Tíminn - 14.06.1983, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ1983
2______
fréttír
■ Við málflutning í máli ákæruvaldsins
á hcndur Sigurðar Grétars Arnasonar í
Sakadómi Reykjavíkur í gærdag, krafð-
ist sækjandi málsins, Bragi Steinarsson
vararíkissaksóknari, hámarksrefsingar
fyrir manndráp og stórfellda líkamsárás.
Byggði hann kröfu sína á framburði
Marie Luce Bahuaud fyrir réttinum, og
ýmsum rannsóknum scm hann taldi
styðja að um ásetningsverknað hafl verið
að ræða og einnig því að Sigurður Grétar
er talinn sakhæfur samkvæmt geðrann-
sókn. Verjandi Sigurðar Grétars, Jón
Oddsson hrl., krafðist hinsvegar lág-
marksrefsingar fyrir manndráp af gá-
leysi. Kröfu sína byggði hann á fram-
burði Sigurðar Grétars, sem hann taldi
trúverðugan, og cins því að persónulegar
aðstæður Sigurðar Grétars hafi valdið
Tímamynd: ARI.
barnsburð og hann varð fyrir miklum
vönbrigðum þegar barn hans af fyrra
hjónabandi, sem hafði dvalist hjá
honum, fór burtu þennan sama morgun.
Sigurður var einnig líkamlega veill.
Hann veiktist ungur af berklum og
dvaldist af þeim sökum lengi á hælum
fjarri fjölskyldu sinni. Hann var einnig
bæklaður af þeim sökum. Benti verjandi
í þessu sambandi á niðurstöðurgeðrann-
sóknar.
Ásetningur ekki fyrir hendi
Verjandi sagði að ásetningur hefði
ekki verið fyrir hendi og studdi það með
því að hann hafði sagt frá því heima hjá
sér, áður en hann fór út um kvöldið, að
hann hefði ekið systrunum í sæluhúsið.
Hann sagði að framburður hans um að
■ Leitarmenn gera sig klára í malarnámunni, og freista þess að
hörmungaratburðurinn gerðist á Skeiðarársandi.
Málflutningur í Skaftafellsmálinu fyrir sakadómi í gær:
HAGLASARIN Í LÍKAMA YVETTE EFT-
IR SKOT H 30-40 METRA FÆH!
— Krafist þyngstu refsingar yfir Sigurði Grétari fyrir manndráp og stórfellda líkamsárás
því að hann hafi misst stjórn á sér og
framið brotið í geðshræringu á örskots-
stund.
Tvíþætt ákæra
í ræðu saksóknara kom fram að ákær-
an er tvíþætt. í fyrsta lagi er Sigurður
ákærður fyrir að hafa barið Marie Luce
Bahuaud með byssuskepti í höfuðið
þannig að hún hlaut höfuðkúpubrot,
heilamar og tímabundna lömun af. Einn-
ig að skilja hana eftir og stefna lífi
hennar enn frekar í háska.
í öðru lagi að hafa orðið Yvette
Bahuaud að bana að einhverju leyti í
átökum og einnig með byssuskoti en 50
högl fundust í líkama hennar að henni
látinni.
Um fyrra atriðið hafði saksóknari fyrir
sér framburð Marie Luce sem hann sagði
nákvæmt og trúverðugt vitni. Hún lýsti
atburðarásinni frá því Sigurður Grétar
kom að sæluhúsinu á Skciðarársandi,
þar sem systurnar ætluðu að sofa aðfara-
nótt 17. ágúst, en Sigurður Grétar hafði
fyrr um kvöldið flutt þær þangað í bíl
sínum sem var merktur viðgerðarþjón-
ustu FÍB.
