Tíminn - 26.03.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.03.1983, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 26. MARS 1983 ð Haraldur Ólafsson: Skömm að til skuli láglaunahópar ■ Fyrir nokkrum vikunr skrifaði ég grein þar sem ég kallaði láglaunabæturn- ar svokölluðu þjóðarskömm. Það kom illa við marga, en þó ekki þá, se'm skildu, að hér var verið að ræða um eitthvert þýðingarmesta mál íslenzku þjóðarinnar. Það er skömm, að til skuli vera láglauna- hópar í þessu landi, þessu auðuga og góða landi þar sem jöfnuður og gott mannlíf ætti að geta þróast fremur en i flestum öðrum löndum. Það er skömm fyrir okkur íslendinga að greidd séu laun í landinu, sem ekki duga fyrir brýnustu lífsnauðsynjum hvað þá meira. Ég talaði nýlega við nokkra úr starfsstétt þar, sem útborguð laun fara ekki fram úr 8000 krónum á mánuði. Ef þetta eru laun, sem bætast við laun maka, þá má vera, að unnt sé að draga fram lífið á þeim. En eigi einstaklingur, ef til vill með börn á framfæri, að lifa af þessu þá er hann slyngari og hagsýnni en allur þorri manna. Hvað gerir sá, sem hefur slík laun? Hann fer í aðra vinnu, hann reynir eftir megni að bæta fjórum tímum við venjulegan vinnudag. í þetta fólk er svo slett láglunabótum samkvæmt því úthlutunarkerfi, sem Al- þýðubandalagið dreymir um að koma á i landinu, kerfi, sem tryggir, að þcgnarn- ir eigi allt sitt undir náð og miskunn valdhafanna. Réttur til mannsæmandi launa I þessu máli hefurverkalýðshreyfingin brugðizt, atvinnurckendur hafa brugðizt, þingmenn hafa brugðizt. Það eiga ekki að vera til neinir láglaunahópar í þjóðfélaginu. Hvcr og einn á rétt á að fá mannsæmandi laun fyrir vinnu stna, laun sem duga honum vel til að lifa lífinu, standa í skilum með eðlilegar skuldbindingar, og gera honum fært að njóta frístunda og einkalífs. Það hefur lengi vcrið skoðun mín, að venjuleg daglaun eigi að nægja hverjum einstak- lingi til framfæris sér. Aukavinna og yfjrvinna á að vera undantekning, ekki regla. En það er eins og hvorki verka- lýðshreyfingin né vinnuveitendur hafi áhuga á að breyta þcssu. Það er skiljan- legt að vinnuveitendur séu ánægðir með þetta kerfi. Það tryggir þeint minni launagreiðslur á samdráttartímum. En hvað um verkalýðsforystuna? Árum saman hefur hún talað um hækkun lægstu launa, en niðurstaðan hefur alltaf orðið sú sama: jöfn prósentuhækkun, sem færir hinum hærra launuðu meiri tekjur, en hinir lægst launuðu halda áfram að þokast niður á við í óðaverð- bólgunni og fjármálaöngþveitingu. Sameinast í andstæðu Forystumenn Alþýðubandalagsins og Sjálfstæðisflokksins hafa nú sameinast í andstöðu sinni við vísitölufrumvarpið svokallaða, sem Gunnar Thoroddsen lagði fram skömmu fyrir þinglausnir. Þar var gert ráð fyrir, að tekið verði upp nýtt verðmiðunarkerfi fyrir laun, verð- bótatímabilum verði fækkkað, og jafn- framt verði vísitalan óháð breytingum á óbcinum sköttum og gjaldskrám raf- og hitaveitna. Þetta eru ekki stórvægilegar breyting- ar, en miða þó í rétta átt. En samfylking Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks kýs, að láta aðila vinnumarkaðarins semja um þessi mál, svo hönduglega sem til hefur tekizt á undanförnum áratugum um ýmsa samninga. Mín skoðun er sú, að það séóverjandi með öllu, að verðbætur samkvæmt vísi- tölu konii hlutfallslega jafnt á öll laun. Þaðerenginskynsemi íþví, að ráðhcrrar fái verkarriannslaun í verðbætur cinar saman en vinnandi fólk fái upphæð, sem ekki dugar einu sinni til að greiða gjafabréf til SÁÁ. Eins og jafnan fyrr eru konur fjöl- mennastar í láglaunahópunum. Er ckki kontinn tími til að þær neiti að taka þetta .hlutverk að sér. Dýrtíðaruppbót Launamál eru viökvæm, og hér á landi er nú svo komið. að launataxtinn segir ■ Haraldur Ólafsson ekki nema hálfa sögu um kjör fólks. Skattamálin koma líka við sögu. Um það verður rætt síðar. En getum við ekki sameinast um, að útrýma hugtakinu láglaunahópur, að tryggja öllum sæmileg laun fyrir eðlilegán vinnudag. Ef til vill væri einmitt unnt að ná þessu markmiði et vísitalan væri tekin úr sambandi, og í stað hlutfallshækkunar allra launa með jöfnu millibili, kæmi dýrtíðaruppb.