Tíminn - 30.09.1983, Side 6
6
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1983
■ Alain Delon taldi sér skylt ad segja skiliö við nýju
vinkonuna, Anne Parillaud, eftir að Mireille lenti í slysinu.
sinni. Þar sat hann við sjúkra-
beð hennar á meðan hún var í
lífshxttu og sá síðan um að
koma henni á sjúkrahús í Genf,
þar sem best er aðstaðan til að
gera að slíkum hryggsköðum,
sem Mireille hafði orðið fyrir,
en þeir eru álitnir það alvarleg-
ir, að vera kann að hún verði
að eyða því sem eftir er ævinn-
ar í hjólastól.
Nú standa málin því þannig,
að Alain hefur heitið Mireille
eilífri tryggð, cn leikkonan
unga, sem átti að verða arftaki
hennar, er komin út á guð og
gaddinn.
, jSKSlílt ENGHUNN"
ER ENGMN ÍSKLUMPUR
■ í heimalandi sínu, Frakk-
landi, hefur hann oft verið
kallaður „einmana úlfur“.
Alain Delon hefur alla tíð
verið cinn á ferð og látið sig
litlu skipta, hvað aðrir segja
eða gera.
- Það er ágætt að eiga vini,
en ég þarfnast þeirra ekki skil-
vröislaust, sagði hann eitt sinn.
Hann þykir hafa sýnt það og
sannað í samskiptum sínum
við konur að hann bcr ekki
tilfinningarnar utan á sér.
Enda hefur hann hlotiö viður-
nefnið „Iskaldi engillinn“.
Alain Delon hefur lítinn til-
finningahita sýnt, þegar hann
hefur sagt skilið við vinkonur
sínar og ástmeyjar.
Sú frægasta þeirra og fyrsta
var Romy Schneider, sem hann
var trúlofaður í mörg ár. Mörg-
úm þótti honum farast illa við
hana, þegar hann lét hana sigla
sinn sjú. Samt sem áður var
það hann, sem lét sér annt um
hana síðustu árin, sem hún
liföi, og sýndi henni fullan
súma látinni. Ekki þótti hann
heldur sýna tilhlýðilegar til-
finningar, þegar upp úr hjóna-
bandi hans og frönsku leik-•
konunnar Nathalie slitnaöi.
Hvað þá þegar hann sagði
skilið við Mireille Darc eftir 13
ára sambúð og tók saman við
aðra. Þá sagði hann einfald-
lega: - Ég elska Mireille ekki
lengur.
Mireille fluttist þá út af
heimili þcirra og nýja ástmær-
in, leikkonan Anne Parillaud,
sem er aöeins 22 ára, var óðar
komin í hennar stað. Ekki var
að sjá, að áhyggjur Mireillcs
og auðsjáanleg hryggð hrærðu
Alain hið minnsta.
En nú hefur komið í Ijús, að
„ískaldi engillinn“ er ekki sá
ísklumpur, sem hann vill vera
láta. I sumar er leið lenti
Mircillc í alvarlegu slysi á
Italíu og Alain hafði ekki fyrr
haft spurnir af því en hann var
kominn á staðinn í einkaþotu
■ í 13 ár bjuggu þau Mireille Darc og Alain Delon undir
sama þaki. Nú er Alain aftur kominn til Mireille, eftir að hún
lenti í alvarlegu slysi, sem kann að hafa í för með sér, að hún
þurfi að nota hjúlastúl, það sem eftir er ævinnar.
Frænka
Nastössju Kinski
vill líka veroa
kvikmyndastjarna
■ Nastassja Kinski hefur þegar haslað sér völl sem kvik-
myndastjarna.
■ -NúskalégsýnaNastössju
í tvo heimana, segir náfrænka
Nastössju Kinski, sem hcfur
fengið sitt tækifæri til að verða
kvikmyndastjarna eins og
frænka hennar.
