Tíminn - 04.08.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.08.1983, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1983 FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1983 umsjón: Samúel Örn Erlingssonj Zico kominn til ttalíu ■ Brasilíska knatlspyrnuhctjan Zico er nú komin til Ítalíu, þar sem hann mun leika með Udincse næsta keppnistímabil. Zico lék áður með Flamenco í Brasilíu, og greiddi Udinese fyrir hann drjúgan skilding. Um tíma lcit út fyrir að Udinese fengi ekki að kaupa kappann, vegna krúka í ítölskum kauplögum, en úr því greiddist á síðustu stundu. Ingvar hættur ■ Ingvar Viktorsson handknattleiks- forkólfur í Hafnarfirði lét nýlega af störf- um sem formaður handknattlciksdcildar FH, en Ingvar hefur verið formaður deildarinnar í 12 ár, og 17 ár í stjórn deildarinnar við góðan orðstír. Ingvar baðst undan endurkjöri á aðalfundi hand- knattlciksdeildarinnar sem haldinn var fyrir skömmu. Formaður var kjörinn á fundinum Egill Bjarnason. Á fundinum voru þrír leikmenn FH í handknattleik heiðraðir. Kristján Arason og Gyða Úlf- arsdóttir fengu Barkarbikarinn, en slíkur bikar er afhentur þeim leikmanni í karla og kvennaflokki sem besta leiki sýnir á keppnistímabilinu. Þá fékk Pálmi Jónsson Muggsbikarinn, sem veittur er þeim sem mestar framfarir sýnir á undangengnu keppnistímabili. Gylfi og Úlfar til Portúgal ■ Gylfi Kristinsson GS, Islandsmeistari og Úlfar Jónsson GK sem varð annar á Islandsmótinu í golfí 1983 sem var um síðustu helgi munu keppa í undankcppni Heimsmeistarakeppninnar í golfi í Portúg- al í september. Þeir Úlfar og Gylfi verða fulltrúar Islands í kcppninni, en sá heiður fylgdi einmitt þeim góða árangri sem þessir ungu og efnilegu kyllingar náðu á Islandsmótinu. Álls munu 12 þjóðir senda kcppendur á þctta mót, og fulltrúar fjögurra efstu fara áfram í úrslitakeppnina sem verður í Indónesíu í desember. Góð þátttaka í laðarsmótinu ■ Um 70 keppendur tóku þátt í Jaðars- mótinu á Akureyri um síðustu helgi, úr 10 golfklúhbum víðs vegar af landinu, og meira að segja frá Lúxcmhorg. Kcppend- um gekk misjafnlcga að ciga við „Stóra Bola“, eins og völlurinn er stundum kallaður, eins og gengur, en veður var óhagstætt þegar mótið fór fram, báða dagana. Jón Þór Gunnarsson GA fór með sigur af lióhni eftir spennandi keppni við Skúla Skúlason GH, en Skúli varð fyrir því óhappi á 16. holu að stilla upp kúlunni of langt fyrir aftan merkin á upphafsteig, og fékk 2 högg í víti. Jón Þór fór 36 hofurnar á 156 höggum, en Skúli á 159 höggum. Þriðji án forgjafar varð Þórhall- ur Pálsson GA á 162 höggum, þá Gunnar Þórðarson GA og Sigurjón R Gíslason GK báðir á 164 höggum, sjötti Peter Safflton GR á 165 höggum og sjöundu til áttundu urðu Jón Alfrcðsson GL og Kristján Hjálmarsson GH á 168 höggum. Með forgjöf sigraði Jón Ævar Haraldsson GE (Golfklúbbi Iískifjarðar) á 143 högg- um nettó, annar Bogi Bogason GE einnig á 143 höggum nettó cinnig, og þriðji Þórður Svanbcrgsson GA á 144 höggum nettó. - gk/SÖE Fatamarkaður ■ FH-inganna II Fatamarkaður verður föstudaginn 5. ágúst á túninu við apótekið í Hafnarfirði frá 14-22. Eru það hinir síkátu og knáu handknattlciksmenn FH sem að markaðinum standa. Ef illa viðrar verð- ur markaðurinn fluttur í anddyri