Tíminn - 04.08.1983, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 4. AGUST 1983
fréttir
Utanaðkomandi aðilar gagnryni rekstur opinberra fyrirtækja:
„VW SIÁUM HAIilR RÍSA HJÁ
VEITUSTOFNUNUM í REYKJAVÍK”
spurning hvort aðhaldið er nægilega mikið segir Steingrímur Hermannsson,
forsætisráðherra —
■ „Égheldaðþegarumfyrirtækierað
ræða, sem hafa einokunaraðstöðu, sé
ákaflega nauðsynlegt að fá utanaðkom-
andi aðila til að benda á það sem betur
mætti fara og gagnrýna reksturinn. Ég
vil þó taka fram að mér er kunnugt um
að mörg þessara fyrirtækja eru vel rekin
og ber því ekki að iíta á tillögu mína sem
beina gagnrýni á stjórn þeirra", sagði
Steingrímur Hermannsson, forsætisráð-
herra, spurður um ástæður fyrir tillögu
hans, sem ríkisstjórnin samþykkti, uni
að viðurkcnnd hagræðingarfyrirtæki
verði fengin til þess að gera ítarlega
athugun á rekstri opinberra fyrirtækja
og að leitað verði leiða til sparnaðar í
rekstri þeirra.
Steingrímur kvaðst þó ekki neita því
að ýmsar sögur sem heyrðust um starfs-
hætti opinberra fyrirtækja vektu til um-
hugsunar um það hvort aðhald sé e.t.v.
ekki nægilega mikið í rekstri þeirra.
..Það hefur t.d. víða verið um gífurlega
útþenslu að ræða þar sem útibú hafa
verið stofnsett úti á landi -starfsmanna-
fjöldi jafnvel margfaldast. Eins má
nefna allskonar fjárfestingu. Maður sér
t.d. hallir rísa hjá veitustofnunum í
Reykjavík, sem fellur að vísu ekki undir
okkar verkahring að fylgjast með. En
t.d. fyrirtæki eins og Orkustofnun,
Landsvirkjun, Póstur og sími og fleiri.
Ég tel því að það væri mjög hollt að fá
utanaðkomandi aðila til að skoða slíkan
rekstur," sagði Steingrímur.
Jafnframt kvað hann geta verið fróð-
lcgt að draga fram hvað hinar nýju
reglur um starfsskilyrði og slíkt kosta
mikið. T.d. sé sagt að f matarskúium
Vegagerðarinnar verði að vera 1,5 fer-
metrar á hvern starfsmann og ekki megi
láta fleiri en 2 slíka sofa í sama skúrnum.
Steingrímur kvað sér kunnugt um að
Vegagerðin telji sig varla geta unnið sum
smærri verk. sem lítil fjárveiting er til.
vegna þess hve dýrt sé að koma upp allri
þessari aðstöðu. Vegagerðin kjósi því
fremur að bjóða verkin út, en verktak-
Steingrímur Hermannsson.
arnir hins vegar hundsi svo jafnvel allar
þcssar ströngu reglur, sem verið sé að
setja opinbcrum fyrirtækjum. þ.e. varð-
andi hollustuhætti, vinnuvernd og slíkt.
Varðandi Póst og síma hafði Stein-
grímur t.d. trctt noröur í Þingeyjarsýslu,
að þó viðgerðarmcnn færu kannski um
30 km leið til viðgerða, þá ækju þeir
niður á Húsavík í hádegismatinn. Stein-
grímur sagði því bæði cðlilegt og fróðlegt
að fá að vita hvað allt þetta kostar.
Spttrður hvaða fyrirtæki cinna helst
verði tckin til athugunarkvaðSteingrím-
ur það verða ákveðið af ráðherrum þeim
scm þau heyra undir.
-HEI
Zukofsky
námskeid
hefst á
morgun
■ Á morgun hefst í Reykjavík 7.
Zukofsky námskeicið sent Tónlistarskól-
inn í Reykjavík gengst fyrir en í ár nýtur
námskeiðið einnig stuðnings Flugleiða.
Það er hinn þekkti stjórnandi Poul
Zukofsky sem verður aðalleiðbeinandi
á námskeiðinu, en hann er aðalstjórn-
andi Colonial Sinfóníuhljómsveitarinnar
í New Jersey. Auk hans leiðbeina Nancy
Elan, Bernard Wilkinson og Eggert
Pálsson.
