Tíminn - 24.04.1983, Qupperneq 24
24
SUNNUDAGUR 24. APRIL 1983
„Snúðu þer fram maðnrf 9
Vilhjálmur Hjálmarsson segir frá framboðsfundum á Austfjörðum
Nú er kosningabaráttunni lokið og í dag ganga
menn að kjörborði. Margir hafa látið þau orð falla
að kosningaslagurinn hafi verið með daufara móti
og skal ekki á það lagður dómur, en vera má að
menn sjái gamla daga í hillingum, þyki flest hafa
verið betra áður.
Við höfðum samband við tvo menn sem setið hafa
á þingi en eru nú horfnir þaðan. Báðir eru þeir
þekktir fyrir að sjá auðveldlega hina kímlegri hluti
tilverunnar, jafnvel þegar slagurinn hefur staðið
sem hæst. Þeir eru Vilhjálmur Hjálmarsson f.v.
menntamálaráðherra og Jónas Árnason rithöfundur
og f.v. alþingismaður. Við spjölluðum við þá um
liðna kosningaslagi og ýmislegt minnisvert og
skemmtilegt frá þeim.
„Ég miða auðvitað bara við kosninga-
baráttuna fyrir austan þar sem ég var
alltaf í framboði," sagði Vilhjálmur
Hjálmarsson. „Þar urðu auðvitað gífur-
legar breytingar þegar fjórum kjördæm-
um var slengt saman 1959, þá jókst
yfirfcrðin hjá frambjóðendum geysilega,
enda urðu, þá um 700 kílómetar milli
endimarka kjördæmisins. Þetta hafði
það í för með sér að persónulegt sam-
band við kjósendur minnkaði mikið.
Áður hafði það verið þannig að fram-
bjóðendur fóru margir hverjir næstum
bæ frá bæ á kosningaferðalögum. Batn-
andi samgöngur hafa auðvitað komið til
sögunnar en saman verkar þctta tvennt,
batnandi samgöngur og stærra kjördæmi
í þá átt að persónulegt samband stjórn-
málamanna og kjósenda hefur minnkað.
„Breytingarnar á ferðamátanum hafa
verið skaplegar, ég efast um að mcnn
geri sér almennilega grein fyrir hversu
miklar þær eru. Þegar ég fór í fyrsta sinn
um í pólitískum erindagjöröum 1938,
þá var gripið til allra hugsanlegra sam-
göngu tækja. Menn fóru ríðandi og á
mótorbátum, ég fór með togara milli
fjarða þetta ár. Ef snjór var á fjöllum
fóru menn á skíðum, það var ekkert
verið að ryðja fyrir menn. Svo var heil
mikið gengið svona bæ frá bæ. Maður
var afskaplega mikið kominn upp á
greiðasemi fólks. Þegar ég var að fara
um S-Múlasýslu var það að mér virtist
alveg fastur siður að flytja þessa fugla
ókeypis hvert sem þeir vildu fara. Ög
það var ekkert farið eftir pólitískum
skoðunum manna í því efni. Aldrei vissi
ég til þess að nokkrum manni væri úthýst
af pólitískum ástæðum.
Þetta ferðalag sem ég var að vitna til
og farið var 1938 var farið í því skyni að
undirbúa stofnun Félags ungra fram-
sóknarmanna og hún var farin að haust-
lagi. Hún endaði með gönguferð yfir
Mjóafjarðarheiði frá Egilsstöðum og
niður að Firði sem tók 10 klukkustundir
ogég var rétt orðinn til þarnaáheiðinni,
ekki vegna veðurs, það var ekkert að því
en færðin var þung ogég varð hálfpartinn
uppgefinn á leiðinni.
Hafa megindrættirnir í kosningabar-
áttunni breyst mikið frá því að þú
byrjaðir að fara á fr'amboðsfundi fyrir
austan ?
