Tíminn - 14.04.1983, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1982
Klukkur
sem skrifa!
— fermingargjöfin í ár
Já, þú færö margt skemmtilegt í STUÐ-búöinni.
Þar færö þú t.d.:
* Klistraöar köngulær sem skríöa.
* LAST-vökvann sem gerir plötuna betri en nýja.
* Leigöar videospólur (VHS) meö Bob Marley,
Black Uhuru, Grace Jones, Joy Oivision, Ca-
baret Voltaire, Kid Creola, Doors, Madness,
Kate Bush, Siouxie & The Banshees og mörg-
um mörgum fleiri.
* Flestar — ef ekki bara allar plöturnar meö:
Stranglers • Doors • Tangerine Dream •
D.A.F. • Art Bears • David Bowie • P.I.L. •
Pere Ubu • John Lennon • Beatles • Ftolling
Stones • Brian Eno • Kizz • Mike Oldfield •
Iron Maiden • Mississíppi Delta Blues Band •
Work • Killíng Joke • Misty • Defunct •
* Vinsælustu plöturnar frá Skandinavíu.
Sunday Street
Virtasti blússöngvari heims
með sina allra bestu plötu.
RAR’s Greatest Hits
Safnplatan vinsæla með
Clash, Tom Robinson, Stiff
Little Fingers, Elvis Costello,
Gang of 4 o.m.fl.
stuð
áiííéétctúut
TIL HVERS?
FYRIR HVERN?
STUDklúbburinn er plötuklúbb-
ur, hugsaöur sem bætt þjónusta
vlö þá sem aöhyllast framsækiö
rokk.
STUDklúbburinn er fyrir þá sem
vilja fylgjast meö því helsta sem
er aö gerast á sviöi framsækln-
nar rokktónlistar.
Fólagar i STUDklúbbnum fá
reglulega heimsendar upplýs-
ingar um hvaöa plötur eru á
boöstólum i hljómplötuverslun-
inni STUDi, væntanlegar plötur,
helstu hræringar í bransanum
o.s.frv.
Aö auki fá fólagar i STUDklúbbn-
um afslátt á öllum fáanlegum
vörum i STUDi; þeim gefst kostur
á aö sórpanta sjaldgæfar plötur;
þelr fá margvíslegar plötur á
meiriháttar tilboösveröi, svo
aöeins fótt eltt sé nefnt.
Velkomin/nl
Laugavegi 20 Sími27670
t
Móðir mín,
Kristín Gunnlaugsdóttir
frá Gröf, Hrunamannahreppi,
andaðist aðHrafnistu 12. þ.m.
Gunnlaugur Arnórsson
Móðursystir mín
Oddfríður Hákonardóttir Sætre
Flókagötu 12
Reykjavík
sem lést í London 7. apríl verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 15. apríl kl. 3 eh.
Fyrir hönd vandamanna
Gróa Salvars.
fréttir
Nýbyggingar í Norðurlandskjördæmi vestra:
Jafn mikið var
byggt af fbúðar-
og áburðarhúsum
— en hross virdast ekki búa við húsnæðisleysi
í kjördæminu
NORÐURLAND-VESTRA: Af alls
370 byggingum sem voru í smíðum í
Norðurlandskjördæmi-vestra á s.l. ári
voru aðeins 84 íbúðarhús í byggingu,
auk 33 endurbygginga eldri íbúðar-
húsa, samkvæmt skýrslu Ingvars G.
Jónssonar byggingarfulltrúa. Hinar
253 byggingarnar skiptust í margskon-
ar útiliús til sveita, auk skólahúsa,
sundlaugar, gróðurhúsa, félagsheimila
og graskögglaverksmiðju.
Það er t.d. athyglisvert að rúmmái
nýrra íbúðarhúsa í byggingu er nánast
sama talan og rúmmál áburðarhúsa
(haughúsa og hlandfora) sem eru í
byggingu, eða 40.515 rúmmetrar íbúð-
arhúsnæðis, en 39.689 rúmmetrar í
áburðarhúsum. En af þessum tveim
húsagerðum virðist samkvæmt skýrsl-
unni vera mest rými í byggirigu. Þriðju
í röðinni má ætla að séu fjárhús, en
rými þeirra er talið í fermetrum í
skýrslunni - 12.665 fermetrar— og því
ekki auðvelt að bera það nákvæmlega
saman. Fjórða stærsta rýmið í bygg-
ingu má ætla að séu votheyshlóður,
rösklega 29 þús, rúmmetrar og þá
rúmlega 16 þús. rúmmetrar af þurr-
heyshlöðum. Einnig má nefna 13 þús.
rúmmetra graskögglaverksmiðju.
