Tíminn - 12.04.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.04.1983, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1983 _MWlÚWl_____5 jam TILLÖGUR OKKflR UM ORKUVERÐ ERU SNIÐGENGNAR” — segir Guðmundur Bjarnason, alþingismadur ■ Orkujöfnunargjald var samþykkt með lögum 1980 og er 1.5% af söluskatti og er áætlað að leggi ríkissjöði til rúmar 300 millj. kr. á þessu ári. Síðan eru á fjárlögum 35 millj. kr. til olíuniðurgreiðslu og annað eins til verðjöfnunar á raforku. Þá fær iðnaðarráðuneytið nokkra upphæð til styrktar hitaveitum sem eiga við erfiðleika að stríða. En vafi leikur á að allt það fé sem fara á til að jafna orkukostnað fari til þeirra hluta, en orkuráðherra kennir einhliða ódýrri orku til Isal hve óhóflegir orkureikning- ar leggjast á landsmenn, sérstaklega þá sem ekki hafa aðgang að ódýrri hitaorku. Guðmundur Bjarnason alþingismaður hefur fjallað mikið um þessi mál sem fulltrúi Framsóknarflokksins og innti Tíminn hann eftir hvort allt það fé sem ætlað er að fari til niðurgreiðslu á rafmagns- og olíureikningum sé notað til þeirra hluta. - Það er erfitt að meta nákvæmlega hve mikið af fé sem veitt er til iðnaðar- ráðuneytisins á fjárlögum fer í einhverj- ar orkujöfnunargreiðslur. Það er ekki skilgreint sérstaklega og þess vegna segja menn að það sé gríðarlegur munur á því orkujöfnunargjaldi sem rennur óskipt í ríkissjóð án þess að vera markað til orkujöfnunar. Það eru kannski um 100 millj. kr. sem maður getur með góðri samvisku sagt að notaðar séu til orkujöfnunar, sem er hvergi nærri sú upphæð sem heimilt er eða skylt að nota í þessum tilgangi. Aðeins 1.5% af sölu- skatti eru 300 millj. kr. Að vísu segir í lögunum að fé þetta skuli að öðru leyti renna til að mæta útgjöldum ríkissjóðs vegna orkuframkvæmda. - Ætluðust þingmenn ekki til að þetta fé færi til orkujöfnunar þegar lögin voru samþykkt? - Það var meiningin, en illa hefur gengið að jafna orkureikningana. ■ í tilefni af 25 ára afmæli Lögfræð- ingafélagsins sem haldið er hátíðlegt þessa dagana, hefur aðalfundur þess samþykkt að kjósa dr. Ármann Snævarr, hæstaréttardómara, heiðursfélaga Lög- ræðingafélagsins, hinn annan í röðinni. Dr. Ármann var fyrsti formaður félags- ins auk þess sem hann hefur verið mikilvirkur rithöfundur á sviði íslenskrar lögfræði og liggja eftir hann fjöldamarg- ar bækur og tímaritsgreinar um ýmiss lögfræðileg efni. Aðalfundur Lögfræðingafélags ís- lands var haldinn í lok síðasta árs. Á í vetur gerði þingflokkur framsókn- armanna samþykkt að aukin yrði niður- greiðsla á rafmagni af orkujöfnunar- gjaldinu, og sýndi ótvíræðan vilja okkar í þessu efni. Eðlilega átti ríkis- sjóður að bera þann kostnað sem yrði vegna þeirrar niðurgreiðslu. Þessu hefur lítt verið sinnt. Að vísu er búið að greiða smáræði niður í þrem áföngum, 1. okt. 1. nóv. og 1. febr. var raforkuverðið lækkað og er niðurgreiðsla núna 17 aurar á kílówattstund. Taxtinn frá Raf- magnsveitu ríkisins er í dag 58 aurar, niðurgreiðsla 17 aurar, þannig að hann ætti að vera 75 aurar ef engin niður- greiðsla kæmi til, en niðurgreiðslan nem- ur 22.5%. En það er ekki nándar nærri nóg. Þetta þýðir að samkvæmt upplýsing- um iðnaðarráðuneytisins ætti taxti frá Rafmagnsveitu ríkisins að vera 62% af óniðurgreiddri olíu, þá er miðað við 84 kwst. á rúmmetra í húsi í orkueyðslu á þeim fundi baðst Guðmundur Vignir Jósefsson, fráfarandi formaður, undan endurkjöri í stjórn félagsins. í stað Guðmundar var prófessor Arnljótur Björnsson kjörinn formaður næsta starfstímabil, og varaformaður var kjör- inn Guðrún Erlendsdóttir, settur hæsta- réttardómari. Aðrir í stjórn félagsins voru kjörin Logi Guðbrandsson, hrl., Baldur Guðlaugsson, hrl., Ólöf Péturs- dóttir, deildarstjóri, Valgeir Pálsson, hdl., ,og Þorgeir Örlygsson, dómarafull- trúi. -Kás ari. En það er miklu algengara að kwst. séu 100 á hvern rúmmetra. - Hvað værí hægt að lækka orku- reikninginn mikið ef 1.5% af söluskatti færi til niðurgreiðslna? Það væri mikið, ég þori ekki að nefna það nákvæmlega. Það er talið að til þess að ná því marki sem við settum okk- ur í haust sem er sambærilegt við nýjar hagkvæmar hitaveitur, var þyrfti að leggja fram um 100 millj. kr. á verðlagi í des. Nú sýnist mér að sú áætlun standist ekki. Menn nota meira rafmagn en gert var ráð fyrir og verðlag hefur hækkað. Ég sat í nefnd sem skipuð var á vegum iðnaðarráðuneytisins s.l. haust og var hlutverk hennar að