Tíminn - 24.04.1983, Síða 12
SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983
12
erlend hringekja
fólk í listum
krúnu
Einveldissinnar í Portúgal:
Barist um
glataða
YNDISLEGT
HLJÓÐFÆRP’
Kjarvalsstöðum 12. maí kl. 20.30 og
mun hann flytja verk eftir Dowland,
Bach, Sor, Barrios og Walton.
Auk þessa verða sameiginlegir tón-
leikar með hljómsveitskólans í Bústaða-
kirkju 27. apríl kl. 20.30 og munu þeir
þá leika hver sinn konsertþáttinn eftir
Tedesco, Carulli og Villa Lobos.
Þess má geta að lokum að í Tónskóla
Sigursveins eru tæplega 100 nemendur í
gítarleik og rnunu þeir skipa stærstu
gítardeildina hér á landi en skólinn hefur
nú þegar útskrifað fjóra nemendur f
gítarleik. í Tónskólanum hefur gítarinn
verið viðurkenndur sem alvöruhljóðfæri
allt frá stofnun skólans og þeir Erik,
Friðrik og Kristinn sögðu okkar það að
í Tónskóla Sigursveins hefðu gítarkenn-
arar í fyrsta sinn fengið sömu laun og
aðrir tónlistarkennarar. Það á eflaust
eftir að koma þeim vel, því þeir búast
allir við því að stunda kennslu, a.m.k.
að einhverju leyti, þegar heim kemur að
loknu framhaldsnámi erlendis.
Við óskum þeim félögum góðs gengis
um leið og við getum þess að aðgangur
að tónleikunum er ókeypis á meðan
húsrúm leyfir - sem sagt: Allir velkomn-
ir. — sbj.
■ Um leið og Portúgalir búa sig undir
að kjósa nýja ríkisstjórn, sem giskað er
á að verði sósíalísk, unditbúa
konungssinnar konunglegan bardaga.
Svo sem dæmigert er um flokkadrætti
þá sem herja á pólitíkina í Lissabon, þá
beina þeir spjótum sínum ekki gegn
lýðveldisskipulaginu (sem komið var á
fót 1910) heldur hvor gegn öðrum.
Báðar fylkingar konurtgssinna hafa
innan raða sinna erfingja að krúnunni,
en eftir að Vatíkanið lýsti í fyrra Donu
Mariu Piu lögmætan erfingja Carlosar
konungs fyrsta hefur hiti færst í leikinn.
Carlos kóngur var myrtur árið 1908 og
tók þá Manuel annar við krúnunni og
stjórnaði þar til lýðveldinu var komið á
með byltingu árið 1910. Eftir það bjó
hann í útlegð í London til ársins 1932 er
hann lést, en hann skildi ekki eftir sig
neina erfingja.
Dom Duarte Pio Joao, hertogi af
Braganza, er sonarsonarsonur Miguel
kóngs. Sá kóngur var síðasti einvaldur
Portúgals en missti völdin til
frjálslyndari arms Braganzanna árið
1834. Flokkur einveldissinna, sem nú
situr í stjórn með
sósíkaldemókratískaflokknum og
kristilega demókrataflokknum, lítur á
Dom Duarte sem höfuð hinnar
konunglegu fjölskyldu.
Þó að þetta sé svo sem alveg nógu
ruglingslegt fyrir þá sem ekki eru þess
betur upplýstir um málið, má geta þess
að þeir einveldissinnar sem styðja Dom
Duarte eru að auki „græningjar" sem
mótmæla kjarnorkuvopoum af miklum
móð og berjast fyrir því að horfið verði
aftur til lífshátta lénsveldisins. Hinn 37
ára gamli hertogi eyðir miklum tíma á
sveitasetri sínu rétt hjá Viseu í
norðurhluta Portúgals þar sem hann
stjómar tilraunum í landbúnaði.
Dona Maria Pia er 75 ára
einveldissinni sem dáist mjög að
Kommúnistaflokknum. Þegar
Vatíkanið viðurkenndi hana sem dóttur
Carlosar kóngs höfðaði hún mál á
hendur hertoganum af Braganza og
krafðist réttarins til krúnunnar, sem
ekki er lengur til, og eigna Braganza
ættarinnar. Ef hún vinnur málið ætlar
hún að útbýta því sem hún hefur upp úr
krafsinu til „alþýðunnar". Hún var
andstæðingur einræðisstjórnar Salazars
fyrir byltinguna 1974 og var hneppt í
fangelsi af hinni alræmdu leynilögreglu
PIDE.