Ekki eins mikið og menn skyldu
halda. Nú tala menn t.d. um vinnustaða-
fundi eins og þeir séu eitthvað nýtt
fyrirbrigði og sumir virðast halda að
Vilmundur hafi fundið þá upp. En þegar
ég byrjaði þá fór t.d. Eysteinn Jónsson,
sem ég slóst nú mikið í för með mikið á
vinnustaði , í fiskvinnsluhúsin þar sem
fólk var við vinnu og niður í báta til að
ræða við sjómennina. Raunar hélt hann
ekki síður þessá vinnustaðafundi milli
kosninga. Hann hélt eiginlega uppi damp
inum hvort sem kosningar voru fram-
undan eða ekki. Að vísu var hann mikið
bundinn fyrir sunnan, oft við ráðherra-
störf, en fór alltaf um kjördæmið að
minnsta kosti einu sinni á ári og kom við
á svo mörgum stöðum sem hann framast
gat. Kosningavinnan sjálf er lík því sem
hún var, vinna við utankjörfunda-
atkvæða greiðslur og aðra fyrirgreiðslu
og svo áróður eftir því sem menn álíta
skynsamlegt að beita honum. Það er
kannske tvennt sem mér finnst vera nýtt
og það er að sjónvarpið er komið til
skjalanna og sinnir kosningabaráttunni
í öllum kjördæmum og svo hitt að nú
halda sumir flokkar stórar skemmtisam-
komur fyrir kosningar. Það man ég ekki
til að væri tíðkað áður fyrr. Þetta gera
menn líka fyrir austan nú orðið, það er
að vísu nokkuð misjafnt eftir flokkum,
en sumir flokkar eru mjög áhugasamir
um að efna til gleðisamkoma fyrir kosn-
ingar.
Raunar er ein breyting orðin enn sem
vert er að minnast á og það er á
húsakynnunum sem fundað er í. Fundir
voru gjarna haldnir í gömlum skólahús-
um sem voru misjafnlega á sig komin,
fundir voru vel sóttir og oft afar þröngt
setinn bekkurinn. Ég man eftir einu
dæmi um þetta frá fundi. Bæði var það
að húsnæðið var þröngt og viðkomandi
maður áhugasamur, en hann kom inn á
fund og svipaðist um á fremsta bekk, en
hann var þá fullsetinn. Við tókum eftir
þessu frambjóðendurnir, enda horfðum
við á móti fundargestum. En maðurinn
gerði sér I ítið fyrir og settist niður á lærin
á tveim fundargesta þarna á fremsta
bekknum. Hægt og hægt þá seig hann
alveg niður í sætið og þá var þetta í lagi.
Voru menn áhugasamir um að sækja
fundina og fylgjast með umræðunum ?
Já, það var geysilegur áhugi, bæði
meðal eldri og yngri, en ekki síður eldri.
Ég vitna oft til þess að það var aldraður
maður, sem kom á hvern einasta fund,
en hann var orðinn afar heyrnardaufur
þannig að þegar einhver tók til máls og
stóð fast við hliðina á honum meðan
hann var að tala. Ókunnugum kom þetta
dálítið einkennilega fyrir sjónir þegar
skyndilega var kominn maður upp að
hliðinni á þeim, en við sem kunnugir
vorum kunnum mjög vel við þetta.
Maðurinn var mjög vingjarnlegur og
sérlega áhugasamur og gerði engum
mein með þessu.