ót, sem væri hin sama fyrir alla. Það gæti vcrið fyrst.a skrefið til að lyfta þeim upp sem lægst liafa launin. Et til vill er engin leið önnur cn þingið grípi í taumana og setji lög um lágmarks- laun í landinu. Ný sannindi um hvali ■ í Tímanum 9.3. s.l. er mjög góð grein eftir Rósu B. Blöndal sem hún kallar „Arnarfjarðarhvalir". Þessi grein hennar er byggð á heilbrigðum tilfinn- ingum fyrir málefninu og einnig á talsverðri þekkingu. Margt sem þar kem- ur fram er tímabært að íhuga vandlega. Það sem hún segir um hvalveiðar við Arnarfjörð er rétt að vekja athygli á. Það er einnig satt sem hún segir, „að útdauðir dýrastofnar verða ekki endur- heimtir“. Allir Islendingar ættu að taka grein Rósu B. Blöndal alvarlega og íhuga hana vandlega. Hins vegar má bæta ýmsum nýjum upplýsingum við hina góðu grein hennar, upplýsingum sem einnig væri rétt að íhuga dálítið. Það hefur til dæmis ekki verið neitt leyndarmál að vissar kjarnorkuvopna- þjóðir hafa lengi reynt að temja hvali með það sem markmið að nota þá til hernaðarnjósna, og ennfremur, í kom- andi stríði, nota hvali til árása á skip og kafbáta á höfum úti. Hægt er, með sérstakri tækni að koma fyrir ýmsum tækjaútbúnaði undir „húð“ hvalsins. Og til að útvíkka slíkar tilraunir verður erfitt að þola hvalveiðar annarra þjóða. Hversu langt slíkar tilraunir eru komnar, virðist hins vegar vera hernað- araleyndarmál. í Alþjóðahvalveiðiráð- inu má finna „hvala-temjara“. í síðari heimsstyrjöldinni voru slíkar tilraunir gerðar m.a. við seli, og þær tilraunir leiddu í ljós að hægt var að ná ótrúlega miklum árangri á þessum sviðum. Með þetta í huga, er ekki út í bláinn að ræða um hvalveiðimálin frá sem flestum hliðum. Að blanda of mikilli tilfinningasemi í slíkar umræður, er hættulegt nú á tímum. Á kjarnorkuöld getur allt mögulegt og ómögulegt átt sér stað. Nú á dögum verða allir einstakling- ar að halda vöku sinni. Það er ekki rétt, undir öllum kringum- stæðum, að blanda saman aldamóta- hvalveiðum inn í umræður nútíma hval- veiði þegar um íslendinga er að ræða. Ekki undir öllum kringumstæðum. Og hvers vegna? Jú, um aldamótin mátti flokka íslendinga með rányrkju þjóðum vegna vanþekkingar á náttúrunni og lög- málum hennar. En nú á dögum eru Islendingar sennilega eina þjóð heimsins sem byggt hefur höfuðatvinnugrein sína á algjörlega vísindalegum grundvelli, eða að minnsta kosti hafa íslendingar vaxið upp úr rányrkjuhugarfarinu sem ekki verður dagt um allar aðrar veiði- þjóðir. Að vísu laumast einn og einn fiskiskipstjóri inn fyrir landhelgina og stundar þar rányrkju, en slíkum lög- brjótum fer fækkandi. Að íslendingar hafa vaxið upp úr rányrkjuhugarfarinu má þakka vísinda- mönnum eins og t.d. Bjarna Sæmunds- syni. Ég hreifst mikið af sjónarmiðum Bjarna þegar ég var unglingur, og eitt sinn skrifaði ég grein í anda kenninga hans. Að geta ekki gert greinarmun á rányrkjuhugarfari og vísindalegum vinnu- brögðum við nútíma veiðar, bendir á ófyrirgcfanlega vanþekkingu. Hvað hefði Alþjóðahvalveiðiráðið átt að byrja að gera til að ná góðum árangri varðandi friðun hvalsins? Það hefði átt að byrja á því að viðurkenna það í fréttamiðlum heimsins, að íslendingar séu ekki rányrkju þjóð heldur stundi veiðar á algjörlega vísindalegum grund- velli og að á íslandi séu að þróast nýjar leiðir og aðferðir sem geta komið í veg fyrir það, að dýrastofnar hafsins muni deyja út. Þjóð, sem reist hcfur höfuðatvinnu- grein á mjög breiðum vísindalegum grundvelli eins og Islendingar, ætti skilið að fá viðurkenningu og jafnvel alþjóð- lega aðstoð, en ekki „kjaftshögg" eða hótanir. Hvað þarf að gera til að koma í veg fyrir að dýrastofnar deyi út? Það þarf að vinna að mikilli