Tíminn - 24.04.1983, Side 5

Tíminn - 24.04.1983, Side 5
SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983 5 hafi ætlað að fremja sjálfsmorð með því að taka inn nokkrar Mogadon töflur. Hún segir söguna með öllu tilhæfulausa: „Ég var svo uppgefin vegna alls þess sem yfir mig hafði dunið að það eina sem mig langaði til var að sofa.. .og það gerði ég, langt fram á næsta dag.“ Árið 1972 kynntist Snowdon lávarður hávaxinni, aðlaðandi, dökkhærðri hálf- þrítugri konu, Lucy Lindsay-Hogg, fyrrum eiginkonu kvikmyndaleikstjór- ans Michael Lindsay-Hogg. Snowdon vann þá ásamt Derek Hart að kvikmynd i hins síðarnefnda, Lucy var aðstoðar- maður Snowdons og síðar eiginkona hans. ■ Margrét prinsessa ásamt bömum sínum, lafði Söra og Linley lávarði. Ef til vill var óhjákvæmilegt að vinátta Margrétar prinsessu og Roddys Llewel- lyns næði forsíðum blaðanna, en hið kaldhæðnislega við það er að þegar að því kom var litið á Snowdon sem hinn kokkálaða eiginmann og sambands hans við Lucy að engu getið. Hámarki náði svo mál Snowdonhjón- anna þegar the News of the World birti „nána" mynd af prinsessunni og Roddy Llewellyn í einni af sumarleyfisferðum þeirra til Mustique. Á myndinni sátu þau saman, hlið við hlið á sundfötunum einum saman, við lítið borð. Myndin sýndi aftur á móti ekki parið sem sat gegnt þeim: Lávarð og lafði Coke, vini prinsessunnar. Þegar sagan birtist í Englandi segja blöðin að Snowdon hafi þotið í ofsa bræði til Buckingham hallarinnar, fleygt blaðinu í drottninguna og heimtað skiln- að þar eð hann hefði verið niðurlægður opinberlega. Þessi saga mun þó upp- spuni einn, en þegar Snowdon sá mynd- ina gerði hann þó það sem Margrét prinsessa hafði beðið hann um löngu áður: hann flutti út úr Kensington höll- inni. nýrrar reynslu, rétt eins og allur almenningur, sem hæfði mjög skapgerð hennar. Á þeim árum myndaðist einnig frjálsleg „hreyftng" sem þau hjónin að- hylltust mjög. Þegar, t.d., kjólfaldarnir fóru að lyftast með tilkomu mini-pils- anna, styttust kjólar Margrétar um nokkra sentimetra, „en ég klæddist ald- rei mjög stuttum mini-pilsum", segir hún. Þar eð hún hafði ekki gifst manni sem stjórnaðist af félagslegum boðum aðals- ins var henni nú kleift að stíga inn í heim sem alltaf hafði heillað hana: skær ljós skemmtanalífsins og hvetjandi sam- ræður við meðlimi bókmenntaheimsins. Hvort sem prinsessan og Snowdon nutu kvöldverðar með rithöfundinum Ednu O'Brien, sungu dúett á Battersea veit- ingahúsinu, skemmtu sér með Margot Fonteyq og Rudolf Nureyev o.s.frv., var hún í essinu sínu. Að áliti fjölskyldu þeirra og vina voru þau einstaklega lífleg og virk hjón: og í rauninni lýsa sterkar tilfinningar þeirra best þeirri skörpu andstæðu sem beið þeirra. Þögnin var þung eins og múrveggur Árið 1964 varð stöðugt augljósara að eitthvað var farið að fara úrskeiðis og þá þegar var prinsessan farin að standa sig að því að vera að reyna að hugsa ekki um að eitthvað væri farið að toga eiginmann hennar á brott. Ekki leið á löngu þar til hinar greini- legu breytingar á honum fóru að taka á taugarnar. Hann varð stöðugt duttlunga- fyllri, vildi prinsessuna og hafnaði henni um leið, eða eins og hún segir sjálf: var ekki lengur sá maður sem hún hafði gifst. Hann dró sig inn í skel sína og