Tíminn - 24.04.1983, Side 25

Tíminn - 24.04.1983, Side 25
SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983 að þeir Alþýðubandalagsmenn væru allt- • af að guma af því að þeir hefðu fengið nýja menn til liðs við sig. ;,En það er einkennilegt að svo fjölgar aldrei hjá þeim samt sem áður. Þetta er eitthvað líkt með Alþýðubandalagið að þótt menn hópist inn að framan, þá fara aðrir út að aftan.“ Siðan bætir hann við með miklum þunga;“ og nú er Lúðvík kominn með nýtt skrapiið." Lúðvík kallar þá fram í og segir „Kallar þú Svövu bróður- dóttur þína skraplið ?“ En Svava Jak- obsdóttir var þá einmitt í framboði í fyrsta sinn. „Svava já,“ sagði Eysteinn, „hún er góð og falleg stúlka og lokkandi bráð fyrir pólitíska úlfa eins og Lúðvík Jósefsson. En hvernig varð úlfinum af Rauðhettu." Var svo gott á milli manna milli fundanna ? Já, það var alltaf heldur gott á milli frambjóðendanna þótt hart væri deilt á fundunum. Frambjóðendur ferðuðust gjarnan saman á milli staða í kjördæm- inu og höfðu samstarf sín í milli um að allt gengi sem haganlegast. Ég man eiginlega ekki eftir nema einum fundi þar sem mér sýndist ætla að verða uppistand. Það var í síðustu kosningun- um sem ég tók þátt í. Þá var Bjarni Guðnason í framboði fyrir Alþýðuflokk- inn á Austfjörðum. Bjarni hafði talað mikið um spillinguna í þjóðfélaginu á fundunum, hvernig hún kæmi ofan frá frá ráðherrum og bankastjórastóðinu sem hann kallaði svo. Menn tóku þessu létt og höfðu gaman af þessu enda Bjarni skemmtilegur. Svo var það á fundi í Breiðdalnum að Bjarni fór að tala um það hvernig menn ættu að búa. Hvernig menn ættu að bera á túnin og haga vorbeit o.s.frv. Þá varð mikil háreysti á fundinum og menn köliuðu fram í óþvegnum orðum. „Heldurðu að við vitum þetta nú ekki, helvítis fíflið þitt.“ Mönnum fannst það alveg fyrir neðan allar hellur að krati stæði upp og ætlaði að fara að kenna þeim að búa. Bjarni fann hvað klukkan sló og beindi talinu frá búskapnum að spiilingunni og þá róuðust menn. JGK í fyrstu kosningunum var rifist at einria mestri heift í Lyngbrekku á Mýrum. Og þegar þeim fundi lauk sungum við frambjóðendurnir allir ein- um rómi uppi á sviðinu. „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur ?. Þetta var samkvæmt tillögu minni. Og kom flatt upp á suma í salnum, sýndist mér. En þetta tókst vel, listrænt séð, held ég. Enda frábærir söngmenn í hópnum, Jón heitinn Árnason, Friðjón Þórðarson, Alexander Stefánsson. 1 lok næsta fundar, í Borgarnesi, sungum við svo „Fósturlandsins Freyja“ til heiðurs Bjarnfríði Leósdóttur sem var eina kon- an sem tók þátt í slagnum á þessum fundum. Þetta var samkvæmt tillögu Friðjóns Þórðarsonar. En sá sem nú söng af mestum krafti var Halldór E. Sigurðsson. Honum er margt til lista lagt, Halldóri. Getur sungið allar raddir, held ég. Þannig að Ingólfur Guðbrandsson gæti lent í vandræðum með að finna honum tónfræðilega réttan stað ef hann skyldi sækja um inntöku í Póly.fónkórinn. Ég fer þó nærri um hvar þessi lífsglaði og eldhressi Halldór mundi kunna best við sig. Hann mundi kunna best við sig innan um sópranradd- irnar. Eftir allar þær ræður sem þú ert