Tíminn - 06.07.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.07.1983, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1983 Wivmm 3 fréttir ■ Móttökuathöfninni lokiö, varaforsetinn og fylgdarmenn hans að leggja af stað til Reykjavíkur. ■ Frú Edda Guðmundsdóttir og frú Bush ganga til bifreiðanna. ■ í ræðu sinni í kvöldverðarboðinu til heiðurs George og Barböru Bush í gærkvöldi vitnaði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra til Franklins D. Roosevelt um hinar fjórar eigindir frelsisins. Frelsið til tjáningar í orði og riti, frelsi til guðsdýrkunar í samræmi við trú hvers og eins, frelsi undan skorti og frelsið undan ótta. Síðan benti hann á að mikið skorti á að tekist hafi að gera þessar fjórar eigindir frelsisins að veru- leika í heiminum. Mikið skorti á að mál og tjáningarfrelsi hafi verið tryggt, sama gildi um trúfrelsið, skortur væri enn hlutskipti milljóna og vígbúnaðarkapp- hlaupið hafi valdið því að mannkynið búi nú við stöðugan ótta. „Ég er þess fullviss, að með sjálfum okkur erum við sammála um, að friður sem byggist á ótta er ekki raunverulegur friður. Við verðum að keppa að breytingu til batn- aðar,“ sagði forsætisráðherrann. Ræðu sinni lauk hann með þcssum orðum: „Herra varaforseti, ég er þess fullviss, að ég mæli fyrir fslendinga alla, þegar ég legg áherslu á von okkar um að úr vopnabúnaði dragi um heim allan, svo engir þurfi að búa í ótta við hemaðar- árásir, svo ekki sé minnst á tortímingu á heimsmælikvarða. í þessu efni væntir hinn frjálsi heimur forustu Bandaríkjanna.“ JGK ■ Allt með fclldu hér. Ekkert má út af bera: SJÁLFVIRKUR SÍMI LAGÐUR AÐ VEIÐISTAÐ GEORGE BUSH ■ Mikill viðbúnaður hefur átt sér stað að undanförnu í sambandi við heimsókn George Bush varaforseta Bandaríkj- anna og fátt til sparað í sambandi við hana. Eins og fram hcfur komið í fréttum er varaforsetanum boðið að renna fyrir lax í Þverá í Borgarfirði og verður viðdvöl hans þar í mesta lagi tveir og hálfur tími. Hingað til hefur aðeins verið sveitasími í veiðiskálann við ána en úr því hefur nú verið bætt. Tengdur hefur verið sér- stakur sjálfvirkur sími við skálann til að unnt verði að ná í varaforsetann með hraði ef á þarf að halda. Bandaríkja- menn munu hafa óskað eftir því að þetta yrði gert og bera af því kostnað en tæknimenn Landsímans sáu um fram- kvæmdina. Ekki tókst að fá uppgefið símanúmer- ið hjá upplýsingum, í gær, þar var sagt að hér væri um einkalínu að ræða og númerið því ekki.á skrá hjá Landsíman- um. JGK Hjónin á Þing- vallastræti 22 Eiga 5 börn ■ í frétt Tímans um að hjónin á Þingvallastræti 22 Akureyri hefðu ekki fengið umbeðinn frest á framkvæmd Hæstaréttardómsins sem kveður á um að þau skuli rýma íbúð sína fyrir helgina kom ekki fram að þau eiga fimm börn á aldrinum 2 til 11 ára og leiðréttist það hér með. Samningur um nýja flugstöd á Keflavíkurflugvelli: BANDARÍKIAMENN bera UM 70% AF KOSTNADI — samtals um 56 milljónir bandaríkjadala ■ „Ég vona að þessi samningur verði okkur Islendingum til heilla og gagns í framtíðinni,“ sagði Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, eftir að hann og Marshall Brement, sendiherra Banda- ríkjanna á íslandi, höfðu undirrítað samning bandarískra og íslenskra stjórn- valda um byggingu nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Samkomulagið var undirritað í fund- arsal utanríkisráðuneytisins í gær að viðstöddum embættismönnum beggja landa og blaðamönnum. í því felst að ríkisstjórnirnar skuldbindi sig til að leggja fram allt að 20 milljónum króna að jöfnu til að hefja framkvæmdir og skal féð handbært fyrir 1. október næst- komandi. Bandaríkin skuldbinda sig til að leggja fram samtals 20 milljónir dollara - jafnvirði um 550 milljóna íslenskra króna á núverandi gengi - til byggingarinnar. Að auki munu Banda- ríkjamenn kosta alla jarðvegsvinnu, frágang bílastæða og stæða fyrir flugvél- ar, lagningu eldsneytisleiðslna og fleira, sem samtals kostar 36 milljónir dollara - þannig að framlag þeirra til verkefnisins Tímamynd Ari. ■ Marshall Brement og Geir Hallgrímsson undirrita samkomulagið. verður 56 milljónir dollara miðað við núgildandi verðlag, sem er tæpur mill- jarður íslenskra króna, á móti 550 mill- jónum króna frá íslendingum. Geir Hallgrímsson sagði eftir undirrit- unina í gær að forsendur fyrir þessum samningi væru þrjár. í fyrsta lagi aðskiln- aður varnarliðsins frá umferð ferða- manna um Keflavíkurflugvöll. Þá væri Bandaríkjamönnum hagur af því að fá flugstöðina, sem nú er í notkun á Keflavíkurflugvelli, til afnota og loks væri beggja hagur að fá aðgang að nýrri flugstöð í neyðartilvikum, það er að segja að stríðstímum eða í náttúruham- förum. í kosnaðaráætlun um byggingu nýrrar flugstöðvar frá 1981 var gert ráð fyrir að hún mundi fullgerð kosta 46 milljónir bandaríkjadala. Ný kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir, en ekki er búist við að kostnaður verði meiri en reiknað var með fyrir tveimur árum. íslendingar þurfa ekki að borga sinn hluta, 20-25 milljónir dollara, fyrr en flugstöðin verður tekin í notkun. Geir Hallgrímsson var spurður hverra, íslendinga eða Bandaríkjamanna, væri að meta það hvenær væri um neyðartil- vik að ræða. kvað hann það samkvæmt varnarsamningi vera á valdi íslenskra stjórnvalda. Loks sagði Geir Hallgrimsson: „Það er ánægjulegt að geta leitt þetta mál til lykta,“ og nefndi að fyrirrennari hans í utanríkisráðuneytinu, Ólafur Jóhannes- son, hefði unnið ötullega að framgangi þess í tíð fyrri ríkisstjómar. Búist er við að flugstöðin verði tilbúin eftir tvö til þrjú ár. -Sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.