Tíminn - 30.09.1983, Side 7
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1983
umsjón: B.St. og K.L.
HANN
YFIR-
VANN
LOFT-
HRÆÐSL-
UNA
■ Ofurhuginn hann Palrick
Edlinger ofbýður öliuin með
dirfskulegum uppálækjum
sínum. Hann klifrar upp snar-
bratta klettavcggi eins og
fluga, og notar yfirleilt aldrei
venjulegan útbúnað fjall-
göngu- og Idifurmanna. Eini
■ Patrick klifrar eins og fluga
upp klettinn og heldur sér með
tám og fingrum í hverja smá-
glufu.
■ Með annarri hendi heldur
„Kötturinn" sér í kletta-
sprungu meðan hann dýfir
hinni hendinni í duftið í dós-
inni.
klifurútbúnaður hans eru sér-
stakir skór og svo dús sem fest
er við belti hans og er með
sérstöku dufti í. Hann notar
duftið á hendur sínar svo hann
nái betri handfestu og renni
síður í klifrinu. Hendurnar not-
ar hann ekki síður en fætur í
þessum glæfraferðum.
Patrick, sem er betur þekkt-
ur undir nafninu „Köttur-
inn“, er 22 ára. Hann byrjaði
að æfa kletta- og fjallaklifur
sem strákur - til að komast yfir
lofthræðslu, eftir því sem hann
sjálfur segir. Það virðist hafa
tekist hjá þessum unga íþrótta- k
manni, og það heldur betur,
því að hann fer svo glæfralega,
að fólk veröur lofthrætt bara af
því að sjá myndir af honum í
klettaklifri.
Fjallgöngumenn segjast ekki
ráðleggja neinum að reyna að
klifra eins og Patrick við svip-
aðar aðstæður og útbúnað.
Þetta sé algjör fífldirfska og
ekki til eftirbreytni fyrir
nokkurn.
Sjálfur segist Patrick vera
orðinn svo vanur kiifrinu í
þessari hæð, aö þetta sé ekki
eins erfitt fyrir sig og það
sýnist. A myndunum, sem við
sjáum hér, er hann að klifra í
fjalli á heimaslúðum sínum í
Frakklandi. Hann er þarna í
370 feta hæð utan í lóöréttum
klettavegg.
bílarnir, sem eru afskrifaðir sem
hjálpa til, þannig að hægt er að
endurnýja flotann. En annars er
óhætt að segja það, að ég er með
mjög góða bíla.“
Hvaða ferðir ertu með fyrir
utan áætlunarferðir?
„Undanfarin sumur höfum við
boðið upp á sætaferðir frá
Reykjavík að Kirkjubæjar-
klaustri um Fjallabaksleið
nyrðri. Einnig daglega ferðir í
Þórsmörk. Þar eigum við skála
og getum því boðið upp á gist-
ingu.“
Hver er reynsla þín af er-
lendum ferðamönnum?
Hún er mjög góð. Ekkert út á
þá að setja nema síður sé. Ann-
ars er hægt að segja það að það
eru útlendingar sem halda uppi
þessari þjónustu með þátttöku
sinni yfir sumarið. Án þeirra
væri erfitt að halda uppi sam-
göngum, með þessum hætti, allt
árið.
Þú ert með sjónvarp og videó
í bílunum. Hvernig gefst það?
Það er mjög vinsælt. Sérstak-
lega eftir að skyggja tekur og
útilokað er að skoða landslagið.
Austurleið er nú fjölskyldu-
hlutafélag Óskars, konu hans
og sona. Kona Óskars er Sig-
ríður Halldórsdóttir og þau eiga
8 börn. „Synir mínir tveir vinna
við þetta“, segir Óskar. „Annar
er búsettur á Höfn og sér um
Egilsstaði. Hinn sonurinn vinnur
við fyrirtækið í Reykjavík".
Óskar sem er 58 ára gamall
kvaðst aka minna en áður, en
vera einnig í viðgerðum. Hann
hefur verið í Skipulagsnefnd
fólksflutninga í 12 ár. Hjá fyrir-
tækinu störfuðu í sumar 25 mann-
eskjur, þegar flest var, þar af 18
bílstjórar. „Við erum 7 við þetta
allt árið bílstjórar og viðgerðar-
menn“, segir Óskar.
