Tíminn - 24.04.1983, Qupperneq 27

Tíminn - 24.04.1983, Qupperneq 27
i * 27 SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983 ar, sjálfan Von Landenberg heim, og bragða á framleiðslu hans, en það gat ekki orðið vegna flóðanna margum- ræddu, sem breyttu áætlun okkar í nokkrum atriðum. Fríherrann varð sem sagt að virkja starfsfólk sitt í að undirbúa vínkjallara sína fyrir flóðin, ög þess í stað sendi fríherrann elskulegur dóttur sína til okkar, sem var hreint sú falleg- asta og elskulegasta þýska stúlka sem við höfðum og höfum nokkurn tíma hitt. Unga stúlkan Landenberg kom sem sagt færandi hendi, með ómældan fjölda vínflaskna úr kjallara föðurins og kenndi okkur vínsmökkun samkvæmt öllum kúnstarinnar reglum. Það er hreint ekki svo einfalt fyrirbæri að gerast vínsmakk- ari, svo eitthvert vit sé í, en það sem hjálpar, þegar Mosel vínin eru annars vegar. er hversu létt þau eru. Pað sem þú gerir, þegar þú smakkar vín, sem við smökkun er borið fram í litlum glösum, er að bera glasið upp að ljósinu, til þess að athuga fyrst með litinn, sem á að vera örlítið grænleitur, tærleikann, sem að sjálfsögðu á að jafnast á við kristal og þessu næst horfir þú djúpt í augu þess sem á móti þér situr og er við sömu iðju, þ.e. vínsmökkun. Nú fyrst er tíminn kominn, er þú mátt dreypa á víninu og þá áttu að sjálfsögðu að leyfa því að velkjast svolitla stund um munninn, þú átt að vera hugsandi og spekingslegur á svip og við svo búið máttu kyngja. Petta ætti í rauninni að nægja, því restinni úr glasinu máttu fleygja í stóra þar til gerða fötu, og vera þar með reiðubúinn fyrir næstu vínteg- und, en það er nú ekki beinlínis stíllinn okkar íslendinganna, að henda úrvals Moselvíni á glæ, og sötruðum við það gjarna þar til Lindenbergstúlkan fór að undirbúa skenkingu úr næstu flösku. Eitt vil ég þó eindregið ráðleggja þeim sem reyna svona alvöruvínsmökkun í Þýskalandi, en það er að fá sér á milli víntegunda, bita af brauði því sem gjarnan er borið fram með víninu í smökkuninni, svo að smakkararnir geti nú undirbúið bragðkirtla sína á milii tegunda, með því að fá sér eitthvað mjög svo hiutlaust að narta í. Auðvitað er þetta hin besta skemmtun fyrir okkur að reyna svona vínsmökkun, og sérfræðings svipurinn velleikni, var svo til eingöngu upp settur til þess að þóknast gestgjafa okkar og láta líta svo út sem við værum einhverjir Jónasar Kristjánssynir, eða svoleiðis sérfræðingar. Leikur okkar var það góður, að gestgjafi okkar, sem við nefndum okkar í milii Lorelei virtist ekki hafa yfir neinu að kvarta, og léttleiki vínsins, það er á bilinu 9 til 11% sterkt, kom okkur til bjargar að öðru leyti, því það þykir nú engan veginn góður vínsmakkari sem verður „betr- unken“ að ég tali nú ekki um „besoffen" í vínsmökkun. En að öllu gríni slepptu, þá held ég að það sé ómissandi þáttur fyrir hvern og einn sem um þetta svæði ferðast að reyna vínsmökkun, svo ríkur þáttur er vínið, vínframleiðslan og allt sem téngist því, í mannh'finu á þessum slóðum, að maður einfaldlega kemst í nánari snert- ingu við íbúana með því að prófa framleiðslu þeirra og sýna henni ein- hvern áhuga. Örfáar praktískar upplýsingar um vín- in að lokum: Ríesling á uppruna sinn í Moseldalnum, og þykir vera hátindur vínberjanna. Riesling vín eru eingöngu framleidd í Móseldalnum, og eru þau eitt höfuðstolt svæðisins. Öll vínin, hvar sem þau eru framleidd í Þýskalandi verða að undirgangast strangt gæðapróf, og þau sem standast það próf, mega á vínmiðanum heita Oualitátswein. Þau greinast síðan í hinar ýmsu gæðategundir innan þessa, svo sem Kabinett, Prádikat, Spátlese, Auslese og Eiswein, og hygg ég að út frá þessari upptalningu fari ég rétt með að segja, að það göfugasta var síðast nefnt, en Eiswein, (ísvín) er framleitt úr vínberjum, sem hafa gengið í gegnum ,þann mjög svo óvenjulega prósess að frjósa á vínviðnum, ákveðið margar nætur í röð, við ákveðið hitastig, þannig að áhættan sem vínbóndinn tekur með því að reyna að fá hráefni til þess að framleiða Eiswein er gífurleg, og því er Eiswein dýrasta hvítvínið sem þú færð, en það stendur svo sannarlega undir nafni, að vera besta vínið. Meira að segja áhugamennirnir, við íslensku blaðamennirnir, vorum á einu máli um að við gætum þekkt Eiswein úr, svo bragðgott, bragðfullt, en ljúft er það. Ég skora bara