En við vorum að tala um húsakynnin
og það var eitt hús þarna fyrir austan
sem skar sig dálítið úr, að vísu var það
ekki notað nema í fá ár. Það var þegar
þorpið á Egilsstöðum var að byggjast
upp og þá þótti freistandi að fara þarna
sem fyrst og halda fundi því að þarna
voru krossgötur og hægt að ná til þriggja
hreppa í einu. Eina húsnæðið sem hægt
var að nota til fundathalda var gamall
hermannabraggi sem upphaflega hafði
verið notaður til íbúðar, en svo rifið
innan úr honum og gert úr honum lítið
samkomuhús sem hægt var að nota í
neyð. Þetta húsnæði var fjarskalega
óvistlegt en var notað til þessara hluta í
nokkur ár. En sem dæmi um það hvað
það var hrörlegt þarf að taka það fram
að ef hvasst var úti varð að haga inn
göngu inn í það eftir vindátt. Ef veðrið
stóð að norðan var gengið inn að sunnan
og öfugt. Nú var það einhverju sinni að
þarna var haldinn framboðsfundur í
sunnanstormi og því gengið inn að
norðan. En þegar menn höfðu setið um
hríð á fundi og hiti var farinn að færast
í mannskapinn, þá verða menn varir við
það að það er einhver að rjála við
hurðina röngu megin þ.e.a.s. að sunnan-
verðu. Hún bungaði dálítið inn undan
storminum þótt slagbrandur væri fyrir
og menn sáu að bungan fór að vaxa og
ruku til en urðu heldur seinir. Þegar
orka mannsins bættist við vindinn lét
slagbrandurinn undan og hann brotnaði.
Hurðirnar slengdust inn og maðurinn
hálf hrasaði inn í fundarsalinn og var
heldur stuttur í spuna og sagði: „Á ekki
að hleypa manni inn.“ Síðan tók hann
sér sæti og menn tjösluðu í hurðina, en
hitt þótti ískyggilegt að blöðin frá
frambjóðendunum fuku af borðunum
fram í sal í haug á gólfinu og það þótti
vafasamt að allt hafi verið rétt með
farið eftir það, að hver frambjóðandi
hefði heimt sitt. Þetta vakti mikla kátínu.
Á sama fundi bar við annað atvik sem
mér er mjög minnisstætt og þar sýndi
einn fundarmanna. eitt skemmtilegasta
viðbragð sem ég hef séð á fundi. Það var
Kristján heitinn Ingólfsson. Hann var
þarna í frantboði en einn heimamanna
fór upp í pontu og fór að halda ræðu og
átti eitthvað vantalað við Kristján því að
hann beindi máli sínu til hliðar þar sem
Kristján sat í frambjóðendahópnum. En
vegna þess að ræðumanni lá ekki hátt
rómur og vegna veðragnýsins heyrðist
illa fram í salinn hvað ræðumaður var að
segja við Kristján. Þótta þótti konu
ræðumannsins miður en hún sat frammi
í sal og kallaði nokkrum sinnum til
bónda síns; „Snúðu þér fram maður,
snúðu þér fram“. Maðurinn tók þetta
ekki til greina en hélt áfram að tala til
hliðar til Kristjáns. Þá var það sem
Kristján sprettur á fætur og yfirgefur
raðir frambjóðenda, en snarast fram í
sal og sest í auða sætið mannsins við
hliðina á konunni. Eftir það sneri ræðu-
maðurinn sér fram.
Nú halda menn ekki stóra fundi nema
í dýrindis húsakynnum og framboðs-
fundirnir eru orðnir hálfgerðir hátíða-
fundir.
Voru sameiginlegir framboðsfundir
allra flokkanna alltaf tíðkaðir fyrir aust-
an ?
Já, þeir hafa alltaf verið haldnir fyrir
austan og ég á ekki von á að það breytist.
Menn eru alveg fastir á því. Það verður
nú að segjast eins og er að það verður
stundum erfitt að rökræða á þessum
fundum, flokkamir hafa skammtaðan
lítinn tíma og verður ekki öll gert skil.
Mér hefur alltaf þótt það viturlegt sem
gamall maður sagði við mig síðasta árið
sem ég var í framboði. Hann sagði;“ Þið
eigið ekkert að vera að reyna að gera
öllum landsmálunum skil, þið eigið að
vísu að koma og gera einhverja grein
fyrir stefnunni og síðan eigið þið bara að
vera skemmtilegir.