eyðilagðiheimilisfriðinn. Ámarganhátt leið henni nú eins og hún væri gift ókunnum manni. Margréti prinsessu var ætíð illa við þær tíðu fjarvistir Snowdons frá heimil- inu, sem fylgdu vinnu hans (árið 1966 gerðist Snowdon listrænn ráðunautur The Sunday Times). Hún gerði honum það ljóst og hann fór að bjóða vini sínum frá skólaárunum í Cambridge til að stytta henni stundirnar. Þetta voru undarlegar aðstæður. Verið getur að Snowdon hafi verið að reyna að réttlæta áhuga sinn á öðrum konum með því að ýta þeim saman. Samt sem áður leið ekki á löngu þar til hann varð mjög andvígur sambandi eiginkonu sinnar við aðra menn. Hann var t.d. mjög mótfallinn vináttu hennar og Robin Douglas- Home, en prinsessan hlustaði gjaman á tónlist með þessum vini sínum þar eð Snowdon var lítt gefinn fyrir tónlist. Snowdon var þess hins vegar fullviss að samband þeirra hefði gengið lengra og ■ Margrét prinsessa og Antony Armstrong-Jones voru gefin saman í hjónaband sjötta dag maímánaðar árið 1960. lét ekki sannfærast um að svo væri ekki. Margrét prinsessa hafði aldrei viljað, hvað þá heldur átt upptök að því opna hjónabandi sem hún var nú allt í einu orðin aðili að. Hins vegar var varla hægt að ætlast til að 35 ára gömul falleg og gáfuð kona, sem hafði mjög gaman af öllu félagslífi, færi að dæma sjálfa sig í einangrun. Á áttunda áratugnum fór hjónaband Snowdon-hjónanna hraðversnandi. Væri hann heima að degi til lokaði hann sig inni í vinnustofu sinni til þess eins að þjóta út um leið og kvölda tók. Oftast kom hann ekki heim aftur fyrr en að morgni. Ef svo vildi til að þau hittust í forsalnum heima hjá sér í Kensington höllinni voru viðbrögð hans við því sem hún sagði muldur eitt. Yfirleitt mætti henni ekki annað en þögnin, þung „eins og múrveggur", en stundum fann hún andstyggilega miða frá honum á skrifborðinu sínu. Einnig kom fyrir að hann niðurlægði hana fyrir framan gesti þeirra og neri henni kon- unglegum upprunanum um nasir, án nokkurrar ástæðu. Vinir þeirra, sem oft urðu vitni að slíkri framkomu, sögðu prinsessunni að þeir álitu að þessum uppákomum væri ætlað að koma henni úr jafnvægi. Lífsgleðin endurvakin í lok ársins 1973 voru erfiðleikarnir í einkalífi Margrétar prinsessu famir að speglast í líkamlegum breytingum á henni. Sjálfsagt hefðu breytingarnarsem fylgdu þroska hennar frá ungri stúlku til fulltíða konu ekki orðið eins miklar við aðrar aðstæður. En eins og allt var í pottinn búið líktist hún æ meir hinum klunnalegu forfeðram sínum og mæðr- um af Hanoverætt. Sömuleiðis mátti oft greina á andliti hennar svip örvæntingar- fullrar konu, einkum ef hún uggði ekki að sér. Sumarið 1973 fóru Snowdon-hjónin með böm sín til Ítalíu. Sú ferð reyndist síðasta sameiginlega sumarfríið þeirra. Það var fullkomlega misheppnað, þau voru ekki fyrr komin á áfangastað en Snowdon hóf eina af sínum tíðu þögnum. „Pabbi, mamma er að tala við þig", sagði annað bamanna og hann svaraði: „Ég veit það." Að lokinni fyrstu vikunni pakkaði hann síðan niður í töskur sínar, sneri heimleiðis og skildi prinsessuna eftir eina með börnin. f öðrum þjóðfélagshópum hefði skiln- aður fylgt í kjölfarið. Það hefur jafnvel verið talað um að Margrét prinsessa hafi verið að reyna að fá skilnað allt frá árinu 1970 en svo er