Marie Luce bar, við réttaryfirheyrslur
að Sigurður Grétar hefði komið í sælu-
húsið kl. 22.30 að kvöldi 16. ágúst með
vasaljós og byssu í höndum. Hann sagði
að lögreglan á Akureyri hefði haft
samband við sig og sagt að þær væru með
hass í fórum sínum, og bað þær um að
koma með sér tii lögreglunnar á Höfn í
Hornafirði. Síðan fór hann út og kom
aftur með rafmagnsvír sem hann ætlaði
að binda hendur þeirra með. Enn fór
hann út og kom aftur inn með þungan
hlut í höndunum og var þá orðinn æstur.
Hann barði síðan Marie Luce 3-4 högg í
höfuðið en á meðan flýði Yvette út úr
húsinu. Marie Luce missti þá meðvitund
en seinna vaknaði hún og fór út þar sem
lögreglumenn fundu hana stuttu seinna
og fluttu til Skaftafells.
Akærði ber hins vegar að hann hafi
verið á eftirlitsferð vegna atvinnu sinnar
sem eftirlitsmaður FÍB. Hann hafi fyrr
um kvöldið komið að Skaftafelli þar sem
hann hafi tekið olíu á bílinn. Þar hafi
hann einnig hitt frönsk hjón sem voru á
bfluðum bíl. Hann hafi seinna um kvöld-
ið farið út til að aðstoða þau en síðan
farið ( eftirlitsferð. Þegar hann kom að
sæluhúsinu sýndist honum hann sjá
mannaferðir við húsið. Hann fór þá að
athuga málið nánar en þegar hann kom
að húsinu fann hann að sögn greinilega
hasslykt. Hann fór því inn og bað
systurnar að koma með sér til lögreglu
en fór síðan út og beið í bílnum í 5
mínútur. Þá fór hann inn aftur og ítrekaði
við systurnar að þær kæmu með sér en
þegar þær neituðu fór hann og sótti
byssu og rafmagnsvír. Þá hafi allt gerst í
einu: önnur systirin skellti hurð á hann
. en hin réðist á hann og við það hljóp skot
úr byssunni sem hann viti ekki hvar hafi
lent. Þá segist hann hafa barið Marie
Luce með byssuskeptinu og þegar hún
■ réðist enn á hann barði hann hana tvisvar
í viðbót. Hann sagðist hafa verið hrædd-
ur um að systurnar næðu af sér byssunni
og því hafi hann barið Marie Luce með
endanum á byssuskeptinu sem var með
fiberglassplötu.
Eftir þetta fór Sigurður Grétar út að
leita að Yvette og fann hana á hlaupum
eftir yeginum um 500 metra neðan við
sæluhúsið. Þá hafi hann kallað til hennar
að nema staðar en þegar hún sinnti því
ekki steig hann út úr bílnum með annan
fótinn og skaut af byssunni upp í loftið
eða í þá átt að útilokað sé að skotið hafi
lent í Yvette. Þá hafi hún verið í um
10-15 metra fjarlægð. Við þetta hljóp
hún út af veginum, uppá hann aftur og
lenti á bílnum. Um leið kom bíll á móti
og sagðist Sigurður hafa séð hana í
Ijósgeisla beggja bifreiðanna.
Saksóknari hafnar
framburði Sigurðar
Saksóknari hafnaði alfarið þessum
framburði Sigurðar. Hann byggði það á
því að skýrslur ákærða væru ótrúverðug-
ar og rangar í mörgum atriðum. Ekkert
hefði komið fram sem styddi framburð
hans um erindi hans í eftirlitsferðina.
Landvörður í Skaftafelli kannaðist ekk-
ert við frönsku hjónin sem áttu að hafa
verið á Skaftafelli og enginn hefði séð
hann taka olíu þar um k’völdið, engin
bensínnóta hefði fundist enda hcfði
Sigurður tekið eldsneyti á bílinn daginn
áður.
