjarna- son og Þorvald Garðar. Það er skaði fyrir íslenska þjóð og ekki sæmandi vegna þeirra jafnréttishugsjóna sem nú eru uppi að konur skuli ekki eiga meira fylgi að fagna í löggjafarstarfinu en raun ber vitni. Það sem veldur þessari tregðu er áreiðanlega bæði sök karla sem kvenna og engin einhlít svör eru til við hvers vegna. Að vonum hafa konur velt þessu máli talsvert fyrir sér og komist að ýmsum niður- stöðum en fáum einhlítum og ekki er laust við að þetta hafi borið á góma hjá karl- mönnum líka, en allt ber þetta að sama brunni. Þegar til kastanna kemur er eins og að konur séu þriðja flokks þegnar þegar að kjörborðinu kemur, og þá fyrst og fremst í prófkjöruni og skoðana- könnunum. Þrátt fyrir há- fleygar yfirlýsingar og sýnd- arvilja til að breyta þessu situr; allt í sama farinu, karlar nær einoka framboðslista stjórn- málaflokkanna og konur bjóða fram sérlista. Ef eitt- hvað er að marka orðaflóðið um jafnrétti kynjanna og skrúðmælgina um rétt kvenna o.s. frv. er þetta ástand illþolandi. Konur jafnt sem karlar búa í sama þjóðfélagi, lúta sömu lögum og nánustu tengsl kynjanna eru innan fjölskyldunnar, sem allir þykjast vilja vernda nema rauðsokkar og löggjaf- arvaldið, en þegar kemur að raunverulegum vilja til jafn- réttis brestur bæði þor og vilja. Unnur Stefánsdóttir veltir þessum málum upp í Tíma- num og skrifar: „Af hverju ekki fleiri konur í pólitík? Fyrir stuttu sat ég ráð- stefnu Jafnréttisráðs, um stjórnmálaþátttöku kvenna. Þar kom m.a. fram í framsögu- erindum hve fáar konur hafa starfað á Alþingi og í sveitar- stjórnum á þessari öld og hve þróun í þeim efnum er hæg. Það kom fram á þessari ráð- stefnu að aðeins 30% af þeim sem starfa í hinum pólitísku flokkum eru konur. Hvað veldur? Bent var á að starf flokkanna væri byggt upp af körlum og allt skipulag starfs- ins miðaðist við þarfir þeirra s.s. fundatími. Konur væru oft minna menntaðar en karl- ar og þar af leiðandi í verr launuðum störfum og ættu ekki eins auðvelt með að hlaupa á fund í vinnutíman- um. Konur bæru yfirleitt meiri ábyrgð á heimili og börnum og þar af Ieiðandi hefðu þær minni tíma til ábyrgðastarfa s.s. starfi í pólitík. Var Rauð- sokkahreyfingin of öfgafull? A síðasta áratug þegar Rauðsokkahreyftngin var sem virkust, tel ég að allt of langt hafi verið gengið í jafnréttiskröfunum. Konur áttu að gera allt það sama og karlmenn og öfugt, að þeirra mati. Mikill hluti kenna var mótfallinn svo stóru „öfga- stökki“ á stuttum tíma og karlmenn hentu gaman að og sögðu: „Það er fáránlegt að tala um jafnrétti á öllum sviðum, t.d. höfum við ekki ennþá fengið að ganga með börnin". Ýmislegt bendir til að þessi öfgafulli málflutn- ingur Rauðsokka hafi orðið til tjóns fyrir málstaðinn, þótt þær hafi vissuleg komið ýmsu til leiðar. Ef Rauð- sokkahreyfingin hefði farið hægar í sakirnar, álít ég að jafnrétti og skilningur á því væri kominn mun lengra en raun ber vitni. Konur og pólitík Ég tel að sjálfsögðu að konur séu ekki síður fallnar til að sinna pólitísku starfi en karlmenn. En það er stað- reynd sem ekki þýðir að horfa framhjá, að færri konur en karlar hafa áhuga á pólitík og þvf verður ekki breytt á skömmum tíma. Mér finnst það því fráleit hugmynd að ætlast til þess í dag að jafn margar konur og karlar skipi sæti á lista í alþingiskosning- um eða bæjarstjórnarkosn- ingum. Alþýðubandalagið lét sig þó hafa það að skipta jafnt milli kynja t.d. við síð- ustu bæjarstjórnarkoningar. Þannig uppröðun er ég al- gjörlega á móti. Að mínu mati á að velja á framboðs- lista eftir einstaklingum og hæfileikum þeirra, en ekki eftir kynferði eða líkams- þyngd. Kvennaframboð eða ekki? Konur hafa að undanförnu tekið sig saman um myndun sérstakra kvennalista. Það er út af fyrir sig ekkert við það að athuga þótt konur bindist iamtökum um framboð, ef það er gert til þes að vinna ákveðnum þjóðmálum framgang, en það er andstætt jafnréttishugsjóninni, að bjóða fram kvennalista til þess eins að koma konum á þing. Eða getur það talist eðlilegt á jafnréttistímum að hafa sér kvennalista eða karlalista? Ef konur vilja komast í sæti efst á framboðs- Iistum, þá verða þær að berj- ast fyrir þeim, rétt eins og karlmenn verða að gera., Þetta er enginn dans á rósum og það eru ekki allir sem komast efst, þetta á við um bæði kynin. Það er mín sann- færing að ef kona hefur áhuga og vilja til að vera þátttak- andi í pólitísku starfi innan stjórnmálaflokkanna þá hafi hún jafna möguleika og karl- maður.