Var það ekki líka þannig að menn
voru skemmtilegir á fundunum og létt
yfir þeim ?
Jú, það var alltaf frekar í þá áttina,
þótt hart væri deilt. Og það var eins og
léttleiki og húmor á fundunum ykist eftir
því sem þeir fullorðnuðust. Ég man t.d.
ekki eftir þessum bröndurum á milli
þeirra Eysteins og Lúðvíks fyrr en á
seinni árum en þeir voru lengi gagnstæðir
pólar í pólitíkinni á Austfjörðum. Það
var einmitt á seinni árum að Rauðhettu-
sagan kom upp. Þannig var að Eysteinn
var að tala á fundi á Djúpavogi og talaði
hart til Alþýðubandalagsins. Hann sagði
„Öll er Kristjáns ættln dauf”
símtal við Jónas Arnason á Kópareykjum
■ - Hvað er orðið langt síðan þú varst
fyrst í framboði til Alþingis ?
34 ár. Ég var þá 26 ára gamall.
- 34 plús 26 sama sem 60. Þú ert sem
sé orðinn sextugur ?
Nei. Ég verð það í vor, 28. maí.
- Og hvar fórstu í þetta framboð ?
Á Seyðisfirði.
- Og fyrir hvaða flokk ?
Fyrir hvaða flokk ? Þú fyrirgefur þó
ég segi það, en þctta finnst mér dálítið
svona framsóknarmaddömulega spurt.
Fyrir Sósíalistaflokkinn vitaskuld. Eg
var að nokkru leyti alinn upp á Seyðis-
firði, og áður en þetta gerðist halðiborið
dálítið á mér í útvarpinu, auk þess sem
ég hafði skrifað sitthvað í Þjóðviljann.
Ætli þetta séu ekki ástæðurnar til þess
að félagarnir þar eystra fengu augastað
á mér sem frambjóðanda. Én ég hafði
aldrei á æfi minni stigið í ræðustól fyrr
en þar á framboðsfundinum sem haldinn
var í leikfimissal barnaskólans þar sem
ég hafði stundum á bernskuárunum
hangið á böllum uppi í rimlunum og
horft á fjörug slagsmál fram undir
morgun. Þá var ekki búið að uppgötva
hvað það getur verið óhollt fyrir börn að
vera innan um fullorðið fólk.
Mér var sagt ég hefði verið rúman
hálftíma þarna í ræðustólnum. Sjálfur er
ég ekki nema að litlu leyti til frásagnar
um það. Þessi frumraun mín í ræðu-
mennsku fékk svo mikið á mig. Ég stóð
þó ekki þegjandi meðan þessi hálftími
var að líða. Það veit ég fyrir víst. Lárus
Jóhannesson, sem var þarna í framboði
fyrir Sjálfstæðrsflokkinn og kom í ræðu-
stólinn næstur á eftir mér, var svo
elskulegur að fella þann úrskurð að enda
þótt þessi ungi maður hefði fátt annað
sagt en vitleysu, þá hefði þessi vitleysa
verið býsna skörulega flutt. Ég hafði
legið dögum saman, yfir henni, þessari
vitleysu sem Lárus nefndi svo og lært allt
utanbókar frá orði til orðs. Þetta var í
október 1949. Og tveim eða þrem dögum
eftir að ég flutti þessa mína fyrstu ræðu
á lífstíðinni var ég orðinn þingmaður,
einn af uppbótarmönnum Sósíalista-
flokksins.
Hvar fórstu næst í framboð ?
í tvennum næstu kosningum, 1953 og
1956, var ég í framboði í Suður-Þingey-
jarsýslu. Þá hafði ég þjálfast nokkuð.
Var jafnvel orðinn svo kærulaus að ég
fór stundum í pontuna án þess að vera
búinn að læra allt utanbókar. Og ég
mundi líka yfirleitt sæmilega vel eftirá
hvað ég hafði sagt.