Námskeiðið stendur til 20. ágúst og
lýkur með tónleikum í Háskólabíói þann
dag. Verkefni á tónleikunum verða
Myndir á sýningu eftir Modest Mussorg-
skí, Dauði og uppljómun, Tod un
Verklárung eftir Richard Strauss og
Uppstigningin, L'ascension eftir Oliver
Messiaen. Hið síðast nefnda verður flutt
í fyrsta sinn hérlendis í tilefni af 75 ára
afmæli höfundarins. Þátttakendur í nám-
skeiðinu verða milli 70 og 80 talsins, þar
af 8 erlendis frá, sem er minna en oft
áður.
-JGK
Ártal leidrétt
■ Rangt ártal slæddist inn í svar mitt
við grein Svavars Gestssonar, sem birtist
í Tímanum í gær. Það var ekki 1953,
heldur 1956, sem þing kom ekki saman
fyrr en nokkrum mánuðum eftir kosn-
ingar. og Jörundur Brynjólfsson gegndi
áfram starfi sem handhafi forsetavalds,
þótt hann ætti ekki lengur sæti á þingi.
' Þ,Þ
Hitastigið
var lægra
■ í tilefni fréttar í blaðinu í gær, um
veðurfar á Akureyri, hafði Adda Bára
Sigfúsdóttir veðurfræðingur samband
við blaðið og sagði að við endurskoðun
hefði komið í ljós að villur hefðu átt sér
stað varðandi útreikninga á meðalhita
þár.
Hið rétta er að meðalhitinn þar var
10,5 stig en ekki 11,6 eins og stóð í
fréttinni. Hið rétta hitastig er því 0,4
stigum undir meðallagi, en verður þó að
teljast nokkuð gott, sérstaklega ef það
er haft í huga, að hámarkshitinn á
hverjum degi þar er 15,2 stig og fór
fjórum sinnum yfir 20 stig.
■ Hreinn Eggertsson frá Bolungarvík dregur í bílbeltahappdrætti Umferðarráðs í
gær. Tryggvi Jakobsson starfsmaður Umferðarráðs skrifar niður vinningsnúmerin cn
í baksýn eru sjúklingar og starfsfólk Grensásdeildar.
Tímamynd Róbert.
Dregið í bílbelta-
happdrættinu
■ Dregið var í bílbeltahappdrætti Um-
ferðarráðs á Grensásdeild. Einn vist-
mannanna, Hreinn Eggertsson, dró út
númerin að viðstöddum fulltrúum Um-
ferðarráðs. Hreinn hefur verið í endur-
hæfingu á Grensásdeild síðan í maí en
hann lenti í umferðarslysi í febrúar s.l.
Hreinn kastaðist út um framrúðu bílsins
en hann var ekki í öryggisbelti.
Vinningsnúmerin fara hér á eftir cn
þau eru birt á ábyrgðar: 39338 Kalkhoff
reiðhjól Örninn; 14355 dvö! á Hótel
Valhöll; 28098 KL barnabílstóll Bíla-
naust; 17255, 10775, 28992, 29636 Bíla-
pakkar til umfeðaröryggis Bifreiðatrygg-
ingarfélögin; 34020, 26300, 37579,
45580, 40978, Gloría slökkvitæki og
skyndihjálparpúði RKÍ olíufélögin.
WHO-stjóri í heimsókn
■ Framkvæmdastjóri Evrópusvæðis
WHO, dr. Leo A. Kaprio og kona hans,
munu koma í opinbera heimsókn til
Íslands dagana 7.-12. ágúst n.k.
Dr. Leo Kaprio mun hitta forseta
íslands og eiga viðræður við utanríkis-
ráðherra, heilbrigðisráðherra og aðra
fulltrúa heilbrigðisyfirvalda um sam-
vinnu Íslands og WHO. Stofnunin hefur
í auknum mæli óskað eftir að ísland taki
þátt í verkefnum á sviði heilsugæslu og
faraldsfræði, enda eru sérstakar aðstæð-
ur fyrir hendi hér á landi til slíkra
rannsókna. í viðræðum þeim sem dr.
