Tíminn - 13.07.1983, Blaðsíða 20

Tíminn - 13.07.1983, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuveg' ?0 Kopavogi Simar |91|7 75 51 4 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nylega bíla til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 ^^■abriel r HÖGGDEYFAR y GJvarahlutir Sa3r£i°íða1 Reykjavíkurborg leigir Upplýsingum h.f. lóðir undir söluskála í Austurstræti: Vatnslaust á Laugarnes- svæðinu í gærmorgun: LEKUTIMINN ER AKVED- 74 m vaiws- ÆB VIÐ RETKIA- INN AL HMMTAN ARR! ■ Reykjavíkurborg liefur sam- þykkt að leigja fyrirtxkinu Upp- lýsingum hf. sem Kristinn Ragn- arsson, arkitekt, er í forsvari fyrir, lóðaspildur í Austurstræti undir söluskála nxstu fimmtán árin. Ákvörðun um þetta efni var tekin á fundi borgarráðs í gxrdag, en horgarráð fer um þessar mundir cinnig með valdsvið borgarstjórnar meðan hún er í sumarfríi. Var samning- ur þessa efnis samþykktur af borgarráðsmönnum Sjálfstxðis- flokksins, en fulltrúar minnihlut- ans greiddu atkvxði gegn honum. Áður höfðu tillögur minnihlutans um að þessi starf- semi yrði boðin út, og sölu- skálarnir yrðu eign Reykjavíkur- borgar, ekki hlotið stuðning. Eins og fyrr segir eru lóða- spildurnar leigðar Upplýsingum til að reisa þar á og reka sölu- skála, og verða byggingarnar að hljóta samþykki byggingar- nefndar. Leigutíminn er til 15 ára frá 1. ágúst nk. að telja, og er leiga fyrir hvern fermetra ákveðin kr. 300 á mánuði. Leig- an hækkar síðan í réttu hlutfalli við byggingarvísitölu á þriggja mánaða fresti. Leigusamningurinn framleng- ist um eitt ár í senn verði honum ekki sagt upp með sex mánaða fyrirvara. Notfæri Reykjavíkur- borg sér uppsagnarákvæði þess- arar greinar skal borgarsjóður leysa til sín mannvirki samkvæmt mati sérstaklega tilnefndra matsmanna. Frá matsverði skal þó draga 4% fyrir hvert ár, sem Upplýsingum er leigt nefnt svæði. VEG GAF SIG HLUTAFÉLAG STOFNAÐ UM TOMMABORGARA! — Þrír starfsmenn ordnir meðeigendur að fyrir- tækinu með Tomma ■ „Það má segja að það hafi verið röð atburða sem leiddi til þess að vatnsleiðslan við Reykjaveg sprakk", sagði Þór- oddur Th Sigurðsson vatns- vcitustjóri þegar Tintinn spurði hann um tildrög þess að 74 ára gömul vatnsxð við Reykjaveg gaf sig aðfaranótt þriðjudags með þeira afleiðingum að vatnslaust varð á Laugames- svxðinu og m.a. þurfti að loka ■ „Þetta var cinfaldlcga orðið svo mikið að ég þurfti flciri menn með ntér inn í fyrirtxkið. Ég gerði því þrjá menn, sem hafa starfað með mér lengi í fyrirtxkinu að mcðeigendum. Við stofnuðum siðan nýtt hluta- félag sem keypti Tommaborgara þetta eru einu breytingarnar", sagði Tómas Tómasson, þegar Timinn spurði hvað vxri hxft i því að hann vxri að draga saman seglin og selja fyrirtxkið. „Þetta er auðvitað þannig fyrirtæki að það stendur og fellur mcð starfsfólkinu og ég taldi eðlilegt að þeir scm ynnu jafn- mikið eöa meira cn cg fcngju aö njóta þess jafnt og ég. „Ég sagðist ætla að hætta eftir að hafa selt milljón hamborgara eða eftir þrjú ár“, sagði Tómas ennfremur. En þcgar sú stund rennur upp kemst maður að því að þetta fyrirtæki er orðinn hluti af lífi manns. Þcgar maður vakn- ar upp á morgnana byrjar mað- ur á því að hugsa um fyrirtækið; ef maður bregður sér frá smá stund hringir maður í fyrirtækið; og síðasta hugsunin áður en maður fer að sofa cr um fyrirtæk- ið. Það cr því ekki hlaupið að því að slíta sigfrá þessu, sérstak- lega þarscm fyrirtækið ber mitt nafn. Það er bara ekki hægt!