Einveldissinnarnir eru ekki hafnir yfir
persónulegt hnútukast. í nýlegu viðtali
talaði hertoginn um Donu Maríu Piu
sem „geggjaða kerlingarskruggu" en
hún nennir ekki að tala um
„strákbjánann“ og lýsir
Einveldisflokknum sem „hópi
útsmoginna lögfræðinga."
Einveldisflokkurinn hlaut 1,7%
atkvæða í þingkosningunum, en hann
sækir fylgi sitt til gamla aðalsins frá
Lissabon og afturhaldssamra
dreifbýlismanna. Mynd af síðasta kóngi
hangir enn uppi á vegg í stássstofum
margra sveitabæja.
■ Erik Mogensen, Kristinn Árnason og Friðrik Karlsson eru nú í þann veginn að taka burtfararpróf í gítarleik frá Tónskóla
Sigursveins D. Kristinssonar.
Tónskóli Sigursveins útskrifar gítarleikara:
„GÍTARINN ER
■ „Við völdum gítarinn vegna þess að
hann er yndislegt hljóðfæri. Svo er hann
líka skemmtilegur þó vissulega geti hann
einnig verið erfiður, þegar glíma þarf við
mjög erfið tæknileg atriði. Það er auðvelt
að verða partýhæfur á gt'tar, en það
tekur a.m.k. tólf ára vinnu að verða
góður. Áður fyrr völdu fáir gítarinn sem
einleikshljóðfæri en á því hafa nú orðið
miklar breytingar,“ segja Erik Mogen-
sen, Friðrik Karlsson og Kristinn Árna-
son, en þeir eru nú um þessar mundir að
ljúka burtfararprófi í gítarleik frá Tón-
skóla Sigursveins D. Kristinssonar.
Þeir eiga að baki nokkuð mislangt
nám í árum talið, sex til níu ár, sem fer
eftir því hversu mikinn tíma þeir hafa
getað gefið sér til námsins. Þeir eru þó
sammála um það að þeir séu atlir rétt að
byrja og hafa hug á framhaldsnámi sem
þeir verða að sækja út fyrir landstein-
ana: á vit hinna göfugu meistara. En
Erik hefur reyndar verið á Spáni í þrjú
ár og lagt þar stund á nám í gítarleik.
Þeir Kristinn og Friðrik hafa einnig
leikið í popphljómsveitum, Kristinn er
nú í hljómsveitinni Iss, en Friðrik í
■ Ef Dona Maria Pia vinnur réttinn til krúnunnar og þeirra eigna sem henni fylgja Mezzoforte sem nú gerirgarðinn frægan.
xtiar hún að útbýta þeim til alþýðunnar. Er engin togstreita á milli klassískrar
tónlistar og popps, þurfa þeir nokkuð að
velja?
Kristinn: „Nei, alls ekki, þetta fer
mjög vel saman og hefur hvort tveggja
sína kosti. Klassíkin er fágaðri og full-
komnari músík, poppið er aftur á móti
músík augnabliksins. Maður fær útrás í
augnablikinu en ekki til langframa.“
Friðrik: „Ég stefni ekki að því að velja
eina braut, heldur ætla ég að reyna að
starfa að hvoru tveggja, þræða hinn
gullna meðalveg..." (bros) „...Ég.get
alls ekki hugsað mér að hætta að læra svo
fer maður nú bráðum að eldast og þá
verður maður eflaust leiður á poppinu."
Hinir ungu gítarleikarar munu Ijúka
náminu með burtfarartónleikum sem
haldnir verða nú á næstunni á Kjarvals-
stöðum, byrja reyndar strax í dag á
tónleikum Kristins kl. 18.00, og við
endurtökum: á Kjarvalsstöðum. Krist-
inn mun flytja klukkutímaprógramm
eftir Bach, Mudarra, Martin, Albeiniz
og Sor.
Tónleikar Eriks verða síðan kl. 18.00
á Kjarvalsstöðum þann 30. apríl og mun
hann flytja verk eftir Bach, Torroba,
Ponce, Berkeley, og Narvaez.
Tónleikar Friðriks verða svo haldnir á