Um framburð Sigurðar Grétars um
mannaferðir við kofann sagði saksóknari
að gerðar hefðu verið prófanir með
birtuskilyrði, bæði á vettvangi á sama
tíma kvölds og seinna á Keflavíkurvegi
og þær sönnuðu að útilokað hafi verið að
ákærði gæti hafa séð til mannaferða við
kofann frá veginum, sem er um 300
metra fjarlægð. Einnig hefðu engin
merki hassneyslu fundist í húsinu þrátt
íyrir ítarlega leit. Hann sagði að um
slysaskot í sæluhúsinu hafi ekki verið að
ræða. Ekki fannst neitt skothylki í eða
við kofann og einnig kom fram við
rannsókn á skotdreifingu haglabyssunn-
ar að haglasárin á líkama Yvette hefðu
komið eftir skot af 30-40 metra færi. Því
taldi hann Sigurð Grétar hafa skotið á
Yvette á veginum en ekki upp í loftið,
enda fannst skothylki einmitt á þessum
stað. Einnig styddu lýsingar Sigurðar
Grétars á látbragði Yvette eftir skotið
þessa kenningu.
Annað vitni tekur við
Saksóknari sagði að annað vitni hefði
komið á staðinn í þann mund og Yvette
varð fyrir skoti. Það var ökumaður
tankbíls. en Sigurður ber að hann hafi
séð Ijós bílsins í þann mund og hann
hleypti af skotinu. Vitnið ber að hann
hafi stöðvað bílinn og séð Sigurð Grétar
standa við bíl sinn í greinilegri geðshrær-
ingu. Hann spurði hvað var að og um
leið-heyrði hann vein í stúlku. Sigurður
sagði þá að hann hafi ekið á stúlku sem
væri viti sínu fjær úr hræðslu. Þá kom
stúlkan í Ijós þar sem hún skreið alblóð-
ug að tankbílnum. Þar greip hún í
spegilfestingu á hurðinni og hífði sig upp
með hurðinni og sagði: „Please help me,
he tried to kill me.“ Sigurður bað vitnið
um að fara á Skaftafell eins fljótt og
hann gæti til að ná í hjálp. Vitnið sagðist
hafa beðið Sigurð um að losa stúlkuna af
bílnum sem hann hafi gert á harkalegan
hátt. Vitnið sagði að það hefði ráðið
gerðum sínum að miklu leyti að bíll
Sigurðar var merktur FlB.
Vitnið gerði síðan viðvart á Skafta-
felli, en á meðan lét Sigurður stúlkuna í
farangursgeymslu bifreiðar sinnar, eftir
að hafa lagað þar til. Hann lét lokið vera
opið og ók síðan af stað. Á leiðinni
mætti hann vörubifreið sem hann sagðist
hafa reynt að stöðva en hún sinnti því
ekki. Á Skeiðarárbrú stöðvaði hann
bílinn og athugaði Yvette en þá var hún
látin. Eftir það ók hann í malarnámuna
þar sem hann skildi bílinn eftir með
líkinu í en flúði sjálfur upp í fjall þar sem
hann fannst rúmum sólarhring síðar.
Ónákvæmur framburður
Saksóknari sagði að framburður Sig-
urðar um þennan þátt málsins væri að
mörgu leyti ónákvæmur. Hann hefði
orðið margsaga um hvar byssan var
þegar ökumaður tankbílsins kom á
staðinn. Fyrst sagðist hann hafa haldið á
byssunni, en stðan sagðist hann hafa
falið hana tii að koma ökumanninum
ekki í vandræði. Einnig ber ökumaður
vörubílsins, sem Sigurður sagðist hafa
reynt að stöðva, að hann hafi ekki orðið
var við slíkt enda hafi bíllinn komið á
móti sér á mikilli ferð.
Saksóknari rakti einnig fleiri dæmi um
hversu ósannsögull ákærði væri, meðal
annars að hann hafi ekki sagt rétt til
nafns, þegar hann var tekinn, en þá gaf
hann upp eftirnafnið Arnaz, e.t.v. til áð
hann fyndist ekki á skýrslum.