búinn að flytja síðan þú byrjaðir á slíku fyrir 34 árum, - hvenær mundirðu telja að þér hafl tekist best upp? Því er fljótsvarað. Mér tókst best upp þegar ég var að leika Skugga-Svein hjá Ungmennafélagi Reykdæla í Logalandi á útmánuðum 1966. Enda flutti ég þá ræður sem hinn skapheiti guðsmaður og orðsnillingur Matthías Jochumsson hafði samið handa þeim skapheita og hundheiðna útilegumanni sem verið hef- ur prinsípfastari og harðari á sinni mein- ingu en þeir menn flestir eða allir sem fengist hafa við stjórnmál á íslandi. - Þegar þú nefnir þetta, þá kemur mér í hug vísa sem mér var sögð fyrir stuttu og þú munt hafa ort tii Þórleifs heitins Bjarnasonar námsstjóra einhverntím- ann á fundi um skólamál þar sem Halldór E. hafði víst heldur betur byrst sig. Og hvernig er hún þessi vísa ? - Hún er svona: Það er víst eins með þig og mig að þegar hann Halldór ygglir sig sérðu birtast sviðinu á í sömu persónu báða tvá Hreggviðsson karlinn hrausta á Rein og hörkutólið hann Skugga-Svein. Ekki sem verst. Ekki sem verst. Það er margt sem hjálpast að við að skapa Rimini sívaxandi vinsældir. Einstök veðurblíða, vandaðir gististaðir, lífleg strönd, veitingastaðir í sérflokki, eldfjörugtskemmtanalífog stórkostlegar skoðunarferðir, - allt kryddar þetta til- veruna á Rimini. Barnafararstjórinn - nýjung sem hitti í mark Á Rimini er börnunum aldrei gleymt og í sumar bjóðum við áfram hina vinsælu barnafararstjórn sem svo rækilega sló í gegn á síðastliðnu sumri. Þannig tryggjum við börnunum viðeigandi dagskrá alla daga, ferðalög, leiki, dægra- dvöl og margskonar skemmtun aðra. Róm - ggieymaniegur áfangastaður Tveggja daga skoðunarferð til Rómar- borgar er fyrir mörgum hápunktur Riminiferðarinnar og öllum ógleymanleg. Að auki bjóðum við spennandi skoðunar- ferðir til Feneyja, Flórenz og San Marino auk annarra áfangastaða í ná- grenni Rimini. Verð miðað við flug og gengi 5.1. '85. Rimini-verð enn einn vinningurinn! Við samanburð á sólarströndum hefur Rimini vinninginn ótrúlega víða. Verðið er einmitt einn af þeim þáttum sem gera sigurinn ótvíræðan. Lítum á verðdæmi sem miðast við raunhæfan fjölda í hverri gistingu: 2 vikur Hótel City m/morgunverði Castrocaro, 4 í 3ja herb. íbúð 3 vikur Hótel Rialto m/morgunverði Giardino, 3 í 2ja herb. íbúð kr. 12.900 kr. 13.300 kr. 15.400 kr. 16.500 Til frádráttar koma síðan hinar fjölmörgu afsláttarleiðir sem Samvinnuferðir-Land- sýn býður farþegum sínum. Tökum dæmi um tveggja vikna ferð þar sem fjögurra manna fjölskylda nýtur aðildarafsláttar, barnaafsláttar og staðgreiðsluafsláttar (með því að greiða ferðina að fullu tveimur vikum fyrir brottför): Fuiltverð, 4x12.900 kr. 51.600 Aðildarafsl. f ullorðinna 2x1.200 kr. 2.400 Aðildarafsl. barna 2x600 kr. 1.200 Barnaafsláttur, 2x2.500 kr. 5.000 Afsláttur alls: 5% staðgreiðsluafsláttur Réttverð kr. 8.600 kr 43.000 kr. 2.150 kr 40.850 Afsláttur er alls hátt í ellefu þúsund krónur eða rúmlega 20% af verðlistaverði og munar sannarlega um minna! Tryggið ykkur ódýra og spennandi Rimini- ferð tímanlega - auðu sætunum fækkar óðfluga! Aldrei alla manudagai Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.