Tíminn - 12.04.1983, Qupperneq 1

Tíminn - 12.04.1983, Qupperneq 1
Allt um íþróttir helgarinnar. Sjá bls. 11-14 FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Þriðjudagur 12. apríl 1983 82. tölublað - 67. árgangur Hægt væri að lækka orkuverð til heimila verulega segir Guðmundur Bjarnason ■ Greinilegt er að ekki er not- aður nema hluti af orkujöfnunar- gjaldi til að greiða niður raforku. Gjaldið nemur um 300 millj. kr. og auk þess eru á fjárlögum veittar 70 millj. kr. til verð- jöfnunar á orku. Rúmar 100 millj. kr. eru notaðar til niður- greiðslu. Ályktanir þingflokks framsóknarmanna um að orku- jöfnunargjaldið gangi til að jafna orkuverð hafa verið virtar að vettugi af iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra. Þeirsýna eng- an vilja til verðjöfnunar og gjald- ið fer til annarra hluta að miklu leyti. Fjölmörg heimili og byggðar- lög sem þannig eru í sveit sett að njóta ekki ódýrrar hitaorku greiða óheyrilegar fjárhæðir í hitunarkostnað á meðan orku- jöfnunargjaldið rennurgreiðlega í ríkissjóð en treglega úr honum aftur. Iðnaðarráðherra sýnir engan vilja til að nýta gjaldið til verðjöfnunar og fjármálaráð- herra segir peninga ekki til í sjóðnum. Nokkuð var samt til þegar félagsmálaráðherra þókn- aðist að slá um sig með loforðum um niðurgreiðslu á tannlækna- kostnaði. ■ Alþýðubandalagsmenn og málgagn þeirra hamra stöðugt á því að orkureikningar til heimila séu svo háir sem raun ber vitni einvörðungu vegna smánarlega lágs orkuverðs til ísal. En iðnað- arráðherra hefur ekki tekist að ná fram neinni hækkun til auð- hringsins og kennir nú öllum öðrum um en sjálfum sér hve ólánlega þau mál standa. Með því að nota allt orku- jöfnunargjaldið til niður- greiðslna á orku til þeirra sem mest greiða væri hægt að lækka rafmagnsreikninga heimilanna verulega en iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra þverskallast við og eyða peningunum í annað. Þetta kemur m.a. fram í viðtali við Guðmund Bjarnason alþing- ismann sem birtist á öðrum stað í blaðinu. Sjá bls. 5. -O.O. I VIGDÍS RÆÐIR VIÐ MITTER- RAND í DAG ■ Opinber heimsókn forseta íslands Vigdísar Finnbogadóttur til Frakklands hefst í dag. Eftir viðhafnarmóttökur á Orlyflug- velli í París verður ekið til Hótel Crillon þar sem forsetinn og fylgdarlið búa meðan á heim- sókninni stendur. Síðdegis í dag mun Vigdís síðan ræða við Francois Mitter- rand forseta Frakklands og fara viðræðurnar fram í Elysééhöll. í fylgdarliði Vigdísar Finn- bogadóttur, forseta íslands, verður Ólafur Jóhannesson, utanríkisráðherra. Kostnaður minnkaður um þriðjung og byggt í áföngum fljótt á laggirnar eins og ástatt er í dag. En það er á hreinu að stjórnarsáttmálinn fellur úr gildi þegar er forsetinn fellst á lausn- arbeiðni ríkisstjórnarinnar og gildir ekki þann tíma sem hún situr sem starfsstjórn. Sjá bls. 3 -O.Ó. ■ De Cuellar sagði að mörg mál hefðu verið rædd á fundi hans með Ólafi Jóhannessyni, utanríkisráðherra, og Gunnari Thoroddsen, forsætisráðherra sem fram fór í Ráðherrabústaðnum á laugardag. Tímamynd Ámi Sæberg. „Deilur írana og íraka stærsta vandamálið nú” — segir Perez De Cuéllar, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ■ Perez De Cuellar, aðalfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, fór frá íslandi á áttunda tímanum í gærmorgun eftir tæpra þriggja sólarhringa opin- bera heimsókn. Hélt hann til Kaupmannahafnar ásamt fylgd- arliði, en þar mun hann dveljast næstu daga. Á blaðamannafundi á laugar- daginn, sagði De Cuellar, að brýnustu verkefni Sameinuðu þjóðanna um þessar mundir væru að reyna að finna lausnir á deilum írana og íraka. Einnig sagði hann átökin í Afganistan og E1 Salvador alvarleg deilu- efni. sjá nánar bls. 2. ■ Mikil snjóþyngsli hafa verift á Siglufirði aft undanfömu eins og sést á myndinni en hvort litla hnátan sé á leiðinni aft hringja í vegagerðina til að kvarta eða ekki vitum við ekki svo gjörla, kannski em það síðustu forvöð áður en almenn- ingssími plássins fennir í kaf. Tímamynd R.G. NY FLUGSTOD 1986 ■ Fyrsti áfangi nýrrar flug- stöðvarbyggingar getur orðið til- búinn árið 1986 ef framkvæmdir hefjast í sumar. Ný áætlun hefur verið gerð og kostnaður við bygginguna færður niður um þriðjung. Sá áfangi sem gert er ráð fyrir að verði tilbúinn eftir þrjú ár er jafnstór að grunnfleti og sú flugstöð sem nú er notuð. Þetta kemur fram í viðtali við Ólaf Jóhannesson utanríkisráð- hera sem birtist á öðrum stað í blaðinu. Hann segir að Alþýðu- bandalagsmenn hafi haft mikið fé af íslendingum með því að beita neitunarvaldi og tefja málið. En eftir að stjórnin segir af sér fellur stjórnarsáttmálinn úr gildi, þótt ráðherrar sitji áfram í starfsstjórn. Flýta þarf ákvörðunartöku í málinu því framlag Bandaríkja- manna fellur niður 1. okt. nk. og athuga þarf hvort þeir eru reiðubúnir að greiða allt framlag sitt út á fyrsta áfangann. Ólafur Jóhannesson segir að það liggi greinilega fyrir að stjórnin segi af sér þegar að kosningum loknunt og að ný stjórn verði að komast mjög

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.