Tíminn - 30.06.1983, Side 2

Tíminn - 30.06.1983, Side 2
• TIMMTUDA.G GR ‘3ð. jG'M Í983 norölœgt veöurfar Snöggar hitabreytingar, snjór og ís í dag, regn og þíöa á morgun eða sterkt sólskin. ,,PLAGAN POPULÁR“ er framleitt til aö standast erfiðustu veöurskilyröi. „PLAGAN POPULÁR" er meðfærilegt og traust þak- og veggklæðningaefni úr galvaniser- uöu stáli meö veðrunarþolinni GAULE ACRYL húö. (s \J BYGGINGAVÖRUVERSLUN BYKO KÓPAVOGS CV SJ TIMBURSALAN 'AA' SKEMMUVEGI 2 SÍMI:41000 Notaðir lyftarar Sýnum og seljum næstu daga raf- magns- og dísillyftara á gamla genginu. Lyftararnir eru til sýnis hjá okkur aö Vitastíg3. Opið nk. laugardag. K. JÓNSSON&CO. ÍIF. Vitastig 3 Simar 91-26455 91-12452. GRJÓTGRINDUR Á FLESTAR TEGUNDIR BIFREIÐA KVORT KÝSTÞÚ GATEÐA GRIND? BIFREIÐA SKEMMUVEGI 4 KOPAVOGI SIMI 7 7840 Kverkstæðið nostós Eigum á lager sérhannaðar grjót- grindur á yfir 50 tegundir bifreiða! Ásetning á staðnum SÉRHÆFÐIRI FlflT OG NORRÆNT SUNNUDAGA- SKÚUKENNARAMÓT og aðra sem standa í kristinni fræðslu um leið og það er mikil lyftistöng fyrir það geysimikla barnastarf sem unnið er á vegum kristinna safnaða í landinu. Mótinu iýkur í dag með altarisgöngu í Dómkirkjunni ki. 19. í tengslum við mótið verður fjölskyldusamkoma, öllum opin, í Neskirkju í dag kl. 16. _jijj ■ Hvað er þá maðurinn? Þannig er spurt á norræna sunnudagakennara- skólamótinu sem hófst í byrjun vikunnar með hátíðasamkomu í húsakynnum Háskóla Islands. Slík mót cru haldin fjórða hvert ár, til skiptis á Norðurlönd- unum og er þetta í fyrsta sinn sem það er á íslandi. Markmið þessara móta er að efla tengsl sunnudagaskólakennara þeirra landa og kirkjudeilda sem að því standa og stuðla þannig enn frekar að því að fagnaðarerindið nái til allra barna. Að sögn Bjarna Karlssonar aðstoð- aræskulýðsfulltrúa hjá þjóðkirkjunni er svona mót mikil uppörvun fyrir presta ■ Frá opnun norræna sunnudagakennaraskólamótsins í hátíðasal Háskólans. Ragnar Snær Karisson í pontu. Tímamynd Ami Sæberg. Ferðamálasamtök Suðurlands stofnuð: SAMRÆMI FERÐAÞJÓN- USTU A SUÐURLANDI ■ Að frumkvæði Sambands sunn- lenskra sveitarfélaga o.fl. voru fyrir nokkru stofnuð Ferðamálasamtök suðurlands. Hlutverk hinnar nýju sam- taka ert„vinna að hagsmunamálum ferða- þjónustu, stuðla að aukinni þjónustu- starfsemi við ferðamenn og skipuleggja samstarf aðila innan samtakanna m.a. með fræðslu- og útgáfustarfsemi," eins og segir í 2. grein laga samtakanna. Kosin hefur verið 9 manna stjórn samtakanna og jafnframt 3ja manna framkvæmdastjórn. Formaður stjórnar svo og framkvæmdastjórnar er Jón B. Stefánsson, en auk hans skipa fram- kvæmdastjórn Eiríkur Eyvindsson ritari og Jón Óskarsson gjaldkeri. Samtökin hafa óskað eftir fjárstuðn- ingi frá sveitarstjórnum á Suðurlandi til að geta sinnt hlutverki sínu og þess hefur einnig verið farið á leit að skrifstofa S.A.S.S. aðstoði við daglegan rekstur samtakanna. Samtökin hafa ákveðið að Sýning á göml- um myndum frá Eyjum ■ N.k. laugardagverðuropnuð í Vest- mannaeyjum sýning á gömlum Ijós- myndum