Tíminn - 30.09.1983, Page 2
2______
fréttir
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1983
Hugmyndir um byggingu gúmmíverksmiðju í Hveragerði velta á bankaábyrgð innanlands:
HUGMYNDIR UM AÐ HEFJA REKST-
UR FYRIRTÆKISINS í DESEMBER
■ Hiö væntanlcga hlutafélag hefur
fcngið cinkalcvfi frá ENTEK í Banda-
ríkjunum til framlciðslu á ávciturörum
lír gúmmí og hefur l'cngiö cinkaleyfi á
sölu þeirra til Afríku, aö Suður-Afríku
undanskilinni, Asíu, utan Japans, og til
meginhluta Evrópu, að kommúnistaríkj-
unum meðtöldum. Hcrma heimildir
blaðsins að ástæöa þess að fyrirtækiö sé
sett upp hér sé sú að vegna stöðu íslands
á alþjúðavettvangi geti ísland verslað
bæði við vestur-og austurblokkina, ar-
abaríkin og Israel. Samsvarandi fyrir-
tæki verða sett á laggirnar í Japan og
Suður-Afríku.
Hveragerðishreppur er búinn að út-
hluta fyrirtækinu Uíð upp á 0,7 hektara og
taka frá 2,5 hektara að auki. Þegar
Tíminn ræddi við aðila í gær átti aðeins
eftir að ganga frá undirskrift samningsins
og hjuggust menn við því að það yrði
jafnvel gert í dag. Það veltur þó á því
hvort að bankaábyrgð fæst. Þá hefur
Hveragerðishreppur veitt fyrirtækinu
þá fyrirgrciðslu að þrjú fvrstu rekstrarár-
in fellur niður helmingur af álögðum
rekstrargjöldum, verða 0,5% í stað 1%,
og fyrirtækið fær frestun á gatnagerðar-
gjöldum í 3 ár. Samkvæmt heimiidum
Tímans fór fyrirtækið fram á hrepps-
ábyrgð vegna sex milljón króna láns, og
niðurlagningu gatnagerðargjalda, en á
það var ekki fallist.
Á þessum tæpa hektara sem fyrirtækið
fær strax til umráða á að byggja 1010
fermetra hús, en alls á að byggja 10 slík
hús á hinu frátekna landi. Stofnendur
fyirtækisins telja að reksturinn verði að
hefjast í desember, þannig að hratt er
unnið að máluni. Þegar liefur verið
gerður verksamningur við einingahúsa-
verksmiðjuna Björk h/f í Hafnarfirði um
byggingu hússins og samningur við Sigfús
Kristinsson verktaka á Selfossi um að
skella því á grunn. Tíminn veit þó ekki
hvort þessir samningar eru formlega
frágengnir. Lóðin sem frátekin er fyrir
ENTEK er hin svokallaða Kíttislóð í
Hveragerði. Hún liggur suður mcð
Suðurlandsvegi, þannig að byggingar
hinnar fyrirhuguðu verksmiðju yrðu éins
konar andlit Hveragerðis.
Eins og fyrr segir er sölusamningur
tilbúinn að upphæð 84 milljónir, einka-
leyfi frágengin og lóðasamningur bíður
undirskriftar. Viðbrögð Útvegsbankans
- ættu að liggja fyrir á næstu dögum, og þá
kemur í ljós hvort þessi verksmiðja, sem
mun veita 8 mönnum vinnu, rís í
Hveragerði. - BK
„Hendingum
háðhvað
fæstfyrir
aflann”
segir Ágúst Einarsson
hagfræðingur LÍÚ
■ „Ég greiddi atkvæði meö ákvörð-
uninni um verð til söltunar svo ég get
ekki annað en verið sáttur við hana.
Um síldarverð til frystingar gegnir
öðru máli. Ég tel að það hefði þurft að
vera miklu hærra. Með því hefði náðst
meiri jöfnuður, sem komið hefði í veg
fyrir óréttlæti,“ sagði Ágúst Einarsson,
hagfræðingur LÍÚ og annar fulltrúi
seljenda í yfirnefndum Verðlagsráðs
sjávarútvegsins, sem fjallar um síldar-
verð.
Ágúst sagði að með því að halda
vcrðigu til frystingar svona lágu væri
það nokkuö hendingum háð hvað
sjómenn og útvegsmenn fengju fyrir
aflann. „Ég lagði fram tillögu um að
sama þcngist fyrir síld til frystingar og
annan flokk til söltunar. Tillagan var
1. Síld, 33 cm og stærri, hvert kg
2. Síld, 30 cm að 33 cm, hvert kg
3. Sfld, 27 cm að 30 cm, hvert kg
4. Sfld, 25 cm að 27 cm, hvert kg
Stærri flokkur til frystingar kostar
nú 3.00 upp úr bát, en smærri flokkur
1.75.
felld, sem gerir það að verkum að
mikill verðmunur getur verið á sömu
afurðinni upp úr bát,“ sagði Ágúst.
