Tíminn - 24.04.1983, Side 22

Tíminn - 24.04.1983, Side 22
SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983 nútíminn Good Grace... Grace Jones - Living my life/ Fálkinn Fyrstu kynni mín af Grace Joncs voru í Skonrokki. l’ar söng hún Libertango í langbesta popp-videoi sem sést hefur ’í RUV. Það lag var á srðustu plötu hennar, Nightclubbing, scnt innihélt Jög cftir ýmsa.’t.d. Iggy Pop og The police, Sú plata fannst mcr góð, aðailega fyrir sakir kaldrar og yfirvégaðrar raddar Gracc. A'Living my life seinur Gracc öll lögin ntcð Barry Reynolds gítar- leikara hljómsvcitarinnar og Sly Dunbar trommuleikara, nema eitt sem er lag úr Broadway sönglcik og heitir The Aþplc Stretching. Lögin eru undantekningarlaust mjög góð og hljómsveitin. sem samanstendur af Barry Rcynolds, Wally Badarou, Mikey Chung, Uzziah Thompson og því vinsæla rythmapari Sly Dunbar og Robbie Shakespeare, gerir þeim frábær skil. Músíkin er diskó/funk/ raggae, þétt og svolítið dentpuð en vinnur alveg ótrúlega vel meö söng Grace og textum, sem eru ntest tilíinnihgalegar og persónulegar pælingar. Við fyrstu hlustun virka lögin svo- lítið niónótónísk, sterkir taktar lciða þau áfram án tiltakanlegra breika og köld rödd Gruce heldur sig yfirleitt á _ samtt styrknum. (Að vísu hlýnar röddin allntikið í Tlte Applc Streching). En þegar lögin fara að 'skríða inn í mann ná þau svakalega sterkum tökum og láta mann ckki í friði. l’ar kemur aðallega til afger- andi stíll blökkukonunnar og ímynd hennar sem ýtir duglcga undir þau áhrif sem ntaður fær af að hlusta. T.d. undirstrikar myndin af hcnni á albúntinu vel þessa köldu og stór- borgarlegu tilfinningu, kúbískar út- línur hennar pota nánast í holdið eins og músíkin. Fyrir minn srnckk er Living my lifc skemmtilcgasta plata sem ég hef 'heyrt á þessu ári og Grace Jones er að mínu mati mest original söngkona scm gcfur út plötur um þessar mundir, þótt tónlistin svcrji sig í ætt við New York diskó/funk Ifnuna, - Bra. Nýjar plötur ■ Meatloaf sendir á næstu dögum frá sér nýja plötu sem ber nafnið Midnight at he Lost and Found. David Thomas fyrrum söngvari Pere Ubu er kominn í nýtt kompaní á annarri sólóplötu sinni sem eflaust á eftir að gleðja ákveðinn hóp manna hér á landi. Platan heitir Winter Comes Home ög með honum eru Lindsay Cooper og Chris Cutler. Áætlað cr að rúm 20 lög verði á plötunni, þar af 4 eftir meistara Megas, sem jafnvel er í betra formi en þegar hann var á toppnum á sínum tíma. Bandið sem spilar undir hjá þeim er skipað þeim Begga úr Egó á gítar, Braga úr Purrknum og núverandi poppskríbent Nútímans á bassa og Komma úr Q4U á trommur og er þetta band ekki hvað síst það sem gerir plötuna góða. Platan vcrður tvískipt, annars vegar í trúbadorstílnum, þ.e. Tolli einn með gítar og hinsvegar rafmögnuð hlið þar sem má finna lög á borð við Boys from Chicago er fjallar um Milton Friedman og félaga, Barbie pönk, Nærfæmar hend- ur o.fl. en Megas er með lög á borð við Krókudílamaðurinn, sem undirritaður getur hlustað á endalaust án þess að leiðast. Fyrir gamlan „klæðaskáps-aðdáanda" Megasar eins og mig er þessi gripur hreint ómissandi í safnið og það kemur örugglega til með að eiga við um alla þá sem gaman höfðu af því að