Tíminn - 14.06.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.06.1983, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1983 9 aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Guðmundur ritari í stað Tómasar ■ Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra var endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins á aðalfundi mið- stjórnar, sem haldinn var s.l. laugardag og sunnudag. Guðmundur Bjarnason alþingismaður var kjörinn ritari. en Tómas Árnason ga£ ekki kost á sér, en hann hefur gegnt ritarastörfum um langt skeið. Guðmundur G. Þórarinsson verk- fræðingur var endurkjörinn gjaldkeri og Halldór Ásgrímsson sjávarútvegstáð- herra varaformaður. Ragnheiður Svein- bjarnardóttir bankamaður var kosinn vararitari og Sigrún Magnúsdóttir kaup- maður varagjaldkeri. Aðrir sem kosnir voru í framkvæmda-^ stjórn flokksins eru Finnur Ingólfsson formaður SUF, Erlendur Einarsson for- stjóri, Tómas Árnason alþingismaður, Ólafur Jóhannesson alþingismaður, Hákon Hákonarson vélvirki, Níels Árni Lund æskulýðsfulltrúi, Þorsteinn Ólafs- son fulltrúi, Dagbjört Höskuldsdóttir skrifstofumaður og Hákon Sigurgríms- son framkvæmdastjóri. Varamenn voru kjörnir Jónas Jónsson búnaðarmála- stjóri, Jón Helgason landbúnaðarráð- herra og Arnþrúður Karlsdóttir útvarps- maður. Þrír menn sem lengi hafa setið í framkvæmdastjórn flokksins gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Þeir eru Eysteinn Jónsson, Helgi Bergs og Þórar- inn Þórarinsson. Á blaðstjórn Tímans voru kosin Hall- dór Ásgrímsson, Steingrímur Her- mannsson, Geir Magnússon, Vilhjálmur Jónsson, Þorsteinn Ólafsson, Heiður Helgadóttir, Sigrún Sturludóttir, Hákon' Sigurgrímsson, Eiríkur Tómasson. Varamenn Áskell Þórisson og Haraldur Ólafsson. ■ Stjórn Framsóknarflokksjns að loknu stjórnarkjöri á sunnudaginn. Frá vinstri: Halldór Ásgrímsson, varaformaður, Sigrún Magnúsdóttir vararitari, Steingrímur Hermannsson.formaöur, Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir,varagjaldkeri og Guðmundur Bjarnason, ritari. Á myndina vantar Guðmund G. Þórarinsson sem var kjörinn gjaldkeri flokksins, en Guðmundur er nú erlendis. Tímamynd - Ari „FLOKKSMAUN VORU FYRST OG FREMST RÆDD” ■ Þorsteinn Olafsson í ræðustól á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins si. sunnudag. Tímamaynd - Ari Ekki verði kvikað frá markaðri braut ■ Eftirfarandi stjórnmálaályktun var gerð í lok aðalfundar miðstjórnar: Aðalfundur miðstjórnar Framsóknar- flokksins, haldinn 11.-12. júní 1983 fagn- ar því að tekist hefur að mynda ríkis- stjórn undir forystu formanns Fram- sóknarflokksins, sem taka mun af festu og ábyrgð á þeim efnahagsvanda sem við þjóðinni blasir. Fundurinn leggur áherslu á að ekki verði kvikað frá þeirri braut, sem mörkuð hefur verið í efnahags- og atvinnumálum enda verði gætt fyllstu réttsýni og sérstaklega leitast við að bæta kjör þeirra sem lægst hafa launin og þyngst framfæri. Miðstjórnin leggur jafnframt áherslu á, að þegar verði hafin ný framsókn með vel undirbúinni fjárfestingaráætlun, hagsýni í opinberum rekstri og virku stjórnkerfi. Á grundvelli trausts efna- hags- og atvinnulífs verði full atvinna tryggð og kjörin bætt. Aðaldagskrárefni fundarins var innra starf Framsóknarflokksins, skipulag hans og framtíðarverkefni. Voru haldin framsöguerindi um ýmsa þætti þessara mála og þau síðan reifuð og rædd nánar í starfshópum sem skiluðu greinargerð- um um helstu niðurstöður, án þess að um ályktanir væri að ræða. Vænta menn að þessi umræða haldi áfram í flokksfé- lögunum svo að flokkurinn verði fær um að koma til móts við breyttar aðstæður og þjóðfélagshætti. — segir Steingrímur Hermannsson, sem var endurkjörinn formaður flokksins ■ „Það er allt gott um þennan fund að segja. Hann var dálítið ööruvísi en venja hefur verið, því það var ekki gert ráð fyrir ýtarlegri stjórnmálaályktun, heldur voru flokksmálin fyrst og fremst rædd, í framhaldi kosninga og með tilliti til þess mikla átaks sem nauðsynlegt er fram- undan,“ sagði Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra