Tíminn - 24.04.1983, Blaðsíða 16
16
SUNNUDAGUR 24. APRÍL 19X3
Synti Drangeyjarsund
þrjátíu og tveggja ára
gamall og fór eftir það til
sundkennara í fyrsta sinn
— afrekaferill Eyjólfs Jónssonar,
sundkappa rifjaðar upp
stað söfnun til að styrkja mig til þess að
reyna að synda yfr Ermarsund haustið
eftir. Á þessum árum var hótelsam-
steypa í cigu bresks auðkýfings sem hét
Butlin sem skipulagði þetta «und. Butlin
bauð öllum þátttakendum að búa á einu
hótela sinna í Margate við Thamesár-
mynni í hálfan mánuð og hann kostaði
uppihaldið. En það var eitt skilyrði sem
hann setti og það var- 'það aö sund-
mennirnir yrðu að synda einn klukku-
tínia á dag i sundlaug hótelsins fyrir aðra
gesti, nokkurs konar sýuningarsund.
Félagar mínir sem ætluðu að rcyna við
sundið sögðu mér að ég mundi vafalaust
sleppa með að synda svona einu sinni á
þessum hálfa mánuði. En það fór á
annan veg. Þetta var haustið 1958 og
nýhafið þorskstríð milli Breta og islend-
inga vegna útfærslu íslensku landhelg-
inngar úr fjórum upp í tólf mílur.
Island var auðvitað töluvert mikið í
frétlum í Englandi vegna þessa og þetta
varð til þess aö ég. íslendingurinn vakti
mikla forvitni og Butlin skipaði mér aö
synda fyrir framan alla og ég varð að
synda klukkustund á dag fyrir gesti
Butlins. Þetta fór nú ekki sérlega vel í
mig því að ég var vanur því að synda.
fjarri öllum úti á reginhafi en skyndilega
var ég kominn þarna innan um fjölda
áhorfenda. En maðúr vandist þessu,
þótt mér liði djöfullega, cn svo voru
aðrir sem öfunduöu mig af því hvað ég
fengi góöa æfingu út úr þessu. Þetta
gekk svo langt að breska sjónvarpið lét
gera kortérslangan þátt þar sent þeir
sýndu mig vera að æfa í sundlauginni
hans Butlins.
Brctarnir virtusf liafa gaman af því að
hafa Islendinga meðal þátttakcnda á
sama tíma og þcssi átök voru nýhafin á
íslandsmiðum, á sama tíma og landhelg-
ismálið var gífurlegt hitamál hér heima
á Islandi. En þetta sýnir bara cnn einu
sinni hvað Bretar eru miklir gentlemen.
Mér var þarna sýndur meiri sómi en
öðrum keppendum.
Það tókst góður vinskapur með kepp-
endum þennan hálfa mánuð sem við
bjuggum saman fyrir keppnina og ég
kynntist þarna mörgu yndislegu fólki og
við sumt af því held ég ennþá sambandi.
Og raunar get ég sagt að meðan á mínum
ferli stóð scm íþróttamaöur kynntist ég
mörgu tramúrskarandi góðu fólki, sem
ég vildi ekki fyrir nokkurn mun hafa
fariö á mis við.
En víkjum að sundinu sjálfu. Hvernig
vegnaði þér í Ermarsundskeppninni?
Já, það voru æði margir sem lögðu af
stað og aðeins fimm komust yfir og ég
var einn af þeim sem ekki komust og það
er lítið meir um það áð segja, mig minnir
að ég hafi verið búinn að vera á sundi í
16 tíma þegar ég varð að hætta. Ég vil
alls ekki fara að afsaka það á nokkurn
hátt, mér mistókst að synda yfir Ermar-
sundið og það er allt og sumt.
Sjóveikin setti strik
í reikninginn
Man ég það ekki rétt að þú hafir orðið
sjóveikur á sundinu?
Jú, ég varð sjóveikur og það segir sig
sjálft að sjóveikur maður vinnur engin
stórafrek.
Sjóveikin hefur alltaf loðað við mig
þannig að ég hef gjarna fundið til hennar
fyrsta daginn á sjó en síðan hefur hún
horfið. Á sundi hef ég hins vegar hvergi
fundið til sjóveiki nema í Ermarsundinu.
Þegar ég synti langleiðir í sjó hér heima
fann ég aldrei til sjóveiki.
Ég veit ekki hvað hefur gerst, hvernig •
stóð á því að sjóveikin tók að hrjá mig
einmitt á þessum stað. En inig grunar að
ástæðan sé einfaldlega sú að ég hafi
sopið einhvern óþverra á leiðinni. Það
eru miklar skipaferðir um Ermarsundið
og vafalaust olía og annar óþverri í
sjónum og það fer ekki hjá því að maður
súpi eitthvað á þegar maður er á sundi
úti á sjó. Minn grunur er sá að þetta hafi
valdið sjóveikinni, þótt ég geti auðvitað
ekkert um þáð sannað. Það skiptir
heldur ekki öllu máli. Ég hafði mikla
ánægju af þessu þótt mér tækist ekki að
Ijúka því sem ég ætlaði mér.
