Tíminn - 30.09.1983, Qupperneq 4

Tíminn - 30.09.1983, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1983 minning ■ Gunnar Thoroddsen fyrrverandi forsætisráðherra andaðist aðfaranótt sunnudagsins 25. september s.l. eftir stutta legu á sjúkrahúsi. Þeim sem störfuðu með Gunnari Thoroddsen var ljóst að hann gekk ekki heill til skógar síðustu mánuðina. Hann bar hins vegar sjúkdóm sinn af mikilli karlmennsku og æðruleysi og sinnti af fullum krafti erfiðum stjórnarstörfum. Með Gunnari Thoroddsen er genginn einn mikilhæf- asti stjórnmálamaður og einstaklingur, sem íslenska þjóðin hefur átt. Gunnar Thoroddsen var fæddur í Reykjavík 29. desember 1910 og var því tæplega 73 ára er hann lést. Gunnar Thoroddsen hóf snemma af- skipti af þjóðmálum. Hann tók fyrst sæti á Alþingi 1934, aðeins 23 ára og er yngsti maður sem setið hefur á Alþingi íslend- inga. Alla tíð síðan var ferill Gunnars Thoroddsen óvenju yfirgripsmikill og litríkur. Ekki er ætlun mín að rekja hið mikla lífsstarf Gunnars Thoroddsen. Til þess verða ýmsir aðrir. Ég vildi hins vegar fara nokkrum orðum um kynni mín af Gunnari Thoroddsen, einkum í þeirri ríkisstjórn, sem hann veitti forustu. Eftir langar en árangurslausar tilraun- ir formanna stjórnmálaflokkanna til myndunar ríkisstjórnar um áramótin 1979-80, gekk Gunnar Thoroddsen fram fyrir skjöldu og myndaði ríkisstjórn sína 8. febrúar 1980. Um aðdraganda þeirrar stjórnarmyndunar hafa verið ýmsar get- sakir. Gunnar Thoroddsen tók ekki þátt í tilraunum formanna stjórnmálaflokk- anna til stjórnarmyndunar né torveldaði þær á nokkurn hátt. því að gusta um Gunnar Thoroddsen, svo sem aðra, er forysta er falin, og ekki fór hann heldur varhluta af þeim næðingi og oft ærið köldum. Á þessum vegamótum minnist ég góðs vinar, sem alltaf var gott að leita til um málefni utan og ofan við allt dægurmála- þras og skammtíma þrætur. Það munu fleiri en ég sjá stórt og vandfyllt skarð í varnarmúrum mannúðar og réttsýni við fráfall Gunnars Thoroddsen. Fyrir þessi kynni eru nú færðar alúðar þakkir. Ég votta frú Völu og afkomendum þeirra dýpstu samúð og bið þeim styrktar æðri máttarvalda á erfiðri raunastund. Eggert G. Þorsteinsson. Hverra mannkosta leitum við í fari þeirra manna, sem örlagadísirnar kjósa að leiða í fremstu víglínu stjórnmál- anna? Um það höfum við aðeins óljóst hugboð. Samt vitum við að slíkur maður þarf að búa yfir víðtækri þekkingu, án þess þó að vera aðeins fræðimaður eða fangi tillærðra kennisetninga á þröngu sérsviði. Hann þarf að sameina rökvísi málflytj- andans og galdur rithöfundarins, án þess þó að týnast í aukaatriðum eða láta ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur. Hann þarf að vera gæddur atorku, stjórnsemi og mannþekkingu afhafna- mannsins, án þess þó að falla í þá freistni að láta eigin hag sitja í fyrirrúmi. Fyrst og síðast þarf hann trúlega að þekkja sitt fólk, án þess þó að loka augunum fyrir göllum þess og veik- Hann hóf feril sinn sem yngsti þingmað- ur þjóðarinnar og lauk honum sem aldursforseti íslenzkra stjórnmála. Og hann sótti á til hinztu stundar, unni sér ekki