Tíminn - 24.04.1983, Page 10
10
SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983
■ Þegar ég var að ljúka námi viö Háskólann
fyrir fáeinum árum stóðu nokkrir heimspekingar
og annað gott fólk í baráttu fyrir því að stúdentar
við allar dcildir skólans þyrftu að takast á hendur
nokkurt nám í heimspeki, sem átti cinkuin að lúta
að siðfrxði vísindanna og hinum sameiginlegu
rótum óskyldra fræða. Þetta beindist fyrst og
fremst að því að sýna stúdentum sjálfa sig og
fræðin í heldur víðara samhengi en cinatt gerist
meðal æðstu presta þessa mikla musteris og var
þannig nokkurt mótvægi gegn innrætri þröngsýni
íslenskra vísindakynslóða, síðustu áratuga.
Auðvitað mætti þessi greindarlega hugmynd
andstöðu allra þeirra sem helst geta ekki hugsað
eina hugsun til enda nema hún sé um steinsteypu
ellegar rafmagns wött, og farsælar lyktir náðust
ekki fyrr en að loknum hálfgerðum skærum. f
þessari löngu gleymdu smástyrjöld brá enginn
brandi fimar en dr. Arnór Hannibalsson, stór-
ágætur fræðari í heimspeki. Siðan hef ég alla tíð
verið Arnóri afskaplega þakklátur, gott cf ég hef
ekki talið hann með algáðari mönnum í þessari
stofnun, þar sem víðsýnið er yfirleitt ekki til
stórvandræða.
Sovéskar töfraformúlur
En það er mikil og afskaplega góð regla að fátt
er átrúnaðargoðum vísara en falla af stalli, og það
hefur nú sannast á mér og hinum lærða doktor. f
síðasta mánuði voru liðnir réttir tíu áratugir frá
því sá gamali þrjótur Marx varð endanlega hallur
af heimi og lagður í enska gröf. Þetta þótti
heimspekingnum svo merkilegt að hann taldi rétt
að minnast þess mcð því að senda þeim sem hann
kallar einu nafni marxista ekki mjög hlýjar
kveðjur í grein sem hann skrifar á dánarafmæli
Marx í Tímann, blað ágætra bænda og reykvískra
framsóknarmanna sem Marx átti sannanlega ekki
mjög sökótt við.
í þessari grein voru ýmsar áherslur sem mér
þóttu góðar, en á hinn bóginn var í bland svo
háskalegur málflutningur að hann fór ekki bara
illa meö álit mitt á hinum mæta heimspeking
••
14
m*oudago» ». mau mi
UMNtOACln » IUU M)
ETiumra
1S
•k Marx neitaði stað-
fastlega að spá um frani-
tíðina
jf Mönnum hættir til
að lesa AUÐMAGNIÐ
eins og kennslubók
í eðlisfræði
★-..óttalega flatbotn-
aður kvcrlærdómur,
kallaður díalektík—
★ Marx var andvígur
uppþotum og öðrum
slíkum vitleysugangi
★ Vcrkalýöurinn er
heimskur samkvæmt
skilgreiningu og veit
ekkert um hið Stórkost-
lega Sögulega Hlutverk
sitt.
★ Marxistar telja sig
hafa töfraformúlu fyrir
því hvcrnig á að gera
menn hamingjusama,
og cru reiðubúnir að
tnyrða og drepa heilu
þjóðimar til að ná þessu
göfuga marki
★ ÁleiðinnifráS
skógi og Porta
PnomPenhog
hefnr
snúið
_
Hundrað ár liðin frá láti hugsuðarins sem brcytti heiminum:
KARLMARX
eftir dr. Arnór Hannibalsson, dósent í heimspeki
■ Grein dr. Amórs Hannibalssonar í Helgar-Tímanum sem athugasemd Össurar Skarphéðinssonar snýst um.
Ossur Skarphéðinsson:
Fræðimaður fellur á prófi
Athugasemd við grein dr. Arnórs Hannibalssonar um Karl Marx
heldur er hann fráleitt sæmandi manni sem vill láta
taka sig alvarlega sem fræðimann, cins og Arnóri
að minnsta kosti her að gera. Þessi háskaleikur
háskólakennarans var einna skírastur í eftirfar-
andi málsgrein: „Marxistsar telja sig hafa töfra-
fornuilur fyrir því hvernig á að gera menn
hamingjusama og eru reiðubúnir að myrða og
drepa heilu þjóðirnar til að ná þessu göfuga
inarki“.
Skrípissósialismi
Líklega cr það útí hött að fara að rífa sig niður
í rass um marxisma í málgagni Framsóknarflokks-
ins, en mig langar þó til að varpa nokkru ljósi á
þá fátæklegu málafærslu sem liggur að baki
þessum makalausu sleggjudómi hins góða
doktors.
Ég er honum hjartanlega sammála að morð og
grimmir glæpir voru framdir í tveimur heimsálfum
af fólki sem taldi sig ganga erinda sósfalismá. En
þetta fólk var afsprengi þess skrípissósíalisma sem
spratt úr jörðu hins svokallaða marx-lenínisma
Sovétríkjanna uppúr 1920 og byggði á flokkskenn-
ingum Leníns (ekki Marx) sem ég hygg Arnór
Hannibalsson þekki betur af eigin raun en nokkur
af yngri kynslóðum íslenskra sósíalista í dag.