Eg spyr hann að lokum um
hvað hann geri annað en að
vinna við fyrirtækið?
„Ég flýg í tómstundum, er
með sólópróf og á vél ásamt 6
öðrum fyrir austan. Annars eru
tómstundir fáar“, segir Óskar
Sigurjónsson, sem hefur verið
viðriðinn sérleyfisakstur frá
1947, og rekið eigið fyrirtæki í 23
ár, einn eða í félagi við aðra.
-BK
mmm
erlent yfirlit
■ Borgarar í El Salvador njóta ekki mannréftinda.
Breytt stefna í
mannréttindamálum
■ Stefnubreyting hjá Reagan í mannréttindamálum.
■ Bandaríkjastjórn hefur á-
kveðið að veita 200 manns frá El
Salvador hæli sem pólitískum
flóttamönnum. Þetta er ekki há
tala miðað við allan þann fjölda
sem flúið hefur landið eða það
fjölmenni E1 Salvadorbúa sem
dvelur í Bandaríkjunum í trássi
við innflytjendalög. En þessi
ákvörðun stjórnar Ronalds Rea-
gan hefur mikla þýðingu sem
grundvallarstefnumörkun.
í forsetatíð Jimmys Carter var
tekin upp ný stefna gagnvart
Rómönsku Ameríku og reynd-
ar ríkjum víða um heim, sem
fólst í því að styðja ekki ríkis-
stjórnir sem gerðu sig sekar um
mannréttindabrot. Þetta kom
sérstaklega illa við kaunin á
herforingjastjórnum í Róm-
önsku Ameríku, sem brutu öll
grundvallaratriði lýðræðis og
virtu mannréttindi að vettugi.
Eftir að Reagan vann sinn mikla
kosningasígur fóru margir fylgis-
menn hans ekki dult með þá
skoðun, að allt raus Carters um
mannréttindi heyrði sögunni til.
Hér eftir mundi vera stutt við
bakið á vinum Bandaríkjamanna
þótt þeir beittu eigin landsmenn
bolabrögðum, og engin hætta
væri á að farið væri að hvæsa í
Washington þótt stigið væri á
skottið á vinstrisinnum í löndum
þar sem hægrisinnar færu með
völd.
Yfirlýsingar Alexanders Haig
þáverandi utanríkisráðherra ýttu
mjög undir þá skoðun, að
Bandaríkjamenn færu ekkert að
skipta sér af mannréttindamál-
um í þeim ríkjum þar sem réttir
menn héldu um stjórnartauma.
Snemma árs 1981 mætti Haig
fyrir utanríkismálanefnd öld-
ungadeildarinnar og staðfesti
þar, að Bandaríkjamenn létu sér
í le'ttu rúmi liggja þá meðferð
sem yfirvold í E1 Salvador þeittu
saklaust fólk.
Þessar yfirlýsingar gáfu ein-
ræðisstjórnum a vesturhveli von-
ir um að þær yrðu teknar í sátt.
En það er ekki alls kostar rétt.
Til dæmis glaðnaði yfir herfor-
ingjunum í Bólivíu, sem héldu
að sá tími væri upp runninn. að
Bandaríkjamenn mundu taka
upp fullt stjórnmálasamband við
þá á ný, en það hefur enn ekki
verið gert og Bólivíustjórn hefur
enga hernaðaraðstoð fengið frá
Bandaríkjunum í háa herrans
tíð.
Á sínum tíma fóru mannrétt-
indasamtök í Bandaríkjunum og
víðar fram á það við Carter. -
stjórnina að veita flóttamönnum
frá El Salvador hæli sem pólitísk-
um flóttamönnum, en á því voru
meinbugir.
Lög um móttöku pólitískra
flóttamanna eru mjög ströng í
Bandaríkjunum. En þau eru
þeirrar náttúru, að flóttamcnn
frá kommúnistaríkjum eiga yfir-
leitt ekki í neinum vandræðum
með að fá þar hæli sem pólitískir
flóttamenn, en menn sem flýja
hægrisinnað einræði uppfylla
ekki þau skilyrði sem sett eru.
