Tíminn - 15.07.1983, Síða 7

Tíminn - 15.07.1983, Síða 7
7 umsjón: B.St. og K.L. erlent yfirlit kvaðst Ásgeir Smári ekki vilja hafa mörg orð um þessi verk. Kannski mætti kalla þau þroskaða nýlist. Hver og einn áhorfandi yrði að dæma fyrir sig, misjafnt væri hvernig fólk skynjaði málverk. Þegar málverk Ásgeirs Smára eru skoöuö fer ekki milli mála að þau eru ádeilukennd. Myndlist- armanninum virðist vera ofar- lega í huga sú mikla breyting sem orðið hefur á þjóðlífi hér síðustu áratugi, og árekstur nýs og gamals tíma verður honum yrkisefni ástriganum. „Já.þarna er kannski á ferðinni hálf rauna- mædd eftirsjá," viðurkenndi Ás- geir Smári. Sýningin í Ásmundarsal er fjórða einkasýning Ásgeirs Smára. í fyrra sýndi hann einnig í Ásmundarsal, en þar á undan á veitingastaðnum Á næstu grösum við Laugaveg, og í Djúp- inu við Hafnarstræti. Hann hefur einnig tekið þátt í samsýningum, m.a. með ungum myndlistarmönnum á Kjarvals- stöðum. Ásgeir hóf nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1974, og hefur verið við nám í grafík- og myndmótunardeildum skólans. Hann sinnti einnig frjálsri myndlist í listaskóla í Stuttgart í Þýskalandi veturinn 1979-1980. Sýningin opnar sem fyrr segir kl. 2 í dag og verður opin til 10 á kvöldin alla daga vikunnar til 30. júlí. GM Þrískipting Líbanons er að verða veruleiki Afleiðing af misreikningi og festuleysi Bandaríkjastjórnar ■ Clint Eastwood er unglegur eftir aldn, en það er ogaman að vera orðinn 54 ára og dauðhræddur við hrukkur! Einkastríð Clints Eastwood: ■ FLESTAR LÍKUR benda orðið til þess, að þrískipting Líbanons sé að verða veruleiki og sé jafnvel raunar orðin það. Frá því, að ísraelsstjórn lét her sinn ráðast inn í Líbanon fyrir rúmu ári, hafa margir frétta- skýrendur haldið því fram, að raunverulegur tilgangur ísraels- stjórnar væri að hemema suðurhluta Líbanons til frain- búðar, þótt annað væri látið í veðri vaka eða það að hrekja skæruliða PLO frá Líbanon. Fyrirætlun sinni um þetta hef- ur ísraelsstjórn komið fram bæði með valdbeitingu og klókindum. Hún beitti upphaflega valdi með innrásinni í Líbanon. Síðan hef- ur hún hvað eftir annað leikið á Bandaríkjamenn og tryggt sér nú með óbeinu og beinu sam- þykki þeirra þá óskastöðu, sem hún hefur stefnt að frá upphafi. Staðan í Líbanon er nú sú, að Sýrlendingar og skæruliðar PLO ráða norður- og austurhluta landsins, eins og þeir hafa gert um nokkurt árabil eða síðan Sýrlendingar sendu svokallað gæzlulið inn í Líbanon í umboði Arabaríkjanna. Yfirráð sín á þessu svæði hafa þeir hert til muna að undanförnu. Líbanonstjórn ræður Beirút og nokkru svæði um miðbik landsins. Sennilega mun ísraels- her_draga sig nokkuð til baka og látá' Líbanonsstjórn það land eftir. Þetta er m.a. gert til þess, að ísraelsher geti komið sér upp vamarlínu, sem er talin öruggari af landfræðilegum ástæðum en ■ Gemayel forseti Líbanons og Shultz. fréttum af því um þetta leyti að svo og svo mörg Arabaríki myndu hér koma til liðs við Líbanon og beita Sýrland þrýst- ingi. Engin af þessum spám hefur rætzt. Utanríkisþjónusta Banda- ríkjanna virðist hafa vaðið í algerri villu og svima um afstöðu Arabaríkjanna. Israelsstjórn vissi hins vegar betur. Henni var Ijóst, að í samningi hennar og Líbanons- stjórnar voru ákvæði, sem Sýr- landsstjórn myndi aldrei sam- þykkja, t.d. um að eftirlitssveitir frá ísrael yrðu áfram í Líbanon. Israelar gætu þannig treyst því, að Sýrlendingar myndu halda áfram hersetunni og í skjóli þess gæti ísraelsher verið áfram, án þess að brjóta nokkuð samning- inn við Líbanon. Leyniþjónusta Israels þekkti líka það betur til í Arabaríkjun- um en bandaríska leyniþjónust- an, að Sýrlendingar myndu ekki verða fyrir alvarlegum þrýstingi þaðan. EINS OG málum er komið nú, verður ekki annað séðen að Bandaríkjastjórn standi uppi ráðþrota. Það er afleiðing þess, að hana hefur skort þekkingu og einbeitni til þess að hafa forustu um brottflutning erlends herliðs • frá Líbanon, eins og hún hafði sett sér. Fyrir Bandaríkin er meðferð þessa ntáls mikill ósigur. Hins vegar hefur þetta orðið vatn á myllu Sovétríkjanna. Amerísk núverandi varðlína þeirra. Israelsher mun svo ráða suðurhluta landsins, en þar er m.a. hafnarborgin Sídon, sem er talin mjög mikilvæg. í reynd munu ísraelar, ásamt Bandaríkjamönnum, ráða miklu eða mestu á því landsvæði, sem mun að nafninu til heyra undir Líbanonsstjórn. Sústjórn verður að leita aðstoðar ísraels og Bandaríkjanna á mörgum svið- um og verður því raunverulega leppstjórn þessara ríkja. SAMSKIPTI ísraelsstjórnar og Bandaríkjastjórnar