Hélstu svo áfram að synda þolsund
eftir þetta'?
Já, næsta ár fór ég aftur Drángeyjar-
sund og sama sumar synti ég frá Vest-
mannaeyjum til lands. Auk þessa synti
ég oft Viðeyjarsund og yfir Skerjafjörð-
inn, en það voru eingöngu æfingasund.
Loks synti ég frá Hrísey til Dalvíkur og
frá Svalbarðseyrj til Torfunesbryggju á
Akureyri. Þetta eru álíka langar vega-
lengdir, eitthvað um 7 Vi kílómetri.
Er hætt að synda yfir Ermarsund
núna?
Nei, ekki er það nú, en Butlin cr
hættur að styrkja þessi sund, svo að nú
fara sundmennirnir þetta algerlega á
eigin ábyrgð og kostnað þeirra einstak-
linga sem reyna þetta, en keppnin er
alveg úr sögunni. Raunar greiddi Butlin
aðeins kostnaðinn við uppihaldið á
hóteiinu, en þátttakendur urðu að greiða
fylgdarbátinn og annan kostnað. Butlin
stóð auðvitað fyrst og fremst í þessu til
að laða gesti að hótelinu. Ég varð líka
var við feykilegan áhuga á þessari keppni
og það sem mér þótti einkennilegast var
að gestirnir báru mikla virðingu fyrir
okkur sundmönnunum og litu á okkur
sem hálfgerð ofurmenni. Ég skildi ekki
þessa aðdáun. En þetta var mikill blaða-
matur og það kann að hafa valdið
einhverju um þetta. Við sem kepptum í.
þessu sundi vorum hins vegar bara
venjulegt fólk. Það erekkert ofurmann-
legt við þetta. Það dásamlega við þetta
var það að maður sem aldrci hefur
komið nálægt íþróttum en fer að æfa á
fullorðinsaldri. hann nær árangri ef vilj-
inn er fyrir hendi.
Syndandi á fund
forsetahjónanna
Eitthvað fleira getur þú sagt mér sem
minnisstætt er frá þessum árum?
Já, þá kemur fyrst upp í hugann að
einu sinni þegar norræna sundkeppnin
stóð yfir, 200 metra sundið. sem haldið
var reglulega, þá fékk ég boð frá forseta
Islands Ásgeiri Ásgeirssyni. Hann bauð
inér heirn til Bessastaða en með einu
skilyrði, ég varð að koma syndandi.
Ásgeir var mikill áhugamaður um íþrótt-
ir, sérílagi um sund, enda iðkaði hann
það daglega frant á elliár. Ég synti svo
yfir Skérjafjörðinn og fylgdarmenn
fylgdu mér á bát og í fjörunni hinu megin
tóku þau á móti mér forsetahjónin,
Ásgeir Ásgeirsson og frú Dóra Þórhalls-
dóttir. Þau höfðu síðan boð inni fyrir
mig og fylgdarmenn mína á Bessastöð-
um og Ásgeir lét þess getið að ég væri
eini maðurinn sem hefði komið syndandi
í boð til þeirra hjónanna.
Fljótlega upp úr þessu hætti ég að æfa
og synda þolsund og 1964 hætti ég alveg.
Ég varð að gera það upp við mig hvort
ég ætlaði að halda áfram að leika mér
eða byggja fyrir fjölskylduna og ég
ákvað að byggja. Ég var heilsuhraustur
og gat lagt á mig mikla vinnu cins og þeir
þurfa að gera sem standa í byggingum og
það gefur auga leið að það var ekki tími
aflögu fyrir annað. Ég hef ekki stundað
sund eftir að ég hætti að æfa. Við
íslendingar erum meðþessar heitu laug-
ar sem er ágætt út af fyrir sig, en ég held
að þær geri okkur frekar værukærari
heldur en þær herði okkur upp. Enda er
það svo að þegar íslendingar koma í
sundlaugar erlendis sem éru undantekn-
ingalítið miklu kaldari en laugarnar hér,
þá skjálfa þeir á beinunum og ætla varla
að hafa sig út í.
Reynslan af sjósundinu
varð til bjargar
En er það mikil heilsubót að synda í
sjó?
Já, alveg tvímælalaust. Ég lield að það
styrki mann mjög mikið. Og mig langar
að segja frá einu atviki sem henti félaga
minn úr lögreglunni sem stundaði mikið
sund með mér á tímabili. Guðni Stur-
laugsson heitir hann. Hann hætti í
lögreglunni og fór að gera út og það
gerðist einhverju sinni við höfnina í
Þorlákshöfn, að hann féll útbyrðis í
foráttubrimi, en það bjargaði lífi hansað
hann hafði mikla reynslu af sjósundi. Þú
veist að ef brýtur á ölduföldum þá getur
brotið fært sundmanninn í kaf, ef hann
beitir sér ekki rétt. En ef við tökum eftir
því hvernig sjófuglar haga sér þá má
mikið af þeim læra. Þegar alda kemur
stinga þeir hausnum í hana og berast upp
á öldutoppinn á örskotsstundu. Þetta
verða allir sjósundmenn að læra og þetta
kunni Guðni og það varð honum til lífs.