Lara Naszinski heitir hin
upprennandi stjarna, en Nasz-
inski er einmitt hið rétta eftir-
nafn Nastössju. Þær eru á
svipuðum aldri og milli þeirra
hefur alltaf ríkt mikill meting-
ur. - Það hefur alltaf farið í
taugarnar á mér að standa í
skugga Nastössju, segir Lara.
- Þegar ég var krakki varð ég
meira að segja að ganga í
fötum, sem Nastassja var hætt
að vera í, þar sem foreldrar
mínir voru svo fátækir.
Nú eru þeir dagar liönir,
þcgar Lara var upp á örlæti
Nastössju komin. Lara fær cin-
mitt sitt fyrsta kvikmyndatæki-
færi í mynd með frænku sinni.
Þar eiga þær að leika systur,
sem hvor um sig hefur fullan
hug á að koma hinni fyrir
kattarnef til að sitja ein að
stórum arfi. Lara verður fyrri
til!
Myndin hefur hlotið nafnið
„Hass“ á þýsku, sem útleggst
„Hatur” á íslensku og þykir
þeim, sem til þeirra frænkna
þekkja, nafnið vel við hæfi.
■ Lara Naszinski vill endilega feta í fótspor frænku sinnar
og helst komast hærra á tindinn en hún.
viðtal dagsins
AUSIUIEÐ Hf 20
ÁRAÁKSSUÁRI
■ Það var 15. júní 1960 að
Óskar Sigurjónsson tók við
rekstri á sérleiðinni Reykjavík-
Fljótshlíð af Kaupfélagi Rangæ-
inga, sem það hafði rekið undan-
farin 12 ár. Síðan hefur mikið
vatn runnið til sjávar. Rekstur-
inn sem Óskar tók við árið 1960
er nú lengsta sérleyfi landsins
Reykjavík-Hvolsvöllur-Höfn-
Egilsstaðir. 1963 var svo Aust-
urleið h/i stofnuð og er því
fyrirtækið 20 ára á þessu ári. í
því tilefni tókum við Óskar * 'i.
Hvaða bílakost byrjaöir þú
með þegar þú tókst við rekstri á
sérleiðinni Reykjavík-
Fljótshlíð?
„Ég keypti tvo bíla af kaupfé-
laginu, Volvo 34 manna og
Chevrolet 26 manna. Kaup-
verðið var 550 þús. krónur. Pen-
inga átti maður ekki mikla, svo
ég seldi gamlan Willisjeppa sem
ég átti, á 30 þús. krónur til að
hafa upp í fyrstu útborgun.".
Eitthvað hefur bflakosturinn
aukist?
„1 dag cru bílarnir 10 og sætin
alls 400. Þar af eru tveir 60
manna bílar. í vor keypti ég 33ja
manna bíl á 3,3 millj. Hvert sæti
kostar því 100 þúsund krónur.
Ferðatíðnin?
„Við förum á milli Reykjavík-
ur og Hvolsvallar alla daga allt
árið. Á Höfn og Egilsstaði dag-
lega yfir sumarið, en tvisvar á
Höfn yfir vetrartímann og þá er
'ekki farið á Egilsstaði. Sætanýt-
ingin er mjög góð yfir sumartím-
ann. 90% á leiðinni Reykjavík-
— rætt við
Óskar Sigur-
jonsson,
sérleyfishafa
Höfn-Egilsstaðir. 80-90% af því
eru útlendingar. Yfir vetrartím-
ann er sætanýtingin mjög léleg,
nema þá helst um helgar“.
Það vekur athygli hversu
góða bfla þú hefur og hvað þeim
er haldið vel við. Er ekki erfitt
að endurnýja bflakostinn?
„Þessi nýi bíll sem ég minntist
á mun t.d. aldrei borga sig upp
af sjálfsdáðun. Það eru eldri
■ Óskar Sigurjúnsson,
sérlcyfishafi