Tíminn - 13.07.1983, Side 9
■ Svetlana Nedeliajeva flytur oft erindi um íslenskar bókmenntir á fundum og samkomum félagsins „Sovétríkin-Ísland"
í Moskvu. Myndin var tekin að einni slíkri samkomu lokinni. Svetlana (önnur frá vinstri) ræðir við Harald Kröyer sendiherra
Islands í Moskvu og Sigríði Snævarr, fyrrum sendiráðsritara í Moskvu.
ATHUGASEMD
við frásögn af boðsferð
til Sovétríkjanna
■ Hr. ritstjóri.
Sunnudaginn 10. júlí sl. birtist í
Tímanum löng frásögn eftir Áskel Þóris-
son, framkvæmdastjóra Sambands
ungra framsóknarmanna, af boðsferð
sex manna sendinefndar Æskulýðssam-
bands íslands til Sovétríkjanna í byrjun
maí sl.
„Við vorum borin á gullstól um landið,
fengum aðeins það besta og sáum líka
aðeins það besta,“ segir Áskell í upphafi
greinar sinnar, en hefur síðan ekkert
fyrir því að lýsa þeim móttökum nánar,
heldur birtir á þremur síðum hugleiðing-
ar sínar um sovéskt samfélag, þar sem
hann finnur því flest til foráttu. Er
greinilegt á öllu, að höfundur hefur farið
til Sovétríkjanna með fyrirfram fast-
mótaðar og óhagganlegar skoðanir og
hugmyndir um ástand mála þar eystra -
og hann hefði vafalaust þess vegna alveg
eins getað skrifað greinina án þess að
þurfa að þiggja þetta heimboð ungliða-
hreyfingar Kommúnistaflokksins í Sov-
étríkjunum. Og þó. Greinarhöfundur
segir á einum stað: „Ég held að mér sé
óhætt að fullyrða, að fólk í Sovétríkjun-
um sé afskaplega elskulegt - eða með
öðrum orðum: Það er rétt eins og fólk er
flest.“
En þessar línur okkar eru ekki settar
á blað fyrst og fremst til þess að andmæla
röngum eða órökstuddum staðhæfingum
greinarhöfundar. (Þó verðum við að
benda á misnotkun myndar af frægu
plakati frá árunum 1941-42, þegar Sovét-
þjóðirnar börðust upp á líf og dauða við
innrásarheri fasista. „Fósturjörðin
kallar“ stendur á plakatinu og er hvatn-
ing til Sovétmanna um að standa saman
gegn óvininum. í textanum, sem fylgir
myndinni í Tímanum. er gefið í skyn að
þetta sé nýtt áróðursplagg til þess gert að
hvetja unga menn í dag til að ganga í
herinn). Þessi athugasemd er skrifuð til
þess að leiðrétta ummæli og fræða nánar
um efni sem vikið er að í einum kafla
greinarinnar undir millifyrirsögninni
„Ríkisrekið vináttufélag“. Þar segir
m.a.:
„í Vilnus var sendinefndinni boðið að
heimsækja vináttufélag íslands...en þar
tók á móti okkur rússnesk kona sem
kunni íslensku furðu vel. Síðar kom í
Ijós að hún hafði þýtt nokkrar bækur á
rússnesku og a.m.k. eina- Egilssögu -á
litháisku. I upphafi taldi ég að við
hefðum hitt á félag sem eingöngu hefði
íslensk málefni á sinni könnu, að í því
væri fólk sem væri á kafi í íslenskum
litteratúr og fleiru en svo reyndist ekki
vera. Við nánari athugun kom nefnilega
í ljós að þetta „vináttufélag“ hefur
samband við fjöldann allan af „vináttu-
félögum“ í fjarlægum ríkjum og var
ísland aðeins eitt þeirra. Að auki kom
fram að hið opinbera studdi starf vináttu-
félagsins með fjárframlögum, enda mun
það telja sér hag í að koma á fót
vinsamlegum samskiptum við sem flest
ríki... Tengsl umrædds vináttufélags við
önnur félög í öðrum heimshlutum eru
einkum á menningarsviðinu. Okkur var
til dæmis sagt að innan fárra mánaða
væri að vænta listafólks frá Litháen til
íslands. Af þeim litlu kynnum sem við
höfðum af menningu Litháa er óhætt að
hvetja Islendinga að sjá það sem fram
verður boðið - það verður síður en svo
af lakari endanum ef að líkum lætur.“
Já, svo mörg voru þau orð.