hvíldar. Kynni mín af Gunnari Thoroddsen voru stutt. Þau voru samt nógu löng til þcss að ég lærði að meta manninn að verðleikum og njóta samvista við hann. Samstarfsvettvangur okkar var fyrst og fremst stjórnarskrárnefnd. í því sam- starfi auðnaðist Gunnari að Ijúka við og leggja fram á Alþingi frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Það var honum mikið metnaðarmál - og um leið mikil von- brigði, að atvikin höguðu því svo að stjórnarskrármálið varð ekki til lykta leitt, áður en hann yfirgaf sviðið. Gunnar Thoroddsen var í essinu sínu þar sem hann sat við borðsenda í gamla stjórnarráðshúsinu á fundum stjórnar- skrárnefndar. Þar naut hann ríkulega lagaþekkingar sinnar og langrar póli- tískrar reynslu. Á þessum fundum hreifst ég af frásagnarlist hans og fáguðu skopskyni. Gunnar var ekki einasta langminnugur á lög og dóma heldur líka á það tvíræða og kímilega við alvöru lífsins. Eins duldist mér ekki yfirveguð mannþekking hans og verkstjórnarhygg- indi, þótt hægt miðaði á köflum. Það er undarleg þversögn í lífi stjórn- málamannsins, að nái hann ekki hylli fjöldans fær hann litlu áorkað; en sé hann ekki einfari í innsta eðli, sem sækir sér andlegan styrk í einveru og íhygli, hefur hann litlu að miðla öðrum. Þessa þversögn yfirvann Gunnar Thoroddsen í pólitísku starfi sínu. Þeir sem þekktu hann fundu brátt að hann Gunnar Thoroddsen Hann fylgdist hins vegar vel með þeim, að sjálfsögðu. Eftir að forseti Islands hafði veitt úrslitafrest tók Gunn- ar Thoroddsen hins vegar af skarið. Ég fékk skilaboð frá honum um mánaða- mótin janúar febrúar þess efnis, að hann teldi sig geta myndað meirihlutastjórn með Framsóknarflokki og Alþýðu- bandalagi og nokkrum stuðnings- mönnum sínum í Sjálfstæðisflokknum. Þetta var sú eina leið sem fær reyndist til myndunar þingræðisstjórnar og að mínu mati ekki slæmur kostur. Ég gekk því þegar á fund Gunnars Thoroddsen og var ríkisstjórnin síðan mynduð á nokkr- um dögum. í því stjórnarsamstarfi kynntist ég Gunnari Thoroddsen vel. Var samstarf okkar náið og mér um margt lærdóms- ríkt. Þótt Gunnar Thoroddsen væri orðinn nokkuð við aldur sinnti hann sínum störfum af frábærum dugnaði. Hann mætti snemma til vinnu og vann langan vinnudag. Hann kynnti sér hvert mál vandlega og kvaddi á sinn fund fjölmarga aðila til þess að fá ætíð sem gleggstar upplýsingar. Gunnar Thoroddsen lagði sig mjög fram við að ná samkoinulagi með stjórn- araðilum um lausn mikilvægra mála. Hann átti stöðugt fundi með okkur formönnum samstarfsflokkanna og var ætíð reiðubúinn til þess að hlusta á mismunandi sjónarmið. Hann lét kanna þær hugmyndir sem fram komu og leiddi síðan til lykta á þann máta sem hann að vandlega athuguðu máli taldi réttast og mesta samstöðu um. í öllu sínu starfi hafði Gunnar Thor- oddsen hið mannlega sjónarmið að leið- arljósi. Hann vildi ekki atvinnuleysi, sem hann taldi hið versta böl og studdi fjötmargar félagslegar umbætur af ein- lægni. Gunnar Thoroddsen lagði sig mjög fram við að ná samstöðu innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til þess að draga úr verðbólgu. Hann