“ GSH Unnið að viðgerð á vatnsxðinni við Reykjaveg. Tímamynd Arni Sxberg. Sundlaugunum i Laugardal af þeim sökum i gxrmorttun. „Á mánudagsmorgun var verktaki að grafa skurð fyrir rafveituna á mótum Flókagötu og Gunnarsbrautar þegar tæmingarstútur slitnaði á 20 tommu aðalvatnsæð, Vestur- bæjaræðinni. Til að gera við það var byrjað að loka fyrir vatnið þar um 11 leytið á mánudagskvöld og það tók nokkurn tíma. En kl. hálf fjögur um nóttina slitnaði 12 tommu æð við Reykjaveg og rótaði þar upp götunni og vatn flæddi upp um holræsi inn í þrjá kjallara." „Þessi æð var lögð 1909 og rörin voru keypt 1908, og hún hefur ekki þolað þrýstinginn þegar lokað var fyrir Vestur- bæjaræðina. Það er nokkuð af svona göntlum lögnum í Reykjavík og flestar æðarnar frá 1909 standa sig ágætlega, enþaðereinsogefnið íþessari æð hafi verið lélegra." Þóroddur sagði að líklega yrði viðgerð lokið scint á þriðju- dagskvöld en hún sóttist seint vegna þess að djúpt var niður á asðina. í gær var aðeins ein gata, Laugarteigurinn, alger- lega vatnslaus en nokkrar trufl- anir voru á vatnsrennsli í Laug- arneshverfinu og við Klepps- veginn. Þóroddur sagði enn- frcmur að Rcykjavegsæðin yrði endurnýjuð fljótlega.GSH Bandaríska sendirádiö: w FÆR UTHLUTAB 12 ÞUS. FER- METRA LðB (NVJUM MHKÆ! ■ Borgarráð samþykkti í gær að gefa sendiráði Bandaríkjanna kost á byggingarrétti fyrir skrif- stofuhúsnæði á lóð sem afmark- ast af Ofanleiti og Háalciti í nýja miðbænum í Reykjavík. Lóða- stærð er áætluð u.þ.b. 11.700 fermetrar. Er gatnagerðargj ald áætlað tæp- lega 4,7 milljónir króná og skal greiða þriðjung þess innan mán- aðar frá úthlutun. Eftirstöðvar greiðast á árunum 1984 og 1985. Umframgatnagerðargjald á að greiða áður en byggingarleyfi er útgefið. Vegna sérstöðu úthlutunar- hafans er heimilað að gerður verði leigusamningur um lóðina til 75 ára þegar gengið hefur verið frá samningi um greiðslu áætlaðs gatnagerðargjalds. GM dropar Líflegir veðurfræðing- ar ■ Helgarblað Dags á Akur- eyri hefur það fyrir fastan sið eins og fleiri blöð, að hringja á Veðurstofuna og spyrjast fyrir um helgarveðrið hjá þeim fyrir norðan. Dagsmönnum virðist einkar lagið að hitta á veður- frxðingana létta í lund, eins og meðfylgjandi frétt ber með sér: „Það cr ekkert nema gott um veðrið að segja hjá ykkur fyrir norðan. Þetta sýnishorn sem þið eruð með núna helst fram eftir degi, síðan verður sunnan og suðvestanátt og bjart, þann- ig verður veðrið hjá ykkur uni helgina. Það er annað hér fyrir sunnan. Það er þykk súld yfir þessa stundina og það eru farin að vaxa sundfit á fólk og flestir farnir að rxkta vatnaliljur", er haft eftir veðurfrxðingnum, Eyjólfi Þorbjörnssyni. Hálft hjóna- rúm fylgir! ■ Auglýsendur í smáauglýs- ingadálkum dagblaðanna eru smátt og smátt að færa sig upp á skaftið. Eftirfarandi auglýs- ing sem tekin er úr Degi á Akurcyri sl. mánudag er stutt og laggóð eins auglýsingar af þessu tagi eiga að vera, en segir þó allt sem segja þarf: „Herbergi til leigu fyrir stúlku 25-30 ára. Aðgangur að eld- húsi, baði og 1/2 hjónarúmi fylgir. Áhugasamir leggi nafn og símanúmer inn á afgreiðslu Dags merkt: „1/2 hjónarúm". Svo eru menn að tala um húsnxðisvandræði þar nyðra. Albert góður við sína! ■ Það hefur vakið athygli að eitt af góðverkum Alberts Guðmundssonar, fjármálaráð- herra, undanfarnar vikur var m.a. það að fella niður sölu- skatt af miðaverði hjá Tívólínu á Miklatúni sem Kaupstefnan stóð fyrir. Mun söluskatts upp- hæðin nema einhveijum hundr- uðum þúsunda, ef ekki á aðra milljón króna. Jafnframt vekur það athygli að ýmsir þeirra sem stóðu hvað fastast að baki fjármálaráð- herra í kosningabaráttunni, eru meðal aðstandenda kaup- stefnunnar. Meðal þeirra má nefna Pétur Sveinbjarnarson, eiganda Asks, sem lagði til á annað þúsund hamborgara á kosningafundi Alberts í Há- skólabíói og athygli vakti á sínum tima, og aðila sem tengdir eru fjármálaráðherra og stjórnuðu kosningabaráttu hans. Krummi ...sér að Alberthef- ur borgað vel fyrir hamborgar-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.