íþrótta- hússins við Strandgötu. Þessi fatamark- aður er liður í fjáröflun fyrir Evrópu- keppni IHF sem FH-ingar taka þátt í í vetur. Þarna er hægt að fá ný og gömul föt á mjög góðu verði. Svona fatamark- aður hefur verið áður og mæltist þá mjög vel fyrir. FH hvetur alla velunnara félagsins tii að mæta og næla sér í flík. -Jó! Hefðu betur boðið vinnu sfna fyrr ■ ’ Friðrik Guðmundsson, formaður HSÍ. ■ „Okkur hefði nú þótt betra að þessir menn hefðn boðið fram vinnu sína fyrr í stað þess að hlaupa með þetta í blöðin nú,“ sagði Friðrik Guðmundsson for- maður llandknattleikssambands íslands þegar liann var inntur eftir áliti á bréflnu sem leikmenn landsliðsins skipuðu leik- mönnum 21 árs og yngri skrifa til fremur en hlaupa með þetta í blööin’% segir Friðrik Guðmundsson form. HSÍ handknattleiksforystunnar, og sjá má hér að neðan. „Það er rétt að piltarnir voru ekki spurðir um þetta, en 6 manns úr þessum hópi voru í unglingalandslið- inu sem fór til Færeyja á dögunum og sá hópur átti að afla 70 þúsund króna, en aflaði aðeins 20 þúsunda. Þar stcndur eftir 50 þúsund króna skuld. Málið er það að þessi ferð er svo dýr að við höfum ekki ráð á henni, sambandið skuldar tæpa eina milljón króna, og við fáum ekkert í dag ncma gegn staögreiðslu. Við verðum að minnka skuldirnar áður en farið er út í svona dýrt fyrirtæki. Hins vegar er mjög margt af því sem stendur í bréfi piltanna rétt.“ „Blóðugt að missa af keppnirmi” — segir Þorgils Óttar Mathiesen ■ „Það er náttúrlega alveg út í hött að tala ekki við okkur áður en svona ákvörðun er tekin“, sagði Þorgils Óttar Mathiesen, en hann er einn þeirra pilta sem undirrita þetta opna bréf til hand- knattlciksforystunnar á íslandi. „Það er ekki á hverjum degi sem Hcimsmeistarakeppni fer fram, og því hlóðugt að missa af henni. Svona keppni er mjög lærdómsrík fyrir okkur og kemur okkur örugglega seinna til góða“, sagði Þorgils Ottar. „Auðvitað er svona ferð dýr og við skiljum vel að fjárhagurinn skuli vera bágur hjá HSÍ, en hví að leggja svona mikla áherslu á A-landsliðið þegar engin stórvcrkefni eru hjá því liöi á þessu ári, og láta landsliðið 21 árs og yngri alveg sitja á hakanum, þegar það lið hefur tryggt sér þátttökurétt til úrslita Heims- meistarakeppninnar í Finnlandi?“ -Jól. Þorgils Óttar Mathiesen. „Það er enginn kominn til með að segja að við þurfum ekki að fara í forkeppni ef við tökum þátt í þessari keppni aftur, þó við leikum nú,“ sagði Friðrik Guðmundsson. „Þess ber að gæta að aðeins tveir þeirra leikmanna sem eru í liðinu nú, léku í liðinu sem vann sér þátttökurétt. Við höfum fengið svar frá IHF um það að við fáum ekki vítur eða keppnisbann þó við föllum frá ferðinni, enda ekkert einsdæmi að lið verði að draga sig út úr keppni af fjárhagsástæðum." „Þessi ferð er sérstaklega dýr, dýrari en ferð A-landsliðsins í B-keppnina síðastliðinn vetur. Ferðin kostar 800 þúsund krónur minnst, það var marg- kannað af sérfróðum aðilum. Ferðin er dýr og svo uppihald fyrir 21 mann í þann tíma sem ferðin tekur. Við eigum ein- faidlega ekki fyrir þessari ferð, og ein- hvers staðar verður að draga saman. Það er ekkert gamanmál að taka við sam- bandi með tæpra milljón króna skuld.