Tíminn - 09.09.1983, Page 1

Tíminn - 09.09.1983, Page 1
Dagskrá ríkisfjölmiðlanna næstu viku - sjá bls. 13 FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Fimmtudagur 8. september 1983 207. tölublað - 67. árgangur Síðumúta 15-Posthólf 370 Reykjavik-Rjtstjórn86300- Auglysingar 18300- Atgreidsla og askrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306 Tilfelli sem berast Slysadeild Borgarspítalans: MEINUM VEGNA LÆKNISAÐGERDA FJGLGAR FJÓRFALT MILU ÁRA ■ Á Slysadeild Borgarspítalans leituðu í fyrra 353 menn vegna tilfella sem flokkuð eru sem „mein af læknisaðgerð" í skýrslu * Slysadeildar fyrir árið 1982. Árið áður var fjöldinn 96 og sömuleið- is í kringum eitt hundrað tvö næstu ár á undan. Spurður um hvers konar mein þarna væri um að ræða sagði Haukur Kristjánsson, yfirlæknir slysadeildar, töluvert vera um ofnæmisútbrot af lyfjasprautum og þessháttar, t.d. penesilini og öðrum lyfjum sem fólk geti feng- ið ofnæmi af. Sömuleiðis sé ekki óalgengt að fólk þurfi að leita til þeirra af völdum bólusetninga. Þá geti þetta verið fólk sem hafi fengið saumað sár sem síðan komi gröftur í. Einnig leiti fólk oft til Slysadeildar ef tekur að blæða eftir tannúrtöku. Varðandi þessa miklu fjölgun (nær fjórföldun) tilvika milli ára kvaðst Haukur hvorki geta stað- fest þær tölur eða neitað. Með sjálfum sér væri hann sannfærður um að einhver prentvilla eða önnur skekkja hafi komist inn í þessa útreikninga. Nýkomur slasaðra á Slysadeild Borgarspítalans voru alls tæp- lega 39 þús. á síðasta ári, sem samsvarar því að þriðji hver íbúi höfuðborgarsvæðisins hafi þurft að leita til Slysadeildar. Aukn- ingin var 5% frá árinu áður. Margir þurftu síðan að, koma oftar, þannig að alls voru komur á Slysadeild á síðasta ári tæp 63 þúsund. Varðandi orsakir slysa er slys af völdum falls eða hrass algeng- ast, alls rúm 11 þús. tilvik og högg af hlut í öðru sæti, um 8.700 tilfelli. Þriðja algengasta slysaorsök er ölvun, rúmlega 3.100 tilfelli og nær jafnmargir koma vegna slysa af íþrótta- iðkunum. Þá má nefna að um 1.280 manns leituðu á Slysadeild í fyrra vegna áverka frá öðrum, sem er um 110 fleiri en árið áður og 116 vegna viljandi sjálfs- áverka, sem voru 84 tilfelli árið áður. -HEI Borgarfó- getinn f Reykjavík: AUGLÝS- IR667 NAUÐ- UNGAR- UPPBOÐ ■ Borgarfógetinn í Reykjavík auglýsti 667 nauðungaruppboð að kröfu Gjaldheimtunnar vegna vangoldinna fast- eignagjalda í nýjasta hefti Lögbirtingablaðs- ins. Varð að gefa út sér- stakan viðauka með blaðinu til að koma öllum augiýsingunum fyrir. „Ég geng út frá því að upp- boðsbeiðnirnar séu eitthvað fleiri núna cn til dæmis í fyrra. En sennilega eru skuldirnar yfirleitt smærri því að ef litið er almennt á innheimtu fasteigna- gjalda þá hefur hlutfallslega innheimst hærri upphæð núna en á sambærilegum tíma í fyrra. Þess vegna segir þessi fjöldi í rauninni lítið um greiðslugetu fó!ks,“ sagði Guðmundur Vignir Jósefsson, gjaldheimtustjóri í samtali við Tímann í gær. Uppboðin eiga að fara fram þann 20. oklóber hafi skuldar- ar ekki innt af hendi greiðslu fyrir þann tíma. Guðmundur sagði að venjan væri sú að yfirgnæfandi meirihluti lyki greiðslum áður en til uppboðs kæmi. -Sjó ■ toðvík 14. frakkakooungur horfir hér athugul- um augum á skemmtíatriði i afmælisveislu hans sem haldin var við Snorrahrautina i gærmorgun. Ekkerf grín hjá mér. Þetta var það sem leikhópurinn Svart og sykurlaust stóð m.a. fyrir í gærmorgun á yfirstandandi Friðarhátíð. Sjá nánar á bls. 3. l ímamynd'. Árni Sæberg./Jól. „RfKISSTJÓRNIN VERD- UR RD BLESSfl ÞETTfl” — segir forsætisráðherra Forstjóri ÍSAL segir ríkisstjórn- ina fá ál- samkomu- lagid aðeins til skoðunar: ■ „Það er ekki hægt að tjá sig um innihald þessa samkomulags, fyrr en búið er að sýna það báðum aðilum. Það hlýtur að vera eðlileg málsmeðferð, því þó að samkomulaginu verði ekki breytt, þar sem báðir aðilar hafa umboð til þess að semja, þá tjáir maður sig ekki um efnislegt inni- hald fyrr en ríkisstjórnin og stjórn Alusuisse hafa skoðað þennan samning," sagði Ragnar Halldórsson, forstjóri í ÍSAL er Tíminn spurði hann hvert álit hann hefði á því bráðabirgða- samkomulagi sem náðist í Sviss í álviðræðunum. „Báðir aðilar, bæði ríkis- Istjórnin og stjórn Alusuisse, þurfa að leggja blessun sína yfir þetta bráðabirgðasamkomulag," sagði Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra er Tíminn spurði hann í gær, hvort endan- legt umboð til samninga væri í höndum álviðræðunefndarinnar, fyrir íslands hönd,“ en hins vegar er búið að hafa svo náið samband á báða bóga, á meðan á við- ræðum hefur staðið, að það er fastlega gert ráð fyrir að þetta verði samþykkt“. -AB

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.