Tíminn - 24.04.1983, Qupperneq 8
8
SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjbri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason.
Skrifstofustjori: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Rítstjórnarfulltrúi: Oddur
V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrímsson og Atli Magnússon.
Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes
Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni
Kristjánsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir:
Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir,
María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar:
Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392.
Verð í lausasölu 15.00, en 18.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 180.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf.
Alþingi grípi
strax í taumana
■ Það er ekki fjarri lagi, þegar gengið er til Alþingiskosninga,
að rifja upp hvernig íslendingum var innanbrjósts á síðustu öld,
þegar ljóst var orðið, að Alþingi yrði endurreist og þjóðin
eignaðist að nýju stofnun, sem gat haldið fram málstað hennar,
þótt innan þröngra takmarka væri.
Jónas Hallgrímsson orti í tilefni af því eitt snjallasta kvæði sitt
um Alþingi hið nýja. Það var ekki óglæsileg mynd, sem skáldið
dró upp af hinu nýja Alþingi;
Ríða skulu rekkar,
ráðum land byggja,
fólkdjarfir fyrðar
til fundar sækja,
snarorðir snillingar
að stefnu setja,
þjóðkjörin prúðmenni
þingsteinum á.
Ótvírætt lýsa þessi orð Jónasar Hallgrímssonar, að þjóðin hefur
gert sér miklar vonir um hið endurreista þing sitt. Efalaust hafa
ýmsir orðið fyrir vonbrigðum sökum þess, að hin glæsta mynd
skáldsins hefur ekki alltaf verið í samræmi við veruleikann.
Þegar hins vegar er litið á sögu Alþingis í heild, verður ekki
annað sagt en að það hafi dugað þjóðinni vel og oftast bezt, þegar ,
mest hefur reynt á.
Alþingi hafði forustu í stjórnarfarslegu sjálfstæðisbaráttunni og
leiddi hana til sigurs. Alþingi hefur verið í fararbroddi í
framfarasókninni og skilað þar miklu verki.
Fáar þjóðir hafa náð meiri árangri en íslendingar á efnahags-
sviðinu á þeim tíma, sem hið endurreista þing hefur starfað.
Þjóðin hefur brotizt úr sárustu fátækt til einhverrar mestu
velmegunar, sem nú þekkist í heiminum.
Ýmsum virðist nú að syrt hafi í álinn. Rétt er að glímt er við
verulegan vanda vegna alþjóðlegrar efnahagskreppu og aflabrests.
Stétta keppni og hagsmunapot hafa jafnframt leitt til heimatilbú-
innar verðbólgu. Atvinnuörygginu er hætt, ef þannig heldur áfram
og raskist það, getur vá verið fyrir dyrum.
Þessir erfiðleikar eru þó vel yfirstíganlegir, ef strax verður
myndarlega tekið í taumana. Það getur enginn gert svo vel sé,
nema Alþingi. Það hefur valdið. Það hefur skylduna.
Framsóknarflokkurinn hefur lagt á það megináherzlu í kosn-
ingabaráttunni að undanförnu, að Alþingi verði strax að kosning-
unum loknum að gera raunhæfar ráðstafanir vegna efnahagsvand-
ans, m.a. með því að setja þak á hvers konar hækkanir og draga
þannig úr verðbólguhraðanum.
Framsóknarflokkurinn hefur- jafnframt varað við þeim fyrirætl-
unum að innan tveggja til þriggja mánaða verði aftur efnt til nýrra
þingkosninga, en af slíkum fyrirætlunum myndi leiða að ráðstafan-
ir vegna efnahagsvandans yrðu dregnar á langinn og yrðu ekki
gerðar fyrr en eftir að atvinnuleysið væri komið til sögunnar.
Engri þjóð hefur hingað til tekizt að útrýma atvinnuleysi eftir
að það er komið til sögu á annað borð. Þess vegna má ekki draga
ráðstafanir til að treysta atvinnuöryggið.
Framsóknarflokkurinn hefur beint því til kjósenda, að þeir
hugsuðu ráð sitt áður en þeir gengju að kjörborðinu og þá ekki sízt
það hvað ætti að verða fyrsta verkefni þeirrar stofnunar, sem þejr
eru að fela valdið í landinu.