“ - En fer A-landsliðið í keppnisferð í vetur? „Við erum nú að kanna möguleikana á slíkri ferð, helst kemur til greina að fara til A-Þýskalands í desember. Það er tiltölulega ódýrt dæmi, einungis flugfar til Danmerkur og ferja þaðan. Uppihald er frítt. Það er lífsspursmál fyrir okkur að fara slíkar ferðir, því helstu tekjur Opid bréf til handknattleiksforystunnar - frá leikmönnum landsliðsins 21 árs og yngri: STÓRT SKREF AFTUR Á ■ Fyrir nokkru lét formaður Hand- knattleikssambands íslands hafa eftir sér í sjónvarpsviötali að draga ætti landslið 21 árs og yngri í handknattleik út úr Heimsmeistarakcppninni, sem fram fer í Finnlandi í desember á þessu ári, þrátt fyrir að liðið hefði með frábærri frammistöðu í síðustu Heimsmeistara- kcppni komist sjálfkrafa í þessa úrslita- keppni, þ.c.a.s. liðið þurfti ckki að fara i neina undankeppni. Formaðurinn, Friörik Guðmundsson, bar við bágborn- um fjárhag Handknattleikssambandsins. Okkur undirrituðum, sem vorum leik- menn í landsliði 20 ára og yngri og tókum þátt í Noröurlandamóti þessa aldursflokks 1982, blöskraði þetta og skrifum því þetta bréf. En af hverju við? Jú, þetta Norðurlandamót, sem haldið var 1982, var sérstaklega á laggirnar sett fyrir Norðurlöndin, sem undirhúnings- mót fyrir Heimsmeistarakeppnina fyrir landslið 21 árs og yngri í handknattleik í Finnlandi 1983. Mikilvægi unglingastarfseminnar. Enginn, sem eitthvað fylgist með íþróttum, efast um mikilvægi unglinga- starfseminnar í handknattleik sem í öðrum íþróttagreinum. Einn hluti ung- lingastarfseminnar sem er hvað mikil- vægastur er, að unglingarnir fái tækifæri til að keppa við sterkustu þjóðir heims og fara á mót.eins og Heimsmeistara- keppnina t.d. til að öðlast keppnis- reynslu, sem síðar kemur til góða er í 'A-landsliðið er komið. Ef við tökum sem dæmi unglingastarf- semi hinna Norðurlandaþjóðanna í handknattleik, þá spila unglingalandslið- in 21 árs og yngri og 18 ára og yngri nokkra landsleiki á ári hverju, en hér á Fróni er slíkt ekki til staðar og hefur ekki verið vegna landfræðilegrar legu. Ung- lingastarfsemin hefur því verið aftarlega á merinni síðustu árin, en nú tckur steininn úr fyrst lið, sem með stórkost- legri frammistöðu hefur tryggt sér ’sjájf- krafa sæti í úrslitakeppni HM er dregið út úr keppninni. Nú er enn aftar á merina komið. Þeir erlendu þjálfarar, sem hér hafa þjálfað síðustu ár, hafa oft og einatt verið spurðir hvað gera þurfi í hand- knattleiksmálunum hér til að koma ís- lenska landsliðinu á toppinn. Hafa þeir undantekningarlaust svarað því til að leggja þurfi megin áherslu á unglinga- starfið. En nú á að hunsa álit þessara færu manna og skella skollaeyrum við orðum þeirra. Árið 1978 var Heimsmeistarakeppnin í handknattleik fyrir landslið 21 árs og yngri haldin í Danmörku og lenti þá lið íslands í 7. sæti keppninnSr. Á þeim tíma hefur fólk kannski ekki gert sér grein fyrir mikilvægi þess, að sent var lið í þá keppni. En það hefur marg skilað sér, það sést greinilega í dag. f þessu liði sem þá spilaði voru t.d. menn eins og Sigurður Gunnarsson, Alfreð Gíslason, Brynjar Kvaran, Sigurður Sveinsson og Kristján Arason, allt burðarásar íslenska A-landsliðsins í dag. Árið 1981 var sama keppni haldin í Portúgal og enn náði 21 árs liðið stórgóð- um árangri, lenti í 6. sæti og tryggði sér því sjálfkrafa rétt til þáfttöku í Finnlandi 1983 án þess að þurfa að taka þátt í undankeppni. Þurftu þó stórþjóðir eins og Spánn. V.