Tíminn - 13.07.1983, Page 2
Samgönguráduneytið veitir Helga Jónssyni leyfi til áætlunarflugs milli íslands og Grænlands:
FLUGLEIÐIR NÆTTA FYRIRVARA-
LAUST FLUGI TIL GRÆNLANDS!
■ Samgöngumálaráðuneytið hefur á-
kveðið að veita Helga Jónssyni flug-
manni leyfi til áætlunarflugs milli íslands
og Kulusuk á Grænlandi, svo framarlega
sein diinsk stjómvöld samþykki þessa
ákvörðun. í framhaldi af þessu hafa
Flugleiðir ákveöið að hætta þegar í stað
áætlunarflugi til Narssassuaq sem félagið
hefur haldið uppi í sumar og fyrirhugað
var að stæði til mánaðamóta ágúst/sept-
ember.
í frétt frá Flugleiðum í gær segir að
eftir þessa ákvörðun samgönguráðu-
neytisins séu forsendur fyrir áframhald-
andi áætlunarflugi brostnar. Félagið hafi
því ákveðið að hætta flugi til Narssass-
uaq og verður send flugvél eftir þeim
farþegum sem þar dvelja.
Er bent á að Flugleiðir og áður
Flugfélag íslands hafi sinnt Grænlands-
flugi síðan 1950 og brauðryðjendastarf
félaganna hafi hlotið sérstaka viður-
kenningu stjórnvalda í Danmörku og á
Grænlandi. Flugleiðir hafa undanfarin
sumur haldið uppi áætlunarflugi til Nars-
sassuaq í samvinnu við SAS og þegar
SAS hætti millilendingum í Keflavík á
þessari leið sóttu Fiugleiðir um og fengu
leyfi til áætlunarflugs frá því í júní og
fram í ágúst. Prátt fyrir átak við að
auglýsa ferðirnar varð aðsóknin minni
en menn gerðu sér vonir um, en ákveðið
að halda fast við auglýsta ákvörðun með
það í huga að verið væri að byggja upp
flug til framtíðar á þessari leið.
„Með því að færa öðrum aðila leyfi til
að sinna áætlunarflugi milli íslands og
Grænlands er búið að svipta Flugleiðir
öllum möguleikum til að byggja upp og
treysta þennan markað. Félagið á því
ekki annars kost en hætta rekstri á
þessari áætlunarleið þegar í stað“, segir
orðrétt í frétt Flugleiða. Síðan segir að
farþegar með staðfestar bókanir muni
eiga völ á öðrum ferðum í staðinn, t.d.
leiguflugi til Kulusuk, eða fengið far-
seðla sína endurgreidda.
Tíminn hafði samband við Ólaf Stein-
ar Valdemarsson ráðuneytisstjóra í sam-
gönguráðuneytinu og spurði hann um
forsendur leyfisveitingarinnar. Ólafur
sagði að umsóknir hefðu borist frá 4
aðilum í sambandi við þetta flug: Arnar-
flugi, Flugleiðum, Helga Jónssyni og
Flugfélagi Norðurlands. Ákvörðun hefði
síðan verið tekin um það að veita Helga
Jónssyni vilyrði fyrir þessu flugi 'í tíð
fyrrverandi samgönguráðherra, Stein-
gríms Hermannssonar, en Matthías
Bjarnason, núverandi samgönguráð-
herra hefði staðfest það. Ólafur sagðist
gera ráð fyrir að menn hefðu talið Helga
vera með heppilega flugvélartegund til
þessa flugs og góða aðstöðu til að rækja
það, en Helgi hefur verið með leiguflug
til Grænlands undanfarin ár.
Ekki tókst að hafa samband við Matt-
hías Bjarnason samgönguráðherra í gær.
- GSH
Páll S. Pálsson hæsta-
réttarlögmaður látinra
■ Páll S. Pálsson fyrrum hæstaréttar-'
lögmaður lést í Reykjavík í fyrradag 67
ára að aldri.
Páll var fæddur 29. janúar 1916 að
Sauðanesi í Torfalækjarhrcppi í A.-
Hún. og voru foreldrar hans Páll Jónsson
bóndi þar og Sesselja Þórðardóttir. Páll
lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla ís-
lands 1937, stúdentsprófi utanskóla frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1940 og
lögfræöiprófi frá Háskóla íslands 1945.
Páll starfaði við kennslu í skólum
Rcykjavíkur og nágrennis til ársins 1942
og var einnig stundakennari við Kvenna-
skólann í Reykjavík 1942-1952. Hann
var skrifstofustjóri Félags fslenskra iðn-
rekenda frá 1945-1946 ogframkvæmda-
stjóri santa félags 1947-1956. Pá var
hann framkvæmdastjóri Fasteignaeig-
endafélágs Rcykjavíkur 1946-1948.
Ilann varð héraðsdómslögmaöur 1946
og hæstaréttarlögmaður 1956 og rak
síðan málaflutningsskrifstofu í Reykja-
vík til dauðadags.
