Tíminn - 30.06.1983, Page 5

Tíminn - 30.06.1983, Page 5
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ1983 5 fréttir ■ Ólðfu Jónsdóttur fannst vcðrið dýrlegt eins og flestum öðrum. ■ Og þú iíka karl minn? Passaðu þig á því. ■ Langþráður sólskinsdagur hleypti kappi í kinnar meyjum og sveinum í Reykjavík í gær. Hvarvetna mátti sjá fáklætt fólk með ís í brauðformi, svala- drykk eða aðra næringu í hita og þunga dagsins. Það er orðið æði langt síðan annar eins dagur hefur komið. Undan- farið hafa rigningar og annað leiðinda- veður angrað sólarþyrsta Reykvíkinga. Það var greinilegt að menn komust í sólskinsskap í gær eftir dumbunginn undanfarið. Á hverjum grasbletti lá fólk í sólbaði og sundlaugar fylltust. Örtröð í ísbúðum. í Vesturbæjarlauginni hitti blaðamað- ur Tímans leikarann góðkunna, Flosa Ólafsson, þar sem hann spókaði sig á sundskýlunni. „Einn íslenskur sólskinsdagur á ís- lensku rigningarsumri er himnaríki", sagði Flosi. „Spaklcga mælt, finnst þér ekki? Ég er fastagestur hér í Vestur- bæjarlauginni. Kem á hverjum morgni klukkan 7.20 og syndi 1200 metrana. Svona langt syndi ég til að halda mér háum, grönnum og „interessant". Þegar svona gott veður er má ég til að koma hingað eftir matinn og halda við brúnk- unni. En það er eitt í þessu. Vonda veðrið hefur í raun og veru miklu meira giidi en góða veðrið því ef ekki væri vont veður hér, þá væri ekki svona varið í góða veðrið. Það er ekkert varið í að hafa sólskin í Florida", sagði Flosi. Viltu tjá þig eitthvað um skegg þitt, sem þú mikið berð nú? „Jú alveg endilega. Nú má ég ekki raka mig þessa dagana því éger að leika í kvikmyndinni hans Hrafns Gunniaugs- sonar sem gerist á þjóðveldisöldinni. Þá var ekki búið að finna upp rakvélina. Auk þess er skegg nauðsynlegt til að ■ ...en hvað er þetta. Er hún að horfa á mig? ■ Mér er í fersku minni er ég lék í þættinum Félagsheimilið og var í hópi loðna fólksins... SOUN BROSTI Blin f GÆR ■ Valdimar Hergeirsson var hress. Brúnn og sætur enda nýkominn að utan. undirstrika háan aldur og mikið mannvit, plús hrjúfan karakter og kyn- getu umfram Njál“, sagði hinn bráð- .hressi Flosi Ólafsson, í sumarskapi, að lokum. í brekkunni við laugina rakst blaða- maður á hinn síhressa og fjöruga kennara og fararstjóra, Valdimar Her- geirsson, þar sem hann sleikti sólina af mikilli áfergjú. „Þetta er bara eins og á Ibiza,“ sagði Valdimar. „Ég var einmitt að koma þaðan og þessi dagur hefði sómað sér vel á dagatalinu þar. Annars er ég að skrópa núna, á að vera á tölvunámskeiði. En manni hlýtur að fyrirgefast slíkt þegar svona viðrar", sagði svo Valdimar. Víða var mönnum gefið frí frá vinnu sinni vegna veðurblíðunnar í gær og mikill fjöldi manna var í bænum og hreinlega lá í leti. Á Austurvellinum varð á vegi blaða- manns bráðmyndarleg kona á besta aldri, Ólöf J. Jónsdóttir. „Þetta er dýrlegt veður. Það væri nú gott að fá fleiri svona daga hér á eyjunni okkar. Nú er maður að reyna að ná sér í lit en láttu það koma fram að mér finnst alltof fáir bekkir hér í bænum. Svona sólardagur hefur svo örvandi og hvetjandi áhrif á störf fólks. Hugur manns lyftist“, sag^j Ólöf að lokum. Látum okkur vona að fleiri dagar sem þessi eigi eftir að létta okkur lundina í sumar. -Jól ■ ísinn var vel þeginn í góða veðrinu í gær. Timamyndir: Ámi Sæberg

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.