Tíminn - 14.04.1983, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1982
5
fréttir
Fokker-vél snúið til Keflavlkur,
þar sem vidvörunarbúnaður
virkaði ekki:
Aurbleyta
ástæðan
■ Fokker-vél Flugleiða sem lenda átti hafði sest á rofa þann sem kveikir á
á Akureyri í fyrrakvöld var snúið til ljósinu og þegar til Keflavíkurflugvallar
Keflavíkurflugvallar, til nauðlendingar, var komið kviknaði á ofangréindu Ijósi
þarsemviðvörunarbúnaðurgaftilkynna en vélinni var þá snúið til Reykjavíkur-
að nefhjól vélarinnar færi ekki niður. Ef flugvallar. Flún gat ekki lent þar vegna
allt er með eðlilegum hætti kviknar slæmrabremsuskilyrðaogsneriþvíaftur
grænt ljós en það gerðist ekki er lenda til Keflavíkur þar scm hún lenti svo.
átti á Akureyri. Með vélinni voru 36 farþegar og 3
Ástæðan til þessa var að aurbleyta manna áhöfn. -FRI
„Pegar svona er
komið getur
maðurekki hætt”
— segir Jón Sigþórsson,
nýbakaður rallmeistari
Ulalur Jonannesson utanríkisráðherra
býður eldri borgurum í Reykjavík til
kaffi- og skemmtikvölds í Þórscafé í
kvöld, fimmtudagskvöld 14. apríl, kl.
20.30.
Auk Ólafs munu þau Haraldur Ólafs-
son, Björn Líndal og Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir mæta og flytja stutt
ávörp.
Ólafur Jóhannesson
Allir eldrí borgarar velkomnir meðan húsrúm leyfir
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir
■ Helgina 9.-10. apríl s.l. var háð hið
svokallaða Tomma-rall. Sigurvegarar í
keppninni urðu þeir Jón Sigþórsson og
Halldór Gíslason á Lancer 1600 með 4
mín og 20 sek. í refsistig. Næstir komu
Logi Einarsson og Ásgeir Sigurðsson á
Escort með 12 sek. meira í re'fsistig.
Við náðum tali af öðrum sigurvegar-
anna, Jóni Sigþórssyni og spurðum hann
fyrst hverju hann þakkaði þennan ágæta
árangur.
„Ætli það hafi ekki allt hjálpast að,
góður bíll, gott skap og hagstæð skil-
yrði.“
Hefur þú tekið þátt í svona keppni
áður?
„Já, já, ég var á gömlum Sunbeam á
tímabili en það gekk nú svona upp og
ofan en í haust fékk ég þennan bíl sem
er mun betri.“
Hefur þú verið svona framarlega
áður?
„Nei, nei, ég lét mig ekki einu sinni
dreyma um þetta. Þetta var líka mjög
tvísýnt í lokin og eftir að við höfðum
ekið Reykjanesið vantaði næsta bíl að-
eins 20 sekúndur á ’okkur og náði meira
að segja 8 sekúndum á næst síðustu leið,
þannig að við skildum í lokin með 12
sekúndna mun.“
Hvað um áframhald?
„Já, nú getur maður ekki hætt þegar
svona er komið. Eg ætla að halda áfram
og verð með sama bíl líka áfram. Að
■ Hér má sjá sigurvegarana Halldór
Gíslasun og Jón Sigþórsson á þaki
sigurbílsins Lancer 1600.
vísu ætla ég að skipta um vél og setja í
bílinn nýrri og betri vél en hún verður
þó af sömu stærð og sú gamla. Eg set
markið að sjálfsögðu hátt í næstu keppni
enda verð ég þá líka betur undirbúinn.
Atvinnuleysi í mars s.l.
tvöfalt meira en í fyrra
■ Skráð atvinnuleysi á landinu í mars-
mánuði síðastliðnum var yfir tvöfalt
meira en í sama mánuði á síðasta ári.
Skráð atvinnuleysi jafngilti því að 1.400
manns hafi verið á atvinnuleysisskrá
allan mánuðinn - sem svarar til 1,3% af
mannafla á vinnumarkaði - en í mars í
fyrra jafngilti það 618 atvinr\ulausum,
eða sem svarar 0,6% af mannafla.
Kvennafundur
í Hafnarfirði
■ Konur af öllum listum sem bjóða
fram í Reykjaneskjördæmi halda opinn
fund í húsi Slysavarnarfélagsins að
Hjallabraut 9 í Hafnarfirði í kvöld
klukkan 20.30.
Fyrir hönd Framsóknarflokksins
verða þær Inga Þyrí Kjartansdóttir, sem
skipar fjórða sæti listans, og Þrúður
Helgadóttir, sem er í sjötta sæti á
fundinum.
Atvinnulausum í mars hatði þó fækkað
um 300 frá því í febrúar s.l.
Um 4 af hverjum 10 atvinnulausum í
mars voru á höfuðborgarsvæðinu, en þar
búa um 53% þjóðarinnar, svo atvinnu-
leysis hefur gætt verulega meira á
landsbyggðinni. Á tveim stöðum hefur
atvinnulausum fjölgað frá því í febrúar,
þ.e. á Sauðárkróki, þar sem 77 voru
atvinnulausir í mánuðinum og á Vopna-
firði, þar sem atvinnulausir voru 49. Á
Akureyri er ástand óbreytt, 119 atvinnu-
lausir, en skránaði t.d. í Keflavík þar sem.
þeim hefur fækkað úr 102 í 63 síðan í
febrúar.
Að venju eru tölur Vestfirðinga lang
lægstar, en þó eru þar skráðir 13 atvinnu-
lausir í mars. Oft hefur þeirra tala verið
0.
f marsmánuði bárust Vinnumáladeild
félagsmálaráðuneytisins tilkynningar
frá 5 fyrirtækjum um uppsagnir á starfs-
fólki, samtals 85 manns.
-HEI
AUGLYSIÐ I TIMAIMUM
Jb p i
L i- 1 " > ■ M I