Tíminn - 14.06.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.06.1983, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNI1983 Hússtjórnarskólar. Námsframboð skólaárið 1983-1984. I. Eins vetrar nám og hálfs vetrar nám. Hússtjórnarskólarnir á Laugarvatni og á Varmalandi gefa kost á: a) Námi í almennum hússtjórnargreinum. Námiö er viöurkennt sem hluti af matartæknanámi og er einnig undirbúningsnám fyrir kennaranám í hússtjórn og handmenntum. b) Nemendur eiga kost á hagnýtum undirbúningi í meðferð líns, ræstingu á herbergjum, framreiðslu í sal og í gestamóttöku. Námið er skipulagt í samráði við Samband veitinga- og gistihúsa. c) Nemendur geta einnig valið '/2 vetrar nám í hússtjórnar og/eða handmenntagreinum. II. Fimm mánaða nám og námskeið. Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað gefur kost á: a) Fimm mánaða námi i almennum hússtjórnargreinum. Námið er viðurkennt sem hluti af matartæknanámi og undirbúnings- nám fyrir kennaranám í hússtjórnar- og handmenntagreinum. f Námstími jan.-maí 1984. Hússtjórnarskólinn Ósk á ísafirði gefur kost á: a) Námskeiðum í matreiðslu, handavinnu og vefnaði í sept.-des. 1983. b) Fimm mánaða námi í almennum hússtjórnargreinum. Námið er viðurkennt sem hluti af matartæknanámi og undirbúnings- námfyrirkennaranám í hússtjórnar-og handmenntagreinum. c) Námi í hótelstörfum sbr. námsframboð á Laugarvatni og á Varmalandi. Námstimi okt.-des. 1983. Hússtjórnarskólinn í Reykjavík gefur kost á: a) Námskeiöum, mismunandi löngum í matreiðslu, handavinnu og vefnaði, fyrir og eftir áramót. b) Fimm mánaða námi í almennum hússtjórnargreinum. Námið er viðurkennt sem hluti af matartæknanámi og undirbúnings- nám fyrir kennaranám í hússtjórnar- og handmenntagreinum. Námstimi jan.-maí 1984. c) Nám í hótelstörfum, sbr. námsframboð á Laugarvatni og á Varmalandi. Námstími jan.-maí 1984. III. Matartæknanám og fimm mánaða nám og námskeið í hússtjórnar- og handmenntagreinum. Hússtjórnarskólinn á Laugum gefur kost á: a) Matartæknanámi í samvinnu við Héraðsskólann á Laugum. b) Námskeiðum fyrir áramót, í matreiðslu, handavinnu og vefnaði. c) Fimm mánaða námi í almennum hússtjórnargreinum. Námið er viðurkennt sem hluti af matartæknanámi og undirbúnings- nám fyrir kennaranám í hússtjórnar- og handmenntagreinum. Námstími jan.-maí 1984. IV. Matartæknanám og námskeið. Hússtjórnarskólinn á Akureyri gefur kost á: a) Matartæknanámi í samvinnu við aðra framhaldsskóla á Akureyri. b) Námskeiðum fyrir og eftir áramót í matreiðslu, handavinnu og vefnaði. Námskeiðin eru viðurkennd sem undirbúningsnám fyrir kennaranám í hússtjórnar- og handmenntagreinum. c) Matsveinanámskeiðum fyrir fiski- og flutningaskip. Umsóknir um skólavist, eins vetrar nám og hálfs vetrar nám (á haustönn) skal senda beint til viðkomandi skóla fyrir 15. júní næstkomandi. ■ Umsóknarfrestur um hálfs vetrar nám á vorönn og styttri námskeið verður auglýstur síðar af skólunum sjálfum. Menntamálaráðuneytið 10. júní 1983. Hestaþing Hið árlega hestaþing Sleipnis og Smára Murneyr- um verður haldið 25.-26. júní. Keppt verður í A og B flokkum gæðinga, fullorðinna og unglinga 13-15 ára og 12 ára og yngri. 150m skeið, 250m skeið, 250m stökk, 350m stökk, 800m stökk, 300m brokk. Þátttöku ber að tilkynna fyrir kl. 12 laugardag 18. júní í símum 99-1703, 99-2263, 99-1829, 99-6560, 99-6674 og 99-6063. Sleipnir og Smári. ÍSSKAPA- OG FRYSTIKISTU VIÐGERÐIR Breytum gömlum isskápum i frystiskápa. Góð þjónusta. araslvai’h REYKJAVIKURVEGI 25 Háfnarfirði sími 50473 útibú að Mjölnisholti 14 Rpykjavík. fréttir Gerður G. Óskarsdóttir skólameistari afhendir útskrifuðum nemendum prófskírteini, við skólaslitin í Egilsbúð Framhaldsskólinn í Neskaupstað: Iðnnám er mikilvægt fyrir iðnaðarupp- byggingu Austurlands