-Þýskatand og Pólland að' gera slíkt. Það þarf hvorki meira né minna en að fara 22 ár aftur í tímann til að finna hliðstæðan árangur hjá A-lands- liðinu. Fjárhagurínn og A-landsliðið. Með því að draga lið okkar út úr keppninni í Finnlandi stígum við stórt skref aftur á bak og drögumst sjálfkrafa aftur úr í þróun handknattleiksins. Sí- fellt eru gerðar kröfur um, að við stöndumst bestu liðum snúning, en hvemig er slíkt hægt, þegar við fáum ekki einu sinni að etja við þau kappi? Eins og fyrr segir bar formaður HSI við slæmum fjárhag Handknattleiks- sambandsins, er ákveðið var að draga liðið út úr keppninni. Okkur dettur ekki í hug að véfengja það, því að fjárhagur flestra í landinu er ekki upp á það besta um þessar mundir. Auðvitað ber því að draga saman seglin og spara, en þetta er ekki rétta leiðin. Það hefur ekkert verið við okkur talað ,og við ekki verið spurðir, hvort við hefðum áhuga á að reyna að afla fjár til þessarar ferðar og finnst okkur það í hæsta máta furðulegt. Varaformaður HSÍ, Jón Erlendsson, sagði í Morgunblaðinu 21. júlí, að A-landslið karla færi alla vega í eina keppnisferð til útlanda í vetur, þrátt fyrir að engin stórverkefni liggi fyrir liðinu á ári þessu. í ár er svokallað „milliár" hjá A-landsliðinu. Væri ekki nær að leggja aðaláhersluna á landsliðið 21 árs og yngri á þessu „milliári" A-landsliðsins og senda 21 árs liðið á Heimsmeistarakeppnina í Finn- landi í stað þess að verja öllu fénu í A-landsliðið. Við þykjumst fullvissir um, að strákarnir í A-landsliðinu eru okkur fyllilega sammála. Verði liðið dregið út úr HM í Finn- landi þarf næsta landslið 21 árs og yngri örugglega að taka þátt í undankeppni fyrir næstu Heimsmeistarakeppni og þá verður þetta kannski enn dýrara en það þyrfti að vera í það skipti. Við undirritaðir erum tilbúnir að leggja á okkur mikla vinnu við að fjármagna þessa ferð ásamt HSÍ, jafn- hliða því að þurfa kannski að æfa tvisvar á dag. Með svona hugsunarhætti og slíkum starfsaðferðum getum við ekki látið okkur dreyma um að vera áfram taldir verðugir andstæðingar stórþjóða í heimi handknattleiksins. Verði ekki eitthvað að gert, kemur brátt sá tími, aðstórþjóð- irnar telja það ekki ómaksins vert að heimsækja Island í náinni framtíð. Við efumst ekki um, að það er fjöldi fólks sem vill styðja við bakið á ís- lenskum handknattleik og vonum við, að handknattleiksforystan sýni það í verki að hún sé verðug þess stuðnings. Oft er þörf, en nú er nauðsyn. Þorgils Óttar Mathiesen FH Gísli Felix Bjarnason KR Hermann Björnsson Fram Haraldur Ragnarsson FH Óskar Þorsteinsson VQdngi Geir Sveinsson Val Júlíus Jónasson Val Gylfi Birgisson Þór, Ve. Aðalsteinn Júnsson UBK Guðmundur Albertsson KR Jóhannes Benjamínsson Gróttu Willium Þórsson KR Karl Þráinsson Víkingi Elías Haraldsson Val. okkar fáum við af landsleikjum hér heima, og ef við förum ekki og léikum við aðrar þjóðir úti, þá koma þær ekki hingað heim. Við erum útkjálkaþjóð, og verðum að gera okkur grein fyrir því. Svíar hættu t.d. við að koma hingað nú í vetur vegna kostnaðar, og austantjalds- liðin verðum við að borga undir frá Kaupmannahöfn, ef