frá Vestmannaeyjum og er sýningin liður í hátíðahöldum í tilefni þess að 10 ár eru liðin frá gosinu í Heimaey. A sýningunni, sem er sölusýn- ing verða sýndar myndir frá fyrstu ára- tugum aldarinnar eftir 5 Ijósmyndara, þá Magnús Ólafsson, Lárus Gíslason, Kjartan Guðmundsson, Ólaf Magnús- son og Gísla Friðrik Johnsen, og eiga allar myndirnar það sameiginlegt að lýsa vel mannlífi og bæjarbrag í Vestmanna- eyjum á þeim tíma er myndirnar voru teknar. Allir Ijósmyndararnir eiga það sameiginlegt að hafa numið ljósmynda- gerð, annað hvort erlendis eða af inn- lendum ljósmyndurum og liggur eftir suma þeirra merkilegt safn ljósmynda. Sýningin stendur til 10. júlí. ráða sérstakan ferðamálafulltrúa í 2-3 mánuði í sumar og skal hann gera úttekt á stööu ferðamála á svæðinu og safna upplýsingum þar um. Mun Eiríkur Ey- vindsson taka það verk að sér í sumar. Stjórnin vinnur nú að kynningu sam- takanna og hefur öllum hagsmunaaðil- um í héraðinu verið sent kynningarbréf með boði um að gerast stofnaðilar að samtökunum jafnframt því sem málið hefur verið kynnt öllum sveitarstjórnum á svæðinu. Stjórnarmenn Ferðasamtaka Suður- lands auk ofangreindra eru Gísli Benediktsson Grímsnesi, Óskar Sigur- jónsson Hvolsvelli, Margrét Friðleifs- dóttir Kirkjubæjarklaustri, Bragi Einars- son Hveragerði, Páll Helgason Vest- mannaeyjum og Daníel Guðmundsson frá S.A.S.S. JGK Veiðihornið umsjón Friðrik Indriðason Dauf veiði í Aðaldal — gott í Miðfjarðará og Grimsá ■ Dauf veiði hefur verið í Laxá í Aðaldal frá því áin opnaði þann 10. júní s.l. og eru nú komnir á land þar 76 laxar sem er meir en helmingi minna en á sama tíma í fyrra. Aðeins voru leyfðar 3 stengur í ánni fram að 20. júní en eftir það 12 stengur og hefur veiðin aðeins tekið við sér, þannig komu skömmu eftir helgina 15 laxar á land úr 1. svæðinu á einum degi þannig að útlit er fyrir að veiðin glæðist eitthvað á næstunni. Miðfjarðará mun betri en i fyrra Laxveiðin í Miðfjarðará hefur verið mun betri það sem af er tímabilinu en var á sama tíma í fyrra. Þannig eru komnir á land 86 laxar nú en áin opnaði þann 20. júní s.l. og eru 9 stengur í henni. Þrátt fyrir góða veiði hefur það hamlað nokkuð að leysingar hafa verið í ánni og er hún lituð af þeim sökum. Þetta kemur þó ekki á óvart því mikill snjór er enn á heiðunum fyrir ofan hana. Stærstu laxarnir úr ánni hafa verið þetta 13 pund. Gott í Grímsá Veiðin í Grímsá byrjar mjög vel í ár, alveg eins og svart og hvítt miðað við tímabilið í fyrra og voru komnir úr ánni í gærdag 95 laxar en áin opnaði þann 19. júní s.l. Að sögn Ólafar Guðnadóttur í veiðihúsinu við ána þá var laxinn mjög stór til að byrja með en hefur minnkað síðan og er nú að meðaltali þetta 7-8 pund. Veiðin var góð strax í byrjun og fékk fyrsta hollið (8 stengur í 2 daga) þannig 22 laxa, allt mikla bolta, sá stærsti þeirra 18 pund en hann fékk Krist- mundur Jónsson. Ólöf sagði að menn þarna væru mjög bjartsýnir á laxveiðina í ánni í sumar. -FRI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.