Hann sagði ennfremur að hægt væri
að verka sams konar síld í annan flokk
og ,til frystingar. Hins vegar fást 3.30
krónur fyrir annan flokk í salt, en 3.00
til frystingar. Smærri síld til frystingar
kostar 1.75 hvcrt kító.
Sem kunnugt er hcfur sjávarútvegs-
ráðuneytið heimilað að veiddar verði
52 þúsund lestir af síld á komandi
vertíð. Þar af er búist við að milli 33 og
34 þúsund tonn fari í salt, 15 þúsund
tonn til frystingar á criendan markað
og 3 til 4 þúsund tonn til frystingar í
beitu.
Annars er verð á sfld til söltunar eins
og hér segir:
kr. 4.85
kr. 3.30
kr. 2.40
kr. 2.00
-Sjó
Verðmunur á síld til frystingar
og söltunar:
„Gerir markads
stöðu salt-
síldar erfiðari”
— segja síldarsaltendur
■ „Verö þaö sem síldarsaltendum er
gert að grciða samkvæmt hinni nýju
ákvörðun yfirnefndar er 102% hærra
en síldarvcrð það sent gilti til frystingar
á síðari Itluta haustvcrtíðar í fyrra.
Þetta svarar til unt 70% hækkun;' í
skiptaverði," segir í frctt frá Félögum
síldarsaltenda, í tilcfni af ákvörðun
um nýtt síldarverð.
Ennfremur segir að sé miöa við þaö
verð sem gilti til íöltunar fyrrihluta
vcrtíðar í fyrra sé hækkunin á fcrsksíld-
arverði 68% og hækkun á skiptaverði
unt 45%, líkt og hjá landverkafólkj i
landi.
Um verðntuninn til frystingar og
söltunar segír: „Þessi mikli verðmunur
gerir markaðsstöðu saltsíldarinnarenn
erfiöari cn clla oí telja stjórnir salt-
endiífélaganna að hyggilegra heföi ver-
,ið að ákveðan eitt fersksíidarvcrð og
ráðstafa mismuninum í saltsíldardeild
Vcrðjöfnunarsjóðs. Stjórnir félaganna
harma að ekki tókst samkomulag um
þessa leið.“
—'Sjó.
r
[^jol m
mmgaá / Æ j h f
Miðnætursýning á
Forsetaheimsókninni
■ Á laugardagskvöldið hefjast að nýju
sýningar hjá LR á gamanleiknum Forseta-
heimsóknin eftir George, Rego og
Bruneau. I vetur verða sýningar í Aust-
urbæjarbíói og hefjast þær kl. 23.30.
Þýðandi er Þórarinn Eldjárn en í sýning-
unni koma fram 12 leikarar. Þetta er
ærslafenginn gamanleikur og fjallar um
Frakklandsforseta sem heimsækir venju-
lega fjölskyldu og fer ýmislegt öðruvísi
en ætlað er: Leikmynd og búningar eru
eftir Ivan Török, en Stefán Baldursson
er leikstjóri.
Skrautleg Sporbraut á sunnudag
■ Ýmsir útvarpsþættir, sem verið hafa
á dagskrá í sumar, kveðja í þessari viku.
Einn þessara þátta er Sporbrautin sem
Rúvakmennirnir Ólafur H. Torfason og
Örn Ingi hafa séð um á sunnudögum.
Síðasta Sporbrautin verður á sunnudag
og þessi kveðjuþáttur mun taka tvo og
hálfan klukkutíma í útsendingu.
í samtali við Tímann sagði Ólafur H.
Torfason að þessi síðasti þáttur yrði
„skrautlegur". Meðal annars mun hund-
ur syngja í þættinum, og einnig mun elsti
bóndi landsins taka lagið. Nyrsti bónda-
bær á landinu verður heimsóttur og
einnig komið við á veðurathugunarstöð-
inni á Hveravöllum. Þá munu þeir
Ólafur og Örn greina frá niðurstöðu
leitar sinnar að norðurheimskautsbaugn-
um en nokkuð hefur verið á reiki hvar
hann er að finna.
- GSH
■ Spurbrautarmenn heimsóttu Sigurð
Haraldsson bónda á Núpskötlu á Mel-
rakkasléttu, en Núpskatla er nyrsti bær
landsins. Þarna er nýkomið rafmagn og
því er ýmislegt að breytast í búskapar-
háttum. Við hlið Sigurðar stcndur
Tryggvi Þór Tryggvason úr Breiðholt-
inu, 8 ára gamall sumarmaður. Klettur-
inn Jón Trausti er í baksýn.
Myndir Ólafur H. Torfason