Tíminn - 09.09.1983, Side 20

Tíminn - 09.09.1983, Side 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til nlðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 T* abriel HÖGGDEYFAR ^QJvarahlutir .SSSÍ Hamarshöfða 1 ftWIÍ'tm Ritstjorn 86300 - Augiysingar 18300 - Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvoldsimar 86387 og 86306 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983 Sjóslysið á Eyrarbakka: LEIT ENN EKKIBORH) ÁRANGUR ■ Fjölmennt björgunarlið gerði mikla leit á fjörum í nánd við Eyrarbakka vegna sjóslyss- ins sem varð í innsiglingunni að þorpinu í fyrradag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi fundu björgunarmenn brak úr Bakkavíkinni, bátnum sem sökk ásamt rúmdýnum og fleiru úr bátnum. Hins vegar höfðu lík bræðranna tveggja sem fórust ekki fundist síðast þegar fréttist. Bræðurnir hétu Þórður Markússon, 29 ára, og Sigfús Markússon, 25 ára. Sá sem komst af hét Vigfús Markús- son, 22 ára. Allir voru þeir búsettir í foreldrahúsum á Eyr- arbakka og áttu bátinn í sam- einingu. Ekki hefur verið ákveðið hvenær sjópróf vegna slyssins fara fram, en þau verða vænt- anlega haldin hjá sýslumannin- um á Selfossi. -Sjó Utanlands- ferðir íslend- inga dragast saman ■ Töluvert hefur dregið úr utanlandsferðum jslendinga að undanförnu og það sem af er þessu ári miðáð við síðasta ár, að því er fram kemur í yfirliti Útlendingaeftirlitsins, en er- fendum ferðamönnum hefur fjölgað nokkuð. í ágústmánuði komu 12.893 íslcndingar til landsins á móti 15.010 í ágúst 1982, sem er því fækkun um rúm 14% nú í ágúst. Hcimkomur fslendinga frá áramótum til ágústloka voru alls 54.626 nú í ár en 60.143 á sama tíma í fyrra. Erlendir ferðámenn í ágúst- mánuði voru nú 13.166 á móti 11.522 í ágúst 1982, sem er fjölgun um rúm 14%. -HEI ANDFÆIUNGAR GERAINNRAS A PATREKSFJÖRÐ — hraðfrystihúsid á von á 25 stúlkum frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi ■ Hraðfrystihús Patreksfjarð- ar á von á 25 stúlkum frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi til starfa á nxstunni. Að sögn Jens Valdimarssonar, stjórnarfor- manns frystihússins er von á 15 þeim fyrstu nú um 20. september og hinúm 10 um tveim vikum. seinna. Að sögn Jens virðast ekki vera nein vandræði á að fá stúlkur til starfa hinumegin frá af hnettinum þótt erfiðlega gangi að ráða fólk hér heima á Fróni. Erlendar stúlkur sagði Jens venjulega ráðnar til um hálfs árs í senn. Spurður hvort einhverjar þeirra setjist svo að á staðnum kvað Jens það nú kannski ekki ganga nógu vel. Pótt nokkrar hafi ílengst, verði aðrar til þess að taka unga menn með sér út. Einir fjórir eða fimm ungir menn úr plássinu væru þannig fluttir til Ástralíu, þannig að íbúafjölgun hafi ekki náðst með þessu móti. -HEI NliMERIN KUPPT AF ÓSKOÐIHNIM BÍLUM ■ „Við höfum þurft að reka á eftir fjölda' bifreiða í skoðun allt niður í tveggja stafa númer“, sagði Hilmar Por- björnsson, varðstjóri í umferð- ardeild lögreglunnar í Reykja- vík í spjalli við Tímann, en undanfama daga hefurlögregl- an og bifreiðaeftirlitið gert „rassíu“ í að reka ökumenn óskoðaðra bifreiða í skoðun eða klippa númer af í verstu tilfellum. „Það er örþrifaráðið að klippa númerin af bílunum, en við höfum þó nokkuð oft þurft að gera slíkt“, sagði Hilmar. „Oftast er bara gefin skýrsla um málið og það síðan látið afskiptalaust ef maður mætir meö bílinn í skoðun á tilsettum tíma. Vanræki hann það hins- vegar þá er ekki um annað að ræða en beita sektar- ákvæðum". Hilmar sagði þessa „rassíu" vera fyrst og fremst tii að koma af stað skoðunaröldu. „Bif- rciðamar skila sér ansi illa þessa dagana, það virðist sem menn séu eitthvað seinni til en oft áður“, sagði hann að lokum. -Jól dropar „AF ser sverja S VEFNLE Y SIГ.. ■ Samvinnustarfsmenn eru hressir þegar þeir koma samun og kunna vel að skemmta sér án þess að láta það bitna á störfum sínum. Einnig cru ýmsir þeirra hagmxltir vel, og á nýafstöðnu þingi Landsam- bands ísl. samvinnustarfs- manna sem haldið var á Bifröst í Borgarfirði um síðustu helgi fauk talsvert í kviðlingum. Þar voru ekki allir komnir í svefn á miðnxtti á laugardals- kvöldinu, en mxttu þó alls ótrauðir til fundar klukkan níu á sunnudagsmorgni, þótt sýni- legt vxri að sumir hverjir hefðu ekki náð fullum nxtursvefni. Af því tilefni varð þessi vísa til, en höfundur hennar er Pálmi Gíslason, útibússtjón Sam- vinnubankans við Suður- landsbraut: Af sér sverja svefnleysið. Sviflétt morgungangan. Morgunfrítt og fagurt lið fölt er þó á vangan. UM HVAÐ VAR NORDAL AÐ SEMJA? ■ Það vakti sérstaka athygli Dropa að heyra yflrlýsingar dr. Jóhahnesar Nordal, for- manns álviðrxðunefndar, í samtölum við fréttamenn og útvarpið í fyrrakvöld, um að enn vxri hann að semja við Svisslendinga um hxkkun á raforkuvcrði og önnur tengd atriði, en líklega sxi fyrir end- an á viðrxðunum þá um kvöld- ið eða snemma nxsta morgun. Yfírlýsingarnar vöktu at- hygli fyrir þxr sakir að sam- kvxmt heimildum Dropa lauk viðrxðunum á hádegi þennan sama dag, og um svipað leiti lögðu Guðmundur G. Þórar- insson og Gunnar G. Schram, tveir þriðju hlutar viðrxðu- nefndarinnar, af stað til Kaup- mannahafnar. Á sama tíma yfirgaf dr. Múller, aðalforstjóri Alusuisse, Sviss líklega á vit annarra viðskiptaviðrxðna. Hafi dr. Nordal haldið áfram að semja eftir að þeir þre- menningarnir ylirgáfu landið, bendir ýmislegt til að það hafl verið annað en orkuverð sem þar bar aðallega á góma, og því engin ástxða til að láta þjóðina standa á öndinni um hvort samningar tókust eða ekki. Krummi ... ...heyrði að maður sé orðinn miðaldra þegar síminn hríngir á laugardagskvöidi og vonar að það sé skakkt númer!

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.