Frá framboðsfundunum þar nyrðra
loðir núorðið einna skýrast í minni mínu
Karl heitinn Kristjánsson alþingismaður
og ræðustíll hans. Karl kunni nianna
best þá kúnst að skamma andstæðinga
sína, - og Ijúga upp á þá líka ef honum
þótti nauðsyn til bera, - á vönduðu máli
og fögru. Svo var hann líka prýðisvel
skáldmæltur.
Arnór heitinn Kristjánsson, einn allra
besti og traustasti og einlægasti félagi
sem ég hef eignast um æfina, var ötulasti
agítator sósíalista á Húsavík, - og svo
bræður hans Páll og Ásgeir. Vegna
óhapps sem Nóri hafði orðið fyrir á sínum
yngri árum bar hann ívið hallt höfuðið,
sérstaklega ef hann var þreyttur. Hann
var ódrepandi bjartsýnismaður í pólitík,
og atkvæðatölur urðu ekki alltaf í fullu
samræmi við þær spár sem hann hafði
látið frá sér fara, vægast sagt. Eitt sinn
þegar sósíalistar á Húsavik höfðu fengið
vonda útreið í kosningum þá hlakkaði
auðvitað görnin í framsóknarmönnum
eins og venjan hefur jafnan verið um þá
görn undir slíkum kringumstæðum. Þá
orti Karl þingmaður um nefnda bræður:
Öll er Kristjáns ættin dauf
eftir daginn stóra.
Hangir eins og hrakið lauf
höfuðið á Nóra.
Varstu ekki líka í framboði á Vest-
fjörðum. Ég var í framboði á ísafirði í
fyrri kosningunum 1959 og fór þá funda-
ferð um Vestfirðina með Hannibal í
þeim tilgangi að porra upp í fólki traust
og álit á Alþýðubandalaginu. Það var
ógleymanleg reynsla. Hannibal er
„folketaler" af Guðs náð eins og allir
vita. Hann heillaði þannig mannskap-
inn á þessum fundum að það var ekki
neinulagi líkt. Sérstaklega virtist mér
hann ná sterkum tökum á konum. Ég er
ekki viss um að þær hafi allar ratað stystu
leið heim til sín eftir að hafa hlustað á
hann. Og ekki skorti hann bjartsýnina
frekaren Nóra minn á Húsavík. „Öruggt
atkvæði," sagði hann um hvern þann
sem tók í lúkurnar á okkur, sama þó að
ömurlegasta íhaldsmennska læki úr
svipnum á viðkomandi persónu. Þessi
dæmigerði stemningsmaður skildi ekki
alltaf rétt þá rosastemningu sem hann
vakti með sinni eigin stemningu. Þetta
átti allt að boða okkur kosningasigur, og
hann ekki neitt litinn. Raunin varð þó
önnur. Enda var hér æði oft fyrst og
fremst um að ræða samskonar hrifningu
og 1 i stamenn vekja á konsertum. Hanni-
bal var stjarna margs þessa fólks á sama
hátt og Guðrún Á. Símonar hefur líka
orðið stjarna margra. Þó að menn klappi
sig máttfarna af hrifningu yfir söng
hennar, þá er ekki þar með sagt þeir vilji
endilega láta hana stjórna landinu. Þú
skilur hvað ég meina. ?
Nú, svo verður þú alþingismaður fyrir
Vesturlandskjördæmi.
Já, þar tók égþátt í fernum kosningum
frá 1967 og til 1979 þegar ég hætti
þingmennskunni.
Starfskraftur óskast
áskrifstofu SHÍ nú þegar. Einnig vantar starfskraft
við atvinnumiðlun námsmanna frá og með mán-
aðamótum.
Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Stúdentaráðs
félagsstofnun stúdenta við Hringbraut, sími
15959.
Umsóknir berist þangað fyrir kl. 17 þriðjudaginn
26. apríl.