á ykkur lesendur góðir að prófa, þegar og ef tækifæri gefst til. ■ Vínekrurnar í Móseldalnum liggja yfírleitt í mjög bröttum hlíðum, þannig að vínyrkjan er mjög erfitt starf, enda fengum við að heyra það í ríkum mæli frá þýskum leiðsögumönnum okkar. Vínyrkjubóndinn í Móscldalnum segir líka gjarnan að vinna hans sé erfið mjög, en hann uppskeri þó ríkuleg og síðan Iyftir hann glasi, til þess að sýna fram á hve stoltur hann er af framleiðslunni. Þessi mynd sýnir slíka stund, á táknrænan hátt. I Eins og sjá má, er ég hrítin afþví að hafa kastalasúlur á myndum mínum. Hér tók ég mynd aföðrum svölum Reichsburgar aðra átt yfir Cochem. Tímamyndir - AB Hún fór með okkur í sérstakan vínkjall- ara, þar sem við fengum að bragða á sérstakri Cochemframleiðslu, en það var hvítvín, sem ávextir höfðu legið i í þrjá sólarhringa, og vorum við einkar hrifin. Að svo búnu vorum við undir skoðunarferð um kastalann Reichsburg reiðubúin, en hún tók talsverðan tíma, og talsvert á, því leiðsögumaðurinn um kastalann ætlaði aldrci að vilja hætta að upplýsa okkur um dásemdir kastalans og kastalalífsins. Við lifðum þetta nú samt af, og okkur kom saman um það eftir á, að við hefðum þrátt fyrir allt ekki viljað hafa misst af kastalaferðinni, þó svo að leiðsögumaðurinn hefði mátt missa sín. Markaðstorgið í Cochem er einkar fallegt, og dæmigert að ég hygg fyrir þessar eldri borgir Þýskalands, en þar er eins og markaðstorgið í hverju tilviki, sé einskonar" nafli a|heimsins,“ þannig að þeir hafa greinilega verið víðar til en í Delfi. Við markaðstorgið er Ráðhúsið að sjálfsögðu, ásamt elstu og fallegustu húsum Cochem, að Altc Thorschenke undanskildu. Húsin voru öll endurbyggð í þeim stíl scm þau voru upprunalega í, en eins og áður sagði var Cochent brennd til grunna 1689. Smekkvísin og hreinleikinn íþessari borgvekurathygli, eins og reyndar í svo mörgum borgum Þýskalands. Það er beinlínis eins og Fleira gert í Cochem en að smakka vín Nú, ég vil engan veginn koma því inn hjá lesendum mínum, að ég hafi ekki gert neitt annað í þessari ágætu ferð en smakka hvítvín ogþjóra bjór. f Cochem, sem er alveg sérstaklega fallega staðsett borg, er margt að skoða, svo sem tignarlegur, forn kastali, Reichsburg, sem var endurbyggður í núverandi mynd sinni á árunum 1869 til 1877, en hann eins og raunar öll húsin í Cochem, að fjórum undanskildum, þ.á.m. Alte Thorschenke, var lagður í rúst og brenn- dur af frönskum hersveitum 1689. Kas- talinn var endurbyggður í nýgotneskum stíl, en þó samkvæmt fornum uppdrátt- um. Eldri kona, (ég man ekki hvað hún heitir) fór með okkur í leiðsöguferð um Cochem, og vorum við mun fróðari að þeirri ferð lokinni, en við upphaf hennar. Hún þrælaði okkur upp sögufrægar tröppur, 122 talsins og Iýsti fyrir okkur hagkvæmni þess að hafa sjúkrahúsið og kirkjugarðinn hlið við hlið! Hún sýndi okkur gamalt klaustur sem vegna skorts á munkum hefur nú verið breytt í skóla. ■ Því miður var þoka yflr, þegar við komum til Cochem, en hér áðum við, við útsýnisskífu sem gnæflr yfir bæinn. Það er hún Þórunn Einarsdóttir, blaðamaður Vikunnar sem prýðir myndina. velmegunin skíni af hverju húsi og af hverjum íbúa, þannig að því fer fjarri að maður láti hugann reika til tyrkneskra „slömma" í t.d. Berlín, og hugleiði að slíkt sé til í þessu landi velmegunar. Ég ætlaði alls ekki að vera leiðinleg hér, en vildi einungis benda þeim sem sækir Þýskaland heim í fyrsta sinn, og kemur aðeins til fallegra borga eins og Cochem, Bitburg, Koblez og Trier, á að hann sér aðeins jákvæðustu hliðar þýska velferð- arríkisins. Dagur var að kveldi kominn. íslenskir ferðalangar orðnir þreyttir mjög, og farnir að þrá himnasængurnar mjúku. Enda skellti ég mér í mína, en fékk síðan fregnir af því morguninn eftir, að ein- hverjum félaga minna hefði tekist að grafa upp lítinn næturklúbb í Cochem, sem verður að teljast meiri háttar afrek út af fyrir sig, þar sem okkur hafði verið sagt að ekkert næturlíf væri í Cochem, nema um háannatímann, en þá iðar víst allt af glaum og gleði, enda munu vera um 140 hótel og gististaðir í þessari litlu borg, og gistinætur á ári hverju um 3 milljónir, sem hlýtur að teljast óheyri- lega mikið, þegar höfð er í huga sú staðreynd, að í Cochem búa álíka margir ng á Akureyri.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.