Ásetningur til staðar
Saksóknari sagði að 4 möguleikar
væru á því hvenær ásetningur ákærða
vaknaði. í fyrsta lagi þegar hann lagði af
stað að heiman frá sér um kvöldið. Til
þess benti að ákærði hafði fært byssurn-
ar, sem hann geymdi yfirleitt í farangurs-
geymslu, þaðan og á milli framsæta
bílsins. Sigurður heldur því fram að þær
hafi verið á milli framsætanna allan
daginn, en Marie Luce ber að þær hafi
ekki verið þar þegar ákærði ók þeim að
sæluhúsinu fyrr um kvöldið.
1 öðru lagi þegar ákærði tekur hagla-
byssuna við sæluhúsið og hleður hana
áður en hann fór inn. Athöfnin að hlaða
byssumar bendi naumast á annan tilgang
en að ásetningur hafi verið fyrir hendi.
í þriðja lagi þegar átökin hafi verið við
stúlkurnar og skot hljóp úr byssunni, en
við geðrannsókn sagði Sigurður að þá
hefði eitthvað eins og sprungið innra
með honum. Ljóst væri að sá móður
hefði aldrei runnið af honum síðan.
í fjórða lagi þegar ákærði hleypti
seinna skotinu af enda hafi ekki verið
um slysaskot að ræða. Ef ekki er hægt
að staðhæfa að skotið hafi verið af
ásetningi má ætla að ef skotið hefði hæft
hljóti það að hafa bana í för með sér.
(Líkindaásetningur).
Saksóknari sagði að fyrsti möguleik-
inn væri e.t.v. ólíklegastur en möguleik-
ar 2-4 væru jafngildir.
Ákærði sakhæfur
Niðurstöður geðheilbrigðisvottorðs
eru þær að ákærði sé ekki haldinn
geðveiki, taugaveiklun eða greindar-
skorti. Hann sýni merki um skapbresti
og lítt þroskað tilfinningalíf og öfga og
misnotkun áfengis. Viðbrögð undir álagi
og eftir langvarandi áfengisneyslu gætu
orðið heiftarleg, en annars er sjálfsstjórn
góð. Raunveruleikakennd og dómgreind
eru óskert. Ákærði er því fullkomlega
sakhæfur.
Engin refsilækkun
Saksóknari sagði að ekkert hefði kom-
ið fram sem gæti orðið til refsilækkunar;
frekar til refsihækkunar. Óvenjulegt
væri að saman færi stórfelld líkamsárás
og manndráp, og allur aðdragandi verkm
aðarins væri með þeim hætti að refsilög
spanni varla rétta refsingu. Ef hámarks-
refsins ætti við yfirleitt, ætti hún við í
þessu máli. Ákærði hefði engar málsbæt-
ur og skýringar hans ættu frekar að vera
til refsiþyngingar.
Saksóknari sagði að lokum að þetta
mál væri harmleikur sem hefði snortið
hvern mann sem heyrði af honum.
Verjandi teiur Marie Luce
ófullnægjandi vitni.
Jón Oddsson verjandi Sigurðar Grét-
ars lagði áherslu á að framburður Sigurð-
ar Grétars hefði styrkst með tímanum
frekar en hitt. Algengt væri að höfuð-
högg framkölluðu svokölluð „black-out“
og því væri erfitt að gera sér grein fyrir
raunveruleikanum eftir slík áföll. Því
bæri að taka framburð Marie Luce
varlega. Hann sagði því að mat á
skýrslum, þar sem framburði ber á milli,
ætti að vera ákærða í hag. Öll frásögn
ákærða sé líka heilleg og í samræmi við
framburð.
Verjandi rakti síðan framburð ákærða
um aðdraganda og benti á að geðlæknir
hefði sagt að skoðanir ákærða á eiturlyfj-
um væru nokkuð öfgakenndar, en þó
ekki sjúklegar. Því hefði hann brugðist
hart við þegar hann taldi sig finna
hasslykt við sæluhúsið. Ákærði taldi
seinna að hasslyktin sem hann hélt sig
hafa fundið við kofann væri saggalykt.