Leo Kaprio mun eiga hér við ráðamenn
munu málefni stofnunarinnar verða
rædd á breiðum vettvangi og í Ijósi þess
að ísland á nú sæti í framkvæmdastjórn
WHO.
Að ósk dr. Leo Kaprio mun mestum
tíma heimsóknar hans varið til að kynn-
ast skipulagi heilbrigðismála utan höfuð-
borgarsvæðisins. Mun hann m.a. heim-
sækja heilsugæslustöðina á Egilsstöðum,
en þar hcfur verið únnið um nokkurra
ára skeið að norrænu rannsóknarverk-
efni um heilsugæslu. Einnig verður farið
til Húsavíkur, Neskaupstaðar og Akur-
eyrar og heilbrigðisstofnanir skoðaðar á
þessum stöðum og rætt við forráðamenn
heilbrigðismála á hverjum stað.
- ÞB
Tveir teknir
með um 600
grömm af hassi
■ Tveir mcnn voru handteknir með
rúmlcga 600 grömm af hassi á mánu-
dagskvöld þar sent þeir voru á lciðinni
í bíl frá flutningaskipi
Aö sögn fíkinicfnalögreglunnar var
þarna um að ræða sjómann á skipinu
ætlaöi aö dreifa efninu. Mcnnirnir
voru stöðvaóir á hafnarsvæðinu cn
lögreglan hafði hafl spurnir af þessum
mitnnum áður. Efniö fannst í bílnuni og
játuðu mennirnir síðan verknaðinn.
scm hafði flutt efnið inn og mann scm
-GSH
Endurbætur á
Sædýrasafninu
standa enn yf ir
■ „Menntamálaráöuneytið mælti þcssu í það lag sem áskilið er í bréfi'
meö því við lógcta í Hafnarfirði að ráöuneytisíns og ætlum að vera búnir
leyfi yrði veitt til starfrækslu áfrant að því fyrir vcturinn. Síðan verðurað
meöakveðnumskilyröumumúrbætur, koma í Ijós hvort við þetta verður
„sagði Jón Kr. Gunnarsson forstjóri staöið cn viö höfum í raun ekki fengið
Sædýrasafnsins í Hafnarfirði í gær. neina tryggingu fyrir áframhaldandi
„Viö erunt að vinna aó því að koma starfrækslu" sagði Jón. -JGK
Eldur í jeppa
■ Nokkurttjónvaróájeppabílþcgar -reglan korri á staðinn skömmu 'keinna
eldur kom upp í honum í gær þar sem og slökkti eldinn með duftslökkvitæki.
bflíimi stöö inni í bílskúr viöSkálaheiöi Einnig kom slökkviliðið á staðinn.
1 í Kópavogi. Eigandinn, sem var aö Aö sögn lögrcglunnar í Kópavogi
vinna í bílnum, halði brugðiö scr frá eru eldsupptök óljós og Itcfur Rann-
cn þegar hann kom aö aftur hafði sóknarlögreglan ríkisins fengið málið
kvíknað í bílnum að aftan. Eigandinn til rannsöknar.
ýtti bílnum út úr bílskúrnum og lög- - GSH
Tíu þúsund-
asti farþeg-
innmeðEddu
■ í gær kom bíla- og farþegafcrjan
m/s EDDA frá Newcastle og Bremer-
haven, og er það tíunda ferð hcnnar til
íslands. Hefur skipið nú flutt rúinlega
10.000 farþega til og frá landinu. en
líuþúsundasti farþeginn kom um borð
i Bremerhaven, að því cr Einar Her-
ntannsson framkvæmdastjóri Farskips
segir.
Skipið lét úr höfn í gærkvöldi, og
voru þá allir farþegaklefar uppseldir
fyrir ferðina. Að sögn forsvarsmanna
Farskips h/f hefur fólksflutningur milli
Bretlands og Þýskalands aukist veru-
lega og fóru t.d. í s.l. viku 202 farþeg'ar
með skipinu frá Newcastle til Brenter-
haven. Þá hafa bókanir hér innanlands
aukist og munu fáir klefar vera eftir
lausir í ferðina sem farin verður
17,og 24. ágúst n.k. - ÞB