“ Konur hafa bæði vilja og getu til að fást við stjómmála- störf en einhver óttaleg tregða er í okkur flestum til að veita þeim það umboð sem til þarf. Sérframboð kvenna eru tímaskekkja sem verður að leiðrétta. O.Ó starkaður skrifar Af hverju eng- inn leidari um dómsmála- ráðherrann? ■ STUNDUM afhjúpa fjölmiðlar hina raunverulegu stöðu sína ekki aöeins með því sem þeir birta, heldur ekki síður með því sem þeir birta ekki. Fyrir skömmu birtist til að mynda kjaftfor leiðari i DV (þessu „frjálsa og óháða“), þar sem samgönguráðherra var rakkaður niður fyrir stöðuveitingu. Flestir töldu þessar árásir með öllu ómaklegar. Nokkru síöar gaf annar ráðherra að margra dómi gróft tilefni til gagnrýni af því tagi, sem fram kom í áðurncfndum leiðara. Síðan hafa menn leitað með logandi Ijósi að nýjum leiðara í DV um bananalýðveldið íslands, þar sem m.a. mætti aftur lesa eftirfarandi gullkom: „Samkvæmt siðareglum bananalýðveldisins þótti dómsmála- ráðherra við hæfi að skipa þennan flokksbróður sinn í embættið, sniðganga menntun og reynslu hins hæfasta manns til þess að koma einum dyggum stuðningsmanni með flokks- skírteini fyrir á jötunni... Til hvers eru ungir og hæfir menn að leggja á sig langt nám, verja h'fsstarfi sínu hér heima á Fróni * og öðlast yfirburöa þekkingu, ef flokksskírteini í Sjálfstæðis- flokknum eru þyngri á vogarskálum þegar kemur að embættis- frama og ábyrgð? Ráðherrann hefur orðið sér og flokki sínum til skammar. Bananalýðveldið hefur aftur á móti eignast góðan liðsmann". Nei, þessum leiðara hafa lesendur DV mátt bíða eftir árangurslaust. Ástæðan? Auðvitað sú, að í fyrra tilvikinu var ráðherrann framsóknarmaður, en í því síðara sjálfstæðismað- ur, sem þar að auki var að skipa traustan Geirsmann í embættið. Þannig haga menn sér þegar þeir eru „frjálsir og óháðir“. ANNARS tók Morgunblaðið rögg á sig um daginn og skammaði DV fyrir hvað það væri háð Sjálfstæðisflokknum. Um það sagði í leiðara Moggans: „í forystugrein í DV í fyrradag er Morgunblaðið enn einu sinni talið “flokksblað". Það er meira en tímabært að DV upplýsi lesendur sína um tengsl þess við einn stjórnmálaflokk- anna. Frá því að blaðið var stofnað hefur annar ritstjóri þess átt sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og er nú í framboði fyrir þann flokk til Alþingis. Hvorugur ritstjóra Morgunblaðs- ins, svo dæmi sé tekið, á sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins eða á framboðslistum Sjálfstæðisflokksins. Það fer náttúrlega ekki á milli mála, að tengsl DV við Sjálfstæðisflokkinn eru sterkari en tengsl Morgunblaðsins við þann flokk“. Þetta segja Moggamenn, og auðvitað er það öllum Ijóst, að DV reynir að sigla undir fölsku flaggi þegar það segist vera „frjálst og óháð“ stjórnmálaflokkunum. Auðvitað er það málgagn Sjálfstæðisflokksins. Hver heldur að Ellert B. Schram, fjóröi maður á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gerist „frjáls og óháður" flokki sínum þegar hann skrifar leiðara í DV um stjórnmál? Auðvitað sjá alhr að það er út í hött, og DV ætti að láta af þessum barnaskap - eða tryggja það að ritstjórar blaðsins séu ekki sjálfir að vasast í pólitík eins og krafist var hér áður fyrr á Vísi. Það er frumforsenda þess að hægt sé að taka slagorð af þessu tagi, sem auðvitað eru alltaf vafasöm, alvarlega. -Starkaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.