Tíminn - 30.06.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.06.1983, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 30. JUNÍ1983 tekinn tali ■ Nýlega var haldinn á Höfn í Horna- firöi aðalfundur sýslunefndar Anstur- Skaftafcllssýslu, auk þess sem Austur- Skaftfellingar vígðu nýlega Elli- og hjúkrunarheimili sitt, og er Friðjón Guð- röðarson sýslumaður var á ferð í Reykja- vík nú um daginn, tók blaðamaður Tímans hann tali og spurði hann m.a. fregna af aðalfundinum og af nýja elli- heimilinu. „Það er kannski rétt, að víkja að því hver eru umsvif sýslunefndar, þar sem ýmsir aöilar eru alltaf að reyna að leggja þær niður,“ segir Friðjón í upp- hafi samtalsins. „Sýslunefnd hefur með fjölmörg mál að gera. Hún afgreiðir ýmis erindi, gerir ályktanir og semur fjárhagsáætlun til að vinna eftir, og hefur með fjárveitingar til ýmissa merkra og góðra mála í héraðinu að gera. Þar að auki fer sýsluvegafé í gegnum aðalfund sýslunefndar og þar er ákveðið í hvaða framkvæmdir skuli ráð- ist og hvar í sýslunni. Svona sem sýnishorn af því sem sýslu- nefnd tekur fyrir á fundi, þá get ég nefnt Tíminn ræðir við Friðjón Guðröðarson, sýslumann um störf sýslunefnda, Elliheimilið á Höfn o.fl. HÖFN í HORNAFIRÐI ELLI- OG HJÚKRUNARHEIMILI A-SKAFTF. TSIKN/SrOFA STSFÁNS JÓNSS. ■ „Manneskjulegt umhverfi, var það sem við stefndum að,“ sagði Friðjón Guðröðarson sýslumaður Austur-Skaftafellssýslu um Elli- og hjúkrunarheimili þeirra Austur- Skaftfellinga á Höfn, og eins og þessi útlitsteikning ber með sér, þá hcfur það markmið náðst. .JÚMEREUT AÐ SYSLURNAROG HERUHN FÁIAUNÐ SÚLFSTBI" ■ „Númer eitt að sýslurnar og héruðin fái aukið sjálfstæði," segir Friðjón Guð- röðarson sýslumaður Austur-Skafta- fellssýslu. hér, að við förum yfir reikninga allra hreppanna, leggjum blessun okkar yfir þá, eða gerum athugasemdir, allt eftir því hvað við á hverju sinni; þá förum við yfir okkar eigin reikninga, sem cru Sýslusjóðsreikningur, Sýsluvegasjóðs- reikningur, Varasjóðsreikningur og Út- gáfureikningur, en við erum með nokkra útgáfustarfsemi á vegum sýslufélagsins. Þá fáum við inn fjöldann allan af erind- um sem við þurfum að gefa umsögn um. Ýmis félaga- og menningarsamtök leita til að mynda eftir fjárstuðningi. Svo rekum við okkar cigin stofnanir eins og Byggðasafn, Sýslurit, Elli- og hjúkrunar- heimili, nokkuð vel virka Náttúruvernd- arnefnd og fleira mætti telja. Þá fjöllum við um vegamálin, eða sýsluvegi, sem er viss tegund vega innan hvers umdæmis þar sem ríkið leggur fram ákveðna upphæð á móti hreppunum. Það er aðalfundur sýslunefndar sem ákveður hvert fjármagnið rennur, nema svokall- að aukaframlag, en því ráðstafa hrepp- arnir sjálfir, í samráði við verkstjóra Vegagerðarinnar á svæðinu. Við fjölluðum um ansi háar upphæðir á síðasta aðalfundi. Við vorum með sýsluvegaáætlun upp á rúm 12 hundruð þúsund, og er áætlað að í Öræfum verði framkvæmt fyrir um 8 hundruð þúsund á þessu ári. Meginstefnan hefur verið sú, hjá okkur, og að mínu mati er hún skynsamleg, að vera ekki að drita pen- ingum niður í alla hreppana, heldur að stefna að nýbyggingum vega og fram- kvæmdum í einum hreppi í einu, svo eitthvað sjáist nú eftir. Sýslusjóðsáætlun fyrir þetta ár hljóðar upp á tæpar 19 hundruð þúsund krónur og þar af fer til Elli- og hjúkrunarheimil- isins 1.3 milljónir króna á árinu og í rekstur Byggðasafns 150 þúsund krónur, til félags- og menningarmála 150 þúsund og minni upphæðir síðan í ýmislegt annað. Við rekum Sýsluskjalasafn 'og við höfum verið að hugleiða að við þyrftum Útlit Elli- og hjúkrunarheimilisins frá mismunandi sjónarhornum. Tímamyndir - Öm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.