Tíminn - 14.06.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.06.1983, Blaðsíða 10
ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNI 1983 10 viðskiptalífið umsjón Skafti Jónsson lceland Sea- food Corporation: Salan jókst um 10 milljónir dollara ■ Iceland Seafood Corporation, sölu- fyrirtæki Sambandsfrystihúsanna í Bandaríkjunum, jók sölu sína um 10,1 milljón Bandaríkjadala, cða 11,1% á árinu 1982. Á árinu varð heildarsalan 34.900 tonn, sem er 9,8% meiri en árið áður. Á aðalfundi.Sambandsins kom fram að þessi söluaukning er langt umfram þaö, sem gerðist almcnnt á freðfisk- markaði í Bandaríkjunum, og cr því Ijóst að fyrirtækið hefur bætt verulega við markaðshlutdeild sína. Á síðustu fimm árum hefur fyrirtækið jafnt og þétt verið að auka sölu sína. Árið 1978 seldi fyrirtækið fyrir rúma 72 þúsund dollara, 1979 fyrir 84 þúsund dollara, 1980 fyrir 91.500 dollara, 1981 fyrir 91.000 dollara og 1982 fyrir rúmlega 101 þúsund dollara. ^ Iðnaðar- deild Sambands- ins: Japans- markaður æ mikil- vægari ■ Iðnaðardeild Sambandsins tók þátt í sýningunni „I5th Tokyo International Trade Fair," sem fram fór í Tokyo í byrjun mat'. Þetta var í fyrsta skipti sem Iðnaðardeildin tók þátt í þessari sýningu og á hennar vegum voru sýndar ullar- og skinnavörur. I Sambandsfréttum segir, að á tvcimur síðustu árum hafi mikilvægi japanska markaðarins aukist til muna. Á síöasta ári hafi deildin selt þangað 23 tonn af handprjónabandi að verðmæti 253 þús- und dollarar. Sýning Iðnaðardeildar var haldin í samvinnu við fyrirtækið Aoki A/S auk tleiri fyrirtækja. Forráðamcnn Iðnaðar- deildar telja að í kjölfar þessarar sýning- ar megi gera ráð fyrir auknum við- skiptum við Japani. og þá sérstaklega sölu á skinnavörum og tilbúnum ullar- fatnaði. Hafskip: Dóttur- fyrirtæki yfirtekur skipa- og vöruafgreiðslu ■ Innan skamms verður stofnað sér- stakt dótturfyrirtæki Hafskips, sem mun yfirtaka alla skipa- og vöruafgreiðslu félagsins í Reykjavík ásamt verkstæðis- rekstri. Á aðalfundi Hafskips kom fram, að markmiðið með þessari breytingu er að stuðla að aukinni hagkvæmni á þessum vettvangi í rekstri félagsins. Hefur fyrir- tækið yfir að ráða 76 þúsund fermetra vörugeymslusvæði, þar af 23 þús. fer- metra undir þaki. Tækjafloti jaman- stendur af 63 lyfturum og bílum og gámar í notkun eru um ll(X). Urn 130 manns- starfa við skipa- og vöru,- afgreiðsluna. Hagnaður Hafskips fjórar milljónir ■ Verulegs samdráttar í útflutningi gætti hjá Búvörudeild Sanibandsins á s.l. ári ■ Rekstur Hafskips skilaði fjögurra milljöna hagnaði og flutningar á veguin félagsins jukust um fjóra af hundraði meðan hcildarflutningar til og frá land- inu drógust saman uin 10%. Sölustofnun lagmetis: r Utflutningur jókst um 37% ■ Útflutningur á vegum Sölustofnunar lagmetis jókst um 37 af hundraði milli áranna 1981 og 1982. Á sama tíma jókst FOB verðmæti útfluttrar vöru frá stofn- uninni um 145%, segir ■ í frétt frá Sölustofnun lagmetis. í fréttinni kemur fram að stærstan hlut í þessari aukningu eigi niðursoðin rækja. Einnig liafi kavíar selst talsvert betur en áður. Aðrar helstu vörutegundir voru gaffal- bitar, sem seldust sem fyrr til Sovétríkj- anna, og reykt síldarflök, kippers, sem mestmegnis fóru á Bandaríkjamarkað. Lagmeti var flutt út frá 14 verksmiðj- um