ekki, einfaldlega vegna þess að hún hvorki vildi skilnað né var honum fylgjandi. I september sama ár hitti Margrét prinsessa unga manninn sem átti eftir að aðstoða hana við að endurvekja með sér eitthvað af fyrri lífsgleði sem atburðir síðustu ára höfðu varþað skugga á. Hann var Roderic Llewellyn, næstelsti sonur Sir Henry (Harry) Llewellyn, sem vann til gullverðlauna á Olympíuleikun- um í Helsinki árið 1952. Roddy var að verða 26 ára (Margrét pinsessa var nýlega orðin 43 ára), að sumu leyti þroskaðri en árin sögðu til um, en að öðru leyti ekki. Prinsessunni fannst hann skemmtilegur, æska hans og auðsæranleiki höfðaði til hennar, og fimm mánuðum eftir að þau kynntust var honum boðið að fylgja henni til Mustique, sem er eyja í Vestur-Indíum, en á þeirri eyju á hún landskika sem var brúðargjöf frá Colin Tenant. (Telja má víst að konungsfjölskyldan hafi ekki verið neitt yfirmáta hrifin af þessari nýju vináttu, en andstætt því sem blöðin sögðu þá var henni aldrei skipað að slíta sambandinu við Roddy, og ekki settir neinir kostir þar að lútandi.) í júní 1974, tveimur mánuðum eftir að Margrét prinsessa kom frá Vestur-Indí- um gerði hún sér ljóst að látalætin í kringum hjónaband hennar gátu ekki gengið lengur. Enn hugði hún þó ekki á lögskilnað, en hún vildi fá formlegan skilnað að borði og sæng. Hún segist hafa verið full „endurnýjaðrar andlegrar orku, ef til vill heilögum anda", þegar hún skýrði Snowdon frá því að hún kærði sig ekki um að eyða fleiri sumar- leyfum með honum, á meðan þau óku til útfarar hertogans af Gloucester þann fjórtánda júní. Þegar hann samþykkti það mótmælalaust bað hún hann einnig að flytja út úr húsi hennar. Það gerði hann tveimur árum síðar. Seinna sama ár fór Roddy Llewellyn til Guernsey og síðan til Tyrklands með það fyrir augum að vinna úr hinni nýju reynslu sinni og tilfinningum til þess að reyna að fá einhverja yfirsýn yfir aðstæð- Snowdon flytur út Á mcðan hann var í burtu fékk Margrét prinsessa taugaáfall „vegna endurtekinná þagna og fálætis Tonys". Það áfall varð í höndum blaðamanna að stórkostlega ýktri sögu um það að hún Árið 1981 frétti Margrét prinsessa að Roddy Llewellyn væri trúlofaður Taniu Soskin tískuteiknara. Þau giftust í júlí. Hvað þá um framtíðina? Opinbert líf Margrétar prinsessu mun að sjálfsögðu markast af því hlutverki sem hún leikur í opinberu starfi hinnar konunglegu fjölskyldu. Hvað einkalífi hennar við- víkur þá segja vinir hennar að hún hafi nú endurheimt mikið af fjörinu og athafnaseminni sem hún var áður fræg fyrir. Fortíðin hefur skilið eftir sín spor, en eftir því sem tilfinninga sárin gróa verða minningarnar léttbærari. „Jafnvel á verstu stundum lífs hennar og þær voru djöfullegar," segir einn vina hennar, „hætti hún ekki að vona." Þó hún verði vafalaust áfram á milli tannanna á fólki hefur mörgum lærst að öllu má ofgera. „Lífið hefur leikið hana hart, en hún stendur eftir sem sigurveg- ari,“ skrifaði blaðamaður nokkur nýlega um Margréti prinsessu.*„Henni hefur lærst að þrauka." MIÐIER MÖGULEIKI Eitthundrað bílavinningar á 75.000 kr. hver, verða dregnir út á næsta happdrættisári. Sala á lausum miðum og endurnýjun ársmiða og flokksmiða stendur yfir. 0 HAPPDRÆTTI 83-84

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.