Tíminn - 24.04.1983, Side 2

Tíminn - 24.04.1983, Side 2
SUNNUDAGUR 24. APRIL 1983 ■ Sá sem sér um eldumcnnskuna í Kldhúskróknum að þessu sinni er enginn annar er Gunnar Sigvaldason, nýbyrjað- ur sem yrirmalrciöslumaður á Esjubergi, Hólel Esju, en hef'ur undanfarin sjö ár starfað í Svíþjóð, nánar tiltekið á stærsta lióteli Svía, Hotel Europa, sem yfirmat- reiðslumaður, þannig að lesendum Tím- ans xtti ekki að vera í kot vísað að reyna rétti Gunnars. Áður en við upplýsum lesendur um leyndarmál Gunnars í matargerðarlist, er rétt að geta þess að Gunnar lærði matreiðslu í Danmörku og þar sem hann var ekki reiðubúinn til að koma heim að námi loknu, fór hann til Svíþjóðar, og nú þegar börnin eru komin á skólaaldur- inn flyst hann ásamt fjölskyldu aftur heim til íslands. Gunnar segir mcr að hann hafi tekið þessa ákvörðun nú, því annars segist hann mundu hafa sest að í Svíþjóð fyrir fullt og allt. Hann segist vera að venjast íslandi á nýjan leik, og því hrácfni sem hér standi til boða. Hrácfnið sem sé á boðstólunum í Svíþjóð segir Gunnar vera mun betra og fjölbreyttara, svo sem í grænmetis- og nautakjöttegundum, en fiskinn segir Gunnar þó alltaf bestan hér heima. Er ég spyr hann hvort neyslu- venjur íslendinga og Svía séu mjög mismunandi, segir hann mestan muninn vera í því fólginn að íslendingar séu stöðugt að borða ýsu, en fæðuval Svía sé fjölbreyttara. Snúum okkur þá að matscðli Gunnars, sem hann ætlar að kynna lesendum Eldhúskróksins. ■ Gunnar Sigvaldason, yfirmatreiðslumaður Esjubergs við eldamennskuna á Hótel Esju, Tímamynd - Róbert Yfirmatreiðslumaður Esjubergs, sem var á stærsta hóteli Svía er matreiðslumaður Eldhúskróksins að þessu sinni: Býður m.a. upp á lamb og fjallagrös í Portvíns- hlaupi með piparmintu Forréttur Lamb og Qallagrös í Portvíns- hlaupi með piparmintusósu. Það sem til þarf fyrir 4 til 6 manns. 6 sneiðar bacon 200 grömm lambavöðvi án fitu og sina 1 laukur lítil handfylli fjallagrös 3-4 msk. aspic duft 1 sléttfull msk oregano 'h tsk. timian 'h msk. grófur svartur pipar ca E5 dl. Portvín 2 lárviðarlauf Takið lítið bökunarform, setjið 2 lárviðarlauf á botninn og síðan 2 bacon- sneiðar, síðan saxaðan laukinn, upp- bleytt fjallagrös, 1 msk. aspic 'h tsk. oregano, hnífsoddur timian og grófmul- inn svartur pipar. Lambavöðvinnn er niðursneiddur, og lambasneiðar lagðar ofan á, þessu næst saxaður laukur, fjallagrös, sama krydd og í botnlagning- una og þetta er endurtekið í sömu röð, þar til formið er svo til fullt. Þá er ýtt ofan á og innihald formsins er pressað niður, áður en portvíninu er hellt yfir. Formið er sett inn í ofn og bakað við vægan hita, í um 45 mínútur. Þá tekið út og kælt þar til innihald stífnar. Þá tekið úr forminu og skorið í sneiðar. Mintsósan: Piparminta soðin í sykur- legi og bragðbætt með sítrónu. Hægt að bera cornicons fram með þessum rétti. Aöalréttur: Ofnbökuö hiöudök undir brauðhjúp 200 grömm lúðuflök pr. mann 1 msk Dijon sinnep 'h tómatur -1 þykk franskbrauðsneið og ögn matar- olía W lárviðarlauf örlítið af svörtum pipar söxuð steinselja ‘A fínt hakkaður laukur 1 dl. þurrt ódýrt hvítvín 50 gr. smjör pr. mann Takið neðsta hluta flaksins burt (eins og þegar roðflett er) Smyrjið sinnepinu ofan á flakið og raðið því næst tómat- skífum, þunnum ofaná. Takið fransk- brauðsneiðina (kremjið hana) blandið hálfri tsk. olíu og fínhökkuðu lárviðar- laufinu, steinseljunni og svarta pipam- um saman við brauðið og hvítvíninu einnig. Þessu næst er fiskbitinn settur ofan í þessa hræru í eldfast mót og sett loklaust inn í 175 gráðu heitan ofninn og látið bakast þar til gulbrún skorpa hefur myndast. Þá er sett lok á skálina og látið krauma áfram í ca. 10 mínútur, þá er fatið tekið út, og fiskbitinn tekinn upp úr fisksoðinu, sem á nú að ver sýróps- þykkt. Smjörið pískað saman við soðið undir suðu, má þó ekki sjóða of mikið. Ef smjörið er ósaltað, þá saltið soðið aðeins. Berið fram ásamt hakkaðri steinselju og soðnum kartöflum. Eftirrétlur: Kaffi og sukkulaöi moussé 3 dl. rjómi Wdl. kaffi (lagað) 100 gr. suðusúkkulaði 1 tsk. eggjarauða Hellið kaffi í skál og látið súkkulaðið bráðna í henni, í heitu vatnsbaði, við lágan hita. Látið kólna og hrærið þá eggjarauðunni út í. Pískið rjómann, en stífþeytið hann samt ekki, látið í glös (6) og kælið. Með þessu er gott að bera fram ferskjumauk, eða ögn af rommi. Sem sagt, sannkölluð veisla og verði ykkur að góðu. Drykkjarhornið: Veitingastjóri Esju, Þór Kristjánsson, skenkir í Drykkjarhornið: \ú drekkum við J.R. Drykkjarhornið er á sömu slóðum og megnið af Eldhúskróknum í dag, því það er Þór Kristjánsson, veitinga- stjóri á Hótel Esju sem ætlar að skenkja-okkur drykkina í dag, cn hann var reyndar í sex ár við framreiðslu- störf í Svíþjóð, á sömu slóðum og Gunnar matreiðsiumaður. eða í Gautaborg á staðsem heitir Gruppen. Annars vegar ætlar Þór að gefa okkur uppskrift að drykk sem hann ncfnir Jarðarberja-Daiquire og er það cocktail, og hins vegar ætlar hann að gefa okkur uppskrift að longdrink sem heitir ekki ómerkilcgra nafni en J.R. ■ Þór Krútjánsson kominn í hristi- stellingar. Tímamynd - Rébert Jarðarberja-Daiquire 3 cl. romm 3 cl. orange juice 6 cl. jarðaberjasafi (best að krentja hann úr jarðaberjum) nokkrir dropar lime juice x Þetta er hrist saman, borið fram í coctailglasi sem er skreytt með appel- sínusneið. J.R. 3 cl. vodki Smirnof 2 cl. apríkósulíkjör 1 cl. bananalíkjör Nokkrir dropar Amaretto (hnetulíkjör) Hrist saman og hellt í longdrinkglas. Fyllt upp með Seven up. Segja þeir ekki bara Skol í Svíþjóð?

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.