hlusta á hann hér í „den tid“. - FRI. TOLLIOG MEGAS FRÁBÆRIR SAMAN Á NÝRRI PLÖTU ■ I næsta mánuöi er væntanleg frá Gramminu ný plata meö þeim Þorláki Kristinssyni (Tolla) og gömlu kemp- unni Megasi og eru þeir félagar hreint frábærir saman en undirritaður átti þess kost að heyra upptökurnar með þeim nýlega. Megas og Tolli saman á nýrri plötu THE FALL í HÖLLINNI? — forsala aðgöngumiða hefst eftir helgina ■ Nú er endanlega búið að ganga frá flestum atriðum varðandi komu bresku nýbylgjuhljómsveitarinnar The Fall hingað til lands í byrjun maí mánaðar. Til stendur að tónleikamir verði í Austurbæjarbíói, en Nútíminn hefur fregnað að Laugardalshöllin sé einnig inn í því dæmi og hugsanlega munu þeir troða upp þar. Mcð Thc Fall koma fram einar fjórar íslenskar hljómsveitir og er ákveðið að Þeyr og Iss komi fram en eftir er að ganga frá því hverjar hinar tvær verða. Þetta er í annað sinn sem The Fall kemur hingað til lands en þeir vöktu mikla athygli er þeir héldu þrenna tón- leika síðla árs í hitteðfyrra. Frá því að þeir voru hér síðast hafa þeir gefið út tvær stórar plötur og eina Breska nýbylgjuhljómsveitin The Fall litla. Þær stóru eru HEX ENDUCTION og ROOM TO LIVE en sú litla er LOOK NOW. Á þeirri fyrsttöldu eru tvö lög sem tekin voru upp hérlendis í Hljóðrita (skrifað Hljorite á albúminu) þar af lagið Iceland „ljúfar" endur- minningar frá fyrri dvöl um það lag segir á albúminu: „Ferðabæklingur Valhallar bítur Hvíta andlit, finnur Rætur, strák- arnir taka ekki einu sinni eftir & leita að leiktækjum". Hljómsveitina skipa nú Steve Hanley, bassi, Craig Scanlon, gítar, Mark E. Smith, söngur, Marc Riley raforgel, gítar, rafpjanó, Paul Hanley trommur, Karl Burns trommur en hann komst ekki með síðast og Kay Carrol söngur. Forsala aðgöngumiða hefst á þriðju- daginn og verða þeir til sölu í flestum hljómplötuverslunum í bænum. -FRI SIOUXSIE VÆNTAN- LEG HING- AÐ I JUNÍ — tónleikar áformaðir í Laugardalshöll ■ „Siouxie and the Banshees koma að öllum líkindunt hingað í júní og áformað Þursaflokkur - tónleikar ■ Þursaflokkurinn heldur tónleika mánudaginn 25.04.’83 í Garðaskóla v/ Vífilstaðaveg í Garðabæ. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 aðgangseyrir kr. 70.00 Þursaflokkurinn er nýkominn í bæinn úr tónleikaför um Austurland en hún varð frekar endaslepp vegna ófærðar, þeir gátu ekki leikið nema á tveimur stöðum, Neskaupstað og Egilsstöðum og dvöldu svo nokkra daga og síðari staðnum, innilokaðir vegna ófærðar. - FRI er að tónleikar verði með þeim í Laugardalshöll þann 16. júní," sagði Hallvarður Þórsson hjá Metro Music í samtali við Nútímann en einsog kunnugt er greindum við frá því að þessi þekkta breska hljómsveit hefði áhuga á að koma hingað og leika. „Það er verið að vinna að þessum málum núna, einkum hvað varðar kerfið, líkur eru á að þau þurfi að flytja eitthvað af „græjum” með sér hingað”. Siouxie and the Banshees er ein athyglisverðasta hljómsveit Breta í dag og því mikill fengur að því að fá þau. Uppúr áramótum kom nýjasta plata þeirra A kiss in the dreamhouse í búðir hérlendis, og tvö lög af þeirri plötu eru til á lítilli, Slowdive. - FRI ■ Siouxie and the Banshees

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.