Páll gegndi ýmsum félagsmálastörf-
um. Hann var m.a. formaður Ung-
mennafélags Rcykjavíkur, formaður
Stúdentafélags Reykjavíkur og Stúdenta-
ráðs, formaður bankaráðs Iðnaðarbanka
íslands frá stofnun hans 1952 til 1957,
formaður Iðnaðarmálastofnunar fslands
frá stofnun 1953 til 1957, formaður
Barnavinafélagsins Sumargjafar 1957-
1962 til dauðadags, formaður hús og
landcigcndasambands Norðurlanda
1969- 1973, meðstjórnandi í Rauða-
krossdeild Reykjavíkur 1975 til dauða-
dags og í stjórn Lögmannafélags íslands
1970- 1971 ogformaðurþess 1973-1976.
Páll átti einnig sæti í fjölda nefnda,
bæði á vegum opinberra aðila og félaga-
samtaka sem hann starfaði fyrir. Hann
var meðritstjóri að Iðnaðarritinu 1946-
1949, ritstjóri að íslenskum iðnaði 1949-
1956, auk þess sem hann stundaði ýmis
önnur ritstörf.
Eftirlifandi kona Páls er Guörún G.
Stephensen.
veiðihornið | -§|fe umsjón: Fridrik Indriðason
Vilt þú fá ókeyp-
is veiði f Grímsá?
— næsta laxveiðisumar
■ Vorirt 1982 var sjö þúsundum ör-
merktra seirta frá Laxalöni sleppt í ár
Borgarfjarðarhéraðs og var skipting
þeirra sem hér segir: I Grimsá var
sleppt 2000 seiðum af Þverárstofni og
1000 seirtuin af Grímsárstofni og í
Langá var sleppt 4000 seiðum af Þver-
árstofni.
Tilgangur merkinga þessara er sá að
fræðast um endurheimtuhlutfall sjó-
göngusciða úr eldisstöðvum sem sleppt
er í laxveiðiár en einnig og ekki síður
að kanna hlutfallsskiptingu endur-
heimtra seiða milli þeirra veiðiáa sem
sleppt er í og þeirrar ár sem stofninn
er úr. Ennfremur hvort vart verði við
laxa þessa í öðrum ám héraðsins.
Og þá er komið að spurningunni. Ef
þú vilt eiga þess kost að fá ókeypis
veiði í Grímsá næsta sumar þá skalt þú
fylgjast með veiðiuggaklipptum löxum
í afla þínum og skila efri skolti þeirra
til Veiðimálastofnunarinnar til leitar
að örmerkjum. Hver sem slíku merki
skilar verður um leið þátttakandi í
happdrætti þar scm 2 veiðidagar í
Grímsá á góðum tima er vinningurinn.
Ekki er búist við að fleiri en 50-100
merki finnist þannig að vinningsmögu-
leikar eru töluvcrðir. Að auki fá allir
þeir sem skila inn mcrki 40 kr. í
verðlaun frá Veiðimálastofnun fyrir
skilvísi.
Örmcrkin sem hér um ræðir eru
smásæir málmbútar sem skotið er í;
trjónu fisksins og þarf sérstök áhöld til
að endurheimta þá. Því er mikilvægt
að taka efri skolt fisksins allt aftur að
augum og skila honum inn en eftirtald-
ir aðilar taka við honum: Veiðimála-
stofnunin í Borgarnesi, Veiðimála-
stofnunin í Reýkjavík, Bensínstöð
ESSO í Borgarnesi og veiðihúsin við
Grímsá, Langá, Þverá og Norðurá.
Veiðimenn eru beðnir um að skrá
stærð og kyn fisksins ásamt veiðistað
og veiðitíma. Einnig er æskilegt að
hreistursýni fylgi og að frysta sýnið ef
afhending dregst.
- FRI
■ Larry Joncs heldur opinni lúgu á TF Rán svo Bush og fylgdarlið geti gengið út. (Timamyndir Árni Sæberg).
Þyrluflugmaður hjá bandaríska forsetaembættinu:
■ Larry Jones ræðir virt flugmenn Landhelgisgæslunar, þá Benóný Asgrímsson
til vinstri og Pál Halldórsson
Hafði
með
höndum
yfirum-
sjón
þyrlu-
flugs
Bush
■ „Larry Jones undirforingi er einn
af þyrluflugmönnunum hjá bandaríska
forsælisembættinu og hafrti hann yfir-
umsjón meö þyrluferðinni frá Þing-
völlum til Borgarfjarðar og sírtan
Reykjavíkur aftur“, sagrti Benóný Ás-
grímsson þyrluflugmaður hjá Land-
helgisgæslunni i samtali virt Tímann,
en þart vakti athygli að með þyrluferð
George Bush varaforseta var borgara-
klæddur martur sem fylgdist grannt
mert framvindu mála.
„Það má segja að hann hafi samhæft
vinnuna milli Landhelgisgæslunnar og
Varnarliðsins. Hann bar ábyrgð á því
hvort þessi ferð væri farin og fór yfir
ýmsar öryggisreglur áður en lagt var
Upp. Hann kom hingað viku áður og
kynnti sér aðstæður í Borgarfirði og
víðar og var með okkur í öðrum
undirbúningi. Hann fór síðan með
varnarltðsþyrlunni í ferðina, en flaug
ekki sjálfur" sagði Benóný að lokunt.
- GSH.