í öðrum byggingarflokkum - en þeir
eru alls 23 - eru töiur miklum mun
lægri. En nefna má að í Skagafirði
voru í byggingu nær 3 þús. fermetrar
af Ioðdýrahúsum, eitt þús. fermetra
fiskeldisstöð, tvö þús. fermetra skóla-
húsnæði og 1.123 fermetra félags-
heimili.
Að lokum vekur það athygli í
skýrslunni, að hross virðast ekki búa
við húsnæðisleysi í Norðurlandskjör-
dæmi - vestra, því aðeins 816 fermetrar
af hesthúsum voru þar í byggingu á
siðasta ári, þar af 586 í Skagafirði, 132
í A-Hún og 98 fermetrar í V-Húna-
vatnssýslu.
-HEI
■ Birgir Reynisson, 13 ára, heldur hér að verðlaunabikarnum er hann hlaut á
hjólreiðadeginum í Grindavík s.l. laugardag. En alls voru keppendur 142.
■F/í
■RjÉ
142
kepptu í
góðakstri
í Grinda-
vík
GRINDAVÍK: Alls tóku 142 þátt í
góðaksturskeppni og hjólaþrautum á
hjólreiðadeginum sem haldinn var á
vegum JC Grindavík s.l. laugardag, og
þótti það frábær þátttaka. Sigurvegari
í góðaksturskeppninni var Birgir
Reynisson. Til gaman smá geta að 142
Grindvíkingar jafngilda um sex þús.
Reykvíkingum m.v. fólksfjölda, eins
og oft er gert.
Hjólreiðadagurinn byrjaði með því
að 162 reiðhjól voru skoðuð en að því
loknu hófst góðaksturskeppnin. Sér-
hæfður lögreglumaður í umferðarfræðslu
aðstoðaði JC menn við fram-
kvæmdina. Klúbburinn Öruggur ak-
stur gaf veglegan farandbikar og af-
henti formaður klúbbsins sigurvegar-
anum Birgi Reynissyni, bikarinn til
varðveislu.
-G.V./Grindavík.
Búnaðarfélag Dyrhólahrepps:
Margir áburðarnotendur
greiða ekki kjarnfóðurskatt
MÝRDALUR: „Fundurinn mótmælir
harðlega að það fé sem tekið er með
kjamfóðurskatti sé notað til að greiða
niður áburðarverð", segir m.a. í sam-
þykkt aðalfundar Búnaðarfélags Dýr-
hólahrepps er haldinn var í Ketilsstaða-
skóla fyrir nokkru, Telur fundurinn að
kjarnfóðurskatturinn komi að mestum
hluta frá mjólkurframleiðendum. Sé
því óréttmætt að ein búgrein greiði
meira í áburðarverði en aðrar, þar sem
ýmsar búgreinar greiði alls ekki kjarn-
fóðurskatt, svo sem garðyrkjubúin.
Áburður sé einnig notaður af Vega-
gerðinni, landgræðslunni og framleið-
endum garðávaxta í þéttbýli, en enginn
þessara aðila greiði kjarnfóðurskatt.
Fundurinn skorar á ríkisstjórnina að
útvega fé til reksturs Áburðarverk-
smiðjunnar eins og annarra ríkisfyrir-
tækja sem rekin eru með tapi. Hætt sé
við að sú hækkun sem kynnt hefur
verið á áburðarverði kæmi mjög illa
við bændur og gæti valdið röskun á
hinum hefðbundnu búgreinum. „Telur
fundurinn að ríkið verði að laga halla-
VESTFIRÐIR: Karlakórinn á Þing-
eyri og kirkjukór Þingeyrar heimsóttu
granna sína á Flateyri þann 9. apríl sl.
og efndu til söngskemmtunar í félags-
heimili staðarins. Var þar boðið upp á
margvíslegan samsöng og söng minni
hópa, sem félagar úr kórnum mynd-
rekstur verksmiðjunnar svo að áburður
hækki ekki til bænda umfram almennar
verðhækkanir í landinu", segir í sam-
þykkt Búnaðarfélagsins. -HEI
uðu, auk þess sem sýndir voru dansar,
þar á meðal suðrænir dansar/
Þótti Flateyringum mikill fengur að
þessari heimsókn og vilja koma á
framfæri þökkum til Þingeyringa með
von um að þeir endurtaki slíka heim-
sókn sem fyrst.
Kórar frá Þingeyri
heimsækja Flateyri