þau ætla að koma hingað." ■ Giorgio Chinaglia, enn all hress þrátt fyrir árin 36. X? * T •Á' , • ■í' - •w-*w*\ V . - • *»< ‘iáiám * ■ Sigurður Einarsson Ármanni sigraði í gærkvöld í spjótkasti á Reykjavíkurleikun- um í Laugardal. Sigurður keppti einn, ailir aðrir hættu við. Sigurður lét það ekki á sig fá, kastaði í anda ungmennafélagshreyfingarinnar. Tímamynd Árni Sæberg clð hðBttði ■ ■ ■ en Chinaglia skorar enn ■ Giorgio Chinaglia, fyrrum þjóðhetja á Ítalíu þar sem hann lék sem atvinnu- maður í knattspyrnu með Lazio uns hann var keyptur til New York Cosmos í Bandaríkjunum, ætlar nú að leggja skóna á hilluna. Þar hefur hann leikið í átta ár, og segja íþróttafréttamenn þar að hann hafi aldrei leikið betur með Cosmos en nú. Chinaglia er 36 ára, lék 11 vertíðir á Ítalíu, þar af 8 með Lazio, og hefur leikið 8 ár með New York Cosmos. Hann segist vilja hætta á toppnum. „Maður verður að skipuleggja líf sitt, ef maður lifir á svona nokkru", segir Chinaglia. „Ferillinn endar fyrr eða síðar, og ég vil enda vel.“ „Cosmos liðið verður heppið ef það nær í einhvern sem getur skilað næstum eins góðu og hann", segir Franz Becken- bauer um Chinaglia, þeir eru gamlir mótherjar, fyrir tíu árum eða svo. Giorg- io er fæddur til þess að skora mörk. Leikmenn eins og hann er orðið erfitt að finna í dag." Ghinaglia hefur alla tíð verið ótrúleg • markamaskína. Fjögur keppnistímabil af þeim átta sem hann hcfur spilað fyrir Cosmos hefur hann verið markahæsti leikmaður bandarísku deildarinnar. Hann á markametið þar, sett árið 1978, þá skoraði kappinn 34 mörk í 30 leikjum. Auk þess 18 mörk úr „bráðabana" 1978, sem iíka er met. Á árunum 1976-1982 skoraði hann 175 mörk í deildinni með Cosmos, og auk þess fjöldann allan úr „bráðabana". En þctta var svo sem ekkert nýtt. Chinaglia skoraði 290 mörk í ítölsku deildinni alls, þar af 209 með Lazio, og var markakóngur þar veturinn 1973-4, og leiddi Lazio til sigurs í deildinni. Hann lék með ítalska landsliðinu í HM árið 1974 og skoraði þá 4 mörk. Kappinn mun ætla að snúa sér að viðskiptalífinu, þó forráðamenn Cosmos voni að bið verði á því, kappinn hafði skorað síðast þegar frettist 16 mörk í 13 leikjum í bandarísku deildinni. Hann er þó ckki ókunnugur viðskiptúm, hann keypti knattspyrnuliðið á Italíu scm hann lék sem lengst með, Lazio, fyrir allnokkru, og ætlar að enda feril sinn í október með því að leika með Cosmos gegn Lazio á Italíu, og ætlar að leiða Cosmos til sigurs, gegn sínu eigin liði. Slappir Reykja- víkurleikar Veður slæmt — fáir þátttak- endur — fáir áhorfendur — eitt vallarmet ■ Heldur voru Reykjavíkurleikarnir, í frjálsum íþróttum klén skcmmtun en leikunum lauk í gærkvöldi á Laugardals- velli. Veður fór versnandi eftir því sem leið á keppnina, byrjaði með úða og endaði með hellirigningu. Ekki var loft- hita heldur fyrir að fara. Kcppendur sneru frá keppni hver af öðrum, og þá frekar íslenskir en erlendir. Ungmcnna- félagsandinn, að vera með var, víðs fjarri. Keppnin var óvíða skemmtileg á vallarsvæðinu í Laugardal í gær. Þó brá því fyrir. í 800 metra hlaupi kvenna var mikil og hörð keppni milli Unnar Stefán- sdóttur, húsmóðurinnar úr Skarphéðins- þingi, og hinnar kornungu Súsönnu Helgadóttur FH. Lauk svo að þær komu svo