Hann gat sjálfur bjargað sér á land. Ég
tel að það sé mikill heilsubrunnur að
stundg sjósund auk þess sem sú reynsla
sem það gefur mönnum getur komið
þeim mjög vel eins og þetta dæmi með
Guðna sýnir. En ég held að menn verði
svolítið dekraðir á því að synda í þessum
mikla hita sem hér er í sundlaugunum.
Ef við snúum okkur í lokin að þínu
starfi. Hefurþúveriðlengi ílögreglunni?
Já, ég byrjaði þar árið 1957 og tel það
mikið gæfúspor. Þar hef ég kynnst
mörgum góðum drengjum í hópi sam-
starfsmanna og góðum yfirmönnum. Á
tímabili starfaði ég mikið með banda-
rískum lögreglumönnum frá Keflavík-
urflúgvelli sem komu til Reykjavíkur
vegna varnarliðsmanna af vellinum og í
þeim hópi kynntist ég mörgum ágætis-
mönnum og hefur haldist vinátta með
sumum okkar síðan. I nokkur ár starfaði
ég í New York hjá Sameinuðu þjóðun-
um, var vörður við byggingu Sameinuðu
þjóðanna þar. Það kom reyndar fyrir
skemmtilegt atvik hér á dögunum í
tengslum við það. Ég var fenginn til að
vera á næturvöktum á Hótei Sögu þegar
de Cuellar framkvæmdastjóri SÞ dvald-
ist hérlendis. Þá hitti ég vin minn sem
hafði starfað með mér hjá SÞ fyrir
mörgum árum, hann var í lífverði fram-
kvæmdastjórans. Það urðu miklir fagn-
aðarfundir með okkur ég bauð honum
heim, en það fór reyndarsvo að ekki gat
af því orðið vegna þess að hann varð að
fylgja framkvæmdastjóranum á daginn
og ég að vaka yfir honum á nóttunni.
Innan lögreglunnar á ég marga góða
vini og ég hef í mörg ár tekið þátt í starfi
lögreglukórsins og haft mikla ánægju af.
Nú í sumar stendur einmitt fyrir dyrum
norrænt mót lögreglukóra í Noregi og ég
hugsa gott til glóðarinnar að taka þátt í
því. -JGK
■ Fimm Drangeyjarsundmenn. F.v. Erlingur Pálsson, Pétur Eiríksson, Haukur
Einarsson frá Miðdal, Eyjólfur Jónsson, Axel Kvaran. Með þeim á myndinni lengst
til hægri er Benedikt G. VVaage forseti ISI.
■ Skerjafjarðarsundmenn úr hópi lögreglumanna. F.v. Guðmundur Þorvaldsson,
Eyþór Magnússon, Halldór Einarsson, Guðmundur Hartmannsson, Guðni Sturlaugs-
son, Eyjólfur Jónsson og Björn Eystcinn Kristjánsson.
■ Á Reykjavíkurflugvclli cftir Vestmannaeyjasund 13. júlí 1959. F.v. Páll
Ásmundsson frændi Eyjólfs, fyrsti og eini eimreiðarstjóri íslendinga, Þórunn
Pálsdóttir móðir Eyjólfs, Magnús Jónsson bróðir hans, Eyjólfur, Jónas Halldórsson
sundkennari, Hákon Jóhannsson í vcrsluninni Sport og Þorbjörn Jónsson, bróðir
Eyjólfs.
■ Eyjólfur var oft fenginn til að sýna sjósund á sjómannadaginn. Hér er hann að
koma inn á Reykjavíkurhöfn úr Viðeyjarsundi og eins og sjá má bíður hans mikill
mannfjöldi.
Rannsóknastofnun
landbúnaðarins
óskar að ráða efnafræðing til að veita forstöðu efnagrein-
ingastofu stofnunarinnar. Laun samkvæmt launakerfi
opinberra starfsmanna.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist fyrir 10. maí til:
Rannsóknastofnun landbúnaðarins,
Keldnaholti vA/esturlandsveg,
110 Reykjavík.
S: 8-22-30
Ðíaleiga ^
Carrental 4*
Dugguvogi23. Sími82770
Opið 10.00-22.00.
Sunnud. 10.00-20.00
Sími eftir lokun: 84274 - 53628
Leigjum út ýmsar Þvoið, bónið og
gerðir fólksbíla. gerið við bílana
Sækjum og sendum ykkar í björtu og
rúmgóðu húsnæði.
OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN
^aþjó^