Þar að auki hefur Ronald
Reagan látið það berast til Róm-
önsku Ameríku að það borgi sig
að vera vinveittur Bandaríkjun-
um, en það sé engrar aðstoðar
að vænta við það fólk sem setur
sig upp á móti ameríska stórveld-
inu.
Því hlýtur sú ákvörðun, að
leyfa pólitískum fióttamönnum
frá E1 Salvador að setjast að í
Bandaríkjunum.að koma illa við
stjórnina í San Salvador.
í lögunum um pólitíska flótta—
menn er gerður mikill munur á
einræði og alræði. Þau ríki sem
kommúnistar ráða yfir teljast
alræðisríki. Stjórnendur slíkra
ríkja eru alráðir yfir þegnunum,
þeir setja ekki aðcins lög um
hvað þeir mega gera og ekki
gera, heldur einnig hvað þeir
mega segja og hugsa. I alræðis-
ríkjum varðar það hegningu að
vera á móti hinni opinberu hug-
myndafræði.
Stjórnendur einræðisríkja eru
yfirleitt hægrisinnaðir. Þeir nota
misjöfn og umdeild meðöl til að
ná völdum og viðhalda þeim, en
í einræðisríkjunum er einhver
von til að Eyjólfur hressist og
lýðræöi og mannréítindi nái fót-
fcstu. Þessi skilgreining á alræði
og einræði cr hvorki nýstárleg
né bandarísk. En hún heíur
vcrið lögð til grundvallar stefnu
Bandaríkjastjórnar síðustu árin
og gætir til dæmis oft í málflutn-
ingi Jean Kirkpatrick, aðalfull-
trúa Bandaríkjanna hjá Samein-
uðu þjóðunum.
Skilgrciningin á alræði og ein-
ræði er ekki út í loftið og þarf
ekki að lcita langt aftur í tímann
til að finna réttmæti hennar stað.
I Grikklandi, á Spáni og í Portú-
gal var einræðisstjórnum, sem
gerðu sig sckar um
mannréttindabrot, steypt afstóli
óg lýðræðisstjórnir tóku við. í
Ungverjalandi, Tékkóslóvakíu
og Póllandi hafa allar hræringar
í frelsisátt verið barðar niður
með hervaldi og hörku og alræði
ríkir.
En fræðilegar útleggingar á
stjórnarfari kemur því fóiki í El
Salvador sem er ofsótt, lítið við.
Fjöldi þess er nú landfiótta í
nágrannaríkjum, og tugþúsundir
E1 Salvadorbúa eru ólöglega í
Bandaríkjunum. Það fólk er þar
með vitund yfirvalda, en ólög-
lega samt.
Eins og sakir standa kemur
tæpast til álita að veita öllum
þeim fjölda hæli, enda mundi
það vera eins og hnefahögg í
andlit þeirrar stjórnar í El Salva-
dor, scm Bandaríkjamenn
styðja.
Flóttamannakvóti í Banda-
ríkjunum hefur undanfarin ár
verið um 100 þúsund manns.
Vegna mikillar aðsóknar inn-
flytjcnda hefur hann verið lækk-
aður. I árhefur90þúsundmanns
vcrið veitt hæli sem pólitískum
flóttamönnum og næsta ár er
ráðgert að þeir verði ekki fleiri
en 72 þúsund.
Þcir 200 fióttamenn frá E1
Salvador sem fengið hafa póli-
tískt hæli í Bandaríkjunum eru
allir pólitískir fangar sem hlotið
hafa náðunogfjölskyldurþeirra.
Þessi ráðstöfun cr viðurkenning
á því að stjórnin í E! Salvador er
ekki fær um að vernda eigin
borgara og fá þeir þess vegna að
leita hælis í Bandaríkjunum.
Þetta sýnir.einnig að Banda-
ríkjamcnn geta ekki látið sér á
sama standa að mannréttindi séu
fótum troðin í næsta nágrenni.
jafnvel ekki af vinum sínum og
stuðningsmönnum.
Oddur Ólafsson
^ lc
skrifar W/>