upplýsingastarfsemi, og auk þess hafa samvinnu við aðrar þjóðir, ■ Einar Freyr sérstaklega við þjóðir sem stunda veiðar sem atvinnugrein. En þannig vinnur Alþjóðahvalvciði- ráðið alls ekki. Hvalstofnar geta dáið út alveg jafnt fyrir það, hvort Alþjóðahval- veiðiráðið starfar eða ekki. Það er að sumu leyti nieiri hætta á því að hvalstofn- ar dcyi út vegna starfsaðferða Alþjóða- hvalveiðiráðsins sem eru í höfuð atriðum rangar. Það héfði t.d. verið hægt að halda sérstaka ráðstefnu í Reykjavík crfjulludi um hvalveiðar umhverfis ísland, bæði til að vckja athygli á verndun hvalsins, og til að fá vísindalegt yfirlit yfir hvalveiðar á Norðuratlantshafi. En þetta hefur ekki verið gert vegna þcss að einhverju er verið að leyna. Hverju cr vcrið að leyna? Hvað hefði nægt til betri árangurs í þessum riiálum? Jú, cf Alþjóðahvalveiðiráðið hefði viðurkennt það, að t.d. Islendingar stundi veiðar á algjörlcga vísindalegum grundvclli, og að rétt væri að taka sh'k vísindaleg vinnubrögð sér til fyrirmyndar þegar t.d. um hvalveiðarværi að ræða. Þannigværi drcgið úr veiöum eða veiðum hætt ef fiskistofn cða hvalstofn væri í hættu. Það yrði einnig séð um vöxt dýrastofna með hjálp vísindalegra vinnubragða. En Alþjóðahvalveiðiráðið vill sýni- lega ckki viðurkenna það sem vel er gert á þessum sviðum en dæmir allar veiði- þjóðir sem rányrkju þjóðir. Að gcra engan greinarmun á réttu og röngu í þessum málum er ckki aðeins mikið siðlcysi heldur býður slíkt einmg upp á árangursleysi. Þeim stórþjóðum sem nú stunda grófa rányrkju víða urn höf og án tillits til vísindalegra rannsókna á fiskistofnum eða stofni hvalsins, er skipað á bás með íslendingum sem þó miða veiðar sínar við vísindalegar rannsóknir, og draga úr veiðum eða hætta veiðum á þcim fiski- stofnum sem taldir eru í hættu. Á slíku er regin munur. Að gera engan greinarmun á rányrkju og vísindalegum vinnubrögðum, eða húman-ekologi eins og vinnubrögð ís- lendinga eru nú kölluö í sumum nútíma háskólum, er aðeins til að grafa undan virðingu Alþjóðahvalveiðiráðsins. Alþjóðahvalveiðiráðið gerir sér ekki Ijóst, að vinna þarf markvisst að hugar- farsbreytingu og að veiðiþjóðir verða að geta grcint vísindaleg vinnubrögð frá rányrkju. Þessi mál verða ekki unnin með hótunum. Þeir sem slíku trúa eru naiv-istar. Alþjóðahvalveiðiráðið forð- ast öll heilbrigð og náttúrleg vinnubrögð, en hefur í hótunum við smáþjóðir. Þannig vinnur Alþjóðahvalveiðiráðið meira tjón en gagn. Alþjóðahvalvciði- ráðið vcrður að breyta um starfsaðferðir og vinna á vísindalegum grundvelli, ef það vill láta taka sig alvarlega. 15.3 1983 Einar Freyr ■ Vilmundur Gylfason. Hvað kallar Vilmundur þingraedi? ■ Ég gat ekki betur hcyrt, þcgar ég hlýddi á útvarp frá Alþingi 14. þ.m., en Vilmundur Gylfason segði aö það væri útúrsnúningur ef sagt væri að Bandalag jafnáöarmanna vildi aínema þingræði. Þar sem ég hef haldið því fram í blaðagein, aö Bandalag jafnaðarmanna vilji afncma þingræðið, hlýt ég að taka þetta til mín, cn vísa þessari fullyrðingu til föðurhúsanna. Þingræði er það að þing myndar ríkisstjórn og lætur hana hætta. Ég hélt að ekki þyrfti mciri háttar lærdómsgráðu í söguvísindum til að vita þetta - og viðurkcnna. Bandalag jafnaðarmanna vill hafa þjóðkjörinn mann til að mynda ríkis- stjórn. Hann þarf ckkert samráð að hafa við þingið um það. Meðan verið var að færa ríkisvaldið frá konungum til þjóðkjörima þinga, voru þess ýmis dæmi, að fulltrúaþing fengju reynslu af því að vald þeirra varðmeiraí orði en á borði, ef þau réðu líllu eða engu um ríkisstjórn. Lýðræði og þjóöræði má haga á ýmsa vegu en þingræði heitir það ekki nema þar sem þingið ræður ríkisstjörninni. Um þctta ætti ekki að þurfa að þræta. Þingræði komst á hér á landi með heimastjórninni 1904, þegar Alþingi réði íslandsráðherra, en alls ekki 1874, þó að þingið fengi þá fjárveitingavald og lög- gjafarvald. H. Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.