Þeim hættum sem felast í flokkskenningu
Leníns er líklega bcst lýst með hinum fræga
spádómi Trotskýs sem hann setti á blað áður cn
hann gekk sjálfur til liðs við Lenín er á þessa
leið: „Flokksskipulagið mun koma í stað
Flokksins, þvínæ,st Miðstjórnin í stað Flokks-
skipulagsins og að lokum mun einræði$herra setja
sjálfan sig í sæti Miðstjórnarinnar". Þetta gerðist í
Sovétríkjunum með Stalín og undir gunnfána
marx-lenínsmans voru á Stalínstímanum framdir
þeir glæpir sem aldrei verða fyrirgefnir og enn í
dag er mannfólk fótumtroðið austur í heimi, þó
ekki sé það beinlínis margdrepið einsog fyrrum.
Einmitt þessir glæpir eru talandi tákn um þær
hættur scm leynast í marx-Ienínisma Sovétríkj-
anna, og einmitt þess vegna vaxa nú upp nýjar
kynslóðir sósíalista á Vesturlöndum og víðar, sem
laðast að þeirri mannhyggju sém margir sjá í
hinum upprunalegu ritum Marx og nota jafnframt
aðferðir hans til að skoða gangvirki þjóðfélaga
nútímans, en hafna gersamlega marx-lenínisman-
um í öllum hans myndum og öllu því sem kemur
við flokkskenningu Leníns.
Fráleit fræöimennska
í hinni fráleitu tivitnun hér að ofan spyrðir hins
vegar fræðimaðurinn á heldur ófræðimannslegan
hátt alla þá saman sem á einhvern hátt er hægt að
kalla marxista og gerir þá að morðingjum og
drápsmönnum heilla þjóða. Honum virðist fyrir-
munað að skilja að til séu aðrir straumar marx-
ískra fræða en þeir sem á einhvern hátt snerta
þann marx-lenínisma sem honum var innrætt á
sínum tíma austur í Sovétað væri hinn eini sanni
texti. Þess vegna gerir hann nú eina sképnu úr
öllum marxistum, skiptir þá engu hvort þeir eru
fræðimenn af skóla hinna frönsku tilvistarheim-
spekinga eða bara lífsglaðir íslenskir háskóla-
stúdendar sem finna samsvörun milli sín og
mannúð hins gamla Marx, allir skulu þeir hengdir
á einum og sama hálsinum. Svona málflutningur
er náttúrlega ekki hundum bjóðandi og ég vona
bara til guðs að blessaður doktorinn hugsi eilítið
skírar þegar hann skrifar fræðigreinar sínar.
Skilnaðarhörmungar
Nú er það svo, að Arnór Hannibalsson átti að
mér skilst fremur illa lukkað ástarævintýri' með
hinum gamla gráskegg Marx sem endaði um síðir
með miklum skilnaðarhörmungum, þó ekki fyrr
en Arnór hafði borið yfir til Sovétríkjanna þar
sem hann þáði skólavist í stofnunum stalínista og
hafði víst ekki mjög hratt á hæli. Það getur vel
verið að meðan stóð á þessu ástarævintýri og
rússneskir marx-lenínistar gáfu honum á garðann,
að hinum bláeyga Vestfirðing hafi um stund tekist
við bjarma tilhugalífsins að losa úr guðspjöllunum
einhverjar „töfraformúlur fyrir því hvernig eigi
að gera menn hamingjusama".
Marxistar nútímans sem ekki troða refilstigu
lenínskra kenninga hafa á hinn bóginn engar
slíkar formúlur og þeir hafa heldur engan drepið
ennþá. Mér kemur ekki til hugar að ásaka Arnór,
barn síns tíma, um samsekt að fjöldamorðum
Stalíns þó hann hafi haft geð í sér til að njóta
gestrisni stalínista um ekki svo skamman tíma.
Á sama hátt vænti ég þess að hann sýni þeim
vaxandi hópi marxista sem hafa marx-leninisma
og flokkskenningu Leníns að engu þá sjálfsögðu
kurteisi að froða þeim ekki undir sama hatt og
fyrrverandi gestgjöfum hans í Sovétríkjunum.
Austur Anglíu, 9. apríl.
j\ l^TT^/CJTD Bílaleiga I IjLJ I ul A Carrental iiL
BORGARTÚNI 24 - 105 REYKJAVÍK. ICELAND - TEL. 11015
Raflagnir
Fyrsta flokks
þjónusta
Ef þú þarft að endurnýja, gera við, bæta vio
eða breyta raflögnum, minnir Samvirki
á þjónustu sína með harðsnúnu liði rafvirkja,
sem ávallt eru tilbúnir til hjá
samvirki
SKEMMUVEGI 30 - KÖPAVOGI - SÍMI 44t5S6
Fjósamaður
Tilraunabúiö Laugardælum Árnessýslu óskar aö
ráða starfsmenn í fjós nú þegar. Búfræðimenntun
eða starfsreynsla æskileg..
Upplýsingar gefur tilraunastjórinn í síma 99-1926,
eða á staðnum.
Veiðimenn
út er komið á vegum Landsambands veiðifélaga 4. hefti
af ritinu Vötn og veiði. Gefur það margvíslegar upplýs-
ingar um silungsvötn og ár á suðausturlandi frá
Lagarfljóti til Rangárþings, ritið fæst í bókaverslunum og
er sent í póstkröfu hvert á land sem er, frá skrifstofu
Landsambands veiðifélaga Bolholti 6, Reykjavík sími
15528.
Nokkuð er enn eftir af fyrri árgöngum