Ákærði undir miklu álagi
Verjandi sagði að persónulegar að-
stæður Sigurðar hafi verið mjög erfiðar
og vitnaði þar í uppskrift á búi hans.
Hann hafi færst of mikið í fang fjárhags-
lega og skuldir voru miklar. Þess vegna
var vinnuálag hans einnig mikið bæði í
sambandi við vegagæslu á vegum FBl og
eins vegna starfa við almannavarnir.
Einnig komu til fleiri persónulegar að-
stæður: sambýliskona hans var veik eftir
hann hefði komið á Skaftafell um kvöld-
ið væri ekki hrakinn, þar sem frönsku
hjónin hefðu ekki þurft að láta vita af sér
þar eftir að þau hittu Sigurð. Einnig væri
ósannað að hann hefði ekki tekið þar
olíu, því bensínnótuhefti frá þessum
tíma væru ekki finnanleg í versluninni.
Einnig bæri sá framburður Sigurðar,
að hann hefði fyrst ekið fram hjá
afleggjaranum að sæluhúsinu, en snúið
síðan við, þegar hann sá til mannaferða,
því vitni að ásetningur hefði ekki verið
fyrir hendi. Verjandi taldi að Sigurður
hefði vel getað séð til mannaferða við
húsið, þó prófanir segðu annað, því
hann væri kunnugur staðháttum og einn-
ig fráneygður veiðimaður.
Verjandi rakti síðan framburð nokk-
urra sveitunga og heimilismanna, sem
báru að Sigurður hefði verið lipur og
greiðvikinn, látið sér annt um sveitina og
oft þrifið í kringum þjóðgarðinn. Hann
sagði að sögusagnir um að Sigurður
hefði talið sig sjálfskipaðan löggæslu-
mann væru ekki sannar.
Hann sagði líka að komið hafi í ljós
að framburður hans um ráðningu til FBI
hafi verið réttur, þó það hafi lengi verið
dregið í efa.
Framburður ákærða
ekki véfengdur
Verjandi sagði að framburður ákærða
hefði ekki verið véfengdur af vitnum.
Áður hefði verið bent á að Marie Luce
hafi verið miður sín vegna höfuðhöggs-
ins, enda sé ýmislegt í framburði hennar,
sem ekki komi heim og saman við
staðreyndir. Framburður bílstjóra tank-
bílsins bendir til þess að Sigurður hafi
ekki reynt að hindra för Yvette heldur
fremur hvatt til þess að henni bærist
hjálp. Þá hafi hann líka aðallega verið að
huga að Marie Luce, enda vissi hann
ekki þá hvað Yvette var alvarlega slösuð.
Þegar bílstjórinn var farinn tók hann
fyrst eftir því og þá hafi Marie Luce
gieymst.
Sigurður taldi heppilegra að setja
Yvette í farangursgeymslu því hann
hafði ekki burði til að setja hana í
aftursætið. Þegar hann ók af stað með
hana mætti hann vörubílnum og gaf
honum til kynna með blikkljósum að
hann ætti að stansa, e’n bílstjóri vörubíls-
ins hafi misskilið það.
Verjandi krefst
lágmarksrefsingar
Verjandi sagði að ákærði hefði játað
verknaðinn og flest atriði væru upplýst
og óumdeild. Hann rakti ýmislegt sem
ætti að verða til refsilækkunar og lagði
áherslu á að verknaðurinn hefði verið
framinn í geðshræringu á örskotsstund
vegna mikils álags undanfarið og sagði
að lokum að þungur áfellisdómur kæmi
ekki aðeins niður á ákærða heldur einnig
á aðstandendum hans.
Sækjandi og verjandi tóku báðir aftur
til máls og lögðu áherslu á fyrrgreind
atriði, en síðan var málið lagt í dóm.
- GSH.