fagnaði þeim árangri sem náðist en þótti miður að ekki tókst samstaða um framhald þeirrar viðleitni. Hann fylgdist vandlega með störfum ráðherra og studdi þá af einurð og drengskap. En Gunnar Thoroddsen var miklu meira en „aðeins“ stjórnmálamaður. Hann átti sér fjölmörg hugðarefni og var t.d. tónlistarmaður góður og hagyrðing- ur. Ég undraðist einnig hve ótrúlegt minni hann hafði á atburði langrar ævi. Hann virtist muna öll ártöl og hann rakti af nákvæmni atburðarás og fór með orðréttar tilvitnanir. Var oft fróðlegt að hlusta á þær frásagnir. Gunnar Thoroddsen gaf ekki kost á sér til framboðs í síðustu kosningum til Alþingis. Hann hafði þá þegar lokið óvenjumiklu ævistarfi á sviði þjóðmála en mörgu átti hann þó ólokið. Allt fram á síðustu stundu vann hann m.a. ötullega að umfangsmiklum ritstörfum. Er leitt til þess að vita ef þeim verður ekki lokið. Örlögin höguðu því þannig að Gunn- ari Thoroddsen auðnaðist ekki að eiga í rólegheitum nokkur ár með sinni ágætu eiginkonu, Völu Ásgeirsdóttur, og fjöl- skyldu. Það átti hann svo sannarlega skilið. En oft er það svo að miklir atorku- og athafnamenn fórna sínu lífi í þágu lands og þjóðar. íslenska þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við Gunnar Thoroddsen. Frá okkar kynnum á ég sjálfur margs að minnast. Eiginkonu Gunnars Thoroddsen, Völu Ásgeirsdóttur og fjölskyldu sendi ég einlæga samúðarkveðju. Steingrimur Hermannsson Fyrir tæpum þremur árum ritaði undirritaður nokkur kveðjuorð til Gunn- ars Thoroddsen f.v. forsætisráðherra í tilefni 70 ára afmælis hans. Þann dag var afmælisbarnið að vanda hinn hressasti, lék á alls oddi og svaraði að bragði árnaðaróskum, sem til hans var beint í tilefni tímamótanna. Engum viðstöddum kom þá til hugar að skilin milli lífs og dauða væru þá svo skammt undan, sem raun er nú á orðin. í umræddum afmælisorðum rakti ég að nokkru samskipti mín við Gunnar Thoroddsen í okkar breytilegu trúnaðar- störfum, sem okkur höfðu verið falin. og á hvern hátt þau vandamál voru leyst, þótt staða okkar hafi oftast verið „sitt hvoru megin borðsins." Þessar minningar liðinna ára verða ekki raktar að nýju nú. Á þessari stundu er mér efst í huga hin mannlega hlið Gunnars, umbprðarlyndi og æðruleysi hans, samfara prúðmann- legri framkomu í hvívetna. Ég minnist gjarnan efnislega þess tilsvars hans, í eyru mér, á hita- og hávaðafundi, er við vorum saman, sem að var að efni til svona „aldrei hefi ég þokað neinu máli áleiðis með hávaða og stóryrðum. Hafi mér orðið þetta á í hita stundarinnar á yngri árum, hefur mér sjálfum fundist það helst geta átt sér stað, ef málefnið, sem til umræðu var, var ekki nægilega traustvekjandi, hvort heldur það var til sóknar eða varnar, m.