Neskaupstaður: Framhaldsskólanum í Neskaupstað var slitið í 2. sinn nú um miðjan maí s.l. við hátíðlega athöfn í félagsheimilinu í Egilsbúð. Alls út- skrifuðust I3 nemendur frá skólanum. Af iðnbrautum, múrsmíði og húsa- smíði, verslunarbraut (verslunarpróf), heilsugæslubraut og f.h. tæknifræði- brautar. Á haustönn útskrifuðust 5 nemendur af málmiðnbrautum. Verð- laun voru veitt fyrir góðan árangur. Nemendur Framhaldsskólans á Neskaupstað voru um 150 í vetur, þar af um helmingur á framhaldsskólastigi. í verkaskiptingu skóla á Austurlandi hefur skólinn það hlutverk að vera kjarnaskóli iðn- og tæknimenntunar í fjórðungnum, auk þess að starfrækja 3 efstu bekki grunnskóla. I skólaslitaræðu sinni rakti Gerður G. Óskarsdóttir, skólameistari merka áfanga liðins skólaárs, stofnun verk- námsbrauta í málm- og tréiðnum og viðbyggingu 'við skólahúsið er tekin var í notkun, með 5 nýjum kennslu- stofum. Einnig ræddi hún um mikil- vægi iðnnáms fyrir iðnaðaruppbygg- ingu fjórðungsins. Aflaverðlaun fyrir verðmætið en ekki tonnaf jöldann: ^Byggist á að fara vel með aflann um borð“ — sagði verðlaunahafinn Sigurður á Geira Péturs Þ.H. Húsavík: „Við reynum að róa þar sem helst er von á vænum fiski og síðan að fara vel með hann um borð - á því byggist þetta mikið," sagði Sigurður V. Olgeirsson skipstjóri á Geira Péturs, sem er 138 tonna bátur frá Húsavík. Við sjómannadagshátíðar- höldin á Húsavík hlaut Sigurður afla- verðlaun - þó ekki fyrir mestan afla heldur fyrir hæst meðalverð á s.l. ári. sem hjá þeirrf Geira Péturs reyndist 5.56 krónur. Næstur kom Sigþór Þ.H. með 5,52 krónur á kílóið. - Nei, tonnin eru ekki aðalatriðið, verðið skiptir orðið svo miklu máli. Pað er svo mikill munur á verðinu eftir því hvernig fiskurinn flokkast þegar hann kemur í land, sagði Sigurður. Hann lagði á land um 1.300 tonn af fiski á síðasta ári. mestmegnis þorsk. - En nú hefur afli hjá ykkur verið rýr í vetur? - Það gekk mjög illa hjá bátum hér. Viö vorum hins vegar að skipta um vél í hátnum í vetur og bvrjuðum því ekki að róa fyrr en um miðjan mars. Þá fórum við beint vestur á Breiðafjörð, þar sem við fengum um 250 tonn á um fjórum vikum, sem við lögðum upp í Ólafsvík. Ég held að þetta hafi verið eitthvert skársta veiðisvæðið á vertíð- inni í vetur. Er heim kom kvaðst Sigurður hafa farið nokkra daga á net en síðan hafa skipt yfir á troll um mánaðamótin apríl/maí og ætlar að vera á því þar til síldveiðarnar byrja í haust. Hann kvað afla hafa verið fremur lélagan í trollið að undanförnu. sem sé ekki óvenjulegt framanaf, en það gefi venjulega nökk- uð góðan afla yfir sumarið. Nú sé t.d. ennþá mikill vetur í sjónum. Þá báta sem héldu áfram á netunum kvað Sigurður hins vegar hafa fengið óvenju góðan afla í maí og stutt frá. en veiði væri nú líka orðin heldur léleg hjá þeim. Hann sagði nú suma vera að skipta yfir á rækjuveiðar og einn bát hafa farið til Hornafjarðar til humar- veiða um síðustu helgi. ■ Sigurður V. Olgeirsson skipstjóri á Geira Péturs Þ.H. með aflaverðlaun- in sem hann hlaut á sjómannadaginn, ekki þó fyrir tonnafjölda heldur meðal- verð á kfló á síðasta ári. Slík verðlaun voru nú veitt í 7. skiptið á Húsavík og þetta var í 3. skiptið sem þau koma í hlut Sigurðar. Tímamynd Þröstur - Hvert sækið þið svo aðallega? - Á trollinu förum við bara þangað sem við fréttum af fiski, austur í Víkurál, suður í Hornafjörð ef með þarf og jafnvel hringinn ef því er að skipta, en löndum þó alltaf heima. Síðast vorum við við Langanes og á Skagagrunni, sagði Sigurður. Áhöfn- ina sagði hann 8 manns um borð í bátnum. en 10 í hópnum og þá venjulega tvo í frí hverju sinni. Siálfur var Sigurður í landi síðasta túr. sem hann kvað þó ekki oft koma fyrir. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.