Vilja kjósendur að Alþingi taki með festu og manndómi á
málum strax að kosningum loknum eða vilja þeir láta það halda
að sér höndum og stefna þjóðinni út í nýja kosningabaráttu?
Ef kjósendur hafa íhugað þetta, efast Framsóknarflokkurinn
ekki um að hann fær stuðning við þá stefnu að knýja Alþingi til
skjótra og ábyrgra aðgerða strax að loknum kosningum.
Þá mun Alþingi enn uppfylla þær vonir að reynast bezt, þegar
mestu máli skiptir.
Þ.Þ.
á vettvangi dagsins
Nauðsyn á þjóðarsátt í
mikilvægustu málunum
■ Um nær sjö áratuga skeið hefur
Framsóknarflokkurinn verið í forystu
fyrir umbótaöflunum í landinu. Áhrifa
hans gætir á öllum sviðum þjóðlífsins.
Hann átti ríkan þátt að byggja upp
atvinnulíf og menningarlíf á vordögum
hins fullvalda íslenzka ríkis. Flokkurinn
hefur aldrei hvikað frá þeirri grundvall-
arstefnu sinni, að hér skuli þróast nú-
tímaþjóðfélag þar sem virðingin fyrir
einstaklingnum situr í öndvegi, og hverj-
um og einum skuli gefið tækifæri til þess
að afla sér menntunar og starfsþjálfunar
á því sviði, þar sem hæfileikar hans njóta
sín bezt. Og hann vill styðja hvern þann,
sem vegna sjúkdóma eða slysa getur
ekki séð sér farborða.
Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur
miðflokkur, sem vill tryggja öllum börn-
um landsins öryggi, en telur öllum hollt
að bera ábyrgð á gerðum sínum og lífi.
Hann hafnar jafnt víðtækri ríkisforsjá
og miðstýringu sem óheftri markaðs-
hyggju og valdi í krafti auðs. Snúist
ríkisvaldið upp í að vera ein allsherjar
skömmtunarskrifstofa er skammt í
ófrelsi og andlega kúgun.
Framsóknarflokkurinn vill, að at-
vinnuvegunum sé gert fært að standa
undir sér, og telur, að saman geti farið
einkarekstur, samvinnurekstur og opin-
ber rekstur, allt eftir því sem bezt hentar
í hverju tilviki og á hverjum stað.
Framsóknarflokkurinn vill efla fjöl-
skylduna og skapa heimilunum skilyrði
til að ala upp börn og unglinga til að
verða duglegt og framtakssamt fólk.
Hann vill vinna að því að bæta lífsgæðin
á landi hér, og vekja fólk til umhugsunar
um mikilvægi þess að lifa heilbrigðu og
reglusömu lífi. Öflugt menningarstarf
um land allt og skilyrði til útivistar og
íþrótttaiðkana er liður í þessu. Og við
framsóknarmenn viljum efla hinn
kristna þátt íslenzkrar menningar.
Framsóknarflokkurinn telur eitt
mikilvægasta mál fslendinga, að vernda
Iandið og náttúru þess, og nýta auðævi
okkar fagra fróns þannig, að ekki valdi
skaða, hvorki á lífríki né hinni svoköll-
uðu dauðu náttúru. Og við framsóknar-
menn leggjum mikla áherzlu á, að ísl-
endingar beiti öllum kröftum sínum að
því að vinna að .friði með þjóðum og
koma í veg fyrir að martröð hins ægilega
vopnakapphlaups verði að veruleika.
Þótt við séum fáir og smáir þá eigum við
samt atkvæði á þingum þjóðanna, og
ráðum miklum svæðum á norðurhveli
jarðar.
Framsóknarflokkurinn vill vinna að
því að við íslendingar náum þjóðarsátt í
mikilvægustu málum okkar, og við fram-
sóknarmenn teljum það grundvallar-
stefnumið okkar, að íslendingar séu
velmenntuð menningarþjóð í alfrjálsu
landi.