síðastlið- ið ár hafa leitt í ljós slíka van- þekkingu og misreikninga Bandaríkjamanna á málum aust- ur þar, að hreinni furðu gegnir. Við þetta hefur svo bætzt, að skort hefur alla festu af hálfu Bandaríkjastjórnar til að fylgja fram þeim markmiðum, sem hún hefur sett sér. Innrás ísraelshers í Líbanon var hafin án samráðs við Banda- ríkin og henni var haldið áfram, þrátt fyrir mótmæli Bandaríkja- stjórnar unz megintilgangi henn- ar var náð. Begin gerði sér ljóst, að hann gæti farið sínu fram. án þess að Bandaríkin gripu alvar- lega í taumana. Bandaríkin hafa slík tök á ísrael, að þau hefðu hæglega getað stöðvað innrásina strax, ef þau hefðu sýnt fulla einbeitni. Þegar ísraelsher loks hætti sókninni í Líbanon, var Banda- ríkjastjórn á vissan hátt þakkað það. í framhaldi af því lýstihún svo yfir því, að hún myndi knýja ísraelsstjórn til að kveðja heim herinn frá Líbanon í síðasta Iagi fyrir áramót. Viðræður milli stjórna Banda- ríkjanna og ísraels um heim- flutninginn drógust þó á langinn, án þess að ísraelsher sýndi á sér nokkurt fararsnið, heldur tók ■ Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Begin forsætisráð herra Ísraels. blöð létu vel af því á síðastliðnu hausti, að Bandaríkin hefðu for- ustu um lausn Líbanonsmálsins, en Rússar kæmu þar hvergi nærri. Framvindan hefur hins vegar orðið sú, að Sýrlendingar hafa leitað til Sovétríkjanna um aukna aðstoð og sambúð Sovét- ríkjanna við önnur Arabaríki hefur færzt í vinsamlegra horf. Fleiri og fleiri raddir heyrast um það, að þessi mál verði ekki leyst án einhverrar aðildar Sov- étríkjanna. Aukin stríðshætta getur fylgt þeirri þrískiptingu Líbanons, sem nú er að verða staðreynd. Um varanlega lausn deilumála í þessum heimshluta er ekki að ræða, nema ísrael skili aftur öllum herteknum landsvæðum, en friður milli þess og Arabaríkj- anna ætti að geta náðst á þeim grundvelli. ÞettagætuBandarík- in knúið fram, ef þau sýndu nægan myndugleik, því að ísrael heldur herteknu landsvæðunum í skjóli þeirra. hann að búa sig undir vetrarsetu. ísraelsstjórn lék þann leik í þessum viðræðum að látast fús til að kalla herinn heim, en setti þó viss skilyrði fyrir heimflutn- ingnum. Þannig drógust viðræð- urnar mánuðum saman. Meðan hélt Israelsher áfram að styrkja stöðu sína í Líbanon. Eftir slíkt þras í marga mán- uði, náðist loks samkomulag, sem var að nafninu til gert milli stjórna {sraels og Líbanons, um heimflutning ísraelshers. Af hálfu ísraelsstjórnar fylgdi sá skilmáli, að hún myndi ekki flytja her sinn heim, nema sýr- lenzki herinn yrði fluttur heim samtímis. Engin alvarleg tilraun hafði verið gerð til þess á sama tíma að reyna að ná samkomulagi við Sýrland um heimflutning sýr- lenzka hersins. Bandaríkjastjórn virðist hafa staðið í þeirri barnalegu trú, að þegar stjórnir ísraels og Líban- ons væru búnar að semja, myndu önnur Arabaríki skipa sér við hlið Líbanons og knýja Sýrlend- inga til að flytja her sinn heim. Amerísk blöð voru full af Þórarinn Þórarinsson, ritstjori, skrifar BERST VH) HRUKKUR ■ Clint Eastwood, sem hefur sérhæft sig í að leika óbrigðular hetjur á hvíta tjaldinu, er hreint engin hetja í einkalífinu. Þessu hefur þó ekkert verið haldið hátt á lofti og því er það, að aðdáendur hans standa í þeirri trú, að hann sé jafn djarfur í eigin persónu og þeir hugumprúðu menn, sem hann sýnir í kvikmyndum. Það kem- ur þess vegna oft fyrir, að þeir, sem á vegi hans verða, hafa uppi alls konar áreitna tilburði til að gá, hvort þeir geta ekki komið leikaranum til. En þá er Clint oftast fljótur að láta sig hverfa af vettvangi og þessir ofurhugur fá því ekki tækifæri til að reyna sig við hann. Eitt er þó annað, sem Clint stendur meiri stuggur af en að lenda í áflogum. Honum stend- ur nefnilega alveg óbærilegur stuggur af tilhugsuninni um að eldast og fá hrukkur, eins og flestir aðrir dauðlegir menn verða að sætta sig við. Þar sem hann er orðinn 54 ára, er hættan vissulega fyrir hendi. Vopn Clints í baráttunni við hrukkurnar eru vítamín, en þau tekur hann ótæpilega. Dag hvern tekur hann tvöfalt meiri skammt af A-vítamíni en lækn- ar mæla með, 11 sinnum meira B2, 150 sinnum meira B, og 7000 mg af C-vítamíni. Hann lætur sem vind um eyrun þjóta athugasemdir lækna, sem segja þetta algerlega út í hött, þar sem líkaminn nýti ekki nema ákveðið magn af fjörefnum. Þar að auki höfum við ein- hvem tíma heyrt, að of mikil neysla A- og D-vítamíns geti hreinlega verið hættuleg, en kannski heldur Clint sig innan þeirra takmarka.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.