Tíminn - 06.07.1983, Blaðsíða 20

Tíminn - 06.07.1983, Blaðsíða 20
Opiö virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDDf Skcmmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 T» & abriel W HÖGGDEYFAR , ,„.„li .• Hamarshöfða 1 QJvarahlutir símí365io. iatíSÍ ■ Flugvélar ílalanna lentar á Reykjavíkurllugvelli Tímamyndir G.E. ítalska flugsveitin lent: ORI U H U( II IA KKI IRÍ fll ENI N 1 5E M FU — sag JGI ;di Fini I istau Þl iri le ■T íiðan n igu \ rsstji FYI 6ri flug IIR ^sveitar 5 inn ;o ar AR Ul r ■ Finistauri leiðangursstjóri hópsins ■ „Það voru hugrakkir menn sem flugu þessa leið fyrir 50 árum, hugrakkir og úrræðagóðir miðað við þær vélar sem þeir höfðu þá“ sagði Finistauri leið- angursstjóri ítölsku flug- sveitarinnar í samtali við Tímann en flugsveit hans lenti skömmu eftir kl. 20 á Reykjavíkurflugvelli og hingað eru þeir komnir í tilefni þess að 50 ár eru liöin síðan Balbo flug- kappi og menn hans komu hingað. Finistauri sagði að þeir hefðu hreppt fremur leiðinlegt veður á leið sinni frá Skotlandi, mikil rigning hefði verið„mest alla leið- ina en að öðru leyti hefði flugið gengið að óskum. ítalarnir komu hingað á sex flugvélum af Marchetti gerð og áður en þeir lentu léku þeir listir sínar yfir Reykjavíkurflugvelli fyrir hóp af fólki sem saman var komið til að fagna komu þeirra. Von var á 9 flugvélum en Finistauri sagði að 3 þeirra hefðu heltst úr lestinni í Skotlandi vegna vélarbilunar. Von væri á þeim hingað síðar meir og áætlaði hann að þeir félagar myndu halda áfram för sinni vestur um haf í dag, ef veður leyfir en ■ Hluti ítölsku flugmannanna. lokaáfangastaður þeirra er Chi- cago, þaðan fara þeir svo aftur heim til Ítalíu. Með Finistauri í vél hans var flugmaðurinn Frahcavislia og sagði hann í samtali við Tímann að þetta væri stórkostleg lífs- reynsla að fylgja í fótspor hins fræga flugkappa Balbo. -FRI dropar Litla græna hænan? ■ „Hér koma ísfuglarnir í rauðu og bláu pokunum. Já - hér eru engar litlar gular hænur á ferð, heldur alvöru holda- kjúklingar frá ÍSFUGL. ÍS- FUGLAR eru aldir upp á hollan og náttúrulegan máta og slátrað í einhverju full- komnasta fuglasláturhúsi hér- lendis, þar sem hreinlæti er í fyrirrúmi.“ Þannig hljóðaði heilsíðu Uta- auglýsing í Alþýðublaðinu um helgina. Með henni var mynd af einhverju sem sjálfsagt hefur átt að vera kjúklingur, en minnti heldur á frosk í ætt við Kermitt vin okkar úr Prúðu- leikurunum slíkur var græni liturinn á myndinni. A.m.k. var kjúklingurinn mjög ólyst- ugur, og ekki laust við að sumir lesendur Alþýðublaðsins óskuðu heldur eftir að inn- byrða „litla gula hænu“ í stað þessa græna skrímslis, sem sjálfsagt á ættir sínar að rekja til mistaka við prentun sem fólgin eru í því að grænn litur hefur veríð notaður í stað eðli- Iegs kjúklingalits, eins og aug- lýsendur hafa væntanlega gert ráð fyrir. Borgarstarfs- menn enn vidkvæmir! ■ Hér á árum áður var mikið rætt um hvað íhaldsmeirihlut- inn í borgarstjórn Reykjavíkur værí örlátur á fyrirgreiðslu af ýmsu tagi, sérstaklega þeim til handa sem voru stuðnings- menn meiríhlutans. Haft var fyrir satt að starfsmenn borgar- innar hefðu eytt mörgum vinnudögum á sumrí hverju í görðum flokksgæðinga, á kostnað skattborgarans. Nú er aftur meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík og þess vegna læddist sá grunur að athugulum vegfar- anda, sem átti leið hjá húsi Magnúsar Óskarssonar, borg- arlögmanns, og sá vinnuflokk frá borginni bardúsa í jaðri garðsins sem snýr að Skeiðar- vogi, að nú væri sagan að endurtaka sig. Þegar betur var að gáð kom í Ijós að svo var ekki. Snemma í vor hafði nefnilega veggur, sem stóð fyrír utan garðinn, og tilheyrði borginni sjálfrí, fallið inn í garð Magnúsar og valdiö tjóni á trjárunnum og girðingu lögmannsins. Sem eðlilegt var sendi hann borgarráði bréf og fór þess á leit að borgin bætti skaðann. Borgarráð varð við beiðni lögmannsins. Hins vegar eru borgarstarfs- menn enn viðkvæmir vegna fyrirgreiðslutalsins. Ljósmynd- ari Tímans hugðist festa þá á filmu þar sem þeir voru við vinnu í garði Magnúsar, en þeim líkaði það ekki betur en svo að þeir tóku til fótanna og skildu allt sitt hafurtask eftir. Krummi ...Hvað sagði Tarsan þegar hann sá froskana koma? Þama koma ísfuglarnir!!!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.