og eru stærstu framleiðendurnir K. Jónsson og Co á Akureyri, Norður- stjarnan í Hafnarfirði, Niðursuðuverk- smiðjan hf. á ísafirði, Lagmetisiðjan Sigló síld á Siglufirði og Fiskiðjan Arctic hf. á Akranesi. Helstu markaðslöndin voru Vestur- Þýskaland, Sovétríkin, Bandaríkin og Frakkland. Breytingar hjá Hafskip ■ Albert Guðmundsson, fjármálaráð- herra, hefur látið af störfum formanns stjórnar Hafskips hf. í hans stað var Ragnar Kjartansson, annar fram- kvæmdastjóra félagsins kjörinn stjórnar- formaður á aðalfundinum á föstudag. Frá sama tíma tckur Björgólfur Guðmundsson við forstjórastarfi félags- ins, en þeir Björgólfur og Ragnar hafa farið sanreiginlega með framkvæmda- stjórn félagsins undanfarin 5 ár. Ragnar mun samhliða stjórnarformennskunni annast sérstök verkefni fyrir félagið. Búvörudeild Sambandsins: Samdráttur í útflutningi ■ Rúmlega fjögurra milljóna hagn- aður varö af rekstri Hafskips árið 1982. Flutningar á vegum félagsins jukust um 4% að magni, þrátt fyrir að hcildarflulningar til og frá landinu hafi dregist saman um 10%. Þctta kom fram á aðalfundi Hafskips, sem haldinn var í vikunni sem leið. Ennfrcmur kom fram að vcltuaukning frá árinu á undan varð urn 88% í islcnskum krónum, en 16,5% samkvæntt SDR gjaldeyrisvisi- tölunni. Heildaraukning rekstrar- gjalda félagsins nam rúmlega 75,6%, eða rúmlega 13% minna en vcltuaukn- ingin. Þá kom fram að þegar hafa verið stofnuð fjögur dótturfyrirtæki sem reka eigin skrifstofur félagsins í Bret- landi, Bandaríkjunum, Danntörku og Vestur-Þýskalandi. Og aö nú er unnið að undirbúningi stofnunar Hafskips- Bcnclux, sem mun hafa untsjón nteð rekstri skrifstofa fé.lagsins í Hollandi og Belgíu. Stefnt er að samtals sjö eigin skrif- stofum erlcndis með milli 30 og 40 mannastarfsliði.aðmeginhluta íslend- ingum. Telja stjórnendur Hafskips að reynslan af skrifstofurckstri erlendis sé góð og beinn fjárhagslegur sparnað- ur af þcint sé umtalsverður. ■ Heildarsala Búvöru- deildar Sambandsins nam um 610 milljónum króna í fyrra, sem var 45,7% aukn- ing frá 1981. Útflutningur deildarinnar nam alls rúm- lega 217 milljónum, sala á innanlandsmarkaði um 340 milljónum og sala frá Kjöt- iðnaðarstöð Sambandsins nam um 52,6 milljónum. Vöruafgreiðslur í innanlandssölu juk- ust að magni úr 5.330 lestum í 6.979 lestir, eða um 31%. Afgreiðsla dilka- kjöts jókst um 28,9% á árinu, eða úr 2300 lestum í 2950 lestir, og afgreiðsla á ær- og geldfjárkjöti jókst um 37,9%, úr 395 lestum í 546 lestir. Einnig varð 6% aukning á afgreiðslu hangikjöts. Hins vegar varð verulegur samdráttur í sölu á nautgripakjöti eða um 37,7%. Seit gæru- magn jókst um 110%, 2.160 lestir á móti 1.030 árið áður. Ekki var þó um teljandi framleiðslumun að ræða, heldur aðeins færslumun. Verulegs samdráttar gætti í útflutningi í fyrra miðað við árið 1981, og var magnið 4.440 lestir á nróti 6.640. Út- flutningur á dilkakjöti minnkaði úr rúm- um 3000 lestum í tæpar 2000 lestir, eða um 36%. Hins vegar jókst útflutt ærkjöt úr 130 lestum í 345 lestir á sama tíma, eða um 164%. í Kjötiðnaðarstöð Sambandsins dróst sala saman um nálægt 3%, eða úr 1.078 lestum í 1.046 lestir. Vörubirgðir í ársbyrjun 1982 voru 312,8 milljónir króna og í árslok 482,4 milljónir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.