„Tók á móti okkur rússnesk kona,
sem kunni íslensku furðu vel,“ segir þar
og getur greinarhöfundur ekki einu sinni
nafngreint konuna, hvað þá að hann
nefni það að þarna hafa landarnir hitt
fyrir einn af þeim útlendingum sem mest
og best hafa unnið að kynningu íslenskra
bókmennta erlendis. Það væri móðgun
við góðan íslandsvin, ef lesendur Timans
fengju ekki meira að vita en það sem að
framan var sagt. Þess vegna þetta:
Svetlana Nedeliajeva-Steponaviciene
heitir konan og er Rússi að þjóðerni, en
gift litháískum manni, Albert Stepon-
aviciene að nafni. Þau hjón eru bæði
hámenntaðir málfræðingar, stunduðu
nám við háskólann í Leningrad og þar
kynntust þau og gengu í hjónaband að
háskólanámi loknu. Síðan hafa þau
verið búsett í Vilnus, höfuðborg lithá-
iska sovétlýðveldisins, og kenna þau
bæði við háskólann í borginni, sem er
elsti háskóli í Sovétríkjunum og einn
elsti háskóli í Evrópu allri, stofnaður
1579. Albert er prófessor í fræðilegri
ensku, Svetlana dósent í samanburðar-
málfræði, bæði virtir háskólakennarar
og mikilsmetnir fræðimenn á sviði hug-
vísinda. í háskólanum í Leningrad lagði
Svetlana m.a. stund á norræn tungumál
undir leiðsögn hins fræga sovéska
norrænufræðings, prófessors Mikhaíls
Steblen-Kamenskís. Hún hefurgottvald
á íslensku máii, þó að hún hafi aðeins
einu sinni komið í stutta heimsókn til
íslands. Eftir Svetlönu Nedeliajevu
liggja fjölmargar þýðingar úr íslensku á
rússnesku, en hún hefur minna þýtt á
litháisku. M.a. hefur hún þýtt á rúss-
nesku og séð um útgáfu á nokkrum
skáldsagna Halldórs Laxness, Ólafs Jó-
hanns Sigurðssonar og fleiri íslenskra
samtímahöfunda, cn einnig fengist við
þýðingar á íslendingasögum, svo að
nokkuð sé nefnt. Svetlana hefur verið
leiðsögumaður og túlkur margra íslend-
inga, sem lagt hafa leið sína til Sovétríkj-
anna á undanförnum árum og haldið
fjölmarga fyrirlestra um íslenskar bók-
menntir og menningu víða þar eystra.
Við, sem þessar línur ritum, áttum
þess kost um síðustu páska, að heim-
sækja hjónin Svetlönu og Albert og tvö
börn þeirra í Vilnus og njóta gestrisni
þeirra og vináttu. Einlægur hlýhugur í
garð íslendinga leyndi sér ekki á því
heimili, né heldur meðal annarra for-
ystumanna Vináttufélagsins í Vilnus,
sem við hittum og sendincfnd ÆSÍ
vafalaust líka. Það félag á aðild að
Sambandi sovéskra félaga vináttu og
menningartengsla við útlönd, sambandi
sem að flestra mati vinnur afar þýðing-
armikið og merkilegt starf, sem felst í
því að efla menningarleg samskipti milli
þjóða, treysta vináttubönd manna af
ólíku þjóðerni, kynna eigið land og þjóð
fyrir útlendingum og kynnast öðrum
þjóðum, menningu þeirra og þjóðlífi.
Sovéska vináttufélagasambandið hefur
samvinnu við fjölmörg félög og félaga-
samtök víðs vegar um heim, hér á
Islandi við félagið MÍR, Menningar-
tengsl Islands og Ráðstjórnarríkjanna.
Að lokum viljum við taka undir það
sem greinarhöfundur segir, er hann
hvetur íslendinga til að sjá það sem'
listafólkið frá Litháen hefur fram að
færa í haust, þegar það kemur hingað til
lands til þátttöku í árlegum Sovéskum
dögum MÍR í lok októbermánaðar.
Með þökk fyrir birtinguna.
Reykjavík, 10. júlí 1983,
ívar H. Jónsson, formaður MÍR
Vilborg Kristjánsdóttir
Ragnhildur Rósa Þórarinsdóttir.
■ Um daginn hitti ég kunningja
minn, sérfróðan mann um fískveiðar
og sjávargagn. Hann sagði beint út, að
þorskstofninn mundi hrynja eins og
síldarstofninn á sínum tíma ef ekki yrði
gripið þegar í stað til róttækra aðgerða
til að vernda hann.
Fáum dögum síðar lýsti annar kunn-
ingi minn því yfir vestur á Melum, að
hann hefði verið að koma úr sumar-
leyfi, sem hann eyddi á girtu og
friðuðu landi. Þar var hvítt af fé. Þarna
höfðu verið gróðursettar birkihríslur.
Þær voru rytjur einar. Sauðkindin sá
fyrir því. Og landið er að fjúka út á sjó.
Og til að fullkomna þessar hrakspár,
þá verð ég að geta þess, að ég drakk
kaffi með þriðja kunningja mínum
einn morguninn, og hann sýndi fram á
íslandi þótt þorskur hætti að veiðast.
Það er hægt með því að gerbreyta
atvinnulífl landsmanna. Mér er þó
ekki Ijóst hvort orkusala til alþjóðlegra
auðfélaga getur komið í staðinn fyrir
þann gula. Kannski eru einhverjir svo
bjartsýnir að halda að það geti gerzt.