Gnðgeir Jónsson
bókbindari níræður
■ Ásinn sem gengur vestur af Breið-
holti og aðskilur Fossvog og Kópavog
heitir frá fornu fari Digranes og mun
nafnið hafa fylgt landnámsmönnum frá
Noregi, enda er enn til örnefnið Digra-
nes á Fjölum í Noregi, þar sém Land-
náma segir æskustöðvar fyrstu Reykvík-
inga. En á býli því sem bar nafnið
Digranes fæddist 25. apríl 1893 svein-
barn, sem hlaut nafnið Guðgeir. Sá
sveinn hefur nú fengi verið þjóðkunnur
maður. Á mánudag er níræðisafmæli
Guðgeirs Jónssonar bókbindara.
Guðgeir er sonur hjónanna Jóns
Magnússonar bónda á Digranesi og
Ásbjargar Þorláksdóttur. Hann ólst upp
að verulegum hluta hjá móðurföður
sínum, Þorláki bónda og alþingismanni
Guðmundssyni í Fífuhvammi sunnan
undir ásnum sem bar Digranésnafn. Það
býli hét áður Hvammkot og Varðveitist
það nafn í ljóði Matthíasar, Börnin frá
Hvammkoti.
Guðgeir Jónsson hóf nám í bókbandi
tæpra 16 ára og lauk því á réttum fjórum
árum eins og lögin gerðu ráð fyrir. Síðan
vann hann lengstum við þá iðn en þó
ýmiss konar verkamannavinnu inn á
milli framan af ævi. Snemma árs 1932
hóf hann starf hjá Rtkisprentsmiðjunni
Gutenberg og þar vann hann uns hann
var hálfníræður og hafði þar verkstjórn í
32 ár.
Guðgeir kom mjög við sögu í félags-
málum. Hann gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir stétt st'na og Alþýðusam-
band íslands og var m.a. formaður þess
1942-1944.
Alþýðuflokkurinn var stofnaður þegar
Guðgeir Jónsson var liðlega tvítugur.
Hann var áhugamaður um ýmsar þær
mannfélagsbreytingar sem flokkurinn
beitti sér fyrir fyrstu áratugina enda var
hann í stjórn Sjúkrasamlags Reykjavík-
ur óslitið 1920-1937 og öðru hverju eftir
það fram til 1950. Hér má líka nefna að
hann hefur setið í stjórn Atvinnuleysis-*
tryggingasjóðs, Byggingarfélags Alþýðu
og í stjórnarnefnd ríkisspítalanna. Þessi
lauslega upptalning minnir á pólitískar
hugsjónir og lífsstefnu Guðgeirs Jóns-
sonar.
Guðgeir kvæntist 21. október 1916.
Kona hans er Guðrún Sigurðardóttir.
Kynni mín af Guðgeiri Jónssyni urðu
í félagsskap templara en þar störfuðu
þau hjónin af miklum ágætum langa ævi.
Yrði langt mál að telja upp allt það sem
þau unnu þar af óbilandi þegnskap og
trúmennsku. Og enn sækir Guðgeir
fundi í stúku sinn Víkingi en það hefur
ellin bannað Guðrúnu nú um sinn.
Guðgeir Jónsson er maður hógvær og
hefur aldrei tranað sér fram. Hófsemi og
góðvild eru þau persónueinkenni hans
sem ég nefni fyrst samfara góðri greind
og glöggum skilningi sem greinir hismi
frá kjarna, aðalatriði frá smámunum.
Enda þótt heyrn og sjón sé nú tekin
nokkuð að dofna finnst ekki annað en
dómgreind sé ósljóvguð og öruggur
heimildarmaður er hann enn um ýmis-
legt úr sögu Góðtemplarareglunnar fyrir
60-70 árum. Það hef ég sannreynt.
Þegar ég lít nú um öxl við níræðisaf-
mæli Guðgeirs Jónssonar er það með
þakklæti fyrir að mega njóta góðra
minninga frá kýnnum við þau hjón. Mér
frnnst að þau hafi sýnt mér hvernig eigi
að vinna að hugsjónamálum. Jafnframt
þessu læðist þó að mér eins konar
eftirsjá að hafa kannske ekki lagt mig
eftir því að læra af þeim svo sem mátt
hefði vera.
Ekki verður við öllu séð en þess skal
geta og það skal þakka að afkomendur
þeirra í fyrsta , annan og þriðja lið koma
hér líka við sögu. í nafni Þingstúku
Reykjavíkur og frá sjálfum mér og konu
mini færi ég fjórum ættliðum þakkir við
þetta tækifæri.
Halldór Kristjánsson