Tíminn - 15.07.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.07.1983, Blaðsíða 6
BROOKE SHIELDS Á TÍMAMÓTUM ■ Þegar Brooke Shields auglýsti gallabuxur eins og myndin sýnir, aðeins 16 ára gömul, var mörgum siðapostulanum nóg boðið. En Breoke skýrði þá frá því, að hún væri fædd í tvíburamerkinu og persónuleiki hennar því tvíklofinn. ■ Brooke Shields, sem á sér langan feril að baki sem fyrir- sæta og leikkona, stendur nú á tímamótum. Hún hefur nú sótt um inngöngu í Princetonhá- skóla og hefur þar nám í haust. Þó að vist við þennan skóla sé svo eftirsótt, að næslum sé slegist um hvert pláss þar, átti llrooke ekki í neinum erfið- leikum með að fá inngöngu, enda er henni fleira gefið en glæsilegt útlit. Stúlkan er nefnilega bráðgreind, mamma hcnnar, sem til þessa hefur stjórnað öllu hennar lífi, heldur því fram, að greindar- vísitala hennar sé 155! Ferill Brooke sem fyrirsætu hófst meðan hún var enn með bleiu! Móöir hennar, Teri, gerði sér nefnilega fljótlega Ijóst, að dóttir hcnnar var óvenju fríð og var ckkcrt að tvínóna við að notfæra sér það. 10 ára gömul sat Brooke fyrir nakin hjá ijósmyndara, 12 ára gömul lék hún vændiskonu í hinni umdeildu kvikmynd Pretty Baby og 15 ára göniul var hún orðin fyrirmynd jafn- aldra sinna eftir leik sinn i kvikmyndinni Illuc Lagoon. í þeirri kvikmynd átti Brooke að koma fram nakin, en nú voru farnar að renna tvær grímur á móður hennar, og kom hún því til leiðar að stað- gengill var notaður í þeim at- riðum. í samræmi við þessa hugarfarsbreytingu Teris hef'ur hún reynt að fá því framgengt, að myndirnar, sem teknar voru af Brooke 10 ára, verði tcknar endanlega úr umferð. Það hef- ur henni þó ekki tekist enn. Margir halda, að líf Brookes hafi verið átakalaust og taka ekki tillit til þess, að auk þess að hafa stundað mikla vinnu alla tíð hefur hún staðið sig með afbrigöum vel í skólanum. En Brooke hefur líka orðið að fást við erfiðleika í einkalífi. Þegar hún fæddist, voru for- eldrar licnnar þegar skildir. Hún ólst upp hjá móður sinni, en hefur alltaf haft gott sam- band við föður sinn, sem fljót- lega eftir skilnaðinn giftist aftur og eignaðist börn, sem Brooke lítur á sem systkini sín. Það hefur alltaf verið álitið, að Teri stjórnaði dóttur sinni harðri hcndi og Brookc sjálf legði lítið til málanna. Það kom því ekki lítið á óvart fyrir nokkru, þegar Brooke kom fram opinberlega og skýrði frá drykkjusýki móður sinnar, sem fram að þeim tima hafði verið á fárra vitorði og allir keppst við að halda leyndri. Tilgangur Brookes með því að skýra frá þessum vanda opinbcrlega var tvíþættur. Annars vegar vildi hún benda öðrum unglingum, sem við sama vanda búa, á, að þetta vandamál skýtur víða upp kollinum. Hins vegar vildi hún setja móður sinni stólinn fyrir dyrnar. Hún yrði að velja á milli Brookes og flöskunnar. Móðir hennar skildi ábending- una og með dyggri aðstoð Brookes hefur hún nú sagt skilið við brennivíniö. Þó að Brooke hefji nú alvar- lega skólagöngu, ætlar hún ekki algerlega að segja skilið við kvikmyndirnar, en skólinn skal hafa algeran forgang. Hún hefur nú nýlokið leik í mynd- inni Sahara, sem verður byrjað að sýna í bandarískum kvik- myndahúsum í ágúst. Spilavítin f Las Vegas loka og stjörnurnar missa atvinnuna ■ Hér á landi er rétt cinn umganginn farið að tala um samdrátt og kreppuástand. Víst er um það, að víða annars staðar hefur undanfarin ár ríkt samdráttur á mörgum sviðum, jafnvel svo að hér hefur verið um barnaleik að ræða miöað við ástandið þar. Nú hefur t.d. kreppuástandið í Bandaríkjun- um leitt til þess, að farið er að loka spilavítunum í Las Vegas, og þykir þá langt gengið! Astæðan fyrir lokun spilavít- anna, sem lengi hafa verið ein aðaltekjulind borgarinnar, er auðvitað sú, að gcstum hefur fækkað mjög, auk; þess sem þeir, sem ennþá falla fyrir freistingunum, eyða miklu minna fé í skemmtunina en fyrr. Spilavítin hafa löngum boðið viðskiptavinum sínum upp á íburðarmikil og fín skemmtiatriði og ráðið til þess að sjá um þau dýrustu og þekktustu skemmtikrafta heims. Sumir hafa jafnvel verið á boðstólum í Las Vcgas árum saman. Má þar nefna nöfn eins og Frank Sinatra, sem í 10 ár hefur skemmt gestum Cesar’s Palace, Diana Ross og Tom Jones. En nú hefur þetta fræga fólk mátt bíta í það súra epli að vera sagt upp störfum. Sem bet'ir fer eru þessar stjömur ekki á nástrái, þó að þær hafi misst vinnuna um sinn. ■ Ég þarf ekki að taka fram betlistafinn, þó ég missi vinnuna í Las Vegas, segir Tom Jones, sem hefur sungið þar á sviði í meira en 10 ár. viðtal dagsins Ásgeir Smári opnar sýningu í Asmundarsal ■ í dag, laugardaginn 16. júlí kl. 2 e.h., opnar Ásgeir Smári Einarsson myndlistarsýningu í Ás- mundarsal að Freyjugötu 1. Hann sýnir þar olíu- myndir, temperamyndir og skúiptúr. Flest eru verkin gerð á þessu ári, en nokkur eru frá seinni hluta síðasta árs. Þau eru öll til sölu. 1 samtali við Tímann ■ Ásgeir Smári Einarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.