ö.o. ekki nógu góður málstaður.'1 Þessi skoðun Gunnars kom berlega í ljós í framkomu hans allri, hvort heldur var um einkasamtöl að ræða, cða að viðstöddu fjölmenni í ræðustól. Per- sónulega heyrði ég hann aldrei'fella þunga dóma á annarra garð, að viðkom- andi fjarstöddum. Á ritvelli og í deilum gat hann, með sinu mikla valdi á íslenskri tungu, verið harðorður og að sumum fannst óvæginn. En þar var jafnræði. Andstæðingurinn hafði jafnan rétt til andsvara. Sem prófessoreða kennari í lögum við Háskólann, hlaut hann að afla sér mikill- ar þekkingar í þeim efnum, enda talinn manna fróðastur um þau efni innanlands og utan og sem einlægur lýðræðissinni var hann aldrei í vafa um. að með réttlátum lögum og reglugerðum, sem á þeim voru byggðar, yrði lýðræði og meirihlutavilji þjóðarinnar best tryggður. Mannkostir Gunnars voru þó, að mínu mati, ekki stærstir í fræðigrein hans, heldur mun fremur í hinum mann- legu þáttum lífsins. Lög og reglur eru grundvallarnauðsyn heils þjóðfélags, sem virðingar vill njóta, en lög og reglur ná ekki, þrátt fyrir allt, yfir alla mann- lega þætti hins daglega lífs hvers ein- staklings. Þetta á ekki síst við daglegt líf hjá frjálsbornum lýðræðisþjóðum. Sem óslitinn þráður gengur glöggur skilningur hans á þessu mikilvæga atriði í gegnum allan málaflutning Gunnars Thoroddsen, hvort heldur var í ræðum hans eða ritum. Það var tvímælalaust þetta frjálslyndi hans, sem auðveldaði honum aðgang að fólki úr ólíkum starfsgreinum og skilning hans á ólíkum og misjöfnum kjörum fólks. í hafróti stjórnmálanna er ekki alltaf „einber dans á rósum" þótt margir líti svo á, og þykjast geta staðfest þá skoðun sína, með skírskotun til þess, að ávallt sé fyrir hendi gnægð frambjóðenda í trúnaðarstörf þar. Svo einfaldar eru skýringar á frambjóðendafjölda einum saman, alls ófullnægjandi og í fleiri tilfellum alrangar. Ekki skal þó nú við fráfall Gunnars Thoroddsen þessi þáttur ræddur frekar, en ekki verður þó komist hjá því að minna á, að löngun frambjóð- andans eins dugar skammt, ef fylgissveit- ina skortir. Það er heldur ekki alltaf logn á tindum stjórnmálanna, fremur en öðru hálendi. Sem virkur þátttakandi í stjórn- málum og lengst af í forystusveit, hlaut leikum. Honum er lífsnauðsyn að skilja hugsunarhátt þjóðar sinnar, vonir og drauma. Og hann þarf að kunna þá vandlærðu list að laða saman ólíka einstaklinga til sameiginlegra átaka, framkalla fórnfýsi þeirra og hrífa þá með út í baráttuna. Og samt er allt þetta til lítils ef þessir ólíku eðliskostir falla ekki saman í einn farveg, heldur brjótast sitt í hverja áttina, glutrast niður og týnast á víð og dreif. Það sem þarf til að stilla saman svo ólíka strengi er listamannseðli. Það er innsæi listamannsins sem eitt getur raðað samau brotabrotum mannlífsins í eina heild; það er þetta sjötta skilningarvit listamannsins sem eitt getur lyft hugan- um yfir hið hversdagslega og skynjað heildardrættina í samhengi sögu ogsam- tíðar. Það var þetta listamannseðli sem gerði Gunnar Thoroddsen að eftirminnilegum stjórnmálamanni. Hann hafði á langri ævi aflað sér yfirgripsmikillar þekkingar og lífs- reynslu. Hann var vel heima í sögu þjóðar sinnar, lögum hennar, stjórnar- fari, bókmenntum og listsköpun. Hann var ekki einasta snjall málflytjandi held- ur hafði listatök á íslenzkri tungu. Gunnar bar mikla persónu: Háttvís, höfðinglegur og aðlaðandi í framgöngu þegar hann vildi það við hafa. Á bak við viðhafnarlegt yfirbragð leyndist meiri metnaður og