kanna leiðir til fjáröflunar til niðurgreiðslu á raforku. Þar varð samkomulag um að í fyrsta lagi bæri að hækka raforkuverð til stóriðju og nota þær tekjur til lækkunar á hitunarkostnaði. Á meðan það ekki tekst yrði farin sú leið að greiða þetta niður úr ríkissjóði af orkujöfnunargjald- inu. f framhaldi af þessu ályktaði þing- flokkurinn að greiða bæri orkuna niður beint úr ríkissjóði. - Hverjir standa í veginum fyrir að orkujöfnunargjald er ekki notað nema að hluta til niðurgreiðslna? - Það er auðvitað iðnaðarráðherra sem fer með þessi mál og fjármálaráð- herra heldur utan um ríkissjóð og komu þeir í veg fyrir að tillaga okkar um greiðslur úr orkujöfnunrsjóði næðist fram. Hins vegar virðist ekki ávallt skorta fé, eins og þegar t.d. heilbrigðisráðherra lét sér detta í hug skömmu fyrir kosningar að greiða niður tannlæknakostnað úr ríkissjóði, þótt ekki væri hægt að finna fjármagn í sama sjóði til þess að jafna orkuverðið meira en þegar er gert. - Framsöknarmenn eru ásakaðir um að hafa rofið samstöðu í álmálinu og sagðir tefja fyrir að samningar náist um hækkað orkuverð til Isal. Telur þú þessar ásakanir réttmætar? - Ef einhver hefur rofið samstöðu um það mál er það Hjörleifur Guttormsson því að hann notar aldrei sína samstarfs- aðila og þeir ná ekki að hafa nein áhrif í málinu. Allar tillögur þeirra eru virtar að vettugi og sjálfum hefur honum aldrei tekist að ná fram neinni hækkun á orkuverðinu til auðhringsins. Hann hef- ur notað rangar áherslur. í stað þess að leggja höfuðáherslu á að ná fram hækk- uðu orkuverði fór hann í skattastríð. Auðvitað á hver og einn að borga sína skatta eins og honum ber, en okkar ■ Aðeins um 53 þús. tonn af þorski bárust á land í marsmánuði s.l., scm er um 26 þús. tonnum minni þorskafli en í sama mánuði 1982, samkvæmt aflatölum Fiskifélags íslands. Frá áramótum til marsloka er þorskaflinn nú aðeins 96.789 tonn, en var 127 þús. tonn á sama tíma í fyrra, 122 þús. tonn árið 1981,173 þús. tonn 1980 og 129 þús. tonn árið 1979. Mest hcfur þessi samdráttur bitnað á bátaflotanum sem nú fekk um þriðjungi minni þorskafla í marsmánuði en í fyrra, eða um 43 þús. tonn á móti rösklega 62. þús. tonnum í mars 1982. Þorskafli bátanna frá áramótum til marsloka varð 66.745 tonn sem er 22.605 tonnuni höfuðáhugamál í samskiptum við svona aðila er auðvitað að ná sanngjörnu orkuverði. Við getum aldrei vitað hvern- ig þeir geta brallað með sína reikninga og miklu erfiðara fyrir okkur að fylgjast með því. Við hljótum að leggja höfuð- áherslu á að selja þeim þá þjónustu sem við veitum þeim á eins háu verði og mögulegt er að fá og þá geta þeir brallað með sína skattinneignarreikninga eða uppgjör án þess að við þyrftum í rauninni að hafa áhyggjur af því ef við gerðum orkuverðið að aðalatriði. Það er fyrst og fremst það sem skiptir okkur máli. Á nieðan ekki er hægt að sýna vilja og getu til að ná fram stórhækkuðu orku- verði frá fsal er í rauninni ófært að leyfa sér að nota ekki allt orkujöfnunargjaldið til að greiða niður orkuverðið til þeirra heimila sem eru að kikna undan kostnað- inum. -OÓ minna en á sama tíma í fyrra. Þorskafli togaranna frá áramótum varð nú 30.044 tonn, scm er 8.722 tonnum minna en í fyrra. Heildar botnfiskaflinn frá áramótum til marsloka varð nú 172.075 tonn á móti 198 þús. tonnum á sama tíma 1982. Þar af hafa togararnir nú fengið alls 74.807 tonn - hafa bætt sér upp minni þorskafla með öðrunt veiðum, því heildarafli þeirra er ekki nema tæpum 500 tonnum minni cn á sama tíma í fyrra. Það hefur bátaflotinn hins vegar ekki gert, því afli hans er nú 25.440 tonnum minni en í fyrra, eða um það bil sem nemur minnk- un þorskveiða þeirra. -HEI Lögfrædingafélag íslands 25 ára um þessar mundir: Fyrsti formaöurinn kosinn heiðursfélagi Adeins 53 þúsund tonn af þorski á land í mars — sem er 26 þúsund tonn- um minna en í sama mánudi í fyrra Tökum að okkur allar breytingarog viðhald fyrir fyrirtæki, húsfélög og stofnanir. Önnumst allar breytingar og viðhalds- þjónustu á fasteignum fyrir einstak- linga, stofnarnir, fyrirtæki og hús- félög. Þeir sém gera viðhaldssamning við okkurfá þá þjónustu sem enginn annar býöur upp á. Reikningar verða aðeins lagóir fram fyrir unna tíma í hvert sinn. Fyrsta flokks þjónusta. GREIÐSLUSKILMÁLAR. Hringió og biójið um bækling VERKTAKAIÖNAÖUR HF SKIPHOLT 19, 105 REYKJAVÍK. SÍMI 29740

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.