En hætt er við, að þröngt yrði fyrir
dyrum hjá mörgum ef treysta ætti á
samninga svipaða þeim, sem gerður
var við Alusuisse á sínum tíma.
í hafi og í mold er þjóðarauður
íslendinga. Landbúnaður er ein af
þessu landi, og ég er viss um, að auka
má afurðir hennar með því að tak-
marka aðgang hennar að landinu öllu
eins og nú tíðkast. Gróðurvernd er
hagkvæmasta aðferðin til að auka
afrakstur í sauðfjárbúskap. Til þess
verður að stjórna beitinni, girða og
friða stór svæði, og takmarka tölu fjár
á hinum ýmsu svæðum.
Það er fróðlegt fyrir okkur íslend-
inga að heyra um fallþunga dilka á
Grænlandi. Grænland er langtum
harðbýlla en ísland, en á þeim
HARALDUR OLAFSSON SKRIFAR
I MIÐRI VIKU
Fridun lands og sjávar
mun skila margföldum
veginn dugði þessi uppskurður ekki.
Mann rekur í rogastans ef farið er rétt
með algengustu orðtök tungunnar,
einhvers'konar norskur framburður
ómar í ríkisfjölmiðlunum (áðurnefn-
dur áhugamaður um tunguna hélt þvi
reyndar fram, að greina mætti fransk-
an framburð í íslenzku um þessar
mundir, - og er óskiljanlegt hvaðan
hann er kominn). Til bjargar íslenzk-
unni verður að skera burt fleiri mein-
semdir, t.d. y, og dugi það ekki er
hægurinn hjá að auðvelda unglingum
námið með því að láta þá ráða því
hvort þeir skrifa b eða p, d eða t, g eða
k. Þá rynni upp sú gullöld tungunnar
sem spáð var þegar z-etan var látin
fjúka.
Hetjurnar rumska
Árni Björnsson beindi til mín spum-
ingu vegna ummæla minna í síðasta
miðvikudagsrabbi. Þegar ég notaði
orðið ÖLL var það til að undirstrika
arði
með Ijósum rökum, að íslensk tunga
væri að hverfa, orðaforði, beygingar-
kerfi og framburður allt í senn.
Þeir þremenningarnir eru engir flysj-
ungar, og enginn skyldi ætla, að í
orðum þeirra felist „ósk um hrakför
sýnu verri“. Allt eru þetta mál, sem
rætt er um manna á meðal. Allir
virðast gera sér grein fyrir því, að þetta
séu mikilvæg mál. Þó er eins og hikað
sé við að draga réttar ályktanir af þeim
staðreyndum, sem við blasa. Það er
hugsanlega hægt að búa áfram á
undirstöðum þjóðlífsins. Þess vegna
skiptir miklu, að hann sé arðsamur,
henti markaði og sé í sátt við landið.
Það er hörmulegt til þess að vita, að
enn skuli landið blása upp, að melar
taki við af grónum bölum, og sandur
kæfl viðkvæman hálendisgróður. Þátt-
ur sauðkindarinnar í eyðingu viðkvæms
gróðurs á ýmsum svæðum er stað-
reynd, sem ekki þýðir að loka augun-
um fyrir. Ég geng ekki eins langt og
margir í andstöðunni við sauðkindina.
Sauðkindin er dýr sem hentar vel
svæðum, sem sauðfjárbúskapur er
stundaður, er gróður mikill að sumrinu
og fé fátt.
Verði ekki land og haf friðað um
sinn mun það hafa ófyrirsjáanlegar
afleiðingar. Friðun og vernd lands og
sjávar mun skila margföldum arði
innan fárra ára. Rányrkja nútímans er
vísasti glötunarvegurinn fyrir íslenzka
þjóð.
z, y, b, p, d, t, g, k
Fyrir áratug eða svo, var lyft Grettis-
taki tif bjargar íslenzkri tungu. Nú
_skyjdi börnum og unglingum kennt að ,
TSIá auðugt og kjarngott mál, og andi
þeirra eflast við að tjá hugsun sína á
fagran hátt og lipran í stað þess að
hvíla undir þrúgandi fargi málfræði og
ritreglna. Til að ná þessu göfuga mark-
miði varð að ráðast gegn meininu
sjálfu, er sýkti alla viðleitni til að
kenna íslenzku, og meinið var bókstaf-
urinn z. Hann var skorinn burt svo
betri tími gæflst til að kenna „málið“
eins og það var kallað. En einhvern
hve Víetnamstríðið var mikið umhugs-
unarefni manna, og hve það lét fáa
ósnortna. Ég var alls ekki að segja, að
ég hafl komið fram af hetjuskap þá né
síðar. Ekki tel ég það heldur til frétta,
að ég vildi hvergi koma nærri
herstöðvaandstæðingum, né marxísk-
um þrætubókum þeirra á því skeiði,
sem Árni minnist á.
Hitt er mér umhugsunarefni, að
hetjurnar skyldu hrökkva upp við orð
mín, en stríðið í Afghanistan gat ekki
vakið þær.