harðfylgi en lá í augum uppi við fyrstu sýn. Þrek hans og úthald á endasprettinum kom ýmsum á óvart. Án þess hefði hann ekki sjötugur getað gegnt starfi, sem reynir til hins ítrasta á alla krafta yngri manna á blómaskeiði manndómsára. Dómur sögurnnar um stjórnmálaferil Gunnars Thoroddsens bíður síns tíma. Samtímanum sýnist að hann hafi ekki fyrst og fremst verið höfundur þeirrar sögu sjálfur. En það fór ekki framhjá neinum að hann var hinn óviðjafnanlegi leikstjóri á leiksviði stjórnmálanna: valdi í hlutverk og setti á svið með handbragði meistarans. Hann var prímadonna okkar pólitíska leikhúss, af klassískum skóla. Aðrir minnast hans sem stórmeistara hinnar pólitísku refskákar, sem leik- fléttusnillings og meistara í endatafli. Pólitískir skákáhugamenn framtíðarinn- ar eiga lengi eftir að liggja yfir og dást að beztu skákum hans. Þar er af mörgu að taka, því að pólitískur æviferill Gunnars spannar ótrúlega langt og viðburðaríkt æviskeið. var maður dulur að eðlisfari, átti sinn einkaheim, sem flestum öðrum var lok- aður. Það var heimur listamannsins, fagurkerans og fræðimannsins. Og þótt allur almenningur hafi lítt kynnzt þess- um þætti í fari Gunnars, skynjaði hann einmitt þess vegna eitthvað við hann sem hreif og heillaði og var honum ráðgáta í senn. Framan af ævi hætti andstæðingum og samherjum Gunnars Thoroddsens til að vanmeta hann. Yfirbragð fagurkerans leyndi því harðfylgi og þeirri þraut- seigju, sem á lokaskeiði gerði honum kleift að sigrast á mótlæti og ná settu marki, andstætt yfirgnæfandi líkum. Sú staðreynd, að hann sætti sig ekki við ósigur heldur barðist til þrautar, þótt kominn væri á efri ár, bætir alin við hæð hans. Það var ekki heiglum hent. Nú þegar Gunnar Thoroddsen er allur heldur hann áfram að vera okkur flestum talsverð ráðgáta. En hver sem verður dómur sögunnar um síðir er það víst, að hann verður okkur lengi minnistæður sem mikill pólitískur „sjarmör“. Hann hóf feril sinn sem yngsti þingmaður þjóðarinnar og lauk honum sem aldurs- forseti íslenzkra stjórnmála. Enginn samtímamanna hans á hinu pólitíska leiksviði hefur haldið athygli leikhúss- gesta jafn lengi. Við leikslok þegar sviðið stendur eftir autt, finnum við að margbrotinn og fjölkunnugur listamaður hefur skilað sínu seinasta hlutverki. Jón Baldvin Kveðja frá Norræna félaginu Það er gott að minnast þess, er fyrstu fundum okkar Gunnars Thoroddsen bar saman fyrir rúmum tveimur áratugum. Við vorum þá nýbúin að stofna norrænt félag í Kópavogi og bauð Gunnar okkur tveimur fulltrúum þaðan á fund með styrktarfélögum Norræna félagsins. Hann tók okkur opnum örmum með þeirri Ijúfmennsku og brosi sem honum einum var lagið. Síðan fylgdi sú elsku- semi öllum okkar kynnum og hefur aldrei borið skugga á. Það er ógleymt er hann var fjármála- ráðherra og ég leitaði til hans vegna Kópavogskaupstaðar af sérstökum á- stæðum. Ekki höfðu allir trú á því að sjálfstæðismaðurinn Gunnar Thor- oddsen leysti þann vanda. Fyrir hádegi ræddi ég við hann. „Tal- aðu við mig niður í þingi síðdegis", sagði

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.