jafnar á marklínuna, að langan tíma tók að úrskurða, af myndinni sem tekin var meðsjálfvirka timatökubúnaðinum, hvor var á undan. Lauk svo að Unnur dæmdist á undan, en báðar fengu sama tíma, 2:15,77 mín. Þriðja varð Anna Valdimarsdóttir FH á 2:29,45, mín. Þá var mikil keppni í 800 metra hlaupi karla milli Viggó Þ Þórissonar FH og Gunnars Birgissonar ÍR. Viggó vann á 2:02,05 en Gunnar var annar á 2:02,48 mín. Gamli jaxlinn Stefán Hallgrímsson varð þriðji á 2:05,44 mín, en keppendur voru flestir í þessari grein, 7. Sigurborg Guðmundsdóttir Ármanni sigraði í 400m grindahlaupi á 64,17 sek, önnur vrð Birgitta Guðjónsd HSK á 68,06 og þriðja Kolbrún Svavarsd ÍR á 70,,09 sek. Stefán Hallgrímsson KR sigraði í 400 m grindahlaupi á 55,90 sek, annar varð Jónas Egilsson ÍR á 57,23 sek og þriðji Sigurður Haraldsson FH á 57,39. Sigurður Sigurðsson Ármanni sigraði í lOOm hlaupi á 11,05 sek, annar varð Hjörtur Gíslason KR á 11,15 og þriðji Harald vonHoffe V-Þýskalandi á 57,39. Útlcndingarsigruðu í öllum kastgrein- um nema spjótkasti, þar kastaði Sigurð- ur Einarsson einn, 65,34 metra. Marco Montelatici sigraði í kúluvarpi karla kastaði 19,29 metra, og er það hans besti árangur í ár. Luigi de Santis varð annar. með 18,52. Þriðji og síðastur á eftir Itölunum var Garðar Vilhjálmsson UMSB með 13,21 m. Swetlana Owts- chinnikova sigraði í kúluvarpi kvenna, kastaði 15,88 meta, og er það vallarmet í Laugardal, Guðrún Ingólfsdóttir varð önnur með 13,39 metra og Soffía Rósa Gestsdóttir þriðja með 13,24 metra. Þrefaldur ítalskur sigur varð í kringlu- kasti karla, þar keppti enginn sterkustu Islendinganna í greininni. Armando Vincentis sigraði með 59,26 metra, ann- ar varð Marco Martini með 58,90 metra og þriðji Luigi de Santis með 53,86 metra. Schmedemann frá V-Þýskalandi sigr- aði í stangarstökki með 4,20 mctra, annar að Bieschinski frá V-Þýskalandi með 4,00 metra og þriðji Torfi Rúnar Kristjánsson HSK með 3,90 metra, oger það pcrsónulcgt met Torfa. Þórdís Hrafnkelsdóttir ÚÍA sigraði í hástökki, stökk 1,70 mctra, önnur Guðrún Svcins- dóttir KR mcð 1,55 mctra. Ranghermt var í blaðinu í gær að kastlandskeppni íslands og Ítalíu væri tvcggja daga, hcnni lauk í fyrrakvöld og sigruðu ítalir mcð þcim tölum sem skýrt var frá, 26 gcgn 18. ■ Stefán Hallgrímsson sigraöi í gærkvöld í 400 metra grindahlaupi, og varö þriöji í 800 mctra hlaupi. Stóö sig vel blessaður kallinn. Tímamynd Árni Sæberg FJARHAG HANS ER BORGIÐ um alla framtíð, standi hann sig og fari sæmilega með. Hann hefur samt aðeins leikið eitt ár í fyrstu deild ■ Hann byrjaði aö leika fótbolta sem atvinnumaður áriö 1975, þá 17 ára gainall. Launin voru um 15 hundruð krónur á viku miðað við verðlag í dag. I sumar gerði hann þriggja ára samning og laun hans næstu 3 árin verða sem samsvarar 85 þúsund krónum á viku. Hann byrjaði að leika í fjórðu deild árið 1975 á Englandi, og hefur leikið með sama liði síðan. í fyrravetur lék hann sitt fyrsta keppnistímabil í fyrstu deild, varð markakóngur í ensku deildinni með 27 mörk, lék níu landsleiki, og í sínum fyrsta heila landslcik skoraði hann þrjú mörk fyrir England. Hann ólst upp í fátækt, fæddur á Jamaica og flutti 6 ára til Englands með fjölskyldu sinni. Hann heitir Luther Blissett. Luther Blissett er einn þeirra hörunds- dökku knattspyrnumanna sem haslað hafa sér völl í ensku knattspyrnunni undanfarin ár. Upphaf þess að hann fór að spila með Watford var það að einn stjórnarmanna félagsins sá hann leika fótbolta með félögum sínum í götuporti, og bauð honum að koma á æfingu. Strákur var síðan ráðinn. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Fjórðu • deildarliðið sem var keypt af poppstjörn- unni Elton John á þessum tíma, var eflt og ótrúlegur uppgangur beið þess. Lut- her lék einn heilan leik í fjórðu deildinni tímabilið 1975-76, og kom tvisvar inn á sem varamaður. 1976-77 lék hann líka einn heilan leik, og kom inn á þrisvar. Tímabilið 1977-78 lék hann 17 heila leiki og kom 16 sinnum inn á, og árið eftir vann hann sér fastan sess í liðinu. Þá lék hann 40 leiki og var einu sinni varamaður. Þetta sama ár, 1978-79 vann Watford fjórðu deildina, og komst upp í þriðju deild. Luther skoraði 21 mark á tímabilinu. Árið eftir lék liðið í 3. deild og vann hana iíka. Tímabilið 1980-81 og 81-82 lék Watford í annarri deild, og vann sér fyrstu deildarsæti vorið 1982. Watford lék svo sitt fyrsta keppnistímabil í 1. deild í fyrra, mcð Luther Blissett sem aðalstjörnu, og náði ótrúlegum árangri, varð í 2. sæti. Til Mílanó á ttalíu Það vakti mikla athygli að leikmaður sem lék í fyrsta sinn í fyrstu deild á Englandi skyldi verða markakóngur deildarinnar í fyrra. Það urðu því vitan- lega margir til að gjóa augunum til Englands, ekki síst fulltrúar stórliða á meginlandinu sem vantaði marka- skorara. Að lokum fór svo að stórliðið AC Milanó á Ítalíu bauð best, og var tilboðið þess eðlis að hvorki Blissett, né Watford gátu hafnað því. Mílanó greiddi Watford eina milljón sterlingspunda, eða 42 og hálfa milljón íslenskra króna, fyrir kappann, og laun hans skyldu verða eins og áður er lýst. Framtíð Luthers Blissett fjárhagslega séð er því tryggð, ef hann ávaxtar peningana sína. Annar plús í þessu er sá, að Blissett er aðeins 25 ára, og þegar samningurinn verður útrunninn er hann 28 ára, og ætti samkvæmt því að verða á toppi ferils síns þá. „Ekki hægt að neita“ „Hvernig ætti ég mögulega að geta neitað, bæði atvinnulega séð og siðferð- islega, neinum um slíkt tækifæri", segir Graham Taylor framkvæmdastjóri Watford. „Tilboðið var svo gott að lið eins og Watford getur ekki hafnað því, og hvernig er hægt að neita svona góðum strák eins og Luther um að tryggja fjárhagslega framtíð sína? Laun eins og þau sem Mílanó bauð Luther, getur hann ekki reiknaðmeðaðfáhérheima." „En að sjálfsögðu vorum við ekki áfjáðir í að selja Luther. Þegar Mílanó bauð okkur fyrst 500 þúsund sterlings- pund fyrir hann, sagði ég þeim að gleyma þessu bara, þeir yrðu að bjóða hclmingi meira ef þeir ætluðu sér einhver viðskipti. Mér kom það mest á óvart þegar þeir gerðu einmitt það." „Þetta er stórt tækifæri fyrir Luther, og virðingarvert af honum að fara til Ítalíu. Það verður honum mikill skóli. Hann á margt ólært, og þetta, sem verður kannski Watford til baga, kemur landsliði Englands til góða“. Því má svo bæta hér við, að Luther Blissett tekur við stöðu landa síns hjá AC Mílanó, þar lék í fyrra sem ntiðframherji hinn kunni Joe Jordan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.