er Tíminn ræddi litillega við hann um aðalfund miðstjórn- ar Frainsóknarflokksins, sem haldinn var um helgina, en Steingrímur var endurkjörinn formaður Framsóknar- flokksins á þeim fundi. „Það er ekki bara af hálfu ríkisstjórn- arinnar sem mikið átak er nauðsynlegt,“ sagði Steingrímur, „heldur einnig af hálfu flokksmanna. Ég tel að þau fimm erindi sem flutt voru á fundinum hafi verið mjög athygl- isverð og umræðurnar í starfshópnum að loknum erindunum hafi verið mjög hrcinskiptar og gagnlegar." Steingrímur sagðist hafa boðað fram- kvæmdastjórnarfund á morgun, þar sem þegar yröi byrjað að vinna úr því efni sem fram hefði komið á fundinum, þannig að það yrði síður en svo látið rykfalla í. skúffum og hillum. - AB „VÆNH GÓDS SAMSTARFS VIÐ AULA FLOKKSMENN” — segir Guðmundur Bjarnason, nýkjörinn ritari Framsóknarflokksins ■ „Ég þakka það traust sem mér hefur verið sýnt með því að vera valinn til þessa ábyrgöarmikla starfs,“ sagði Guðmundur Bjarnason, nýkjörinn ritari Framsóknarflokksins ejr Tíminn ræddi lítillega við hann í gær. Guðmundur var kjörinn ritari á miðstjórnarfundi Fram- sóknarflokksins nú um helgina, en frá- farandi ritari Tómas Árnason gaf ekki kost á sér til endurkjörs. „Auðvitað byggist það mikla starf sem framundan er ekki á mér einum," sagði Guðmundur, „og ég vænti góðs sam- starfs við alla flokksmenn og aðra þá sem vilja vinna að framgangi Framsókn- arflokksins til þess að vel megi til takast. Ég mun gera mitt besta til þess að vera þessa trausts verðugur og vinna þetta starf af trúmennsku. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka fyrrverandi ritara flokksins, Tó- masi Árnasyni fyrir hans mikla og óeigin- gjarna starf í stjórn flokksins mörg undanfarin ár.“ BlaðamaðurTímans spurði Guðmund í hverju starf ritara Framsóknarflokksins væri helst fólgið: „Stprf ritara flokksins eru fyrst og fremst fólgin í því að fylgjast með flokksstarfinu í innviðum flokksins, skrifstofunni, samskiptum við flokksfólk um land allt og félagslegri uppbyggingu. Ég býst við að þetta verði æðimikið starf, eins og allt er í pottinn búið. Kosningaúrslitin segja okkur það, að við þurfum að hyggja að innra flokksstarfi, reyna að byggja það upp og laga þar til. “ - Hvað viltu segja um aðalfund mið- stjórnar Framsóknarflokksins sem var haldinn nú um helgina? „Aðalfundarefni þessa fundar var flokksstarfið í nútíð og framtíð, og þar fengum við margar góðar ábendingar og tillögur. Við munum á næstu dögum og vikum setjast niður og vinna úr þessu efni. Auðvitað fara nú í hönd sumarleyfi og þá eru menn kannski ekki svo mikið að hugsa um félagsmál almennt, þannig að þetta verður að líkindum aðalstarfið með haustinu." - Muntu þá hafa mikið samband við flokksfélögin úti í kjördæmunum? „Já, ég reikna með að hafa töluvert mikið samband út í kjördæmin. Ég hef hugsað mér að hafa gott samband við stjórnir kjördæmissambandanna og eftir því sem ég get að fara á kjördæmisþing, til þess að koma þeim málum áleiðis sem við ræddum á þessum miðstjórnarfundi, og ég myndi vilja að flokksfélögin fengju a.m.k. úrdrátt úr þessum tillögum af miðstjórnarfundinum, til úrvinnslu, sem síðan yrðu lagðar fyrir kjördæmisþingin og þau ályktuðu í framhaldi af því um uppbyggingu flokksins, flokksstarfsins og hugsanlegar breytingar sem menn teldu ástæðu til þess að gera á störfum og stefnuskrá og það yrði síðan grunnur- inn að því starfi sem framkvæmdastjórn- in yrði að undirbúa fyrir næsta mið- stjórnarfund. Það er reyndar í beinu framhaldi af ályktun sem samþykkt var á flokksþinginu í fyrra um að eitthvað í þessum dúr skyldi gert.“ Guðmundur sagðist nú þegar hafa haldið einn fund með starfsfólki skrif- stofu Framsóknarflokksins og annar fundur hefði nú verið ákveðinn. Hann sagðist hafa látið sér detta í hug að vera með reglulega fundi með starfsfólki skrifstofunnar og hugsanlega að vera með viðtalstíma og símaviðtalstíma, fyr- ir þá sem vildu koma að hitta sig að máli, eða ræða símleiðis. - AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.